Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.06.1987, Page 8

Vestfirska fréttablaðið - 19.06.1987, Page 8
FERÐATOSKUR 0 ný sending komin Verð á góðum 70 cm töskum frá kr. 2.060.- til kr. 5.530.- Bókaverslun Jónasar Tómassonar sími 3123 ísafirði # bil Við hefjum daginn snemma í sumar og opnum alla virka daga kl. 7:00 -15:15 fj _ ^ 7/7) Prentstofan Isrún hf. Adalstræti35 • 4(X) (safjörður Sími 94-3223 FH - IBI 2:1 Kvennalið ÍBI lék sinn fyrsta leik í 2. deild á þriðjudagskvöldið, gegn FH. Hafnfirsku stúlkurnar fóru að lokum með sigur af hólmi. Þær skoruðu tvö mörk gegn einu marki IBI. Bæði mörkin voru skoruð í síðari hálfleik. A myndinni má sjá IBI stúlkurnar í harðri en árangurslausri sókn gegn FH. Patreksfjörður; Festa kaup á sjóflugvél 30. maí var haldinn flugdagur á Patreksfirði. Meðal atriða á flugdeginum var lendinga- keppni og tóku 13 flugvélar þátt í henni. Sigurvegari varð Jó- hannes Jóhannesson úr Reykjavík á TF-KOZ. Jóhannes á ekki langt að sækja hæfileika sína því hann er sonur Jóhann- esar Snorrasonar flugstjóra sem allir íslendingar þekkja. Mikill áhugi er á flugi á Patreks- firði um þessar mundir. Tvær litlar flugvélar hafa þegar verið keyptar og eru alls 24 aðilar eigendur að þeim. Þriðja flugvélin er væntan- leg innan skamms og er þar um nokkuð óvenjulegan grip að ræða. Flugvél þessi er af gerðinni Lake Buccaner og getur lent bæði á sjó Nokkur eftirvænting ríkir í röðum þeirra sem fást við útgerð og fiskvinnslu vegna þess að nú hefur fiskverð verið gefið frjálst. Frystihúsamenn hafa fundað um málið og hefur heyrst að þeir hyggist bjóða 10% hækkun frá síðasta lögfesta fiskverði. Búist er við fyrstu löndunum eftir þessa breytingu eftir helgina. Það óhapp varð hjá Frosta h/f í Súðavík fyrir helgina að amm- oníakleiðsla sprakk og varð mikil mengun af. Unnið hefur verið hörðum höndum að því að skipta um umbúðir á öllum fiski sem þar var í frystigeymslum. BESSI landaði 13. júní 80 tonn- um sem voru að mestu leyti þorskur. HAFFARI landaði 11. júní 20 tonnum af rækju. ARNEY landaði 12. júní 11 tonnum, og sama dag landaði ORRI 8 tonnum. VALUR kom inn á laugardag með 3,5 tonn og Sigrún með 4 tonn af rækju. GUÐBJARTUR var í landi 13. júní. Á mánudag var landað úr honum tæpum 50 tonnum af þorski sem allur fór til vinnslu í húsinu. Guðbjartur er væntan- legur inn á laugardag og fer svo í slipp eftir helgina. GUÐBJÖRG kom inn fyrir helgi og var landað úr henni á mánu- dag 21 tonni tii vinnslu í húsinu og 42 tonn voru sett í gáma. Afl- inn var nær eingöngu þorskur. JÚLÍUS landaði á mánudag 70 tonnum af þorski. Af því fóru 39 tonn í gáma. I síðustu viku lönduðu 8 hand- færabátar hjá íshúsfélagi ísfirð- inga samtals 16,5 tonnum af þorski. PÁLL PÁLSSON landaði 13. júní 46,7 tonnum af þorski og fór aflinn allur til vinnslu hjá Hrað- frystihúsinu í Hnífsdal. ELÍN ÞORBJARNARDÓTTIR landaði í síðustu viku 173 tonnum. Elín fór út á mánudag og er enn á veiðum. GYLLIR fór út á þriðjudag og er á veiðum. SÖLVI BJARNASON iandaði á Bildudal á mánudag 93 tonnum sem voru að mestu leyti þorskur. TÁLKNFIRÐINGUR landaði á mánudag 133 tonnum mest þorski. Ágætur afli var i síðustu viku hjá trillubátum frá Tálknafirði en trillubátar eru nú í lögboðnu stoppi út þessa viku. Þykir mörg- um hart að þurfa að liggja i iandi í veðurblíðunni. Nú er iokið endurbótum á hafn- araðstöðu Tálknfirðinga. Þarvar bryggjan endurbyggð og breikk- uð og kostuðu framkvæmdirnar alls tæpar 9 milljónir. SIGUREY landaði á Patreksfirði þann 11. júní 181 tonni. Aflinn var að mestu leyti þorskur Sigur- ey fór svo ekki út fyrr en eftir sjómannadag. Reytingsafli var hjá handfæra- bátum frá Patreksfirði í síðustu viku. DAGRÚN var í landi 12. júní með 157 tonn sem allt var tekð til vinnsiu hjá (shúsfélagi Bolungar- víkur. GRINDVIKINGUR var í landi sama dag með ca. 68 tonn af frystri úthafsrækju. FLOSI landaði 13. júní 5 tonnum af rækju. Af því var um eitt tonn cif fiski HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR landaði 13. júní 4 tonnum af rækju. HEIÐRÚN kom inn á laugardag. Á þriðjudag var landað úr henni 42 tonnum sem öll fóru í gáma. Meginhluti aflans var þorskur. HAFÞÓR er í slipp. Enginn rækjubátur lagði upp hjá Rækjustöðinni í síðustu viku. Hjá Niðursuðuverksmiðjunni lönduðu í sfðustu viku eftirtaldir bátar: GÍSLI ÁRNI, 26 tonnum, ARNAR, 12 tonnum, EGILL, 6 tonnum, BERGUR, 12 tonnum, ÍSLEIFUR, 21 tonni. Hjá Bakka í Hnífsdal lönduðu í síðustu víku GUÐNÝ á iaugardag 7,4 tonnum af rækju, ORRI á föstudag 8,1 tonni. Guðný er ein báta í föstum við- skiptum við Bakka enn sem kom- ið er. SKINNEY fer á veiðar fyrir helg- ina og leggur upp hjá Bakka. FRAMNES landaði á Þingeyri í síðustu viku 69,9 tonnum og var sett af því í 5 gáma. Aflinn var nær eingöngu þorskur. SLÉTTANES landaði Í sömu viku 50 tonnum af þorski og setti f 5 gáma. 10 handfærabátar lönduðu á Þingeyri í síðustu viku samtals 18 tonnum og 20 kílóum. Hjá Samtak lönduöu eftirtaldir rækjubátar f síðustu viku. ERLING, 9 tonnum, FÍFILL, 17 tonnum, ÞÓRIR, 9 tonnum. © PÓLLINN HF. — HUSQVARNA SAUMAVELAR CLASSICA 100 - saumavél nútimans OPTIMA 190 - fullkomin saumavél Afborgunarskilmálar Kennsla innifalin í verðinu POLLINN VERSLUN RAFÞJÓNUSTA SÍMI 3092 © PÓLLINN HF. og landi. Hægt er að draga hjólin upp og lendir flugvélin þá á skíðum eða flotholtum á sjó, eða vatni. Vélin tekur þrjá farþega auk flugmanns. Oddur Guðmundsson útibú- stjóri Landsbankans á Patreksfirði sem er einn fjögurra eigenda flug- vélarinnar sagði í samtali við Vest- firska fréttablaðið að flugvélin væri sú eina sinnar tegundar á landinu. Hann sagði að sjóflugvél gæfi mönnum tækifæri á mun fjöl- breyttari ferðalögum, því alls stað- ar væru vötn og sjór og víða hægt að lenda. Flugvellir væru hinsveg- ar bæði fáir og smáir. Beðið er eftir því að flugvélin verði ferjuð hingað til lands frá Kanada. Þegar hún verður komin þarf að afla tilskilinna leyfa fyrir eigendur og kennara til þess að fljúga henni. Eigendur vélarinnar eru fjórir saman í félagi en kaupverð vélar- innar mun vera um það bil 1200 þúsund krónur. Hreppar sameinast 1. júlí næstkomandi gengur formlega í gildi sameining Ketil- dalahrepps og Suðurfjarðarhrepps. Hið nýja sveitarfélag hlýtur nafnið Bíldudalshreppur. Sameining þessi var samþykkt 22. maí á sameiginlegum fundi hreppsnefndanna beggja hrepp- anna. Engar breytingar verða þó gerðar á hreppsnefnd Suðurfarð- arhrepps né annari skipan sveitar- stjómarmála í hreppnum. Sveitar- stjóri hins nýja Bíldudalshrepps verður séra Flosi Magnússon á Bíldudal sem gegnir embætti sveit- arstjóra Suðurfjarðarhrepps og er jafnframt sóknarprestur beggja hreppanna. 1. desember 1986 voru 372 íbúar í Suðurfjarðarhreppi og 21 íbúi í Ketildalahreppi. Heildaríbúar- fjöldi hins nýja Bíldudalshrepps verður því 393 íbúar. í tengslum við sameininguna hefur verið rætt um að unnið verði að bættum samgöngum, bættri heilsugæslu, endurbótum á skóla- húsnæði og byggingu íþróttahúss. Einnig hafa landbúnaðarmál og önnur atvinnumál verið rædd á sameiginlegum fundum fulltrúa hreppanna. Að sögn Magnúsar Björnssonar oddvita á Bíldudal er ekki enn ákveðið hvort sameiningunni verður fagnað sérstaklega þann 1. júli n.k. Enn væri allt slíkt í athug- un. Veðurhorfur fyrir helgina eru allgóðar. Þó gæti brugðið til beggja vona ef háþrýsti- svæði við Grænland lætur undan lægð sem er á leið upp að landinu. Fari svo snýst vindur til norðanáttar og kólnar. Á hvom veginn sem fer ætti fl- ug að geta gengið samkvæmt áætlun. Þó gæti þokan sem hefur angrað okkur undanfama daga sett strik í reikninginn. . vestfirska á hefur heyrt AÐ kvikmyndin ,,Flugan“ sem sýnd var á fsafirði á dögunum hafi farið yfir strikið eins og sagt er. Þessi hugljúfa saga um manninn sem breytist í flugu hefur trúlega snert við- kvæmar taugar f brjósti margra, og einhverjar taugar í maga sumra bíógesta. Stað- festing þess blasti við gestum þegar þeir gengu út að sýn- ingu lokinni, því einhver hafði skilað kvöimatnum á tröpp- urnar. AÐ Guðjón Ólafsson sem fram að þessu hefur verið tal- inn, næst eftirsóttasti pipar- sveinn bæjarins, næst á eftir yfirmanni sínum, sé nú kom- inn með annan ef ekki báða fætur í hnapphelduna. Já, krosstré bregðast eins og aðrir raftar. AÐ Björg Baldursdóttir kenn- ari f Reykjanesi, áður skóla- stýra í Hnífsdal hyggist sækja um stöðu skólastjóra við Grunnskólann á ísafirði. BILALEIGA Nesvegi 5 • Súðavík S 94-4972 - 4932 Vatnsmýrarvegi 34 • V/Miklatorg S 91 -25433 Afgreiösla á ísafjarðarflugvelli 0 94-4772 SENDUM BÍLINN Opið allan sólarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.