Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.02.1990, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 15.02.1990, Blaðsíða 7
vestfirska rRETTABLADID VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ SÍMI4011 ust 98 tonn 780 kíló og reyndist togtíminn vera 299,1 klukkustund. í Útdjúpi veiddust 97 tonn 621 kíló og var togtíminn 332 klukku- stundir. Þá veiddust 29 tonn 320 kíló í Jökulfjörðum og var heildar- togtíminn þar 184,9 klukku- stundir. Skipting rækjuafla í desember var sem hér segir: í Inndjúpi veiddust 93 tonn 383 kíló og var þá togað f 372,6 klukkustundir. í Skötufirði veidd- ust 40 tonn og 100 kíló og var tog- tíminn þar 151,2 klukkustundir. í Útdjúpi veiddust 50 tonn og 200 kíló á 250,3 klukkustundum. í Jökulfjörðum veiddust 13 tonn 746 kíló og var togtíminn þar 81,6 klukkustundir. Það hafa því farið 3582,2 klukkustundir í að veiða 1,050,585 tonn á tímabilinu otóber til des- ember á síðastliðnu ári í Djúpinu öllu sem jafngildir 293,3 kílóum veiddum að meðaltali á hverri klukkustund sem veiðarnar tóku. hk. Um hvao snýst nýtt kvótfrumvarp Á fundi sjávarútvegsráðherra á ísafirði gerði Árni Kolbeinsson, ráðuneytisstjóri grein fyrir drögum að nýju frumvarpi um stjórn fisk- veiða. Og með því að margir les- endur Vestfirska fréttablaðsins áttu þess ekki kost að sitja fundinn, sakir ófærðar og fj arlægð- ar verður hér gerð nokkur grein fyrir nýmælum í fiskveiðistjórn, ef þetta eða líkt frumvarp nær fram að ganga fyrir næstu áramót. Það sem vekur fyrst athygli er, að nú er ætlunin að setja lög um stjórn fiskveiða til ótakmarkaðs tíma, það er með öðrum orðum verið að festa kvótakerfið í sessi. Áður hafa lög um fiskiveiðistjórn gilt til eins, tveggja eða þriggja ára og um næstu áramót rennur út þriggja ára skeið kvótakerfis með afla- og sóknarmarki. í þessum nýju drögum er aðeins gert ráð fyrir aflamarki og þá er það nýmæli að leyfður heildarafli botnfisktegunda skal miðaður við veiðar á tólf mánaða tímabili, frá 1. september ár hvert til 31. ágúst á næsta ári og nefnist það tímabil fiskveiðiár. Leyfi til tómstundaveiða hefur fengið mikla umfjöllun í fréttum og Árni Tryggvason, leikari látið ýmis ummæli falla um þann þátt frumvarpsins. Leyfi til tómstunda- veiða skal bundið við skip, það skal veitt þeim er þess óska til eins árs í senn. Tómstundaveiðileyfi veitir heimild til að stunda fisk- veiðar með handfærum án sjálf- virknibúnaðar til eigin neyslu. Afla sem veiddur er skv. heimild í þessari grein er óheimilt að selja eða fénýta á annan hátt. Ákveðið gjald verður að reiða af hendi fyrir þetta leyfi. Varðandi sölu á fiskiskipi, þá hefur orðið að fá umsögn sveitar- félags og verkalýðsfélags um sölu- na. Nú ber að tilkynna sveitar- stjórn og útvegsmannafélagi að sala sé á dagskrá, en einnig ber að auglýsa í lögbirtingablaðinu að út- gerð hyggist selja fiskiskip. Verði gerður bindandi samningur um sölu fiskiskips innan mánaðar eftir birtingu tilkynningar, fylgir afla- hlutdeild skipsins ekki við sölu. Þetta tekur ekki til opinna báta. Heimilt að selja aflahlutdeild Heimilt verður að selja aflahlut- deild skips að hluta eða öllu leyti og sameina hana hlutdeild annars skips enda leiði flutningur aflahlut- deildar ekki til þess að veiði- heimildir þess skips sem flutt er til, verði bersýnilega umfram veiði- getu þess. Þá er heimilt að flytja aflamark milli skipa sömu útgerðar eða skipa sem gerð eru út frá sömu verstöð, enda sé um jöfn skipti að ræða að mati ráðuneytisins. í athugasemdum við lagafrum- varpið og sem fylgja frumvarps- drögunum eru meginbreytingar frá núverandi kerfi dregnar saman í átta liði: 1. Lögin verði ótímabundin eins og algengast er um lagasetningu hér á landi. 2. Botnfiskveiðiheimildir verði miðaðar við tímabilið 1. septem- ber til 31. ágúst ár hvert en ekki almanaksárið eins og nú er. Nefn- ist þetta tímabil fiskveiðiár. 3. Útgáfa veiðileyfa verði ein- földuð verulega frá því sem nú er og gerð eru skil milli veiða í at- vinnuskyni og tómstundaveiða. 4. Óheimilt verði að fjölga öllum gerðum og stærðum fiskiskipa sem fá leyfi til veiða í atvinnuskyni. Jafnframt verða teknar upp sam- ræmdar endurnýjunarreglur fyrir þessi skip. 5. Tekið verði upp eitt samræmt aflamarkskerfi. Aflahlutdeild einstakra fiskiskipa verði ákvörð- uð í upphafi árs 1991 á þeim teg- undum, sem sæta ákvæðum um leyfilegan heildarafla. Sóknar- mark verði afnumið og sérreglum um veiðar smábáta fækkað frá því sem nú er. 6. Tekinn verði upp opinber til- kynningaskylda við sölu á fiski- skipum. 7. Hámarksálag vegna útflutn- ings á óunnum þorski og ýsu verði hækkað úr 15% í 20% en há- marksálag á öðrum botnfiskteg- undum verði 15%, sem er óbreytt frá gildandi lögum. 8. Flestar meginreglur fiskveiði- stjórnar verði lögbundnar og þeim atriðum sem ætluð eru ráðherra til ákvörðunar verði fækkað. (ickvii Kirkjulff Kirkjuskóli ísafirði. Laugardag kl. 11:00. Kirkjuskóli Hnífsdal. Laugardag kl. 10:00. Messa ísafjarðarkapellu. Sunnudag kl. 11. Messa Suðureyrarkirkju. Sunnudag kl. 14:00: Leiðrétting við Vísnaþátt Valgerður Kristjánsdóttir var sögð kona Kristjáns smiðs í síðasta vísnaþætti. Hér var farið kynslóðavillt, því hún var dóttir hans. Er fljótfærni og flumrugangi undirritaðs um að kenna og beðist velvirðingar á. Kona Kristjáns var Kristín Jóns- dóttir Halldórssonar bónda á Ytri- Veðrará, en hann var bróðir Torfa Halldórssonar á Flateyri. Þá er vísan „Margur held ég fengi frið... “ talin vera eftir Kristján Grím, þann sem nefndur er í vísunni á undan, en hún var svar við þessari. Pétur Bjarnason. Framtalsaðstoð Frágangur skattframtals fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Bókhaldsþjónusta Bókhaldsvinna fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Skattuppgjör. Útreikningur VSK og tölvuvinnsla á viðskiptamannabókhaldi þ.m.t. reikningsyfirlit og gíróseðlar. Launaútreikningur Útreikningur launa og frágangur allra fylgigagna. Tölvuvinnsla. Fylkir Ágústsson Fjarðarstræti 15, 400 ísafirði 53“ 3745. FJÖLSKYLDUFARGJALD FLUGLEIDIR INNANLANDSFLUG Fjölskyldufargjald gildir á allar brottfarir * 900 kr. flugvallarskattur innifalinn. 50%AFSLÁTTUR FYRIR MAKAOG BÖRN VERÐDÆMI Tveir fullorðnir og tvö börn. Aðeins 4.816,-á mann.* Forsvarsmaður Maki 2-11 ára 9.482,- 4.891,- 2.445,- ísafjörður - Reykjavík Flug no. Brottf. FI-013ET- FI-015 FI-015 FI-017 FI-023

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.