Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 07.09.1988, Síða 1

Vestfirska fréttablaðið - 07.09.1988, Síða 1
Slátrað í Bolungarvík — byrja í síðasta lagi 19. september ef undanþága fæst yrði í síðasta lagi byrjað 19. sept- ember. I fyrra var slátrað hjá Einari Guðfinnssyni hf. fé úr Bolungar- vík, Hnífsdal, Álftafirði og Seyðis- firði auk fjár af nokkrum bæjum í Ögurhreppi. Einnig var slátrað í Bolungarvík fyrir tvo aðila í Vest- ur - ísafjarðarsýslu 1 fyrra. Einar sagði líka að menn sem áður hefðu lagt inn hjá Kaupfélaginu á ísafirði og í fyrra létu slátra á Flateyri, hefðu nú komið að máli við þá í Bolungarvík og óskað eftir slátrun. Sem kunnugt er verður ekki slátrað á Flateyri að þessu sinni, en ekki bjóst Einar þó við að slátrun ykist mikið í Bolungarvík af þeim sökum. Orkubú Vestfjarða: Veríð að kanna nýja virkjunarmöguleika — skýrsla væntanleg frá Orkustofnun á næstunni Um þessar mundir er Orku- stofnun að vinna að forathugunum á stækkun Mjólkárvirkjunar um helming. Og að sögn Kristjáns Haraldssonar orkubússtjóra, þá lofa fyrstu niðurstöður góðu. Sam- kvæmt þeim má búast við að þessi virkjunarkostur geti skilað sam- keppnishæfu raforkuverði miðað við það verð sem Landsvirkjun greiðir fyrir nýjar virkjanir á land- inu. Búist er við skýrslu frá Orku- stofnun um þetta mál á næstunni. Aðrir möguleikar í virkjunar- málum á Vestfjörðum hafa líka verið skoðir og má þar nefna virkj- un í Vatnsfirði, virkjun Hvalár á ströndum og virkjun Þverár í ísa- fjarðardjúpi. Fram að þessu hefur verið gengið út frá því að fullnýta það vatn scm til fellur og þá oft með miklum kostnaði, en Kristján sagði að í fyrra hefði verið breytt um stefnu í þcssum málum. Þá var Orkustofnun beðin að kanna hver kostnaðurinn yrði,“ef þeir fleyttu rjómann ofanaf", eins og Kristján orðaði það. Og er þá miðað við að virkja aðeins það sem arðbærast er. í framhaldi af því hefði svo þessi hugmynd um stækkun Mjólk- árvirkjunar komið upp, því þar væri allt til staðar og kostnaður yrði því aðallega í því fólginn að setja upp nýjar vélar og byggja pípur. Hærribæjar- guðspjallið Indriði Aðalsteinsson á Skjaldfönn svarar Jens í Bæjum í opnunni. Og skefur ekki utan af því. LEO LITMYNDIR Einar Jónatansson hjá Einari Guðfinnssyni hf. í Bolungarvík sagðist fastlega búast við því að slátrað yrði hjá þeim að þessu sinni. Þegar blaðið hafði samband við hann fyrir helgina voru þeir þó ekki enn búnir að fá tilskilin leyfi. Sagði Einar að dýralæknir væri búinn að vera í sambandi við þá og reynt hefði verið að gera sér grein fyrir hvað þyrfti að gera svo undan- þága fengist líkt og undanfarin ár. Kröfurnar væru svipaðar og áður varðandi aðbúnað og væri nú verið að vinna að endurbótum sam- kvæmt þeim. Ekki var endanlega búið að taka ákvörðun um það fyr- ir helgina hvenær slátrun hæfist. Einar sagði að cf leyfi fengist, þá Skemmdarverk á bílum — óprúttnir aðilar í bensínleit stórskemma bíla hjá Vélsmiðjunni Þór og hjá Hjólbarðaverkstæði ísafjarðar Aðfararnótt þriðjudags voru skemmdarvcrk framin á bílum sem stóðu inni á girtu athafnar- svæði við Vélsmiðjuna Þór hf. Að sögn Rannsóknarlögreglunn- ar á ísafirði virðast þeir aðilar sem hér eiga hlut að máli, aðal- lega hafa verið í leit að bensíni. Hafa þeir klifrað yfir háa girð- ingu sem umlykur athafnasvæðið á bak við vélsmiðjuna og gengið á bíla sem innan girðingarinnar voru. Mestar skemmdir uröu á nýjum bílum við það að reynt var að spenna upp bensínlok. Eitt- hvaö var einnig átt við bíla sem stóðu við Hjólbarðaverskstæði Isafjarðar og valdið skemmdum á lakki. Þess má geta að varla hafa þessir skemmdarvargar haft mik- ið bensín upp úr þessum leiðang- ri, því á nýjum bílum sem þarna standa er venjulega nær ckkert bensfn. Ekki var ljóst hverjir þarna hafa verið á ferð, en málið er nú í rannsókn hjá Rannsókn- arlögreglunni á ísafirði. FRAMKÖLLUN 24 MYNDA FUJICOLOR LITFILMA Á AÐEINS KR. 160.- ísafjörður: Lögreglan kannar verksummerki í gærmorgun. Góð berjaspretta á Vestfjörðum Berjaspretta virðist vcra góð víðast hvar á Vestfjörðum að þessu sinni. Nokkuð erþó misjafnt hvernig ástandið er og virðist það nokkuð fara eftir því hvernig við- komandi svæði liggja við veðri. Af sunnanverðum Vestfjörðum eru þær fréttir að mikið er af bcrjum og spretta á mörgum stöðum mjög góð. Þykir þetta gott sérstaklega ef tekið er tillit til þess að sumarið hefur ekki verið uppá marga fiska, bæði sólarlítið og kalt. Þó hafa komið góðviðriskaflar inná milli sem hafa skilað sér vel í mikilli berjasprettu. Vætutíðin að undan- förnu virðist þó hafa haft slæm á- hrif á sumar berjategundir, þannig eru bláber og aðalbláber farin að láta verulega á sjá sumstaðar þó krækiberin láti sér þetta vel líka. VEFNAÐARVORUDEILD Nýkomið! Kvenblússur milcið úrval oinarffuðfjinnsson k. /j. FLUGFRAKT sækjum — sendum FLUGLEIDIR símar 3400 og 3000 7. september 1988 vestfirska 35. tbl. 14. árg PRETTABLAÐID

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.