Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 8
8____________ SJÁVARSÍÐAN vestfirska TTABLAÐID ÍSAFJÖRÐUR: HAFÞÓR landaði þriðjudag 24. maí 80 tonnum af djúprækju af Kolbeinseyjarsvæðinu, væntan- legur aftur fyrir sjómannadaginn. Rækjuveiðin er sveiflukenndur veiðiskapur, og hefur verið mun lakari nú en í fyrra. JÚLÍUS GEIRMUNDSSON landaði mið- vikudag 25. maí um 100 tonnum af blönduðum afla, mest grálúðu og þorski. Fór aftur út sama dag. GUÐBJÖRG er væntanleg á mánudag úr fyrsta túr eftir leng- ingu. FRAMNES landaði föstu- dag 20. maí 77 tonnum í Hntfsdal. PATREKSFJÖRÐUR: VESTRI liggur. PATREKUR er á djúprækju. SIGUREY var að landa 190 tonnum af grálúðu. ÞRYMUR landaði ( síðustu viku 30 tonnum. Þokkalegur eða jafn- vel góður afli hjá skökurunum, hafa komist upp í tonn á mann yfir daginn. Góður fiskur og víða fyrir utan. BÍLDUDALUR: SÖLVI BJARNASON landaði 16. maí 198 tonnum, og aftur 25. maí 185 tonnum af grálúðu. Reytingur hjá smábátum. ÞRÖSTUR er búinn að vera burtu í mánuð á rækju, kemur fyrir sjómannadag. TÁLKNAFJÖRÐUR: TÁLKNFIRÐINGUR landaði 18. maí 158 tonnum, langmest grá- lúðu. Væntanlegur aftur 26. maí með 140-150 tonn af sama. FLATEYRI: GYLLIR landaði 25. maí 135 tonnum, mest grálúðu. SUÐUREYRI: ELÍN ÞORBJARNARDÓTTIR væntanleg 26. maí með 140-150 tonn af grálúðu og karfa. Fremur rysjóttar gæftir á handfærunum, en þokkalegur afli þegar gefur. Um tíu skakbátar byrjaðir. Mun skárri fiskur en í fyrra, kringum 2,5 kíló þegar þeir komast eitt- hvað frá. ÞINGEYRI: Vikan frá sunnudegi 15. maí til laugardags 21. maí: Línubátar: DÝRFIRÐINGUR ÍS-58 með 3,5 tonn, GÍSLIPÁLL ÍS-41 með4,5 tonn, uppistaðan steinbítur. Á handfærum: STÍGANDI ÍS-181 með 480 kg, SIGURVIN ÍS-452 með 820 kg, HENRY ÍS-260 með 500 kg, og BJÖRGVIN MÁR ÍS- 468 með 7.200 kg. Smár fiskur. BOLUNGARVÍK: DAGRÚN kom inn laugardag fyr- ir hvítasunnu með rúm 20 tonn af grálúðu eftir tveggja daga útiv- ist, var áður inni á miðvikudag með 170 tonn. HEIÐRÚN lá í viku þorskveiðibanni, fór út 25. maí. SÓLRÚN var í slipp og fór út um síðustu helgi. Línuafli hef- ur verið nokkuð góður. FLOSI komst upp í tæp tíu tonn í síð- asta róðri fyrir hvítasunnu. Bæði hann og HALLDÓRA JÓNS- DÓTTIR voru með 7-8 tonn 25. maí. Færaafli sæmilegur þegar gefur. Bátar milli fimmtán og tutt- ugu og fjölgar enn. SÚÐAVÍK: BESSI kom inn 18. maí með 110 tonn af grálúðu eftir einn sólar- hring á veiðum. HAFFARI kom sama dag með 33 tonn af rækju, kom svo á laugardag með 11,5 tonn. SIGRÚN fór sinn fyrsta túr á úthafsrækju, kom á föstudag 20. maí með 1.800 kg, VALUR kom sama dag úr fyrsta túr með 3 tonn af rækju. Seint á miðvikudagskvöldið í síðustu viku, lagðist Guðbjörg ÍS 47 að bryggju á ísafirði eftir að hafa verið í slipp hjá Sichau skipasmíðastöðinni í Bremerhaven í Þýskalandi undanfarnar sex vikur. Voru gerðar á skipinu veruiegar breytingar sem m.a. fólust í því að það var lengt um 11.4 metra og nýtt aðgerðarkerfi var sett um borð. Við komuna til ísafjarðar sögðust þeir feðgar Ásgeir Guðbjartsson og Guðbjartur Ásgeirsson, vera mjög ánægðir með þær breytingar sem gerðar hefðu verið. Þarna kæmi til veruiega bætt vinnuaðstaða, aukið lestarrými og margt fleira. Það sem skipti þó kannski ekki minnstu máli væri að með lengingu skipsins ykist stöðugleiki þess til mikilla muna. Auk fyrrgreindra atriða var sett bógskrúfa á Guðbjörgina og sýndi það sig við komuna hversu mjög það auðveldar alla vinnu við að athafna skioið þar sem aðstæður eru þröngar. Aflanum landað úr síðasta róðri vertíðarinnar. íbúð óskast Tveggja til þriggja herbergja íbúð óskast á leigu fyrir hótelstjóra. Þarf að vera laus sem fyrst. Upplýsingar gefur Björn Hermannsson í símum 3552 og 3711. NÁMSTILBOÐ! Að loknum grunnskóla. ÞJÁLFUNARBRAUT Markmið námsins er að búa nemendur undir nám og störf á vettvangi félags- og íþróttamála. Eðlilegasta framhald til stúdentprófs er íþróttabraut. Námstími er fjórar annir. Umsóknarfrestur um skólavist er til 10. júní. NÚPSSKÓLI ® 8222 OG 8236. „Með bestu steinbíts- vertíðum sem komið hafa“ — segir Gísli Skarphéðinsson skipstjóri á línubátnum Víkingi III frá ísafirði, sem lartdað hefur 840 tonnum á vertíðinni Ekki taldi Gísli að menn hefðu mikið upp úr þessu þrátt fyrir góð- an afla, því að verð á steinbít væri lágt en hann hefur verið uppistað- an í aflanum. Þó hefðu þeir fengið um 80 tonn af þorski í mars, en lítið annað en steinbít eftir það. Aðspurður um fiskverðssamn- inga sagði Gísli, að sér litist eigin- lega engan veginn á þá og hann byggist við að verðið yrði að mestu óbreytt. Hann taldi ekki ólíklegt að reynt yrði að bjóða upp á ein- hverskonar félagsmálapakka í stað hækkaðs fiskverðs, en sæi þó ekki í fljótu bragði hvemig það gæti orðið. Með gengisfellingunni væru menn í rauninni að bíta í skottið á sjálfum sér, þar fengi fiskvinnslan sitt, en allur kostnaður hjá útgerð- inni hækkaði að sama skapi og svo hefði verið bætt um betur með því að hækka olíuverð til skipanna. Og nú væri búið að binda alla samn- ingsgerð með lögum, og hann fengi ekki betur séð eftir að vera búinn að lesa þessi lög en að sjómenn væru í raun búnir að taka út stærst- an hluta þeirra hækkanna sem lög- in gerðu ráð fyrir. Lögin sagði Gísli að væru miðuð við allar hækkanir á samningum sem gerðir hafa verið eftir 1. des- ember á síðasta ári, þar með talin kauptrygging sjómanna. Og hann sagði að vegna almennra kaup- gjaldshækkana á þessum tíma væru sjómenn búnir að taka út sjö og hálft prósent og þá væri nú ekki stórt eftir. Eins taldi Gísli það sérkennilegt að íslensku fyrirtækin væru að lækka fiskblokkina á Bandaríkjamarkaði akkúrat á sama tíma og verið er að semja um fiskverð hér heima. Og þó svo ástandið væri eins slæmt á mörk- uðum erlendis og menn vildu vera láta, þá hefði svipaður leikur verið leikinn áður. Vissulega væri ást- andið hjá fiskiðnaðinum slæmt víða, en það væru tvær hliðar á því máli og skrítið til þess að hugsa eftir góðæri tveggja síðustu ára. í sumar verður Víkingur III á dragnót eins og undanfarin þrjú sumur, og sagði Gísli að það hefði gengið alveg þokkalega. Veiði- svæðið er í hólfi sem nær frá Geir- ólfsgnúp á miðjan Breiðafjörð, og sagði Gísli þessi svæði tilkomin vegna ásóknar báta frá öðrum landshlutum. Um ástand fisk- stofna var Gísli ekki mjög svartsýnn, það ætti að vera hægt að halda þetta út með svipaðri sókn, en það kæmu alltaf í þetta hæðir og lægðir. Þó taldi hann að loðnuveiðar gætu haft þarna veru- leg áhrif. Ef loðna gengi ekki á miðin, þá hefði þorskurinn minna æti og hann dreifði sér um allan sjó. Skortur á loðnu gæti haft þau áhrif að þorskurinn næði ekki eðli- legri stærð miðað við aldur. Á Víkingi III voru tólf menn í vetur, sex í landi og sex á sjó, en í sumar verða væntanlega sjö menn um borð. Aðspurður um það hvernig hugur væri í mönnum sagði Gísli, að það væri nú bara ekkert spáð í það, það væri bara haldið áfram hvað sem tautaði og raulaði og hvernig sem hringlað væri með gengið.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.