Vestfirska fréttablaðið - 18.05.1988, Síða 1
Fermingar
um
hvítasunnu
Á bls. 8 birtum
við nöfn
fermingarbarna
á Patreksfirði,
Bíldudal, Þing-
eyri, Flateyri,
Suðureyri,
ísafirði, í Súða-
vík og í
Bolungarvík.
Athuga-
semd frá
Tryggva
formanni
KRÍ
Um það leyti sem Vestfirska var
að fara í prentun, á fimmta tím-
anum síðdegis á miðvikudag, kom
Tryggvi Sigtryggsson formaður
Knattspyrnuráðs ísafjarðar að
máli við okkur, mjög ósáttur vegna
viðtals við hann í BB sem þá var
að koma út. Einkum vildi hann
mótmæla eftirfarandi, sem eftir
honum er haft í blaðinu:
„Mikið af þessum skuldum upp
á 1,5 milljón eru smáskuldir frá
ýmsum aðilum sem hafa ekkert
rukkað okkur í tvö ár og við erum
að vona að þær detti út með tím-
anum.“
- Meira um þetta mál í Vest-
firska í næstu viku.
Minnisvarði um
Ragnar H. Ragnar
Ákveðið hefur verið að reisa
Ragnari H. Ragnar minnisvarða á
ísafirði og færa bænum að gjöf. Sá
varði, sem rísa mun á túni gamla
sjúkrahússins, á að vera hvort
tveggja í senn minningartákn um
mannrækt hins fallna höfðingja og
framlag í þágu listsköpunar og
fegrunar þess bæjar, sem hann
lagði í fjóra áratugi alla alúð sína
í að auðga og efla með fordæmi
sínu og leiðsögn.
Leitað hefur verið til lista-
mannsins Jóns Sigurpálssonar um
gerð minnisvarðans. Hann vinnur
nú að listaverki, sem hann kallar
KUML. Um verður að ræða 25-30
fermetra torf- og grjóthleðslu, sem
verður um 1 metri að hæð. Á miðri
hleðslunni verður um 3 metra
grágrýtisbjarg, sem verður sagað í
fernt. Yfirborð bjargsins verður
hrjúft og óunnið, en sagarsárið
verður hins vegar slípað og á þá
fleti meitluð einhver þau orð um
lífið og tilveruna, sem Ragnar H.
Ragnar hélt á lofti. Úr miðju
verksins, þar sem grágrýtið
opnast, mun eirblanda brjóta sér
Ieið milli bjarghlutanna.
Til þess að gera hugmynd þessa
að veruleika verður að leita til al-
mennings um fjárframlög. Það er
ljóst, að fjölmargir, bæði fsfirðing-
ar og aðrir, munu hafa hug á að
ieggja þessu máli lið í því skyni að
heiðra minningu Ragnars H.
Ragnar. Þeim, sem það vilja, gefst
nú kostur á að leggja það framlag,
sem þeir kjósa, inn á ávísanareikn-
ing nr. 10197 við Útvegsbanka ís-
lands h.f. á ísafirði. Nöfn gefenda
verða skráð í sérstaka bók, sem
afhent verður bæjarstjórn ísa-
fjarðar til varðveizlu, um leið og
minnisvarðinn verður afhjúpaður.
Stefnt er að því, að það verði gert
hinn 28. september á hausti kom-
anda, en þá hefði Ragnar H. Ragn-
ar orðið níræður, hefði hann lifað.
Safnist meira fé en sem nemur
kostnaði við gerð og framkvæmd
þessa verks, mun því verða varið í
þágu Tónlistarskóla ísafjarðar,
sem verður fjörutíu ára nú í haust
og Ragnar H. Ragnar helgaði
drýgstan hluta starfsorku sinnar
hér á ísafirði.
Þess skal að lokum getið, að
Guðmundur E. Kjartansson, lög-
giltur endurskoðandi, hefur góð-
fúslega tekið að sér að færa reikn-
ingsskil vegna þessara fram-
kvæmda.
ísafirði, 10. maí 1988.
Með vinsemd og þakklæti.
Pétur Kr. Hafstein,
Jón Páll Halldórsson,
Kristján Haraldsson.
Suðureyri:
Dagvist aldradra tekin í notkun
Annan dag hvítasunnu verður
formlega tekið í notkun dagvistar-
heimili aldraðra á Suðureyri (þótt
þegar sé búið að taka það í notkun
í raun, eins og gengur). Heimilið
er að Túngötu 2, þar sem áður var
hjúkrunarfræðingur til húsa, og
milli klukkan eitt og fimm á daginn
koma þar saman „eldri borgarar“,
eins og nú er farið að kalla roskið
fólk og gamalt. Þarna stundar fólk
föndur, fer í leikfimi, spjallarsam-
an og styttir sér stundir með ýms-
um hætti. Börnin af barnaheimil-
inu hafa komið í heimsókn og
sungið fyrir afa og ömmu, og fyrir
nokkru settu gömlu konurnar upp
söngleik frá því að þær voru ungar.
Guðný ÍS leggst að bryggju á ísafirðl síðastliðlnn mánudag.
Góður línuafli á Vestfjörðum:
Metvertíð
hjá Guðnýju IS 266
— hefur aldrei fiskað svo mikið á vetrarvertíð
síðan hún kom fyrst til ísafjarðar 1959
Þeir hafa svo sannarlega ástæðu
til að vera kátir þessa dagana, karl-
arnir á Guðnýju ÍS 266, því í lok
síðustu viku var ljóst að þá þegar
höfðu þeir slegið fyrra aflamet
skipsins sem var frá árinu 1967.
Það ár veiddust á vetrarvertíð sem
lauk 22 maí, 762 tonn og 300 kíló,
en á föstudaginn 13. maí síðastlið-
inn hafði Guðný komið með að
landi 765 tonn og nokkrir dagar
eftir af vertíðinni.
Guðný var keypt til ísafjarðar
1959 frá Djúpavogi, og að sögn
Jóns Magnússonar eins af eigend-
um skipsins var það smíðað í Hol-
landi ásamt 5 samskonar bátum
1957. Fimm bátar til viðbótar voru
smíðaðir um svipað leyti, en þeir
voru 10 tonnum minni samkvæmt
mælingum þess tíma. Einn þeirra
var Tálknfirðingur frá Tálknafirði,
mikið aflaskip. Jón taldi Guðnýju
vera mikið sjóskip og þrátt fyrir
ýmsar breytingar þá væri hún það
enn, enda hefði ávallt verið fylgt
ýtrustu kröfum sérfróðra manna
varðandi allt sem gert hefði verið
við bátinn.
Frá fyrstu tíð hefur Guðný ávallt
verið gerð út á línu á vetrum, en á
sumarvertíðum verið stundaðar
aðrar veiðar. í sumar er gert ráð
fyrir að farið verði á rækju og þykir
sumum úr áhöfninni það lítið
spennandi sökum þess hve lítið er
um stopp í landi meðan þær veiðar
standa yfir.
Skipstjóri á Guðnýju er Jón Pét-
ursson, Rósmundur Skarphéðins-
son er stýrimaður, Guðmundur S.
Einarsson vélstjóri og Þorsteinn
Geirsson kokkur. Auk þeirra eru
svo sex menn sem beita í landi.
Panasonic - Sony - Samsung - Technics
hljómflutningstæki, myndbönd og sjónvarpstæki FLUGFRAKT
Óbreytt verð fram að helgi SÆKJUM - SENDUM
/f- (hækkun eftir helgi 15%) —,
pm oinarQiAofcn/isson n. 5. FLUGLEIDIR