Vestfirska fréttablaðið - 15.02.1990, Síða 3
FRETTnBLADIS
VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ SÍMI4011
traetfipeta
Árni Sigurðsson, stjórnarformaður Bjartmars hf
Um hörpudiskkvóta, titring
í Landsbankanum og fjölmiðla
Málefni hlutafélagsins Bjart-
mars hafa verið ofarlega á baugi
ísfirskrar atvinnu- og byggða-
málaumræðu undanfarinna miss-
era og aðstandendur félagsins hafa
ekki farið varhluta af athyglinni
persónulega. Þeir hafa þó kosið að
taka ekki að ráði þátt í fjölmiðla-
umræðu. Telja raunar að það sé
ekki fábreyttu vestfirsku atvinnu-
lífi til framdráttar að aðilar beiti
fyrir sig misvönduðum fjölmiðlum
í hagsmunaátökum.
Einn þáttur málsins, það er um
vinnsluieyfi Bjartmars hf. er sér-
staklega í umræðunni um þessar
mundir. Varðar það framtíð
félagsins og aðstandenda þess svo
mjög að rétt þykir að gera nokkra
grein fyrir honum opinberlega.
UPPHAFIÐ OG STAÐAN NÚ
Rétt þykir að leggja áherslu á
það, að Bjartmarsmenn stofnuðu
sitt félag af alvöru og fullir bjart-
sýni, eins og nafn félagsins ber með
sér. Þeir lögðu félaginu til fjár-
magn af ítrustu getu og vitnar það
um ásetning hluthafa að veita
félaginu þann kraft í formi eigin
fjár, sem duga mundi til langra og
árangursríkra lífdaga jafnvel í því
undarlega rekstrarumhverfi, sem
íslensk fiskvinnsla og sjávarútveg-
ur þarf við að búa um þessar
mundir.
Það voru 13 hluthafar, einstakl-
ingar og félög, sem lögðu Bjart-
mari til 30 milljónir króna í eigið
fé, og var það greitt inn til félagsins
að langmestu leyti á fyrstu starfs-
vikunum.
Án þess að fara í sértstakar út-
skýringar á framvindu mála hjá
Bjartmar hf. hér, þykir rétt að geta
þess að staða félagsins nú er í
stuttu máli sú, að vinnslustöð þess
hefur verið seld á nauðungarupp-
boði og rækjuvinnsluleyfi félagsins
hefur verið úthlutað öðrum, að
minnsta kosti að sinni.
Félagið vinnur nú að því að
koma upp alhliða skelvinnslu og
ætlar þar að byggja á vinnsluleyfi
fyrir hörpudisk, sem félaginu var
úthlutað með bréfi sjávarútvegs-
ráðuneytisins 13. október 1988.
Samkvæmt bókhaldi Bjartmars
hf. er eignastaðan viðunandi, svo
notað sé þekkt orðalag úr við-
skiptaheiminum, og hvernig sem
allt fer, þá á félagið fyrir skuldum
og mun gera þær upp eftir að
vinnsla hefst, eða að lokinni sölu
þeirra afurða, sem félagið á nú í
frystigeymslum og í sölumeðferð.
BJARTMAR HF. -
O.N. OLSEN HF.
Ekki er ástæða til að fara í sam-
jöfnuð á Bjartmar hf. og O.N. Ol-
sen hf. hér, að öðru leyti en því að
stillt skal upp staðreyndum varð-
andi vinnsluleyfi félaganna, vegna
þráláts misskilnings á eðli gjald-
þrots O.N. Olsen hf. annarsvegar
og hinsvegar á nauðungarsölu
vinnslustöðvar Bjartmars hf., sem
félagið hafði kaupsamning um, en
sem því hafði ekki tekist að standa
við til fullnustu, vegna fáránlegrar
afstöðu Landsbanka íslands til
félagsins.
1. Við gjaldþrot O.N. Olsen hf.,
hætti það félag að vera til sem
sjálfstæður lögaðili og skipta-
stjóri seldi eignir félagsins og
vinnsluleyfi þess féllu niður, en
var síðan úthlutað af sjávarút-
vegsráðuneytinu til annars
félags, þ.e. Bjartmars hf.
2. Þrátt fyrir nauðungarsölu
vinnslustöðvar Bjartmars hf.,
sem var raunar þinglesin eign
O.N. Olsen hf. og boðin upp
vegna skulda þess félags, þá
heldur Bjartmar áfram að vera
til.
3. Þar sem skýrt og greinilega var
fram tekið í uppboðsskilmálum
að engin vinnsluleyfi fylgdu
sölunni, þá telur Bjartmar hf.
rétt sinn ótvíræðan til þeirra
vinnsluleyfa, sem félaginu var
úthlutað 13. október 1988.
HVAÐ ER FAMUNDAN?
Það hefur verið gert töluvert úr
því í umræðu undanfarinna vikna
að ef Bjartmar hf, fái að halda sín-
um vinnsluleyfum fyrir hörpudisk,
þá komi ýmsir aðilar til með að
bera skarðan hlut frá borði. Ekki
hefur að því er ég minnist verið
lögð sérstök áhersla á hagsmuni
Bjartmars hf., eða þeirra einstakl-
inga og félaga, sem að því félagi
standa.
Það hefur verið sagt, að fái
Bjartmar að halda leyfum sínum,
þá muni félagið:
1. Flytja hörpudiskvinnsluna til
Bolungarvíkur.
2. Rýra kost skelveiðibáta þeirra,
sem nú hafa skelveiðileyfi í Isa-
fjarðardjúpi.
3. Verða til þess að tekjumögu
leikar vinnslustöðvar ísvers og
þar með veð Landsbanka Is
lands í vinnslustöðinni rýrni.
Um þessi atriði vil ég fara hér
nokkrum orðum og reyna að skýra
hvort og þá hvernig þau koma inn
á hagsmuni einstakra aðila
málsins.
STAÐSETNING
VINNSLUSTÖÐ V AR
Þótt Bjartmar hf. sé ísfirskt
félag, stofnað til að starfrækja
rækju- og hörpudiskvinnsluvinnslu
á ísafirði, hafa ýmsar kringum-
stæður orðið til þess, að nauðsyn-
legt hefur reynst að skoða aðra
kosti einnig, til þess að tryggja
rekstur fyrirtækisins.
Eitt af því sem nú kemur til
greina er að setja upp alhliða skel-
vinnslu, þar sem nýttir yrðu eftir
megni þeir kostir, sem fyrir hendi
eru í veiðum og vinnslu hinna
ýmsu skelfisktegunda og sérhæfa
fyritækið í þeirri grein. Það hafa
menn talið mun heppilegra og arð-
vænlegra fyrir heildina, heldur en
að nota hörpudiskmiðin í ísafjarð-
ardjúpi sem „hækju með rækj-
unni“, eins og góður maður komst
að orði.
Þegar frumathugun var gerð á
hagkvæmni slíks rekstrar þá kom í
ljós að möguleikar til að koma upp
vinnslunni voru betri í Bolungar-
vík, og því var farið að íhuga
hverju það breytti fyrir hagsmuna-
aðila á ísafirði, ef vinnslan yrði
flutt á milli sveitarfélaga og er rétt
að sýna fram á það hér.
Vinnslukvóti Bjartmars hf. af
hörpudiski úr ísafjarðardjúpi var
árið 1989, 500 tonn. Breytilegur
kostnaður við vinnslu afurðar úr
þessu magni er áætlaður vera 15,3
milljónir króna. Aðstöðugjalda-
tekjur bæjarsjóðs ísafjarðar
myndu því vera kr. 99.450. Við
framleiðslu afurðar úr hörpu-
diskinum eru áætluð vinnulaun
ásamt með launatengdum gjöldum
Árni Sigurðsson.
kr. 3.025.000. Þarnaer um aðræða
5.500 manntíma, eða 2,65 ársverk.
Menn geta svo gert allskonar
samanburð og séð til dæmis, að nú
þegar Byggðastofnun opnar útibú
sitt á ísafirði, þá munu starfsmenn
hennar fljótlega verða fleiri en
þetta, og tekjur bæjarins af útibú-
inu, beinar ogóbeinar, væntanlega
verða miklu hærri en af umrædd-
um hörpudiskvinnslukvóta.
Það er svo langt frá sjálfgefið,
að þeir sem myndu hafa vinnu af
skelvinnslunni yrðu endilega bú-
settir í því sveitarfélagi, sem hún
yrði staðsett. Fjöldi manna fer á
milli byggðarlaga við Djúp til þess
að stunda sína atvinnu, og þykir
engum tiltökumál, enda ekkert
eðlilegra en að svæðið við ísafjarð-
ardjúp sé eitt atvinnusvæði.
Benda má á til samanburðar
til dæmis, að á Guðbjörginni
starfa Bolvíkingar og Bessanum
eru Isfirðingar. Ekki veit ég um
heimilisfesti allra skipverja á
Júlíusi Geirmundssyni, hinum
nýja frystitogara Gunnvarar hf.
Menn skulu heldur ekki gleyma
því, að við tilkomu þess skips, þá
raskaðist hráefnisöflun íshúsfé-
lagsins alvarlega.
UM VEIÐISKIPIN
OG ÞEIRRA KVÓTA
Varðandi það að kostur skel-
veiðibáta frá ísafirði yrði rýrður,
þá óskar Bjartmar hf. eindregið
eftir því að þessir bátar haldi áfram
sínum veiðileyfum, sem og félagið
sínum vinnsluleyfum, og að þeir
skipti við vinnslustöð félagsins.
Bjartmar hf. hefur síður en svo
uppi áform um að skerða mögu-
leika þeirra á tekjuöflun við
hörpudiskveiðarnar og mun ekki
þrýsta á neinar breytingar á núver-
andi fyrirkomulagi veiðanna í Isa-
fjarðardjúpi. Það hafa forráða-
menn félagsins lagt á ríka áherslu
í viðræðum við sjávarútvegsráðu-
neytið.
TITRINGUR í LANDSB ANKA,
ÍSVER OG VEÐIN
Þriðja atriðið, sem tekið er til
hér að framan er sú skoðun að
haldi Bjartmar hörpudiskvinnslu-
leyfi sínu, þá rýri það möguleika
vinnslustöðvar fsvers til tekju-
öflunar og þar með verðmæti veðs
Landsbanka íslands, í verksmiðju-
húsinu við Sindragötu.
Það er nú mín skoðun, að veðin
komi þessu máli ekki hið minnsta
við og jafnvel þó svo væri, hvers-
vegna ættu menn að taka sérstakt
tillit til hagsmuna Landsbanka
íslands, framyfir hagsmuni þeirra
einstaklinga og fyrirtækja, sem í
þessu máli eru beinlínis að verja
eignir sínar og framtíð vegna
Landsbankans, eftir þá svívirði-
legu framkomu, sem hann hefur
haft í frammi gagnvart Bjartmari
hf. ?
Það er daglegt brauð, að banka-
stjórinn sem valin hefur
verið sú samlíking, að hann væri
eins og fíll í postulínbúð. Það sama
hve langt aftur er leitað til að finna
slíks dæmi, þau finnast ekki.
Þægir þjónar ganga erinda við-
hafi sérkennileg vinnubrögð hans
við að drepa í dróma afl og vilja
þeirra, sem að Bjartmari hf.
standa og nú er seilst til þeirrar
langsóttu röksemdar,' að fái
Bjartmar hf. tækifæri til að halda
áfram hörpudiskvinnslu, þá titri
allt veðsetningarkerfi fiskvinnsl-
unnar í landinu.
Því þykir rétt að benda hér á, að
verðmæti verksmiðjunnar sem
veðs, hefur þá vaxið við það að nú
hefur ísver hf. verið úthlutað 20%
rækjuvinnsluheimilda úr Isafjarð-
ardjúpi, en verksmiðjan hafði
aðeins 15% fyrir. Þar með eykst
kvótinn í meðalári úr 450 tonnum
í 600 tonn, sem þýðir um 45 tonna
framleiðslu af pillaðri rækju, en
CIF verðmæti hennar með verð-
jöfnun er nú um kr. 21.5 millj. og
ársframlegð viðbótarrækjukvót-
ans er áætluð vera 8.8 millj. króna.
Hörpudiskvinnsluheimild Bjart-
mars hf. úr ísafjarðardjúpi, sem
ísver sækist nú eftir að fá er eins
og fyrr segir 500 tonn, en ekki er
sjálfgefið, og raunar vafasamt að
leyft verði að veiða það magn á
hverju ári. CIF verðmæti afurða
úr því magni er nú áætlað vera 29
milljónir króna. Ársframlegð
hörpudiskvinnslunnar úr Djúpinu
er um 13.5 milljónir.
Þarna er að vísu nokkur munur
á framleiðsluverðmætum, en rangt
er að halda því fram, að gildi verk-
smiðjunnar, sem veðs rýrni neitt
fyrir þessar breytingar, í atvinnu-
grein, sem er jafn sveiflukennd og
vinnsla rækju og skelfisks.
FJÖLMIÐLARNIR
Það er ekki síst til mótvægis við
óvandaða umfjöllun Ríkisútvarps-
ins, Svæðisútvarps Vestfjarða
um þetta mál, sem tilefni telst til
þessara skrifa nú. Með henni hefur
tekist að magna upp ýmsan mis-
skilning og gera málstað félagsins
tortryggilegan í augum þeirra, sem
ekki vita betur.
Hin ísfirska fjölmiðlun er svo
sem kapítuli út af fyrir sig, sem
vert væri að fara nokkrum vel
völdum orðum um, þó það verði
ekki gert hér að ráði. Eru ýmsir
þeirrar skoðunar, að á eftir erfið-
leikum í fyrirtækjarekstri og fjár-
hagsbasli sveitarfélaga, stafi mest
hætta á byggðaröskun af vanda-
málastagli, hlutdrægni og nesja-
mennsku Svæðisútvarps Vest-
fjarða hjá Ríkisútvarpinu.
Það er kannske ekki sanngjarnt,
eða nauðsynlegt að gera jafn
ákveðna kröfu til vandaðrar um-
fjöllunar um menn og málefni hjá
vikublöðunum, eins og krefjast
verður af Ríkisútvarpinu.
Hins vegar er það til leiðinda og
stundum skaða, að annað blaðið
skuli byggja svo mikið á óvönduð-
um fréttaflutningi, sem takmark-
ast af lítilli þekkingu og iðulega
annarlegum viðhorfum ritstjóra og
blaðamanns, sem auðvitað velja
sér til umfjöllunar menn og mál-
efni, en sleppa því, sem hentar,
hvað sem líður fréttnæmi.
Þá eru ekki síður varhugaverð
nafnlaus skrif aðila, sem hafa geð
í sér til þess að nota þennan
vettvang, sjálfumgleði sinni og
hégómleika til eflingar, auk þess
sem þeir víla ekki fyrir sér að grafa
þannig undan þeim, sem við þykir
þurfa og koma höggum á menn úr
launsátri.
Hitt blaðið hafði lengi kappkost-
að að byggja upp jákvæða ímynd
af nokkrum metnaði og sjálfsvirð-
ingu. Var reyndar til þess stofnað
að hafa uppi jákvæða og upplýs-
andi umræðu um málefni Vest-
fjarða. Það þarf nú rækilega nafla-
skoðun, þar sem farið er að bera
ískyggilega á misheppnuðum
menntaskólahúmor og kjána-
bröndurum um menn og málefni,
en það er síst til framdráttar þeim,
sem vilja láta taka sína fjölmiðlun
alvarlega.
NIÐURLAG
Ég tel að með þessu greinar-
korni hafi ég farið nokkuð nálægt
kjarna þessa máls og vonandi hef-
ur tekist að vekja lesendur til um-
hugsunar. Ætíð má þó við bæta og
tel ég það ekki eftir mér, ef þörf
krefur.
Ég vil að lokum hvetja alla góða
menn til þess að taka virkan þátt í
atvinnumálaumræðu Vestfjarða,
því slíks er vissulega brýn þörf.
Það má þó aldrei gleymast,
hvort sem um er að ræða opinbera
umfjöllun í blöðum eða á ljósvaka,
eða jafnvel þegar menn stinga
saman nefjum yfir kaffibolla, að
grundvallaratriði gagnlegrar um-
ræðu er nokkur þekking á málefn-
inu og að minnsta kosti snefill af
jákvæðri hugsun.
Útvarpið stendur
við allar fréttir
afBjartmari
Vegna ummæla Árna Sigurðs-
sonar um Svæðisútvarp Vestfjarða
og Ríkisútvarpið, bar blm. Vest-
firska fréttablaðsins þau undir
Finnboga Hermannsson, for-
stöðumann Ríkisútvarpsins á ísa-
firði. Finnbogi vildi ekki tjá sig um
ummæli Árna að öðru leyti en því
að Ríkisútvarpið stæði við allar
fréttir af málefnum Bjartmars,
enda væri ekki um neinar efnisleg-
ar athugasemdir í skrifum Árna að
ræða. Ef menn hefðu efnislegar
athugasemdir fram að færa við
fréttaflutning, þá væri alltaf opið
fyrir slíkar athugasemdir og út-
varpinu skylt að birta þær.
OKEYPIS
smá-
auglýsingar
BÁTUR TIL SÖLU
20 tonna eikarbátur til sölu.
Uppl. í s. 7466.
HÚS TIL SÖLU
Einbýlishús við Ljosaland 4
Bolungarvík er til sölu.
Uppl. í S. 7466.
TRÉSMIÐUR
Kona í Reykjavík óskar eftir
að komast í samband við
trésmið sem getur smíðað
amboð af gömlu gerðinni.
Uppl. í s. 91-39039.
TIL SÖLU
frambyggður trébátur, 2,9
tonn, allur ný endurbyggður
og vel tækjum búinn.
Uppl. í s. 94-1495 eða 94-1416.
SUZUKI FOX
Óska eftir að kaupa upp-
hækkaðann Suzuki Fox árg.
’82-’83. Dekkjastærð 31 “-33“.
Uppl. í s. 7304.
HRAÐFISKIBÁTUR
til sölu ’84 módel með 136 hö.
BMW vél, dýptarmælir,
talstöð, rafmagnsrúlla,
gúmmíbátur og vagn.
Uppl. ís. 4862 og 4926e.kl. 18.