Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 18.05.1988, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 18.05.1988, Blaðsíða 2
2 I vesttirska I FRETTABLASIS Vestfirska fréttablaðið kemur út á miðvikudögum. Ritstjórn og auglýs- ingar: Aðalstræti 35, ísafirði, simi 4011 og 3223. Ritstjóri og ábyrgðar- maður: Hlynur Þór Magnússon, heimasími 4446. Auglýsingar: Hans- ína Garðarsdóttir, heimasími 4057. Útlitsteikning, Ijósmyndun og efnisöflun: Hörður Kristjánsson. Útgefandi: Grafíktækni h.f., (safirði. Framkvæmdastjóri: Rögnvaldur Bjarnason. Setning, umbrot, filmu- vinna og prentun: Prentstofan ísrún h.f., Aðalstræti 35, Isafirði. Verð kr. 70. Lausasala og áskrift. UMHVERFIÐ OG VIÐ Vorið er komið. Það birtist skyndilega einn daginn og umhverfið skipti um svip. Jafnframt vöknuðu menn til vitundar um umhverfi sitt eins og gerist helst á vorin. Umhverfisvernd er vinsælt orð, þótt menn leggi í það mismunandi merkingar. í víðri merkingu fjallar það um hvemig við getum best stuðlað að því að lífríki og náttúr- legt umhverfi okkar haldi velli og því svipmóti sem eðlilegt er. Það sem næst okkur stendur er síðan okkar nánasta umhverfi, hús og garðar, stræti og torg, opin svæði frá fjalli til fjöm. Vestfirðingar hafa lítið sinnt þessum þætti þar til á síðustu ámm að breyting er að verða á. Við varanlega gatnagerð í þéttbýli breyttist svipmót garða sem að götun- um lágu, á eftir fór málun húsa og fækkun skúra og kofa, sem víða finnast þó enn. Hér á ísafirði er nú starfandi nefnd sem hvatt hefur bæjarbúa að undanfömu til þess að taka til hendinni. Náttúm- og umhverfisverndarnefnd bæjarins gekkst fyrir svipuðum brýningum fyrir ári síðan og varð nokkuð ágengt. Út með Eyrarhlíðinni standa margir gamlir fiskhjallar, sumir þeirra í stöðugri notkun, aðrir mega muna sinn fífil fegurri. Þessir hjallar setja svip á bæinn og bera gömlum hefðum vitni. Þeir mega ekki hverfa af sviðinu. Nauðsyn- legt er hins vegar að sinna þeim betur, hressa upp á útlit þeirra, mála þá og snyrta. Hér er kjörinn vettvangur fyrir unglingavinnu bæjarins, auk þess sem leggja mætti lið öldruðum eigendum gamalla húsa við það að snyrta þau og fegra. Dreifbýlismenn kvarta gjarnan yfir ýmsu misrétti sem þeir verða fyrir og láta þá til sín heyra á opinberum vett- vangi. Hitt gleymist stundum, að lífið á landsbyggðinni er oft á tíðum harla gott, ekki síst á vorin. Til þess að njóta þessara eiginleika til fullnustu er okkur nauðsynlegt að sinna umhverfi okkar, bæði í víðum og þröngum skilningi. Við eigum greiðan aðgang að heimsins hreinustu og fegurstu útivistarsvæðum, þar sem eru skíða- ferðir í vorsnjónum; við getum róið til fiskjar á björtum sumarkvöldum, okkur stendur til boða útivistarsvæði og gönguleiðir í ósnortinni íslenskri náttúru. Allt er þetta innan seilingar og ókeypis. Við skulum hafa þessa kosti í huga þegar við metum stöðu okkar og virða umhverfi okkar þess að ganga vel og snyrtilega um það. Pétur Bjarnason. IsaQarðarkaupstaður ÚTBOÐ Bæjarsjóður ísafjarðar óskar eftir tilboðum í innanhúsfrágang á tengibyggingu við grunnskóla. Um er að ræða einangrun, múrverk og loka- áfanga á hluta hússins. Útboðsgögn verða afhent á tæknideild frá og með þriðjudegi 24. maí n.k. gegn 5.000 kr. skilatry ggingu. Bæjarstjórinn á ísafirði. íf ‘ 'mfóm Hér er Gunnlaugur Jónasson bóksali að sýna okkur aðalvinninginn fyrir krossgáturnar okkar, Landið þitt - ísland í sex bindum. Verðlaunakrossgáta nr. 5 Glæsileg verðlaun í boði Og hér birtist fimmta og síðasta vestfirska krossgátan, sem við veitum verðlaun fyrir í einu lagi, þannig að nú má fara að senda inn lausnirnar, allar fimm saman. Klippið leystar gáturnar úr blöðunum og sendið okkur eða komið með þær á skrifstofu Vestfirska, Aðalstræti 35 á ísafirði (þar sem Prentstofan ísrún er). Lausnirnar þurfa að vera komnar í síðasta lagi þriðju- daginn 31. maí, en þá um kvöldið verður dregið úr réttum lausnum. Aðalverðlaunin eru ritsafnið Landið þitt, Island frá Erni og Örlygi, sex bindi í öskju, að söluverðmæti nærri nítján þúsund krónur (18.900). Þegar við komum til Gunnlaugs Jónassonar í Bókaverslun Jónasar Tómassonar á ísafirði til að ákveða hver verðlaunin ættu að vera, var reyndar úr vöndu að ráða. Þar er hvert ritsafnið öðru eigulegra. En þetta varð niðurstaðan. Síðan eru þrenn aukaverðlaun: Árs áskrift að Vestfirska fréttablaðinu. skólasetur í Bjarnarfirði býliá Hjarðarnesi ■F flíkur seinláti maðurinn keyr þorp A- Barð titill hugar burðurinn borð- stokkurinn leik- félag 1+ ▼ gamaldags farartæki vinnusömu ► 4 Kópavogur Stranda- sýsia ► óðagot Austurriki ► mannsnafn (eignarf.) ílát með drykk ► w' w Húnavatns- sýsla ► fyrstur ► Ungverja- land til sótt- hreinsunar ► enska: loft barefli ► Akureyri ► tóbaks- biti lærði ► nafns ekki getið ► sætti mig við ► ▼ líffæri ► göngin ► HPM samstæðir ► Rauði krossinn ► höfuðáttir ►

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.