Vestfirska fréttablaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 7
ts
vestíirska
TTABLAOIS
7
herra. Nefndina skipuðu Bjarni
Einarsson, Gísli Eiríksson, Hauk-
ur Hauksson, Jóhann T. Bjarna-
son og Guðmundur Einarsson. í
þeim kafla sem fjallar um flugsam-
göngur segir m.a.:
„Núverandi blindaðflugskerfi
fyrir ísafjarðarflugvöll er af full-
komnustu gerð og er ekki hægt að
lækka blindflugslágmark frekar
með alþjóðlegum hefðbundnum
tækjum og reglum.
Áhrif á takmörkun flugs af völd-
um ríkjandi vindaðstæðna á fsa-
fjarðarflugvelli er varla hægt að
minnka með sérstökum fram-
kvæmdum.“
Ennfremur segir í skýrslunni:
„Eins og áður hefur verið nefnt
lokast fyrir flug til ísafjarðarflug-
vallar, vegna hinna erfiðu land-
fræðilegu aðstæðna og veðurfars.
Því er ástæða til að ákveðinn verði
varaflugvöllur fyrir ísafjarðarflug-
völl, þannig að röskun í fólksflutn-
ingum til og frá ísafirði verði sem
minnst, ekki síst vegna mikilvægis
fjórðungssjúkrahússins á ísafirði
fyrir heilbrigðisþjónustu á Vest-
fjörðum. Tveir flugvellir koma til
greina í þessum tilgangi, en þó
hvor um sig fyrir mismunandi
gerðir flugvéla, sem notaðar eru í
dag.
Holtsflugvöllur í Önundarfirði:
Fram hafa farið flugtæknilegir
útreikningar á athafnarými F-27 í
Önundarfirði. Jafnframt hefur átt
sér stað tilraunaflug með F-27 í
Önundarfjörð. Niðurstöður
beggja þessara athugana eru á
þann veg, að fjöllin við Önundar-
fjörð þrengi of mikið að nauðsyn-
legu athafnarými F-27 í lendingu
og flugtaki. Holtsflugvöllur getur
hins vegar orðið fullnægjandi vara-
flugvöllur að degi til fyrir minni
flugvélar, svo sem Twin Otter, sem
þarf 800 m flugbraut, og 10-12 sæta
hraðfleygari flugvélar, sem nú eru
notaðar og þurfa um 900 m langa
flugbraut.
Nefndin leggur til, að Holtsflug-
völlur verði lengdur í 1.000 metra
og útbúinn fullnægjandi öryggis-
tækjum, sem varaflugvöllur fyrir
minni gerð farþegaflugvéla, sem
nota ísafjarðarflugvöll.
Þingeyrarflugvöllur:
Flugtæknileg könnun og flug
með F-27 hefur leitt í ljós að Þing-
eyrarflugvöllur kemur helst til
greina sem varaflugvöllur fyrir
Isafj arðarflugvöll.
Nefndin leggur því til, að Þing-
eyrarflugvöllur verði lengdur í
1.400 m og flugvöllurinn búinn
flugbrautarljósum og leiðarlýsingu
fyrir næturflug ... Áætlaður kostn-
aður við lengingu flugbrautarinnar
er um 4 milljónir króna, en leiðar-
lýsing fyrir næturflug er talin kosta
3 milljónir króna.“
Skýrsla flugmálanefndar
Síðla árs 1986 kom síðan út viða-
mikil skýrsla flugmálanefndar,
sem samgönguráðherra skipaði í
ársbyrjun 1984 til að vinna að til-
lögugerð um framkvæmdir í flug-
málum á íslandi. f þeirri skýrslu
segir m.a. í kafla um Þingeyrar-
flugvöll:
„Lengja þarf flugbrautina í 1400
metra, þannig að hún geti þjónað
sem varaflugvöllur fyrir F-27 flug
til ísafjarðar í misvindasömu
veðri.“
Þær álitsgerðir og skýrslur sem
hér að framan greinir taldi Sig-
mundur Þórðarson taka af öll tví-
mæli um kosti Þingeyrarflugvallar
sem varaflugvallar fyrir ísafjörð
umfram Holtsflugvöll í Önundar-
firði.
Eldsneytisbirgðastöð fyrir
björgunarþyrlur
Eitt nefndi Sigmundur enn í
sambandi við flug og Dýrafjörð.
Það er varðandi eldsneytisbirgðir
fyrir björgunarþyrlur. Sú staða
hefur komið upp, að ófært er bæði
inn til ísafjarðar og Patreksfjarð-
ar, þar sem eldsneytisbirgðir eru,
en hins vegar fært inn Dýrafjörð.
Sigmundur kvað það vera mikið
öryggisatriði fyrir sjómenn við
Vestfirði að björgunarþyrlur gætu
tekið eldsneyti í Dýrafirði, og
sagði að það kæmi af sjálfu sér að
þar yrði komið upp birgðastöð ef
þar yrði varaflugvöllur fyrir ísa-
fjörð.
SJÓSPORT
Eyþór Hauksson. Haraldur Tryggvason.
Seglbrettasiglingar á hjara veraldar
Stofnfundur Félags seglbrettamanna verður haldinn á miðjum Pollinum
á ísafirði næstkomandi sunnudag. Allir velunnarar íþróttarinnar
eru hjartanlega velkomnir.
Á meðan hinn almenni borgari
ekur um á fína bílnum sínum og
skoðar veröldina á sunnudagsrúnt-
inum í gegnum gler, þá eru samt
alltaf einhverjir sem vilja gera
eitthvað allt annað. Þar á meðal
eru nokkrir einstaklingar á ísafirði
sem eyða tíma sínum frekar í að
svamla í köldum sjónum í þeirri
viðleitni sinni að halda jafnvægi á
seglbrettum. Á hvítasunnudag
mátti sjá þessa kappa fyrir botni
Skutulsfjarðar, ýmist kylliflata í
sjónum eða þjótandi eftir hafflet-
inum á brettum sínum. Sumir
þeirra hafa reyndar stundað þessa
íþrótt í nokkur ár, og þar eru þeir
Haraldur Tryggvason og Eyþór
Hauksson fremstir í flokki.
Allt byrjaði þetta fyrir svo sem
fjórum árum, með því að maður
var fenginn hingað til að halda
námskeið í seglbrettasiglingum.
Og síðan hefur þetta verið sem
ólæknandi baktería fyrir þá Harald
og Eyþór. Reyndar eru þeir félag-
ar ekki frumherjar í þessari íþrótt
á ísafirði, því sá sem á fyrsta brett-
ið sem siglt var hér, og raunar það
fyrsta sem siglt var á íslandi, heitir
Benedikt Jónasson, sonur Jónasar
á Hjólbarðaverkstæði ísafjarðar.
Hugmyndin að þessum segl-
brettum er ekki ýkja gömul, en
hún er þannig til komin að ein-
hverjum datt í hug að setja segl á
venjulegt brimbretti. Og í stað
þess að vera eingöngu háður
brotnandi öldum við sjávarströnd,
þá gátu menn nú farið að sigla
brettum sínum út um allan sjó með
smáaðstoð frá Kára. Það hlýtur að
vísu að vera svolítið annað að
stunda svona sport í heitum sjó
suðurhafa en við kaldar strendur
íslands. En þegar strákarnir eru
spurðir um þetta, þá svara þeir
neitandi. Eini munurinn sé sá að
hér þurfi menn að klæðast hlífðar-
búningum, og nú til dags er farið
að hanna sérstaka búninga með
þarfir seglbrettamanna í huga.
Ekki vilja menn heldur kannast við
að þetta sé dýrt sport miðað við
margt annað, það sé til dæmis hægt
að komast af með allþokkalegan
búnað fyrir svo sem 40 þúsund
krónur. Þá er verið að tala um
seglbretti, segl og búning.
Aðstöðuna á Isafirði segja þeir
félagar vera þá bestu sem völ sé á
frá náttúrunnar hendi, og fyrir
byrjendur sé Pollurinn kjörinn
vettvangur, því engin hætta sé á að
menn reki til hafs. Svo væri ísa-
fjarðardjúp mjög heillandi fyrir
þá sem lengra eru komnir. Eyþór
sagði áhugann fyrir þessari íþrótt
mjög vaxandi og margir kæmu til
þeirra niður í fjöru til að forvitn-
ast, en það sem vantaði væri að fá
menn til að prófa og fæstir legðu í
að kaupa sér búnað til þess. Hins-
vegar þá væru þeir félagamir meira
en reiðubúnir til að aðstoða fólk
sem vildi reyna þetta
Fyrst er að hífa seglið og svo er að bruna af stað, Guðmundur Harðarson flugmaður.