Vestfirska fréttablaðið - 15.02.1990, Page 8
Allar málnincfarvörur
og verkfæri
lllllllllllllllllllll Pensillinn lllllllllllllllllllll
ISPRENT
GRAFÍKTÆKNI HF.
PRENTSMIÐJA - ÚTGAFA
Það hefur verið nóg að gera í snjómokstri á Suðureyri.
Suðureyri:
Þverlyndur þorri
— ekki mun stytta upp fyrr en í dymbilvikunni
að sögn fornviturs sjómanns
Teknir í
bakaríið
Heyrst hefur að Alþýðu-
flokksmenn á ísafirði hyggist
fá atvinnu bakara á listann
hjá sér fyrir næstu kosningar.
Segja gárungarnir að honum
sé ætlað að bæta úr þeim vand-
ræðum sem þegar er búið að
baka í bæjarmálunum.
Firmakeppni
Sunddeildar
Vestra
Okkar maður, Tryggvi G. Inga-
son stóð sig með prýði í firma-
keppni Sunddeildar Vestra sem
fram fór í Sundhöll Isaf jarðar þann
28. janúar síðastliðinn. Lenti hann
í fjórða sæti og bætti sig um 120
stif>.
I fyrsta sæti á mótinu varð
Kristjana Einarsdóttir sem synti í
800 metra skriðsundi fyrir Heild-
Verslun Hafsteins Vilhjálmssonar
hf. og bætti sig um 171 stig. í öðru
S^eti varð Sæþói; Harðarson sem
synti 50 metrajTskriðsund fyrir
Myndás hf. og bætti sig um 130
stig. í þriðja sæti varð Linda Björk
Magnúsdóttir sem synti 800 metra
skriðsund fyrir Eyr hf. og bætti sig
um 126 stig. I fjórða sæti varð svo
Tryggvi G. Ingason sem synti 800
metra skriðsund fyrir Vestfirska
fréttablaðið eins og áður sagði og
bætti sig um 120 stig. í fimmta til
sjötta sæti varð Arna Lára Jóns-
dóttir sem synti 800 metra skrið-
sund fyrir ísver hf. og bætti sig um
117 stig og sömu framförum náði
Hlynur Tr. Magnússon sem synti
800 metra skriðsund fyrir Orkubú
Vestfjarða. Þá kom Ingi Pór
Ágústsson í sjöunda sæti og synti
800 metra skriðsund fyrir Pólinn
hf. og bætti sig um 102 stig. I átt-
unda sæti varð Gunnar Ingi Haf-
steinsson og synti hann 800 metra
skriðsund fyrir Vélsmiðjuna Pór
hf. og bætti sig um 90 stig. í níunda
sæti varð Sigríður I. Birgisdóttir
sem synti 800 metra skriðsund fyrir
íshúsfélag ísfirðinga hf. og bætti
sig um 83 stig. í tíunda sæti varð
svo Sæþór Harðarson sem synti
800 metra skriðsund fyrir Reikni-
stofu Vestfjarða og bætti sig um 82
stig.
Verðlaun fyrir þrjú efstu sætin
verða afhent á árlegu sundmóti
Sunddeildar Vestra sem haldið
verður 10. til 11. mars n.k.
Snorri Sturluson, Suðureyri
Súgfirðingar hafa ekki síður
farið á mis við þverlyndan þorrann
fremur en aðrir Vestfirðingar.
Strembinn reynist hann nú sem
oftar og ætti engum að koma á
óvart hér norður við Dumbshaf.
Pað snjóaði geysimikið á stuttum
tíma og kom það sumum nokkuð
í opna skjöldu. Á Suðureyri er
engin snjóflóðahætta, en handan
fjarðarins á Norðureyri hafa aftur
á móti oftast komið snjóflóð í
byggð á íslandi að því er sögur
herma. Snjóflóð þar valda oft flóð-
bylgju sjávar sem gengið getur á
land í þorpinu handan fjarðar svo
ekki erum við með öllu óhult.
Starfsmenn siglingamálastofn-
unar og tryggingafélagsins Norsk
Veritas hafa nú skoðað togarann
Bessa, en eins ogfram hefur komið
í fréttum hafa plötur dældast á
stefni skipsins og bönd bognað.
Plöturnar eru þynnri en gert var
ráð fyrir þegar skipið var hannað,
eru sjö millimetrar í stað tólf. Hafa
Nokkrar skvettur hafa komið úr
Norðureyrargilinu en engin flóð
svo heitið geti.
Lítið hefur gefið á sjóinn síðustu
vikur og atvinna því í lágmarki.
Ekki hafa menn þó tapað líkam-
legu atgerfi sínu í atvinnuleysinu,
því nóg hefur verið að gera í
snjómokstri. Það þarf að moka
upp hús, svo nágranninn geti aflað
sér vista og kíkt til veðurs. Þaö
þarf að leita að týndum bílum í
sköflum og merkja þá svo ekki fari
fleiri í kjaftinn á snjóruðningstækj-
unum. Og það þarf að moka upp
bátana í höfninni svo snjórinn
kaffæri þá ekki fleiri í orðsins
fyllstu merkingu, en 5 tonna trilla,
Percy IS, sökk undan snjófarginu
á dögunum.
verið getgátur uppi um að orsaka
þessara skemmda sé einmitt að
leita til hönnunar á stefni skipsins.
Áætlað er að Bessi fari í siglingu
um miðjan mars og hugsanlega fer
skipið í slipp í Noregi eftir þá
löndun, ellegar ekki fyrr en í maí,
en þá á Bessi einnig löndun.
Pegar svo viðrar sem nú að
undanförnu, eru samgöngur okkar
Súgfirðinga nánast engar. Ein-
staka ferð með snjóbíl er nánast
eina leiðin úr firðinum. Síðasta
mánuðinn hefur akvegurinn verið
opinn tvisvar sinnum hluta úr degi.
Því mætti ætla að mikið væri lagt
upp úr traustum flugsamgöngum
þar sem svo háttar til, en svo er þó
aldeilis ekki. Þvert á móti er nánast
búið að leggja þær af svo ótrúlegt
sem það hljómar nú á tækniöld.
Þótt skíðaganga sé vísast með holl-
ari íþróttum, eru þó ekki allir sem
notað geta þá lausn í samgöngu-
málum. Steingrímur samgöngu-
málaráðherra kom vestur um
daginn. Engir komust héðan á
fund hans, en ég held ég taki
ekkert of djúpt í árinni þótt ég full-
yrði að allir Súgfirðingar standi
fast með honum í áætlunum um
byggingu jarðganga milli byggða
hér vestra og telji reyndar að jarð-
göng séu skilyrði fyrir frekari
þróun byggðar á þessu svæði.
Glúrnir veðurspámenn höfðu það
á orði fyrr á þorranum að bylnum
linnti þann 9. febrúar á nýju tungli
og tæki þá við asahláka til vors. Sú
spá rættist ekki og ræddi ég því í
gær miðvikudag við gamlan og
.fornvitran sjógarp um veður-
horfur. Sá gamli taldi að lítið
mundi stytta upp fyrr en í dymbil-
vikunni, en þangað til eru rúmar
sex vikur. Við skulum bara vona
að sú spá rætist ekki heldur.
Bikarmót
SKÍí göngu
á ísafirði
Á bikarmóti SKÍ í göngu sem
haldið var á ísafirði um síðustu
helgi, var keppt í flokki karla 20
ára og eldri og í flokki karla 17 til
19 ára.
í eldri flokknum sigraði Haukur (
Eiríksson frá Akureyri á 46 mín-
útum og 23 sekúndum, en gengnir
voru 15 km. í öðru sæti varð Sig-
urður Aðalsteinsson frá Akureyri
sem fékk tímann 52,00 mín., og í
þriðja sæti varð Þröstur Jóhannes-
son sem fékk tímann 56,09 mínút-
ur.
í flokki 17 til 19 ára var keppt í
10 km. göngu og varð Sölvi Sölva-
son frá Siglufirði sigurvegari með
tímann 37,07 mínútur. Daníel
Jakobsson ísafirði varð annar með
tímann 37,30 mínútur. Þriðji varð
Óskar Jakobsson ísafirði með tím-
ann 41,00 mínútur. Þá mætti
Bjarni Brynjólfsson ísafirði einnig
til leiks, en hann hætti keppni eftir
fyrsta hring.
Úrslit í opnu
þorramóti
SKÍígöngu
Á opna þorramóti SKÍ í göngu
sem fram fór á Isafirði síðastliðinn
laugardag var keppt í þrem
flokkum. Það voru 15 til 16 ára
drengir sem gengu 7,5 km., 13 til
14 ára drengir sem gengu 3,5 km.
og í flokki 13 til 15 ára stúlkna
voru gengnir 3,5 kílómetrar.
Sigurvegari í flokki 15 til 16 ára
drengja varð Kristján Ólafur
Ólafsson Akureyri sem náði tím-
anum 25,24 mínútur. Annaríþeim
flokki varð Gísli Einar Árnason
Isafirði sem fékk tímann 26,30
mínútur. Þriðji varð Kári Jó-
hannesson Akureyri og fékk hann
tímann 27,22 mínútur. Fjórði varð
Árni Freyr Elíasson ísafirði sem
gekk vegalengdina á 28,08 mín-
útum.
í flokki drengja 13 til 14 ára varð
Hlynur Guðmundsson ísafirði sig-
urvegari á tímanum 14,35 mín-
útum. Annar varð Arnar Pálsson
ísafirði á 13,54 mínútum og þriðji
varð Eyjólfur Þráinsson scm gekk
á tímanum 30,52 mínútum.
í flokki stúlkna 13 til 15 ára varð
Guðbjörg Sigurðardóttir ísafiröi
sigurvegari á tímanum 17,46
mínútum.
Viðgerð framundan
hjá Bessa
SIEMENS — PHILIPS — JVC
Sjónvörp — videó — hljómflutningstæki
í MIKLU ÚRVALI r^, pÓLL|||N HF
® 3092
Húsgagnaviðgerðir
Eru húsgögnin þín farin að lýjast?
Hafðu þá samband, eða komdu með þau
og við reynum að lagfæra þau.
STEINIÐJAN HF.
Steiniðjan h/f
Timbursala S* 3472