Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.02.1990, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 15.02.1990, Blaðsíða 6
vestfirska TTABLADID VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ SÍMI4011 SÚÐAVÍK — þeir komast heim svona endrum og eins Bessi landaði á mánudag um 80 tonnum og Haffari landaði einnig á mánudag um 50 tonnum. Hluti af afla Haffara var settur í gáma og varð skipið að fara til ísafjarðar til löndunar af þeim sökum, enda voru samgöngur erfiðar landleið- ina til Súðavíkur vegna snjóa. Ekki er ólíklegt að Halldór Jóns- son hjá Frosta hafi bölvað ófærð- inni hressilega, en hann fór til ísa- fjarðar á laugardag til að taka þátt í dómnefndarstörfum vegna. söngvakeppni sjónvarpsstöðva. Skemmst er frá því að segja að ekki komst Halldór til Súðavíkur aftur fyrr en á mánudag og þá sjó- leiðina. Sömu sögu mun vera að segja af fleirum og mun Frosti Gunnarsson verslunarstjóri hjá Kaupfélagi ísfirðinga sem einnig tók þátt í dómnefndarstörfum vera orðinn því nokkuð vanur að kom- ast ekki heim til Súðavíkur eftir vinnu nema endrum og eins. BOLUNGARVÍK — Júpíter mokar upp loðnunni Heiðrún landaði 64 tonnum á mánudag. Dagrún átti að selja um 140 til 150 tonn af karfa í Pýska- landi í gær. Júpíter landaði full- fermi eða um 1200 tonnum á þriðjudag. Hann landaði einnig á fimmtudag í síðustu viku um 1205 tonnum og landaði svo á Eskifirði um helgina. Veiðisvæði loðnubáta mun nú vera komið vestur fyrir Ingólfshöfða. Sólrún var í höfn á þriðjudag. Þjóðólfur fór tvo róðra í síðustu viku og vra með 2,6 tonn. Kristján var með 19 tonn í fimm róðrum. Jakob Valgeir var með 21 tonn í fjórum róðrum. Flosi var með 46 tonn í fimm róðrum. BÍLDUDALUR — ný andlit Sölvi Bjarnason landaði 55 tonnum á laugardag og fór aftur á veiðar á þriðjudagsmorgun. Það var komin rjómablíða á Arnarfirði á þriðjudag og rækjubátar flestir ef ekki allir á sjó. Á sunnudagskvöldið fréttist af Aðalvíkinni sem hafði flúið undan veðri inn á Arnarfjörð. Bílddæl- ingar sem þekktir eru fyrir gest- risni hóuðu að sjálfsögu í strákana og voru þeir drifnir á spilavist um kvöldið. Var þetta að vonum upp- lyfting fyrir skipverja í brælunni og kannski ekki síður fyrir þorpsbúa sem þykir tilbreyting í að sjá ný andlit þegar allar aðkomuleiðar eru ófærar. Júlíus Geirmundsson að veiðum út af Vestfjörðum. TÁLKNAFJÖRÐUR HÓLMAVÍK ÍSAFJÖRÐUR — aflinn að glæðast hjá — gott veður á þriðjudaginn — Júlíus fiskar fyrir 18,5 milljónir togaranum Togarinn Tálknfirðingur land- aði á sunnudag um 82 tonnum og setti í tvo gáma. Var aflinn talsvert blandaður. Vinna er því komin í gang hjá frystihúsinu og hélt togar- inn aftur á miðin á þriðjudags- morguninn. Hjá Þórsbergi var það að frétta að María Júlía fór fimm ferðir og var með 36 tonn. Þá var máni með 20 tonn í þremur ferðum í síðustu viku. PATREKSFJORÐUR i — Þrymur heitir nú Latravík BA 66 Vestri var með 49,7 tonn í þrem- ur löndunum í síðustu viku, en hann er með tvöfaldan gang. Pat- rekur var þá með 48,3 tonn einnig í þrem löndunum. Þrymur hefur nú fengið nýtt nafn og heitir í dag Látravík BA 66 kom til heima- hafnar eftir slippferð og nafnbreyt- ingu þann 11. febrúar. Hjá Straumnesi fengust þær fréttir að ágætur afli hafi verið hjá línubátum í síðustu viku. Þá var Tálkni með 32,6 tonn í fjórum róðrum. Andey fór fimm róðra og var með 43,6 tonn. BRJANSLÆKUR 1 —brösótt sjósókn vegna lélegs tíðarfars Skelbátar komust á sjó á þriðju- dag. Leiðinda brælutíð hefur verið á miðum bátanna og var til dæmis stöðug bræla frá 24. janúar til 4. febrúar. En þegar bátarnir reru þann 4. febrúar voru þeir með 8 og 10 tonn. Þann 6. febrúar var Magnús með 10,5 tonn og Ingi- björg var þá með 2 tonn. Daginn eftir var Magnús með 9,5 tonn og Ingibjörg tæp 9 tonn. Þann 8. febrúar var Magnús með 2 tonn og Ingibjörg 2,5 tonn. Annars hefur veðrið verið afleitt fram undir þetta, en á þriðjudag var komin sól og gott veður. Hilmir, Freyr og Sigurbjörg voru með rúm 3 tonn af rækju hver í síðustu viku. Ásbjörg og Guðrún Ottósdóttir voru með tæpleg 6,1 tonn hvor. Donna var með rúm 2,4 tonn. Besta veður var komið á Hólma- vík á þriðjudaginn og verið að moka landleiðina suður. DRANGSNES 1 — um 9 tonn af rækju á land í síðustu viku Grímsey, Sundhani, Gunnhild- ur, Stefnir og Gjörvi voru allir með rúm 3 tonn. Gunnvör var með 2,7 tonn tæp. Orvar var með 2,8 tonn rúm og Donna var með 617 kíló af rækju í síðustu viku. SUÐUREYRI 1 — togarinn með 55 tonn á mánudag Sigurvon var með um 41 tonn í síðustu viku eftir fimm veiðiferðir. Ingimar var með 5,8 tonn. Elín Þorbjarnardóttir landaði 22,5 tonn rúmum á mánudag í síðustu viku og landaði nú á mánudaginn aftur um 55 tonnum. Hélt togarinn aftur á veiðar á þriðjudag. Vinnslan fer því að komast í eðlilegt horf hjá Freyju og von manna að veðrið fari að verða skaplegra. FLATEYRI 1 Júlíus Geirmundsson átti að halda á miðin aðfararnótt mið- vikudags. Hann landaði á þriðju- dag frosnum fiskafurðum til út- flutnings að verðmæti 18,5 milljón- ir króna. Páll Pálsson landaði á mánudag um 60 tonnum og setti í einn gám. Togarinn hélt aftur á miðin eftir hádegi á þriðjudag. Guðbjartur landaði á mánudag um 52 tonnum. Línubáturinn Orri var með 32 tonn og Guðný var með um 43 tonn. Hálfdán í Búð landaði um helgina um 50 tonnum. Sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum héldu línubátar á sjó á skrifstofu- tíma á þriðjudag. Togarinn Guðbjörg var með um 80 tonn sem landað var á mánudag og sett var í þrjá gáma. ÞINGEYRI i — Gyllir veiðir í siglingu Vísir var með 24,8 tonn rúm í síðustu viku. Jónína landaði rúm- um 25 tonnum hjá Hjálmi í síðustu viku. Gyllir landaði tæpum 39 tonnum eftir fjóra daga í síðustu viku. Hann landaði um 50 tonnum á mánudag og er nú farinn að veiða í siglingu. — Sléttanes með 51 tonn Sléttanes landaði á mánudag um 51 tonni, en það var með rúm 22,6 tonn í síðustu viku. Þá var Fram- nes með 25,1 tonn rúm, en landaði á ísafirði í þessari viku. f síðustu viku var línubáturinn Tjaldanes var með 18,1 tonn í þrem róðrum. Mýrafell var þá með 5 tonn rúm í tveim róðrum. Björgvin Már var með um 3 tonn og Bibbi Jóns var með 4,8 tonn og fóru báðir þessir bátar einn róður. Viö mætingar og framúrakstur á mjóu (einbreiðu) slitlagi þarf önnur hlið bílanna að vera utan slitlagsins. ALLTAF ÞARF AÐ DRAGA ÚR FERÐ! W'hk M m. mÉUMFERÐAR Vráð I ísafjarðardjúp: — tæplega 104 tonn af rækju á land í síðustu viku Þrátt fyrir leiðinlega tíð, fór þó ekki svo að einhver rækja kæmi á land úr Djúpinu í síðustu viku. Hjá Bakka í Hnífsdal komu 24 tonn 164 kíló á land í síðustu viku. Þar af var Finnbjörn með rúm 4,2 tonn. Gunnar Sigurðsson var með rúm 4,9 tonn, Haukur var með tæp 5,2 tonn, Ritur var með rúm 3,7 tonn og Sigurgeir Sigurðsson var með rúm 6 tonn. Hjá Frosta í Súðavík komu 12 tonn 227 kíló af rækju á land. Þar af var Guðmundur Ásgeirsson með rúm 5,5 tonn, Hafrún var með rúm 2 tonn og Stundvís var með tæp 4,7 tonn. Hjá íshúsfélagi Bolungarvíkur komu 16 tonn 287 kíló á land. Þar af var Bryndís með rúm 4,4 tonn, Húni var með tæpleg 1,1 tonn, Neisti var með rúm 2,4 tonn, Oli var með rúm 5 tonn og Sædís var með rúm 3,2 tonn. Hjá ísveri á ísafirði komu 26 tonn og 900 kíló á iand. Þar af var Guðrún Jónsdóttir með rúm 1,1 tonn, Gunnvör var með rúm 4,9 tonn, Halldór Sigurðsson var með tæp 5,3 tonn, Kristín Jónsdóttir var með rúm 2,8 tonn, Sæbjörn var með rúm 3,9 tonn, Ver var með rúm 3,8 tonn og Örn var með rúm 5 tonn. Hjá Niðursuðuverksmiðjunni hf. á ísafirði komu 20 tonn 796 kíló á land. Þar af var Aldan með tæp 6 tonn, Auðunn var með tæp 5,6 tonn, Dagný var með rúm 2,2 tonn, Gissur hvíti var með rúm 4,1 tonn og Hafrún var með rúm 2,8 tonn. Hjá Rækjustöðinni á ísafirði komu 3 tonn 553 kíló á land í síð- ustu viku. Þar af var Halldór Sig- urðsson með 799 kíló, Ver var með rúmlega 1,1 tonn og Örn var með rúmlega 1,6 tonn. Valur var sem fyrr við stofnmæl- ingarannsóknir á vegum Hafrann- sóknastofnunar og var með rúm 10,1 tonn í síðustu viku. ísafjarðardjúp: Skipting rækju- afla eftir svæðum á haustvertíð - yfir þrjú þúsund og fimm hund- ruð klukkutímar fóru í að veiða rúmlega eitt þúsund og fimmtíu tonn á haustvertíðinni Skipting rækjuafla í ísafjarðar- djúpi eftir svæðum í október varð sem hér segir: f Inndjúpi veiddust 79 tonn og 44 kíló og var togtími alls 172,2 klukkustundir. í Skötufirði veidd- ust 52 tonn 201 kíló og var togtím- inn 123,6 klukkustundir. í Útdjúpi veiddust 60 tonn 178 kíló og þar var heildar togtíminn 193,8 klukkustundir. Þá veiddust 68 tonn 160 kíló í Jökulfjörðum og var togtíminn þar 238,4 klukku- stundir. Skiptin rækjuafla í nóvember var sem hér segir: í Inndjúpi veiddust 367 tonn 852 kíló og var þá togað í 1182,4 klukkustundir. í Skötufirði veidd-

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.