Vestfirska fréttablaðið - 15.02.1990, Page 2
vestlirska I
rp.ETi.* blad:"
VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ SÍMI4011
1
I vestiirska ~1
FRETTABLAÐIÐ
Vestfirska fréttablaðið kemur út síðdegis á fimmtudögum. Upplag 3750 eintök.
Blaðið er borið út ókeypis á hvert heimili i öllu Vestfjarðakjördaemi. Auk þess eru
á fimmta hundrað áskrifendur utan Vestfjarða. Ritstjórn og auglýsingar: Aðal-
stræti 35, Isafirði, símar 94-4011 og 94-3223. Póstfaxsími: 94-4423. Ritstjóri og
ábyrgðarmaður: Hlynur Pór Magnússon. Blaðamenn: Hörður Kristjánsson og
Helga Guðrun Eiríksdóttir. Auglýsingar: Helga Guðrún Eiríksdóttir. Útlitsteikning
og Ijósmyndun: Hörður Kristjánsson. Útgefandi: Isprent-Grafíktækni h.f. Prent-
vinnsla: Isprent, Aðalstræti 35, (safirði, 94-3223, frkvstj. Hlynur Þór Magnússon.
Vestflrska fréttablaðið er í Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Vestfirska
fréttablaðið er aöili að upplagseftiriiti Verslunarráðs Islands.
Bitur reynsla
Því miður þá hefur reynsla verkafólks af kjarasamningum
undanfarinna ára verið vægast sagt bitur. Ýmsar tilraunir
hafa verið gerðar sem leiða áttu þjóðina út úr ógöngum
verðbólgu og kjaraskerðingar. Niðurstaðan hingað til af
slíkum samningum hefur þó oftar en ekki orðið hrikaleg
kjaraskerðing láglaunahópanna í þjóðfélaginu oft með
afleiðingum sem varla má tala um.
Nú er enn eina ferðina búið að gera samninga sem verið
er að leggja fyrir verkalýðsfélög vítt og breitt um landið.
Þessir samningar eiga að hafa algjöra sérstöðu hvað varðar
það göfuga markmið að ná niður verðbólgu og þvf að stöðva
sjálfvirkni í vqrðlagsmyndun f landinu. Vart þarf að efast
um að góður hugur er að baki þessari samningsgerð, en
reynsla fólks af slíkum samningum er því miður afar slæm
og því þarf mönnum ekkert að koma það á óvart að margir
komi til með að efast um árangurinn.
Þrátt fyrir að í þessum samningum sé talað um að lækka
nafnvextí, þá er óvíst að það dugi. Vaxtaokur hefur viðgeng-
ist hér á landi það lengi að það er búið að gegnsýra allt
þjóðfélagið. Of margir græða á niðurrifsstarfseminni sem
vaxtaokrið hefur fætt af sér til að maður geti búist við að í
samningum um kaup og kjör felist neitt raunhæft gegn þeim
ósóma. Eða hvað erum við ekki oft búin að hlusta á há-
stemmdar yfirlýsingar ráðherra um handvirka niðurfærslu
vaxta, án árangurs?
Þó menn vilji binda allar sínar vonir við að nýgerðir kjara-
samningar leiði til hjaðnandi verðbólgu og betra þjóðfélags,
þá veltur niðurstaðan að verulegu leyti á gjörðum okkar
háttvirtu ráðherra á næstu misserum. Það vill svo einkenni-
lega til að einmitt þessir ráðherrar sem við nú hljótum að
horfa til varðandi þær aðgerðir sem stuðlað geta að góðri
niðurstöðu af markmiðum þessa samnings, eru einmitt sömu
mennimir og vilja hú ekki borga skattana sína eins og öllum
öðmm sem njóta hlunninda í þjóðfélaginu er ætlað að gera.
hk.
ÓKEYPIS smá- auglýsingar
TIL SÖLU er Suzuki Fox árg. 1984, ekinn 55 þús. km. Uppl. gefur Bjarní í s. 1130 á kvöldin.
TRÉSMÍÐAVÉL Óska eftir að kaupa sam- byggða trésmíðavél. Uppl. I s. 8874 eða 4554. TAPAÐ-FUNDIÐ Fundist hafa gleraugu m/ gylltri umgjörð á bílastæði við Mjallargötu. Eigandi hafi samband í s. 4463. TIL SÖLU kommóða, skrifborð og skrif- borðsstóll frá IKEA. Uppl. I s. 3732 á kvöldin.
ÍBÚÐ ÓSKAST Óska eftir 3ja - 4ra herbergja íbúð til leigu sem fyrst. Skil- vísum greiðslum heitið. Uppl. í s. 4445, e.kl. 20.
S
Isafjarðarkapella
Guðsþiónusta á sunnudag
kl. 11.00
Altarisganga.
Athugið breyttan messutíma.
Suðureyrarkirkj a
Guðsþjónusta á sunnudag
kl. 11.00
Aðalskipulag ísafjarðar
1989-2009
Ný tillaga að aðalskipulagi
liggur nú frammi, og leita bæjaryf-
irvöld eftir áliti og hugmyndum
bæjarbúa við tillöguna. Á undan-
förnum árum hefur þessi háttur
verið hafður á og mælst vel fyrir
enda allnokkur þátttaka bæjarbúa
í kynningarfundum um skipulags-
málin.
Höfundar skipulagsins hafa líka
lagt sig fram um að samráð við
bæjarbúa væri sem best, og hafa
ávallt hlustað vandlega eftir hug-
myndum og ábendingum sem frá
þeim hafa komið.
Mig langar til, af þessu tilefni,
að rifja upp nokkur atriði varðandi
skipulagsvinnuna allt frá því hún
hófst árið 1972, og um leið að
koma fram með nokkrar ábend-
ingar er þetta varðar.
Gleymum ekki upphafinu.
Upphaf skipulagsvinnunnar var
1972 þegar fyrir lágu úrslit í sam-
keppni sem Skipulagsstjóri ríkisins
hafði efnt til um skipulag sjávar-
kauptúna. Fyrsta viðurkenning var
veitt tillögu um aðalskipulag fyrir
ísafjörð og svæðaskipulag fyrir
Vestfirði.
Þetta átti sér stað árið 1972, eða
á fyrsta ári eftir sameiningu Eyrar-
hrepps og ísafjarðar. Höfundar
þessarar verðlaunatillögu voru
þeir: Ingimundur Sveinsson arki-
tekt, Ólafur Erlingsson verkfræð-
ingur, Dr. Ólafur Ragnar Gríms-
son lektor, núverandi fjármálaráð-
herra og Garðar Halldórsson arki-
tekt, núverandi húsameistari ríkis-
ins.
Þessi starfshópur var síðan ráð-
inn til að vinna tillögu að aðal-
skipulagi fyrir ísafjörð fyrir árin
1974-1994.
Það er eftirtektarvert og má vera
minnisstætt að aðalskipulagshug-
mynd fyrir ísafjörð hafði síðast
komið fram árið 1927, og engin
skipulagsvinna verið unnin frá
þeim tíma til ársins 1974 eða í hart-
nær 50 ár.
Að vísu hafði Isafjörður ekki
yfir neinu landi að ráða til skipu-
lags. Kaupstaðurinn var landlaus
og hafði ekki stækkunarmögu-
leika.
Með sameiningu Eyrarhrepps
og ísafjarðar árið 1971 var lagður
grundvöllur að þeirri uppbyggingu
ísafjarðar sem átt hefur sér stað
frá árinu 1972. Sameiningin varð
að eiga sér stað, og það er núna
fullsannað að þeir sem fyrir henni
börðust fóru með réttan málstað.
Ennþá tæpum 20 árum síðar eru
þó til fólk sem liggur baráttu-
mönnum sameiningarinnnar á
hálsi fyrir þá framkvæmd, en það
er sem betur fer ekki fólk sem
hefur kynnt sér sögulegar stað-
reyndir, heldur setur málflutning
sinn fram með sleggjudómum um
einstaka menn sem því hentar að
tengja því máli.
Sameiningin var eitt mesta fram-
faraspor sem stigið hefur verið, og
forsenda þeirrar skipulagsvinnu
sem unnið hefur verið að síðan á
þessu svæði.
Enn á ný er svo birt í þessum
tillögum hugmynd um stækkun
ísafjarðar einmitt á því landsvæði
sem tilheyrði Eyrarhreppi fyrir
sameininguna 1971.
Þessar staðreyndir skulu hafðar
í huga þegar nýjar hugmyndir eru
ræddar, og þegar stjórnendur
bæjarfélagsins dreifa þjónustu og
efla samskiptamöguleika bæjar-
búa sem munu ávallt búa í þremur
bæjarhlutum þ.e. á Eyrinni í
Hnífsdal og í Innfirðinum.
ísafjörður er því aðeins vel byggð-
ur að nokkurt jafnræði ríki milli
þessara byggðakjarna, þannig að
íbúarnir séu sem jafnastir fyrir
þjónustu samfélagsins eins og hún
er boðin á hverjum tíma.
Markmið skipulagsvinnunar
Það dylst ekki ísfirðingum hvert
markmið skipulagsvinnunnar er,
jafn ítarlega sem um þessi mál
hefur verið fjallað á liðnum árum.
Það skiptir ekki heldur máli hvort
við köllum skipulagið áætlun,
stefnumörkun eða stefnuyfirlýs-
ingu, umfjöllum skipulagsmálanna
verður ávallt til þess að við horfum
til framtíðar og reynum að gera
okkur grein fyrir þeim þörfum sem
næsta framtíð krefur okkur um,
um leið og við reynum með skipu-
lögðum hætti að marka uppbygg-
ingu bæjarins þann farveg sem
heillavænlegastur geti talist.
Mér finnst að höfundar skipu-
lagsins sérfræðingarnir Ingimund-
ur Sveinsson og Ólafur Erlingsson,
sem unnið hafa með okkur alla tíð,
hafi einmitt lagt þyngstu áherslu á
þessi sjónarmið. Þeim hefur tekist
að móta skynsamlega valkosti fyrir
bæjaryfirvöld að fjalla um, og
bæjarstjórn hefur þrátt fyrir land-
þrengsli, ávallt haft um fleiri en
einn kost að velja þegar um ný
uppbyggingaráform hefur verið að
ræða. Þetta er stór kostur, og er
árangur skipulagsvinnunnar.
Skipulagsvinna er viðkvæm í
allri umfjöllun og framkvæmd.
Mistök eru því varla óumflýjanleg.
Hér hjá okkur hafa verið gerð
mistök hin síðari ár, og sjást þau
glöggt á þeirri tillögu sem hér er
lögð fram.
Þó þessi mistök séu veruleg og
verði ekki bætt, hvorki t.d. á
Tunguskeiði né heldur bak Aðal-
strætis, þá má þó hiklaust fullyrða
að ef skipulagsvinnan skipaði ekki
þann sess í hugum flestra okkar
sem hún gerir, þá hefðu mistökin
orðið enn fleiri og stærri. Markmið
skipulagsins er því einnig það að
hafa stjórn á skipulagðri uppbygg-
ingu bæjarfélagsins, og koma í veg
fyrir að hentistefna og skamm-
tímasjónarmið fái ráðið.
Skipulagslög kveða mjög skýrt
á um þær vinnureglur sem fara ber
eftir þegar unnið er að skipulags-
málum. Bæjarstjórn hefur að
mestu virt þessar reglur, þó það
hafi ekki verið alfarið, enda má
rekja skipulagsmistökin til þeirra
frávika. Slík vinnubrögð ber að
varast. Aðalskipulagið markar
heildarramma skipulagsins, en
deiliskipulags einstakra bæjar-
hluta er síðan hið endanlega skipu-
lag svæðisins. Deiliskipulag getur
þó alls ekki orðið til nema að fyrir
liggi aðalskipulag fyrir svæðið.
SKIPULAGSTILLAGAN
Innfjörðurinn
Ég hef ekki enn kynnt mér til
fullnustu aðalskipulagstillöguna,
enda ávallt hægt að sjá nýjar leiðir
um útfærslur. Aðalskipulagið er
þó að mínu mati sæmilega skýrt
um þau meginatriði sem fjalla ber
um í svona tillögu. Fyrirferða-
mesta breyting skipulagsins er ný
íbúðabyggð útí Pollinn neðan nú-
verandi þjóðvegar á Skeiði. Þessi
hugmynd er í raun gömul, því
þegar aðalskipulagið 1974 var unn-
ið kom þessi hugmynd fram, en
Guðmundur H. Ingólfsson.
þótti ekki ástæða til að marka það
í tillögugerð. Þetta erað sjálfsögðu
sæmilegur kostur, en hann verður
dýr. Þó má hugsa sér svipaða fram-
kvæmd á fyllingu á þessu svæði
eins og gert var þegar Torfnesfyll-
ingin var gerð, dælingu af sjávar-
botni bæði úr Sundunum og öðrum
heppilegum stöðum í hentugri
fjarlægð.
Á þessi svæði þ.e. Skeiðinu
finnst mér tillagan losaraleg og
ekki samræmi í henni miðað við
þær útfærslur sem ræddar hafa
verið um svæðið í heild til þessa. í
tillögunni er að mínu mati farið
illa með hið ákjósanlega bygginga-
land sem við eigum enn ónotað á
Skeiðinu og í Tungudalsmynni.
Þarna ber líka mikið á einum af
þeim mistökum sem gerð hafa
verið, og virðast höfundarnir bara
sætta sig við orðinn hlut og haga
tillögu sinni í samræmi við það, og
er það miður.
Nýting landsins á þessu svæði
finnst mér ekki nægjanlega góð,
og þegar horft er á nýtingu landsins
í svonefndu Holtahverfi þá er það
ljóst að miklu betur má gera á
þessu svæði sem nú er um fjallað,
ef nýting þess ætti að vera eins góð.
Ég vil endurmat á þessum hluta
tillagnanna, því ég tel það megin-
mál að nýting þess eina lands sem
við eigum verði eins hagkvæm og
kostur er.
Hafnarsvæðið
Þetta svæði er viðkvæmt og
vandmeðfarið. Á undanförnum
árum hafa komið fram stórfelldar
breytingar á svo til allri umferð og
nýtingu hafnarsvæðisins. Ætla má
þó að nú séu flestar meiriháttar
breytingar komnar fram, og því sé
ekki óeðlilegt að skipuleggja nú til
nokkurrar framtíðar á þeirri
reynslu og þekkingu sem fyrir er.
Það er sjálfsagt að þrengja ekki
að þeim atvinnurekstri sem tengj-
ast þarf hafnarsvæðinu, og það
verður alls ekki gert, en í skipu-
lagstillögunni er það mjög áber-
andi að við eigum ónotuð land-
svæði undir atvinnustarfsemi á
fjölmörgum stöðum um allt skipu-
lagssvæðið. Það er engin þörf á að
hrúga allri atvinnustarfsemi á
hafnarsvæðið.
Mér finnst því liggja alveg ljóst
fyrir að ef lokið væri landfyllingum
á hafnarsvæðinu og Suðurtanga
þá opnaðist möguleiki á að nýta
hluta þess lands til allt annarra
nota en sem atvinnusvæði. Hvar er
t.d. tillagan um takmarkaða
íbúðabyggð á þessu svæði? Er
nokkuð óeðlilegra að byggja íbúð-
arhús á þessu svæði en t.d. blokk-
ina sem nú er í byggingu við gömlu
Framhald á bls. 5.