Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.03.1990, Qupperneq 1

Vestfirska fréttablaðið - 08.03.1990, Qupperneq 1
vestfirska FRÉTTABLAÐIÐ VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ Póstfaxsími 4423 10. tbl. 8. mars 1990 16. árg. Jarðgöng og holugjöld Um þessar mundir er verið að kynna hjá stjórnarflokkunum drög að frumvarpi sem miðar að því að flýta jarðgangagerð á Vestfjörð- um. Þar er gengið út frá því að hér fyrir vestan verði hafin verði inn- heimta á aukagjaldi á bensíni og dieselolíu 1. apríl n.k. Ef til þess kemur verða það bensín- og olíukaupendur á Þing- eyri, í Mýrahreppi og Mosvalla- hreppi, á Flateyri og Suðureyri, í Bolungarvík og Súðavík og á ísa- firði sem koma til með að greiða krónur 4,50 ofan á gildandi verð á olíu- og bensínlítra. Áætlaður heildarkostnaður við jarðgöngin er um þrír milljarðar króna. Vegaáætlun gerði ráð fyrir að framkvæmdir við göngin hæfust á árinu 1992 og þeim lyki 1999, en ef tillögur samgönguráðherra ná fram að ganga mun verkið hefjast ári fyrr, eða á næsta ári, og verða lokið síðla árs 1995. En til að það sé hægt er þetta eldsneytisgjald talið nauðsynlegt, auk þess sem lagt er til að tekið verði lán allt að 1,3 milljörðum króna á árunum 1990-’94, sem greitt verði upp á þremur árum eftir að framkvæmdum lýkur með fé af vegaáætlun, sparnaði af snjómokstri og áðurnefndu elds- neytisgj aldi. Áætlað er, að eldsneytisgjaldið skili um 18 milljónum króna á ári fyrstu tvö árin, 20 milljónum á ári 1993-1995 og 27 milljónum á ári fram til ársloka 1998, en þá á inn- heimtu „holugjaldsins“ að ljúka. Samgönguráðherra hefur lagt til að skipuð verði sjö manna nefnd með fulltrúum úr samgönguráðu- neyti, heilbrigðis- og trygginga- ráðuneyti, félagsmálaráðuneyti, Byggðastofnun og menntamála- ráðuneyti ásamt tveimur fulltrúum Vestfirðinga, sem tilnefndir yrðu af Fjórðungssambandi Vestfirð- inga. Nefndinni er ætlað að endur- skoða áform um framkvæmdir og fjárfestingar opinberra aðila og fyrirkomulag opinberrar þjónustu, sem hagræða mætti eftir komu fyrirhugaðra jarðganga. hge Bj órkvöld á Bíldudal Leikfélagið Baldur á Bíldudal hélt heljarmikið bjórkvöld síðast- liðinn laugardag við góðar undir- tektir heimamanna. Að sögn Hannesar Friðriksson- ar var þarna um tveggja tíma skemmtidagskrá að ræða, með söng, gríni og gleði. Var skemmt- unin sett upp í kabarettstíl og mættu um 100 manns á samkom- una og var mikið fjör. Sagði Hannes að Leikfélagið Baldur væri með þessu að undirbúa sig vegna 25 ára afmælishátíðar sem verður í maí. Leikstjóri hefur verið ráðinn til að stýra hátíðinni í vor, en það er enginn annar en Bílddælingur- inn og leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson sem starfað hefur hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Er hann væntanlegur vestur nú í aprílmán- uði. Hvað gert verður á hátíðinni í vor sagði Hannes að væri leyndar- mál enn sem komið er. Þó taldi hann óhætt að segja að dagskráin yrði eldfjörug og létt og ekki ólík- legt að „eitthvað" yrði heima- samið. Öflug menningarstarfsemi hefur verið á Bíldudal í gegnum tíðina og leiklistarhefð sterk í plássinu. Á fimmtudag í síðustu viku kom Leikfélag Patreksfjarðar í heim- sókn til Bíldudals og setti upp sýn- ingu á leikritinu „Saga úr dýra- garðinum" og fékk ágæta aðsókn. Að sögn Hannesar lukkaðist sýn- ingin vel og fékk góða dóma hjá áhorfendum. hk. Er sjálfvirki sleppibúnaðurinn aðeins falskt öryggi fyrir sjómennina okkar? Sjóslysið um síðustu helgi: Sjálfvirkur sleppi- búnaður virkaði ekki Talsverð umræða er nú orðin enn á ný um öryggismál sjómanna í kjölfar þess að sjálfvirkur sleppi- búnaður um borð í Guðmundi B. Þorlákssyni virkaði ekki er hann sökk í Jökulfjörðum nú á sunnu- daginn. Það hlýtur að vera mönnum mikið umhugsunar- og áhyggju- efni þegar það er orðið algengara en ekki að sjálfvirkursleppibúnað- ur, sem menn eru skyldaðir til að hafa um borð, virkar ekki. Þá vekur það mönnum falska öryggis- kennd að vita af þessum búnaði í bátnum og líkur eru á að menn reyni síður að skera björgunarbát lausan ef óhapp verður, þegar þeir vita að um borð er björgunarbátur sem „á að“ fljóta upp ef skipið sekkur. Ég hafði samband við Magnús Jóhannesson siglingamálastjóra og Hólmvíkingar eru mikið gleði- fólk og ekki í vandræðum með það, ef svo ber undir, að verða sér úti um ástæður til hátíðarhalda. Nú er Þorrinn á enda með öllum sínum blótum og teitum, og Góa tekin við völdum. Það er orðin hefð fyrir því hjá Hólmvíkingum að halda Góugleði ár hvert. Það gerðu þeir líka á laugardaginn og innti hann eftir því hvort von væri á einhverj um úrbótum í þessu efni. „Því er ekki að leyna að þetta hefur verið okkur umhugsunar- efni, og við erum með rannsóknir í gangi á sleppibúnaði og höfum verið í nokkurn tíma. Þær eiga að afla okkur meiri vitneskju um virkni þessa búnaðar við mismun- andi aðstæður, en þessum rann- sóknum er ekki lokið. Á bátum undir átta metrum að lengd er ekki gálgi eða skotbúnaður sem skýtur bátum frá skipinu heldur einungis búnaður sem á að losa bátana frá þegar skip sekkur. Við höfum viðurkennda skoðunarmenn sem skoða skipin einu sinni á ári og taka þá út björgunarbúnað um leið.“ - Nú hefur því verið haldið fram að árleg skoðun sé ekki nægi- leg, þar sem þessi búnaður sé í samkvæmt hefðinni sáu karl- mennirnir á staðnum um allan undirbúning og framkvæmd gleð- innar. Það er reglan á Hólmavík að konurnar sjá um Þorrablótin og karlarnir um Góugleðina. Skemmtiatriðin eru frumsamin af heimamönnum og söngvar og leik- þættir eru fluttir með tilþrifum af stöðugri seltu og hætta sé á að hanr> ryðgi á mun skemmri tíma en ári. Skipstjórinn á Guðmundi sagðist telja að skoðun á þriggja mánaða fresti væri nauðsynleg. Hvert er þitt álit á þessu? „Það er að sumu leyti nýr sann- leikur fyrir okkur ef það liggur fyrir að þessi búnaður þarf meiri skoðun en árlega. Eitt af því sem meiningin er að skoða núna er m.a. hvernig þessi búnaður fer við álag, og þá kemur það vonandi í ljós hvort þarna sé einhver hætta á tæringu eða ryðmyndun. Flestir efnishlutar eru úr ryðfríu stáli sem á ekki að rústa, þannig að það kemur mér nú svolítið á óvart ef þetta ryðgar“, sagði Magnús Jó- hannesson siglingamálastjóri að lokum. hge skemmtinefndinni sem kosið er í ár hvert. „Þarna vinna menn stóra Ieiksigra“, sagði viðmælandi blaðs- ins á Hólmavík. Skemmtunin fór hið besta fram og veislugestir voru vel á annað hundrað. Góugleðin fór fram í Sævangi í Kirkjubólshreppi annað árið í röð, því Hólmvíkingar eiga enn ekki boðlegt félagsheimili. Það stendur þó til bóta því í smíðum cr veglegt íþrótta- og samkomuhús á Hólma- vík. Verkinu miðar vel áfram, alls er þetta framkvæmd upp á ríflcga hundrað milljónir, og er bygging- arhraði miðaður við efnahag sveit- arfélagsins ár hvert! hge Góugleði á Hólmavík Tilboð á kjúklingum hlutuðum KAUPFELAG ISFIRfllNGA Aðalbúð IH9 mm\ Reglubundnar ferðir frá Reykjavík 6-7 sinnum í mánuði til Vestfjarða RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.