Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 07.09.1988, Qupperneq 3

Vestfirska fréttablaðið - 07.09.1988, Qupperneq 3
vEsilirska I Man einhver eftir Samson? Vestfirska fréttablaðinu hefur borist bréf frá David L. Eno, sagnfræðingi í Washington D.C. Erindi Davíðs þessa er að fá upplýsingar um ferðir norska veiðiskipsins Samsons, sem átti að hafa tekið vistir á ísafirði 15. maí 1912. Var þetta um mán- uði eftir að Titanic fórst á Norður-Atlandshafi, en skip- verjar Samsons munu hafa séð neyðarblysin frá Titanic, án þess að gera sér grein fyrir, hvað þar var um að ræða. En látum bréf Daviðs tala: Eg heiti David Eno og cr sagn- fræðingur. Astæðan fyrir þessu bréfi er að ég er að vinna að verk- cfni sem felst í því að safna gögnuni eða hvers konar upplýs- ingum um ferðir skipsins Samson tii Isafjaröar árið 1912. Satnson mun hafa komið við á ísafirði þann 15. maí, eða þar um bil, um það bil 30 dögum eftir að farþegaskipið Titanic fórst. Samson var á lciðinni heim til Noregs af vciðum á Norður-Atl- andshafi. Áhöfnin heyrði fyrst af Titanic slysinu frá íbúum ísafjarð- ar, er þeir komu við á ísafirði til að taka vistir. Eað var fyrst þá, að þeir gerðu sér grein fyrir því að neyðarblysin sem þeirsáu um nótt- ina, 14. apríl 1912, voru frá far- þegaskipinu Titanic. Ég hefði mikinn áhuga á hvers konar frásögnum af komu þessa skips, hvort sem væri frá vitnum sem voru viðstödd komu skipsins eða fjölskyldumcðlimum þcirra, scm muna eftir frásögnum um komuna til Isafjarðar. Mér þætti alveg sérstaklega vænt um aö fá afrit af hvers konar dagblaðafrétt- um, eða jafnvcl Ijósrit af bók hafn- sögumanns eða hvað annað prent- að mál sem staðfestir eða lýsir fcrðum Samsonar. Einu staðfestu fréttirnar sem ég hcf um heimsókn Samsonar til Isa- fjarðar hafa borist frá Noregi, eftir að Samson landaði þar. Þar sem þetta mál hefur mjög mikla þýðingu hvað snertir alþjóða lög, vildi ég hvetja hvern og einn sem hefur einhvers konar upplýs- ingar um þetta atvik, að skrifa mér. Farið verður með allar upplýs- ingttr sem einkamál og hef ég sér- stakan áhuga á munnlegum frá- sögnum vitna cða fjölskylduaðila. Einn, eða fleiri Isfiröingar ræddu við Norska sjónvarpsfrétta- menn um þennan viðburö árið 1%2. Ef svo kynni að vcra að ein- hver þessara vitna væru enn á lífi, þá myndi ég sjálfur koma til Isa- fjarðar til pcrsónulegs viðtals. Með fyrirfram þökk fyrir alla aðstoð, David L. Eno P.O. box 15400 Washington, D.C. 20003 U.S.A. ísafjörður: Einstaklingar og fyrirtæki hljóta viðurkenningar Séra Baldur Vilhelmsson í ræðustól. Héraðsfundur ísafjarðarprófastdæmis Á sunnudag voru veittar viður- kenningar fyrir góða umhirðu lóða í kaupstaðnum. Garðurinn að Krók tvö á ísafirði var að þessu sinni valinn fegursti garðurinn, en hann er í eigu Eyrúnar Leifsdóttur og Skarphéðins Gíslasonar. í um- sögn um þennan garð segir í áliti nefndar. „ Lóðin við Krók 2 sker sig úr öðrum lóðum vegna fegurð- ar og sýnilegrar eljusemi við hirð- ingu erfiðrar lóðar“. Viðurkenningu fyrir frumleg- asta garðinn hlutu hjónin Anna Ragna Gunnarsdóttir og Rögn- valdur Þ. Óskarsson, Seljalands- vegi 14. Eins og segir í nefndará- liti, þá vantar á að fólk noti meira hugmyndaflugið við skipulagningu garða sinna, því flcstir garðar eru með svipuðu sniði. Af þeim sökum ákvað nefndin að veita viðurkenn- ingu fyrir þessa lóð, sem ber vott um hugmyndaauðgi og hugrekki í framkvæmdum. Orkubú Vestfjarða hlaut einnig viðukenningu fyrir lóð sína að Stakkanesi 1. Þykirfyrirtækiðhafa sýnt gott fordæmi með frágangi lóðar sinnar og þá ekki síst fyrir það að gefa starfsmönnum sínum kost á að hanna þá lóð. Var að því tilcfni efnt til sérstakrar sam- keppni innan fyrirtækisins um hönnun lóðarinnar og er nú verið að vinna eftir verðlaunatillögunni sem gerð var af Birnu Bragadótt- ur. Eins og áður sagði voru þessum aðilum veittar viðurkenningar fyr- ir lóðir sínar. Fór bæjarstjóri ásamt garðaskoðunarncfnd á fyrr- ncfnda staði og afhenti viðurkenn- ingarskjöl. Héraðsfundur ísafjarðarpróf- astdæmis var haldinn á ísafirði síð- ast liðinn sunnudag. Héraðsfundur er árleg samkoma prófasts með prestum, safnaðarformönnum og safnaðarfulltrúum. Þar eru lagðir fram reikningar kirkna og safnaða og gerð er grein fyrir ástandi kirkna og kirkjugarða á hérað- sfundi og einnig, hvort eitthvað hefur verið franrkvæmt á árinu. Héraðsfundurinn var haldinn í bókasafni Menntaskólans á Isa- firði og stýrði honum settur próf- astur, séra Baldur Vilhelmsson í Vatnsfirði. Vaninn er að taka fyrir sérstök mál á héraðsfundi og að þessu sinni var fjallað um kristin- dómsfræðslu í grunnskólum og kennsluréttindi guðfræðinga. Hafði séra Jón Ragnarsson í Bol- ungarvík framsögu um það mál. Eins og kunnugt er þá hafa guð- fræðingar ekki réttindi til kristin- dómsfræðslu í grunnskólum lands- ins og eru kallaðir leiðbeinendur við þá iðju. Hitt aðalmálið sem tekið var fyrir á héraðsfundi var fóstureyðingar og spunnust um það miklar umræður. Það er orðin venja að halda kvöldvöku eða samkomu í tengsl- um við héraðsfundinn. í þetta sinn var hún haldin í kapellunni í Menntaskólanum. Ingibjörg Bjarney Gunnlaugsdóttir söng ein- söng og Sunnukórinn söng nokkur lög ú söngdagskrá Ungverjalands- farar. Að því var gerður góður rómur. Eyrún Leifsdóttir og Skarphéðin Gíslason taka við viðurkenningarskjali. Axel Eiríksson úrsmiður, Aðalstræti 22, ísafírði CASIO-úr í miklu úrvali, verð frá kr. 850 til kr. 4.500. Eigum einnig hljómborð frá CASIO Tölvur fyrir öll skólastig, einnig ódýrar reiknivélar (með strimli). PÓSTSENDUM I VIÐSKIPTI i Sundstræti 30. Glæsileg 140 fm. | sérhæð í þríbýlishúsí. Laus. Strandgata 19A. Lítið einbýlis- | hús 4ra herb. og eldhús. Laust | eftir samkomulagi. | Smiðjugata 2. Einbýlishús, ca. I 145 fm. Byggt 1853, endurbyggt I 1978. Laust. I Hnífsdalsvegur 13, einbýlishús, * tvær hæðir og kjallari. Bítskúr. • Silfurgata 11, 4ra herb. íbúð á 1. [ hæð. Ibúðin er laus og selst með hagstæðum kjörum. Atvinnuhúsnæði: 300 fm hús- j næði á 1. hæð í hjarta bæjarins. | Sérlega hentugt fyrir verslunar- . rekstur eða léttan iðnað. Veiðarfæraskemma á Sunda- | höfn. Hálft bil í veiðarfæra- | skemmu Hugins. | Brautarholt 14, 160 fm einbýlis- I hús ásamt bílskúr. Laust eftir 3 I mánuði. | Bakkavegur27,2x129fmeinbýl- I ishús. Laust eftir samkomulagi. I Hafraholt 28, raðhús. í húsinu J eru m.a. 4 svefnherb. Getur losn- J að fljótlega. Fjarðarstræti 19. 120 fm efri J hæð í tvíbýlishúsi ásamt bíl- . geymslu. Sundstræti 25, 3ja herb. íbúð á | 1. hæð. Túngata 13. 2ja herb. kjallara- I íbúð. | Sundstræti 29. 2ja herb. (búð á I 2. hæð í fjórbýlishúsi. Stórholt 13, 4ra herb. íbúð á 3ju J hæð ásamt bílskúr. J Sundstræti 27, 3ja herb. íbúð á | 1. hæð. Laus. Sundstræti 35b. Lítið einbýlis- I hús. Selst ódýrt. Laust fljótlega. | Tangagata 26. Fallegt einbýlis- I hús í góðu standi. Eignarlóð. Get- I ur losnað fljótlega. I Aðalstræti 26A. 3-4 herbergja J íbúð. J Engjavegur 33, 2ja herb. íbúð á J n.h. Laus fljótlega. Stórholt 11, 4ra herb. íbúð á 2. | hæð ásamt bílgeymslu. Getur | losnaö fljótlega. Seljalandsvegur 30, 175 ferm. I einbýlishús með innbyggðum | bílskúr. 4 svefnherbergi. Húsið er | í góðu ástandi. Veðbandalaust. | Stórholt 13,3ja herbergja íbúðá I 1. hæð. Laus eftir samkomulagi. I Mjallargata 6, 4ra herb. íbúð á J efri hæð í suðurenda. Sólgata 5, 3 herb. íbúð. Laus J fljótlega. Sundstræti 24, 2ja herb. íbúð á J 1. hæð. J BOLUNGARVÍK: Skólastígur 8. 3ja herb. íbúð á | jarðhæð, sér inngangur. ibúðin er | laus. | Meirihlíð. Einbýlishús. Endur- I byggingu hússins að mestu lokið. I Laust. | Stigahlíð 4, 2ja herb. íbúð á I jarðhæð. Heiðarbrún 1. Einbýlíshús á J tveim hæðum. Um 200 ferm. Hjallastræti 20. Rúmlega 100 | ferm. einbýlishús ásamt bílskúr. | Hjallastræti 18, 120 fm einbýlis- | hús ásamt bílskúr. Stigahlið 4, 3 herb. endaíbúð á I 3. hæð. I Hafnargata 110. Tæplega 100 * ferm. álklætt einbýlishús. Skólastígur 20, 5 herb. ibúð á J tveimur hæðum í parhúsi. ÞINGEYRI: Brekkugata 50, 156 fm einbýlis- I hús ásamt bílskúr. Stór og vel I ræktuð lóð. | ARNAR GEIR ! HINRIKSS0N, hdl. j Silfurtorgi 1, ísafirði, sími 4144 j

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.