Vestfirska fréttablaðið - 15.02.1990, Side 4
véiifirskl
FRETTABIADID
VESTFIRSKA FRETTABLAÐIÐ SÍMI4011
Skíðasvæðið í Bolungarvík
er opið alla virka daga
frá 13 til 18 og um helgar frá 10 til 17.
Svæðisstjóri.
Sjálfstæðisflokkurinn
prófkjör á ísafirði
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á ísafirði hefur verið ákveðið
dagana 24.-25. febrúar n.k.
Kosið verður í Sjálfstæðishúsinu á ísafirði báða dagana. Frá
kl. 10.00-19.00 laugardag og kl. 13.00-19.00 sunnudag. Þeir
aðilar sem ekki verða heima prófkjörsdagana geta kosið á
sama stað dagana 18., 19., og 20. febrúar. Frá kl. 13.00-17.00
þann 18., en kl. 17.00-20.00 dagana 19. og 20. Þá er hægt að
kjósa í Valhöll, Reykjavík, 18. feb. frá kl. 13.00-17 og 19. feb.
frákl. 17.00 til 21.00.
Þeim, sem ekki eiga heimangengt á ísafirði prófkjörsdagana
er bent á að hafa samband við kjörstjórn í síma 3232.
Þátttaka er heimil öllum flokksbundnum sjálfstæðis-
mönnum á ísafirði, 16 ára og eldri svo og þeim sem eiga munu
kosningarétt við næstu sveitarstjórnarkosningar og undirrita
stuðningsyfirlýsingu við Sjálfstæðisflokkinn, samhliða þátt-
töku í prófkjörinu.
Eftirtaldir verða í framboði:
Einar Garðar Hjaltason, fiskverkandi.
Helga Sigmundsdóttir, húsmóðir.
Guðmundur Marinósson, framkvæmdastjóri.
Jórunn Sigurðardóttir, sjúkraliði.
Sigrún C. Halldórsdóttir, skrifstofumaður.
Ólafur Helgi Kjartansson, skattstjóri.
Pétur H.R. Sigurðsson, mjólkurbússtjóri.
Jóhann Ólafson, vélstjóri.
Hans Georg Bæringsson, málarameistari.
Jónas H. Eyjólfsson, yfirlögregluþjónn.
Guðjón Ólafsson, menntaskólakennari.
Kristján Kristjánsson, umdæmistæknifræðingur.
Kjörnefnd.
Ljósmyndastofan
MYNDÁS
VERÐUR LOKUÐ
VIKUNA 19.-23. FEBRÚAR.
OPNAÐ AFTUR
26. FEBRÚAR KL. 13.
Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og
útför
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa
Benedikts Valgeirs Jakobssonar
Bakkastíg 13, Bolungarvík
Níelsína Þorvaldsdóttir
Karítas Haflíða. ÓskarHálfdánsson
Matthildur H. Benediktsdóttir
Guðrún V. Benediktsdóttir
og barnabörn.
I
„Þetta er ekkert nema
hagsmunapakki“
— Skeggrætt við Halldór Hermannsson
um fiskveiðistjórn
Halldór Ásgrímsson hélt fund
um sjávarútvegsmál á ísafirði í
fyrri viku. Þar gerði hann og ráðu-
neytisstjóri hans, Árni Kolbeins-
son mönnum grein fyrir drögum
að nýju kvótafrumvarpi. Fundur-
inn var fjölmennur, en umræður í
nokkuð fastmótuðu formi og orðn-
ar kunnuglegar. Halldór Her-
mannsson, skipstjóri hefur látið
kvótamál til sín taka og hann ásamt
Einari Hreinssyni, sjávarútvegs-
fræðingi, hafa mótað ákveðnar til-
lögur um fiskveiðistjórn, sem
reyndar birtast með þessum skegg-
ræðum við Halldór. En látum
Halldór greina frá aðdragandan-
um að núverandi kerfi og því sem
koma skal að því er virðist:
Aðdragandinn að núverandi
takmörkunum nær allt til þess að
þorskastríðunum er að ljúka og
þá hafði svarta skýrslan, sem svo
var kölluð komið út og var reyndar
lóð á okkar vogarskál í baráttunni
við Breta. En skýrslan kom jafn-
framt miklu róti á hugi okkar ís-
lendinga eigandi enn í stríði við
Breta, og við vorum ekki vel undir
það búnir andlega að fara að tak-
marka afla. Og það er ekki hægt
að neita því, að fiskveiðitak-
markanir hafi þá verið orðnar
nauðsynlegar. Og þá er gripið til
skrapdagakerfisins svokallaða og
við Vestfirðingar héldum lengi vel
fram að væri ágætt. Og við höldum
því enn þá fram að það hafi reynst
mun betur við að takmarka
heildarafla en kvótakerfið sem tók
við af skrapdagakerfinu. Mönnum
til upprifjunar, þá var það einkum
fólgið í því, að heildarafla var út-
hlutað og skipt milli togara og
báta. Síðan höfðu togararnir
ákveðna daga, sem þeir máttu ekki
sækja í þorsk og urðu að sækja í
aðrar fiskitegundir. Það var fyrst
læsing á þessu kerfi sem svo var
nefnd, þannig að menn urðu að
tilkynna, áður en þeir fóru úr höfn,
á hvaða fiskirí þeir ætluðu. Þetta
var síðan rýmkað og menn gátu
breytt til í túrnum.
Fjölgun skipa og offjárfesting
Ég tel upp á að það hafi verið
mun betra að takmarka heildarafla
með þessu kerfi, það er að segja
að vernda þorsk. Kvótakerfi voru
menn búnir að reyna í Noregi og í
Kanada og fjarlægðin gerir nú
fjöllin blá og menn væntu mikils af
þessu kvótakerfi. Og ég segi fyrir
mína parta að ég var ekkert mót-
fallinn því að prófa aðra leið. En
mig grunaði ekki að það myndi
snúast á þessa sveif. Það hefur ekki
leitt til fækkunar skipa eða hag-
kvæmni í útgerð, heldur þvert á
móti stuðlað að fjölgun skipa og
offjárfestingu. Það er í því stórt
gat hvað snertir báta undir tíu lest-
um þar sem óeðlileg fjölgun hefur
átt sér stað. Kerfið ber í sér brota-
lamir sem geta kollvarpað tilveru
heilla byggðarlaga, Þegar seldur er
kvóti til varanlegrar eignar úr
byggðarlagi þá er ekki spurning
um það að þessi byggðarlög fara á
hliðina. Hver á þá að bjarga þeim?
Þá er auðvitað ennþá á dagskrá að
ríkisvaldið bjargi þeim. En það er
ekki bæði hægt að hafa frjálsan
framsalsrétt og færa svo einhverj-
um manni peninga eða kvóta. Ef
Halldór Hermannsson.
hann verður undir þá á að rétta
hann við. Hvað meina menn með
þessu. Við getum tekið Patreks-
fjarðardæmið í sumar sem leið. Þá
horfði heilt byggðarlag fram á það,
að megnið af þorskkvótanum
var farið úr plássinu. Þá var það
álit forsætisráðherra, að það kæmi
til greina að færa Patreksfirðingum
viðbótarkvóta, það átti allt í einu
að fara bæta við heildarþorskafl-
ann. Halldór Ásgrímsson sagði
það aldrei koma til greina. En
hann benti á aðra grein af sama
meiði, það mætti gjarnan færa
Patreksfirðingum fé úr sjóðum
ríkisins til þess að þeir gætu keypt
kvóta. Ef þessir menn ætla svo að
halda tii streitu frjálsu framsali á
kvóta með þessum nýju frum-
varpsdrögum, að það bjargi öllum
málurn við, og takmarki heildar-
afla, þá er það ferlegt ef þessi
byggðastefna verður látin gilda.
Að mönnum verði færður kvóti
eða peningar. Þá er þetta kerfi
fallið um sjálft sig af völdum höf-
unda þess.“
Hagsmunapakkinn
Nú er það staðreynd að flotinn
hefur ekkert minnkað, þvert á
móti hefur hann stækkað:
„Kvótalögin, allt frá 1984, hafa
hvorki orðið til þess að minnka
heildaraflann né fækka skipum.
Það er alltaf verið að auka við
skipaflotann og skelfilegt að svo
skuli vera. Þess vegna segja út-
gerðarmenn og viðurkenna þar
með að kvótakerfið hefur mistek-
ist í flestum greinum.; Tilgangur-
inn helgar meðalið, við verðum að
eignast miðin til þess að geta
verndað þau og náð hámarksnýt-
ingu. En hafa menn gert sér grein
fyrir því að á um það bil fimm
árum, þá verður miðunum skipt
niður á fjölskyldur og einstaka
fyrirtæki. Hafa menn athugað, að
það koma eftirkomendur eftir
okkur. Við skulum segjaárið 2000.
Þá koma ungir menn fram og
segja: Hvað? Það er bara búið að
skipta upp öllum miðunum hér
fyrir einstaka menn og einstaka
ættir. Hvað er á seyði? Eru menn
tilbúnir að standa frammi fyrir
þessum gjörningum sínum, þegar
þar að kemur? Ég er ekki alveg
viss um það. Koma menn til með
að una þessu fyrirkomulagi í fram-
tíðinni? Ég er alveg með á frjálsri
samkeppni. En ef menn vilja ekki
láta réttkjörin stjórnvöld taka þátt
í nokkrum sköpuðum hlut, þá sé
ég ekki hvers vegna er verið að
kjósa menn á þing. Við getum bara
ráðið einhverja menn eins og
Hannes Hólmstein sem þykist vita
allt milli himins og jarðar og rúm-
lega það. Við þurfum þá ekki að
kjósa neina löggjafarsamkundu.“
Eignast duglegir formenn
ekki lengur hlut í bát?
Sagan hefur nú verið sú, að
dugnaðarformenn eignuðust hlut
í skipi, síðan kannski heilt skip.
Við skulum benda á Einar Guð-
finnsson sem hafði þann hátt á að
láta formennina eiga með sér bát-
ana og gekk prýðilega. Nú er ekki
minnst á það. Útgerðarmenn eiga
að fá miðin til að vernda þau. Ég
spyr eru útgerðarmenn á sjó? Ég
hef bara ekki séð það yfirleitt. Það
eru sjómenn, stýrimenn, vélstjórar
og hásetar, þetta eru mennirnir
sem eiga að vernda miðin. En
hversu vænt mun þeim þykja um
þau mið, sem þeir eiga aldrei og
munu í raun aldrei öðlast hlutdeild
í, nema þá sem þjónar einstakra
útgerðarmanna? Mér finnst ein-
kennilegt að forsvarsmenn sjó-
manna og einkum ungir sjómenn,
skuli horfa þegjandi á þetta og
samþykkja þetta. Ég er bara alveg
undrandi á því.
Eini gærusnepillinn
Svo segja menn að þetta sé eina
leiðin, þessi gærusnepill, sem ég
hef kallað svo. Þessi sami snepill
sem menn eru búnir að togast á um
síðan 1984, það er bara af því að
menn hafa ekki getað séð út fyrir
styrjöldina sem búin er að geisa
um þennan hagsmunapakka. Og
það verður að bæta því við, að
þessir háskólamenntuðu menn,
sem eru að fjalla um fiskveiði-
stjórn, þá vantar alla þekkingu og
tilfinningu fyrir eðli fiskveiða, og
fiskimannseðlinu og háttu útgerð-
armanna. Það skortir á þetta þegar
þeir eru að tala um auðlindaskatt-
inn og sölu á veiðileyfum. Það eru
hinar öfgarnar. Menn hafa ekki
reynt til þrautar að koma sér
sarnan um velviljað kerfi, sem skil-
aði árangri."
Bannhelgi á auðlindaskatti?
I hugmyndum Einars Hreins-
sonar og Halldórs Hcrmannssonar
um fiskveiðistjórn er gert ráð fyrir
að Ríkissjóður selji afgangskvóta,
þarna er um að ræða heimildir
skipa til að vciða þann fisk, sem
skip hafa ekki getað náð þrátt fyrir
heimildir, en slík kvótasala færi
fram ársþriðjungslega:
„Þetta eru kannski 40-50 þúsund
tonn í það mesta sem um er að
ræða og stjórnvöld hefðu fyrir sinn
snúð, til þessa að kosta fiskveiði-
stjórn og hugsanlega til hafrann-
sókna. Þetta yrði í mesta lagi tíu
prósent. Það fé yrði líka notað til
að kaupa gömul skip í úreldingu,
kaupa menn út úr þessu. Og fyrst
að ríkið á að halda áfram að
stjórna þessu, þá er það ekki gert
peningalaust. Það virðist bara
komin skelfileg hugmyndaleg