Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 07.09.1988, Síða 4

Vestfirska fréttablaðið - 07.09.1988, Síða 4
4 Isaijarðarkaupstaður Forstöðumaður kvöldskóla Laust er til umsóknar starf forstöðumanns kvöldskólans. Umsóknarfrestur er til 12. september n.k. Upplýsingar gefur formaður skólanefndar í síma 3767. Hafnarsvæði Þeir sem eiga veiðarfæri og annað á svæði við Sundahöfn sem notað hefur verið sem geymslusvæði, eru beðnir að fjarlægja eigur sínar fyrir 20. september n.k. Eftir þann tíma verður öllu fleygt sem þar er, á ábyrgð við- komandi eigenda. Búið er að afgirða geymslusvæði við höfnina fyrir veiðarfæri og eru þeir sem óska eftir geymslureiti á hafnarsvæðinu vinsamlega beðnir að hafa samband við hafnarstarfs- menn. Hafnarstjórínn á ísafirði. LÖGREGLAN Á ÍSAFIRÐIOG íÍSAFJARÐARSÝSLU SKOTVOPNANÁMSKEIÐ Skotvopnanámskeið verður haldið í fundar- sal slökkvistöðvarinnar á ísafirði dagana 12. og 13. september n.k. Þeir sem hafa áhuga á þátttöku skrái sig hjá yfirlögregluþjóni í síma 94-4100 fyrir kl. 16:00 þann 9. september. Afhending námsgagna og greiðsla nám- skeiðsgjalds fer fram þann 10. september kl. 16:00. Lögreglan á ísafirði. AÐALFUNDUR Aðalfundur klúbbanna öruggur akstur á ísa- firði og nágrenni verður haldinn á Hótel ísa- firði fimmtudaginn 8. september kl. 20:30. Fundarefrú: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Umræður um umferðarmál, frummæl- endur, Gísli Eiríksson umdæmisverk- fræðingur Vegagerðarínnar, Jónas Eyjólfsson yfirlögregluþjónn og Þor- steinn Bjarnason fulltrúi 3. Verðlaunaveitingar 4. Kaffi í boði klúbbanna 5. Fyrirspumir og frjálsar umræður. Súðavíkurhreppur Lögtaksúrskurður Hjá bæjarfógetaembættinu á ísafirði var hinn 27. ágúst síðastliðinn kveðinn upp lögtaksúr- skurður fyrir gjaldföllnum útsvörum, að- stöðugjöldum og fasteignagjöldum til Súða- víkurhrepps gjaldárið 1988 og fyrri ára, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði. Gjaldendur sem í vanskilum eru mega búast við lögtaksaðgerðum án frekari fyrirvara að liðnum 8 dögum frá birtingu úrskurðar þessa. Oddvitinn í Súðavfk. tí vestíírska TTABLADIS Indriði á Skjaldfönn skrifar Hærribæjar- guðspjallið Opið bréf til Jens í Bæjum frá Indriða á Skjaldfönn Sæll og blessaður, Jens minn. Það er nú meira hvað staðið hefur illa í bælið þitt í Vestfirska 10. á- gúst s.l. Aðra eins þvælu hef ég ekki séð á prenti í háa herrans tíð. Ég reiknaði því með að greinin dæmdi sig sjálf og þarflaust væri að taka þig til bæna, en svo gerist það að sóknarpresturinn fer að vitna í hana vegna sameiningarkosning- anna, eins og viðbótarguðspjall væri, og þá sá ég að við svo búið mátti ekki standa, vitandi mörg dæmi þess að dómgreind þinni og framsýni er mjög ábótavant. Eða varst þú ekki á sínum tíma tals- maður þess að Rafveita Snæfjalla nærri því gæfi rafmagnið, með þeim afleiðingum að hún gat hvorki borgað sig upp eða safnað í sjóði til að mæta áföllum og varð því að ganga í Orkubúið, sem þú greiddir auðvitað atkvæði gegn, ásamt Ásu á Laugalandi? Nú hafa línurnar hrunið hér ár eftir ár og hvar stæðum við nú, einir sér? Sama var uppi á teningnum með Ræktunarsambandið, þó verkefni væru engin að verða, sökum sam- dráttar í landbúnaði og útboðs- stefnu Vegagerðarinnar, þú vildir ólmur halda áfram rekstri, en sem betur fer réðu aðrir. Og ekki veit ég betur, en þú haldir því fram ennþá að Mórillubrúin hafi á ' ín- um tíma farið í vatnsflóði, en ekki snjóflóði. Er engu líkara en þú hafir verið ráðgjafi Vegagerðar- innar um brúarstæðið, þarna í þjóðleið snjóflóða, og verðir því að berja höfðinu við steininn' í þessu máli, fram á grafarbakkann. Ég get því ekki horft upp á það að sundrungarmenn vitni í Hærribæj- arguðspjallið í tíma og ótíma og þig sem einhvern óskeikulan Mess- ías, sem leitt hafi þjóð sína frá voða sameiningarinnar. „Margtuggið og einskis nýtt blaður" Ég fæ ekki betur séð en þú hafir lesið skýrslu samstarfsnefndarinn- ar um sameiningu Inn-Djúps- hreppanna á svipaðan hátt og kölski ákveðna bók, þar eru „að- eins tvö orð af viti“ segir þú, annað „margtuggið og einskis nýtt blaður“!! Að þínu mati er því eftir- talið „sómakært heiðursfólk hér við Djúp“ algerlega heillum horfið, heilaþvegið og viti svipt. Ástþór í Múla, Auðun í Súðavík, Benedikt á Nauteyri, Engilbert á Mýri, Halldór í Ögri, Hákon í Reykjarfirði, Oddný á Birnu- stöðum, Páll í Bæjum, Reynir í Hafnardal, Skarphéðinn í Reykja- nesi, Snævar á Melgraseyri og Sig- urjón á Hrafnabjörgum. Við þenn- an guðsvolaða hóp bætir þú svo þremur ráðherrum - samgöngu, mennta- og félagsmála, slatta af ráðuneytisstjórum, deildarstjóra, fræðslustjóra, vegamálastjóra og framámönnum Byggðastofnunar. Mér finnst því liggja ljóst fyrir að ofangreind ummæli þín um greinargerð samstarfsnefndarinn- ar séu rakalaus sleggjudómur og að engu hafandi. Snúum okkur þá næst að þessum tveimur orðum af viti, sem þú fannst, semsé að samgöngur og strjálbýli séu „verulegur ann- marki“ á að hrepparnir verði fé- lagsleg heild í einu sveitarfélagi. En í framhaldi af þessu bendir nefndin á „að hrepparnir eru allir eitt skólahérað og skólanefndar- menn í tveimur skólanefndum úr öllum hreppunum, hafi fundað eft- ir þörfum." Því telur nefndin „að ekki séu vandkvæði á að halda hreppsnefndarfundi á eðlilegan hátt, þrátt fyrir torveldar sam- göngur.“ Undir þetta skrifa allir nefndar- menn. Von er að þú hangir á þess- um „annmarka" eins og hundur á beini, samgöngurnar eru það al- einasta sem telja má til raka gegn sameiningum, en ástæðulaust er að halda fundi nema þegar til þess gefur og ef allt um þrýtur má stilla saman síma eða nota talstöðvar ef mikið þykir við liggja. Samgöngu- erfiðleikar ykkar sundrungar- manna eru því haldlítil viðbára. Slæm þykir þér nú „fiskeldistuggan margfræga og aðrar slíkar dillur" en það eru ekki margir mánuðir síðan þú í Morgunblaðinu hlóðst lofi og prís á fiskeldisbændur hér í Indriði Aðalsteinsson. byggðarlaginu. Væri nú ekki rétt, Jens minn, að þú skrifaðir þriðju greinina, sem tæki af skarið um hvort þú ert með eða móti þessum vaxtarbroddi í framleiðslu og at- vinnusköpum hér um slóðir? Þú kjamsar mikið á „áframeldi bænda í sjókvíum“ finnst það víst óljóst og klúðurslegt orðalag í skýrsl- unni, og vera má að nokkuð sé til í því, en mér er til efs að þú sért rétti maðurinn til að vanda um við aðra vegna óskýrleika í texta. Og áður en ég skil við fiskeldið verð ég að segja að miklu ánægjulegra þætti mér að vita af þér í „áfram- eldinu" heldur en merarkóng eins og nú. Af „dúsum" og ómögum Þér finnst „dúsan“ að borga úr jöfnunarsjóði laun sveitarstjóra í 4 - 5 ár ef hrepparnir sameinuðust, ansi rislág. Ég sé ekki að það komi neinu „risi„ við, horki háu eða lágu enda úr sögunni að þær milljónir komi inn í héraðið í þessu formi, þökk sé ykkur sundrungar- mönnum. Engu er líkara en þú kennir í brjóst um jöfnunarsjóð og viljir forða honum frá þeirri niður- lægingu að fylgja endursköpuðu sveitarfélagi hér nokkuð á veg eins og góðum forsjármönnum þó sæmir. Fyrstu skref nýsameinaðra sveitarfélaga eru þó væntanlega bæði erfiðust og vandstignust á meðan verið er að bræða saman hina gömlu hreppa og móta í nýja heild. Því er í lögum gert ráð fyrir margháttaðri aðstoð og fyrir- greiðslu „að sunnan“ til að létta þennan róður. Hvað tekur við að 5 árum liðn- um veit ég ekki frekar en þú, en vel mætti hugsa sér, ef jöfnunar- sjóðurinn væri sannnefni, að hann stæði þá áfram straum af launa- kostnaði við stjórnun fámennustu og fjárhagsgetuminnstu sveitarfé- laganna. Ætla mætti að þú hafir verið svo hugfanginn af „annmarkanum" og „áframeldinu“ að þú hafir ekki les- Frá Ögri.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.