Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 07.09.1988, Side 6

Vestfirska fréttablaðið - 07.09.1988, Side 6
6 að hnýta ómaklega í, en hafa lagt í verulegan girðingarkostnað vcgna sinna hrossa. Eða ertu að storka þeim sem fara að lögum og mannasiðum? Gæti þetta ekki orðið. svo vitn- að sé í guðspjallið „að hent verði fram af hcngiflugi óbætanlcgum aðgerðum sem engin geti séð end- ann á hvaða hörmungum geti valdið". Það er auðvitað ódýrt og þægi- legt að vera með stóð sem gengur í öðrum hreppum, vor, sumar og haust og á túni og í fjóshaug ná- grannans að vetrinum, en eins og hreppamörkin er það bráðum liðin tíð og vonandi áttarðu þig áður en verra hlýst af. Pétur sýslumaður veit að hann á nóga og einbeitta stuðingsmcnn hér í Nautcyrar- hreppi til að þurrka þessa ómennsku út í eitt skipti fyrir öll. „Sá er vinur er til vamms scgir" svo vitnað sé enn í gamlan orðskvið. Að því ættirðu að hyggja áður en þú eykur meiru við um framangreint efni. Notaðu heldur orku og tíma til að girða utan um hrossin þín og fækkaðu þeim í haust. Og blessaður seldu mér þá kjöt, ég borga skilvíslega. Og úr því að þú ert nú orðinn „maður vikunnar" í sjónvarpi allra landsmanna og fórst það vel, vona ég að þú hugsir betur um orðstýr þinn í skrifum framvegis og látir ekki annan eins endemis þvætting og ég hef hér um rætt, frá þér fara, öðru sinni. Þinn einlægur, Indriði á Skjaldfönn. smá- auglýsingar ÞÝSKALAND Þýsk fjölskylda í Bonn, óskar eftir strák eða stelpu til heim- ilisstarfa í eitt ár. Einhver þýsku- eða enskukunnátta nauðsynleg. Upplýsingar gefur Matthildur í síma 4304 eða Karen Schurich, Bernhard Str. 15 53 Bonn 3, W-Germany, sími 9049228440468. Heimshlaupið ’88 út um allt land Þann 11. september n.k. mun Rauði Kross íslands standa fyrir svokölluðu MEIMSHLAUPI ’88 hér á landi. Heimshlaupið ’88 er liður í einni mestu fjársöfnun sem fram hcfur farið, þ.e. SPORT AID ’88. Búist er við að á bilinu 20 - 30 milljónir manna um heim allan muni leggja hjálparvana börnum í heiminum lið með því að hlaupa. Fjölmörg hlaup verða haldin um allt ísland. Öll munu hlaupin hefj- ast á sama tíma, kl. 15:00 að bresk- um meðaltíma, bæði hér og um all- an heim. Pað skal tekið fram að hlaupin eru ekki keppni milli ein- staklinga, heldur er hinn eini sanni sigur fólginn í því að sem flestir taki þátt. Rauði Kross íslands hefur að undanförnu staðið fyrir leit að verðugum fulltrúum íslands til að fara til New York og vera viðstödd upphaf aðalhlaupsins sem fer fram þar. Sú leit hefur nú borið þann árangur að tvö 14 ára ungmenni hafa verið valin til til þessarar farar, en það eru þau Sólveig Þór- arinnsdóttir og Karl Guðmunds- son. Markmið hlaupsins er að vekja athygli á slæmri stöðu barna víða um heim, sérstaklega í þriðja heiminum og safna fjármagni til að bæta úr því. Samkvæmt reglum samtakanna sem að hlaupinu standa er gert ráð fyrir því að 80% af söfnuðu fé í hverju landi renni til aðstoðar börnum utanlands en 20% til innanlandsverkefna. Á íslandi mun söfnunarféð renna til áfram- haldandi þróunar á starfsemi Rauðakrosshússins í Tjarnargötu til fíkniefnavarna á vettvangi barna og unglinga. Söfnunarfénu vegna erlenda verkefnisins verður ráðstafað í gegnum „Child Alive“ verkefni Alþjóða Rauða Krossinssem berst gegn barnadauða af völdum niður- gangs og barnasjúkdóma. Talið er að um 290.000 börn deyi i viku hverri í heiminum af þessum sökum cða um 15.000.000 (fimmt- án milljónir!) á ári. Tekjuöflunin hér á landi mun fyrst og fremst fara fram með sölu þátttökunúmera sem fengin verða hjá Sport Aid samtökunum í London. Sjónvarpað verður beint frá hlaupinu víða um heim m.a. frá íslandi. Valdar hafa verið 23 borg- ir til að sjónvarpa beint frá og varð Reykjavík ein af þeim borgum scm varð fyrir valinu. Markmiðið er að minnsta kosti 15.000 manns taki þátt í hlaupinu hér á landi og er vonast til að bæði börn og fullorðnir leggi málinu lið. Að sögn Hilmars Gunnarssonar sem er í framkvæmdarnefnd hlaupsins hér á landi, þá er góð stemming fyrir hlaupinu. Hann sagði eins víst að þátttakendur gætu orðið hátt í 20.000 á landinu öllu, en það færi þó mikið eftir veðri. Hlaupið verður víða um land og fyrir helgina var vitað um að minnsta kosti 20 staði þar sent ráðgert væri að hlaupa. Þátttak- endur geta hlaupið, skokkað eða gengið 10 km., 4 km. eða styttra, allt eins og hverjum hentar. Hlaupið verður ræst frá bygg- ingu Sameinuðu þjóðanna í New York kl. 15:00 sunnudaginn 11. september n.k., að viðstöddum 2 börnum frá hverju þátttökulandi. Tímariðið Þroskahjálp Tímaritið Þroskahjálp, 4. tölu- blað 1988, er komið út. Útgefandi er Landssamtökin Þroskahjálp. Sem dæmi um efni má nefna viðtal við þriggja barna móður frá Vestmannaeyjum, cn fjölskyldan bjó um nokkurra ára skeið í Nor- egi. Okkar maður í Amcríku, Rannveig Traustadóttir, spjallar við tvær mæður vcstan hafs um þátt foreldra í fræðslu, ráðgjöf og upplýsingamiðlun til annarra for- eldra. Elt'n Stephcnsen skólasafns- kennari ritar athyglisverða grcin um SKÓLASÖFN OG ÞROSKA- HEFTA NEMENDUR og erindi Jóns Björnssonar félagsmálastjóra á Akureyri SKIP Á LEIÐ TIL PARADISAR birtist í þessu hcfti. Þá er þar greint frá mikilvægum áfanga sem náðst hefur í málefnum fatlaðra í Vestmannaeyjum. Fastir pistlar eru á sínum stað, svo sem AF STARFI SAMTAK- ANNA, FRÉTTAMOLAR og BÓKAKYNNING. Tímaritið Þroskahjálp kemur út sex sinnum á ári. Þaðersent áskrif- endum og fæst í lausasölu í bóka- búðum, blaðsölustöðum og á skrif- stofu Þroskahjálpar að Nóatúni 17, 105 Reykjavík. Áskriftarsíminn er 91-29901. Sjávarsíðan Hugmyndir um að ríkissjóður afli tekna með kvóta- söiu, fáránlegar að mati fólks í fisk- vinnslu og útgerð á Vestfjörðum í kjölfar efnahagsráðstafana ríkisstjórnarinnar hefur ýmsum hugmyndum skotið upp varðandi lausn efnahagsvandans. Ein af þessum hugmyndum er komin frá Jóni Baldvin Hannibalssyni og varðar kvótasölu. Þar er gert ráð fyrir að ríkissjóður nái inn verulegum tekjum vegna sölu á fiskinum í sjónum til útgerðar og fiskvinnslu. í sjónvarpi á dögun- um mátti sjá útreikninga á þvi hversu miklu þetta gæti skilað í ríkissjóð og var helst á fréttum að skilja að þarna væri bara kom- in allsherjarlausn á efnahags- vanda framtíðarinnar. Þar mætti á tiltölulega auðveldan hátt fylla uppí allt að 14 milljarða göt í fjár- lögum. Eins er víst að margir líta á þessar hugmyndir sem fúlustu alvöru og leið sem vert væri að skoða. Fólk í fiskvinnslu og út- gerð á Vestfjörðum var þó ekkert að liggja á skoðun sinni á þess- um málum í samtölum við Vest- firska fréttablaðið. Þar lýsti það framkomnum hugmyndum sem fáránlegum og vart væri hægt að taka þær alvarlega. Það kæmi bara alls ekki til mála að koma þessu í framkvæmd því þar með væri verið að kveða upp endan- legan dauðadóm yfir þessum at- vinnugreinum á Vestfjörðum. Eins vildu sumir meina að í dag væri í raun verið að borga stór- kostlegan auðlindaskatt með rangri gengisskráningu. Og ekki sögðust menn heldur fá séð hvar ætti að taka peningana fyrir þessu hjá fyrirtækjum sem þegar væru rekin með verulegum halla. Slíkar greiðslur vegna kvótasölu gætu engir greitt nema að eiga peninga, og þar með væri Ijóst að kvóti yrði lluttur í stórum stíl frá útgerðarstöðum á lands- byggðinni. Að öðru leyti vildu menn ekki tjá sig um þessi mál, hugmyndirnar væru svo fárán- legar að ekki tæki því að tala um þær. PATREKSFJORÐUR: SIGUREY hefur verið í siglingu. ÞRYMUR kom inn til ísafjarðar vegna bilunar, en fór út aftur á föstudag. MiRið fiskleysi hefur verið hjá hraðfrystihúsinu og er nú verið að vinna kola sem safn- að hefur verið saman og hann heilfrystur. Kolinn er nú tekinn og þíddur upp til vinnslu. Skakbátar voru að fara á sjó á þriðjudag eftir langt óveðursstopp. TÁLKNAFJÖRÐUR: Togarinn hefur verið í slipp og skakbátar verið í höfn undanfar- inn hálfan mánuð vegna brælu. Það er helst af dragnótabátum sem einhvern fisk er að fá til vinnslu þessa dagana. BÍLDUDALUR: SÖLVI BJARNASON fór á veið- ar 28. en kom inn þann 30. vegna veðurs með um 30 tonn. Drag- nótabátar hafa verið að afla ágætlega. FLATEYRI: GYLLIR er enn í höfn, en er að búa sig undir að halda á veiðar. Að öðru leyti eru nánast engar aflafréttir frá Flateyri. Dragnóta- bátar fóru út um helgina, en höfðu ekkert uppúr krafsinu. í frystihúsinu Hjálmi er tíminn nú notaður til að mála og gera við. SUÐUREYRI: Litlar aflafréttir var að hafa frá Suðureyri að þessu sinni. Skak- bátar hafa þó verið að fá eitthvað nú síðustu daga og von var á togaranum inn í dag. SÚÐAVÍK: BESSI landaði á mánudag um 40 tonnum. Þann 4. september landaði Arney 5 tonnum af rækju. Mummi landaði sama dag um 1600 kg. og ORRI landaði þá einnig fjórum tonnum. BOLUNGARVÍK: DAGRÚN var aö landa á þriðju- dag um 75 til 80 tonnum. Færa- afli hefur verið frekar tregur, en var þó eitthvað að glæðast nú síðustu daga. ÍSAFJÖRÐUR: GUÐBJARTUR er enn í slipp og VÍKINGUR III er hættur á drag- nótinni, en hann landaði síðast á laugardag. Lítinn fisk er að hafa hjá þeim í Norðurtanganum þessa dagana. Það er þó ekki neinn bilbug að finna á mönnum og telja þeir þetta ekkert annað en venjulegt ástand miðað við ár- stíma. GUÐBJÖRG landaði um 100 tonnum á mánudag, en þar af var sett í fjóra gáma. Einnig landaði JÚLÍUS GEIRMUNDSSON sama dag um 60 tonnum og settu þeir í tvo gáma.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.