Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.03.1990, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 08.03.1990, Blaðsíða 2
vestlirska I rRETTABLASIS VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ SÍMI4011 I vestfirska I FRETTABLADID Vestflrska fréttablaðiö kemur út síðdegis á fimmtudögum. Upplag 3750 eintök. Blaðið er borið út ókeypis á hvert heimili ( öllu Vestfjarðakjördaemi. Auk þess eru á fimmta hundrað áskrifendur utan Vestfjarða. Rltstjóm og auglýslngar: Aðal- stræti 35, (safirði, sfmar 94-4011 og 94-3223. Póstfaxsfml: 94-4423. Rltstjórl og ábyrgðarmaður: Hlynur Þór Magnússon. Blaðamsnn: Hörður Kristjánsson og Helga Guðrún Eiriksdóttir. Auglýslngar: Ingibjörg Daníelsdóttir. Útlitsteiknlng og IJósmyndun: Hörður Kristjánsson. Útgefandi: fsprent-Grafíktækni h.f. Prent- vlnnsla: (sprent, Aðalstræti 35, (safirði, 94-3223, frkvstj. Hlynur Þór Magnússon. Vestflrska fróttablaðlð er í Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Vestflrska fréttablsHt er aötii að upplagseftiriiti Verslunarráðs fslands. Tekur Isafjarðarkaupstaður þátt í þjóðarsátt? Nýlega barst bæjarstjórn ísafjarðar bréf frá Vinnuveit- endasambandi íslands, Alþýðusambandi íslands og Vinnu- málasambandi samvinnufélaganna varðandi kjarasamning- ana sem undirritaðir voru fyrir skömmu. Á það er lögð þung áhersla í bréfinu að sveitarfélögin endurmeti forsendur sínar varðandi gjaldskrárhækkanir og skattheimtu. Tilefni bréfs- ins var það, að Samband íslenskra sveitarfélaga hafði gefið deiluaðilum loforð um að sveitarfélög myndu taka þátt í að reyna stöðva þenslu og verðbólgu með því að halda aftur af hækkunum á þjónustu, aðstöðugjöldum, útsvörum og fast- eignasköttum. Sjálfur bæjarstjórinn á ísafirði fór suður og skrifaði undir samninginn með fyrirvara um samþykki F.O.S. Vest. Síðan var hann borinn undir atkvæði á bæjar- stjórnarfundi og samþykktur samhljóða. Almennt ríkti bjartsýni á landinu öllu eftir samningsgerð- ina. Forsætisráðherra, verkalýðsfrömuðir og vinnuveitend- ur með bjargvættinn í fararbroddi brostu út undir eyru og héldu hverja lofræðuna eftir aðra og tilkynntu að nú yrðu allir að taka á. Fjármálaráðherra dró niðurskurðarhnífinn úr efstu skúffu og hjó fjárlögin í herðar niður. Jakinn setti á fót verðlagsskrifsstofu. Fyrrverandi bæjarfulltrúi ísfirð- inga, Jón Baldvin Hannibalsson, tilkynnti allsherjar fjár- málabindindi. Pétur Sigurðsson formaður A.S.V. steig á stokk og mótmælti öllum hækkunum og bað fólk að vera á varðbergi. En spurning dagsins er þessi: Ætlar meirihluti bæjar- stjórnar ísafjarðar að skera niður og taka þátt í þessari þjóðarsátt? Svarið er seisei nei. í frumvarpi að fjárhagsáætl- un kennir ýmissa grasa. Þar leggur meirihluti félagshyggju- aflanna til að útsvar hækki verulega, „aðeins“ um tæpar tuttugu og fjórar milljónir sem er um tuttugu þúsund á meðalfjölskyldu. Þar boða menn hátt í tvöfalda álagningu aðstöðugjalda á fiskveiðar (sennilega eru félagshyggju- flokkarnir að koma í veg fyrir kvótakaup) með nærri hundrað prósent hækkun á aðstöðugjöldum (í krónum verða teknar alls tíu milljónir til viðbótar úr sjávarútvegi). Og í ofanálag geta félagshyggjumenn borið höfuðið hátt þessa dagana því allt bendir til þess að hæstu fasteignagjöld á íslandi séu á ísafirði. Mér er spurn: Ætlar meirihluti félagshyggjuflokkanna að taka þátt í þjóðarsáttinni? Þetta og margt fleira kemur í ljós í kvöld í seinni umræðu um fjárhagsáætlun bæjarsjóðs ísa- fjarðar. Einar Garðar Hjaltason. Auðkúluhreppur leggst við Þingeyrarhrepp 1. apríl Leikfélag Patreksfjardar: Saga úr dýragarðinum Auðkúluhreppur verður sam- í i.iaður Þingeyrarhreppi um næstu mánaðamót. Þessi sameining hefur staðið til um nokkurn tíma, enda er lagaskylda að sveitarfélag sem hefur færri en 50 íbúa sam- einist öðru sveitarfélagi. íbúar í Auðkúluhreppi eru nú 37. Undirbúningur sameiningarinn- ar hefur farið fram í bróðerni og hefur verið eining um allt nema nafnið á hinu nýja og sameinaða sveitarfélagi. Það mun bera nafnið Þingeyrarhreppur, en tillaga kom fram um nafngiftina Hrafnseyrar- hreppur. í núverandi Þingeyrarhreppi munu vera 465 íbúar, þannig að íbúafjöldinn í sveitarfélaginu mun losa 500 manns eftir næstu mán- aðamót. Sigurður Jónsson, VF, Patreksfirði Nýlega sýndi Leikfélag Patreks- fjarðar einþáttunginn Sögu úr dýragarðinum, eftir bandaríska leikskáldið Edward Albee. Sagan gerist raunar ekki í dýragarði heldur almenningsgarði stórborg- ar þar sem tveir menn hittast eina síðdegisstund, og lýsir verkið sam- ræðum þeirra. Pétur, sem leikinn er af Sigurði Skagfjörð, er sléttur og felldur millistéttarmaður með allt sitt á þurru, en þó átakanlega laus við að vera lífsglaður eða hamingju- samur og fer frekar einförum en að blanda geði við fólk. Jerry, sem Kristinn Pálmason leikur, er óhefluð og nærgöngul persóna sem gefur sig á tal við Þeir deyja ekki ráðalausir Hólmvíkingar. Nokkrum eldhug- um þar á bæ fannst alveg ófært að hafa ekki skíðalyftu. En þar sem þessháttar fyrirtæki kostar tölu- verða fjármuni eins og gefur að skilja, ákváðu þeir að smíða sér sína skíðalyftu sjálfir. Þeir tóku þrjátíu og fimm hest- afla ljósavél úr bát og smíðuðu við hana viðeigandi búnað. Að vísu urðu þeir að kaupa til einstaka efni, til að mynda tóku þeir fram að þeir hefðu ekki fléttað kaðlana sjálfir, en í heild var lyftan hönnuð og smíðuð að öllu leyti af heima- mönnum, sem fengu pláss í slátur- húsinu við verkið. Að smíðinni lokinni skunduðu þeir með búnaðinn upp í Kálfanes, sem er eyðibýli fyrir ofan flugvöll- inn. Þar komu þeir lyftunni fyrir; hún virkar fullkomlega og hefur verið Hólmvíkingum mikill og góður gleðigjafi síðan, eða um það bil þrjár vikur. Ég þakka ykkur innilega fyrir blaðið, það eru venjulega einu fréttirnar sem ég fæ að heiman, og hef ég mjög gaman af að lesa hvað um er að vera fyrir vestan. Það eru nú orðin rúm 17 ár síðan ég fluttist að vestan og hingað til Englands, og að sjálfsögðu hefur margt breyst heima síðan. Það sem mér þykir einna leiðin- legast að lesa um, er hvernig ríkið úthlutar veiðileyfum kringum ísland. Skilningur minn er nú sennilega einfaldur á þessum málum, en frá mínum sjónarhóli lítur út fyrir að það sé verið að skapa nokkurs konar fiskveiði- mafíu, sem hefur á endanum ein- okun á hverjir fiska og hverjir ekki. Mér var kennt að auðlindir hafs- ins tilheyrðu allri þjóðinni, en ekki fáeinum einstaklingum. Ég er ekki frá því að svipaða sögu megi segja um afurðavinnsl- Pétur, sem situr einn við lestur á bekk í fyrrnefndum almennings- garði. Jerry reynir hvað hann getur til að skyggnast bak við skel Péturs, sem verst nálega allra frétta og sú vörn endar með skelf- ingu. í leikskrá kemur fram að leikrit þetta er fyrsta leikverk höfundar, skrifað árið 1958. Þvt var fyrst hafnað af bandarískum leikhúsum og frumflutt í Berlín 1959. Albee varð fyrst heimsfrægur 1962 með leikriti símu Hver er hræddur við Virginiu Woolf? Síðan hefur hann notið almennrar viðurkenningar, m.a. tvívegis fengið Pulitzer-verðlaunin fyrir leikverk sín. Sýningar Leikfélags Patreks- fjarðar á Sögu úr dýragarðinum urðu alls þrjár, þar af ein á Bíldu- Héraðssamband Strandamanna hefur undanfarið verið með skíða- námskeið í fjallinu, og haft skíða- kennara í fjallinu til leiðbeiningar fyrir byrjendur og aðra sem hafa nú fengið kærkomið tækifæri til að blása rykið af gömlu skíðunum sínum. Jóhann Ólafson forstöðumaður Vinnueftirlits ríkisins á Vestfjörð- um kom á staðinn og lagði blessun sína yfir notkun lyftunnar, þannig að nú er allt „löglegt og siðlegt" eins og Stefán Gíslason sveitar- stjóri á Hólmavík orðaði það. Þetta framtakssama hugvitsfólk á Hólmavík hefur svo sannarlega sýnt fram á að það er engin regla að hlutirnir þurfi að kosta offjár þegar vilji og dugnaður eru fyrir hendi. Fleiri mættu að skaðlausu tileinka sér það hugarfar Hólmvík- inga. una. Að það séu fáeinir einstakl- ingar sem telji sig eiga rétt á henni, og ef utanaðkomandi aðilar voga sér að koma þar inná, þá skal nota hver þau vinnubrögð sem til greina koma til að þeir hætti vinnslu. Minnir á Mafíuna. Kær kveðja, Sverrir Jóhannesson 1. Mezellion Place Fairfield Park Bath, Avon BAl 6EJ England. Við á Vestfirska fréttablaðinu þökkum Sverri kærlega fyrir bréfið. Pað er alltaf gaman að heyra frá brottfluttum Vestfirðing- um hérlendis eða erlendis, og við viljum nota tækifærið til að hvetja þá til að senda okkur línu um hvaðeina sem þeim kemur í hug. hge dal, og sýndu þeir Sigurður og Kristinn ágætan leik í oft býsna erfiðum og átakamiklum atriðum verksins og skiluðu hlutverkum sínum í heild með sóma, svo og leikstjóri sýningarinnar, sem var Jósep Blöndal. Leikfélagið bauð gestum upp á kaffi og bakkelsi meðan á sýningu stóð og mæltist sú nýbreytni að vonum vel fyrir. Ekki eru fyrir- hugaðar fleiri sýningar á verkinu að þessu sinni, því miður fyrir þá sem ekki sáu verkið, því hér var á ferð metnaðarfull sýning sem var sannarlega þess virði að sjá. ísafjörður: Miðsvetrar- tónleikar Tónlistar- skólans Hinir árlegu miðsvetrartónleik- ar Tónlistarskóla ísafjarðar verða haldnir laugardaginn 10. ogsunnu- daginn 11. mars í Grunnskólanum og hefjast kl. 16:30 báða dagana. Þar koma fram allflestir nemendur skólans í ýmiskonar samleik; strengjasveit, gítarsveit, kór og margt fleira. Aðgangur er ókeypis en í hléi verða seldar veitingar og mun ágóðinn renna í húsbygg- ingarsjóð Tónlistarskólans. Isafjörður: Framboðslisti Framsóknar- flokksins Framboðslisti Framsóknar- flokksins á Isafirði til bæjarstjórn- arkosninganna í maí var ákveðinn á þriðjudag. Sex efstu menn á list- anum eru: 1. Kristinn Jón Jónsson rekstarstjóri, 2. Einar Hreinsson sjávarútvegsfræðingur, 3. Guðríð- ur Sigurðardóttir íþróttakennari, 4. Magnús Reynir Guðmundsson bæjarritari, 5. Fylkir Ágústsson bókari og 6. Sigrún Vernharðs- dóttir húsmóðir. Kristinn Jón Jónsson. Hólmavík: Smíðuðu skíðalyftu í sláturhúsinu — notuðu meðal annars Ijósavél úr bát hge Bréf frá Englandi

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.