Feykir - 07.09.1981, Page 8

Feykir - 07.09.1981, Page 8
Ritstjóri Feykis til viðtals á þriðjudögum og fimmtudögum í síma 95-5259 á Bárustíg 9, Sauðárkróki. Dýralæknar á Sauðárkróki Dagana 21. og 22. ágúst var haldið dýralæknaþing á Sauðárkróki. Tuttugu og tveir dýralæknar sóttu þingið (af rúmlega 30 starfandi dýralæknum í landinu), en samtals komu um 50 manns á staðinn vegna þessa þings. Fólkið dvaldi í hinni veglegu heimavist Fjölbrauta- skólans, en þinghaldið sjálft var í skólahúsinu við Skagfirðingabraut. Steinn Steinsson dýralæknir á Sauðárkróki skipulagði mótið og stjórnaði ráðstefnunni. í stuttu samtali við blaðið sagði Steinn að dýralæknar héldu slík þing árlega og væru þau haldin úti á landsbyggðinni. Þetta væri í fyrsta sinn sem þingað væri á Sauðárkróki. Annars vegar væri þetta aðalfundur þar sem málefni dýralæknastéttarinnar væru rædd, bæði kjaramál og annað, og stjórn kosin. Hins vegar væri þetta Siglufjörður: Steinn Stcinsson. fræðslufundur: erlendur sérfræð- ingur væri fenginn til að flytja fyr- irlestra um það nýjasta í sérgrein sinni. í þetta sinn kom danskur prófessor frá dýralæknaskólanum í Kaupmannahöfn og talaði um helti í hestum og sjúkdómsgreindi hesta sem.fluttir höfðu verið til Sauðár- króks vegna komu prófessorsins. Þótti dýralæknum margt fróðlegt koma fram hjá hinum danska vís- indamanni, sérstaklega kannski I kvikmyndum sem hann sýndi frá aðgerðum í fullkomnum tilrauna- stofum. Steinn bætti því við að vísu, að það gæti verið nokkuð langt á milli tilraunastofunnar með fullkomnum búnaði og hversdags- legra aðstæðna dýralæknis úti í héraði. Að lokum lét Steinn þess getið að hann hefði í sambandi við þetta mót rhætt góðri fyrirgreiðslu og velvilja heimamanna, og dýra- læknar og fylgilið þeirra hefði farið ánægt úr Skagafirði. Rauðka gamla brotin Við hittum Pétur Garðarsson yfir- kennara sem snöggvast í vikunni og spurðum hann hvað væri helst að gerast á Siglufirði. Pétur kvað gatnagerðina vera ofarlega í hug- um manna. Síðan í fyrra hefði verið unnið að því að skipta um jarðveg í götum, aðallega við Laugarveg og við nýju íbúðarhúsin syðst í bæn- um. Svo þegar allt var tilbúið undir malbikun á dögunum fór að rigna, og tafir urðu á framkvæmdum. Gatnagerðin hefur sóst seint af ýmsum ástæðum. Það hefur t.d. þurft að reisa tvo veggi við Laug- arveginn til að halda honum uppi svo hann skriði ekki niður i blómagarða fólksins. Þá sagði Pétur að verið væri að brjóta niður „Rauðku" síldarverk- smiðjuna gömlu, og þætti mörgum sjónarsviptir að henni. En hún hefði staðið opin í mörg ár og hefði reynst börnum að leik þar slysa- gildra. „Uppi í hlíðinni, suður af heita- vatnstanknum, er nú verið að smíða heljarmikinn vatnstank. Hann á að vera um 6 metra hár, en að miklu leyti neðanjarðar.“ Pétur sagði menn vonast til að tankurinn ætti eftir að auka þrýsting á kalda vatninu í efstu húsum í bænum, en þar hefði stundum verið vand- ræðaástand í vatnsmálum. Þá stæði einnig til að reisa nýja bensínstöð og leggja bílaþvottaplan undir bökkunum upp af smábátahöfn- inni. Til bílaþvotta hefur verið léleg aðstaða. Annars sagði Pétur að gárungarnir héldu því fram að það þýddi ekkert að þvo bílana nema þegar maður ætlaði út úr bænum. Þannig væru göturnar á Siglufirði. Við spurðum Pétur að lokum um skólahaldið. Pétur kvað starfið vera í þann veginn að hefjast. Um 340 nemendur yrðu í skólanum, allt frá forskóla upp í framhaldsdeildir. í neðra húsinu væri forskólinn og sex fyrstu bekkirnir að mestu leyti, en þeir eldri í efri byggingunni. Þetta væri þó ein stofnun undir sömu stjórn, og kvað Pétur hagræði að því. Stundatöflijgerð væri t.d. mun einfaldari og skriffinnska minni. Þó væri eðlilegt að hafa aldurshópana aðskilda eins og gert væri. Barna- skólahúsið væri að vísu gamalt, að stofni til frá 1913, og þyrfti endur- nýjunar við. Áður en við komumst lengra var Pétur Garðarsson þotinn á grænum rússajeppa áleiðis til Siglufjarðar. Rætt við Stefán á Kagaðarhóli Fóðurbirgðanefnd að störfum Við náðum tali af Stefáni Jóns- syni bónda og hreppstjóra á Kagaðarhóli nú í vikunni og báðum hann að segja okkur frá störfum fóðurbirgðanefndar sem hann er formaður fyrir. Formaður er tilnefndur af landbúnaðarráðherra, en aðrir nefndarmenn eru Jónas Jóns- son búnaðarmálastjóri, til- nefndur af Búnaóarfélagi fs- lands, og Gisli Hjörleifsson bóndi í Unnarsholti, til- nefndur af Stéttarsambandi bænda. Stefán sagði að nefndin hefði komið saman hinn 20. ágúst s.l. og þá hefði verið ákveðið að semja bréf og senda sveitar- stjórnum um land allt, þar sem spurst væri fyrir um útlit í hey- skaparmálum og grennslast um hvort ákveðin svæði eða einstaklingar hefðu orðið illa úti vegna kals og grasleysis. Nefndin kæmi aftur saman í stéttarsambandsþingi á Laug- um í Reykjadal nú í vikulokin. Ennþá kvað Stefán ekki gott að segja um ástandið, heyskap væri ekki lokið. Víst væri þó að ákveðin svæði, svo sem Suður- Þingeyjarsýsla og Austurland, hefðu sloppið ve!, én annars Staðar væri útlit verra og jafnvel fyrirsjáanlegur skortur á fóður- birgðum. Næsta skrefið sagði Stefán vera að oddvitar létu frá sér heyra og sendu fóður- birgðanefnd skýrslu frá um- dæmum sínum. Upp úr þeim skýrslum mundi nefndin svo vinna tillögur sínar, og stefndi hún að því að geta lagt þær fyrir ráðherra undir lok sláturtiðar. Stefán á Kagaðarhóli gat þess í lokin að æskilegt væri að menn létu sveitarstjórnir sínar vita um þá sem illa væru settir og sæju fram á fóðurskort við heyskap- arlok. Bragi Halldórsson Bragi Halldórsson er nýfluttur á Sauðárkrók. Hann tekur við starfi yfirkennara við Fjöl- brautaskólann og mun kenna þar íslensku. Bragi er einn af sterkustu skákmönnum þessa lands. Hann hefur oft teflt í landsliðsflokki, og náði þar 4. sæti 1979. Sama ár varð hann þriðji á Norðurlandamóti sem haldið var í Svíþjóð. Hraðskák- meistari Norðurlanda varð hann í Reykjavík árið 1971. Efalítið munu skákmenn hér á svæðinu fagna komu Braga norður. Aðspurður kvaðst Bragi von- ast til að geta sinnt skákinni eitthvað. Það mætti eflaust blása einhverju lífi í skákina hér, „gera eitthvað með strák- ana“. Það kæmi til greina að senda lið í deildakeppni Skák- sambands íslands eða slá upp móti hér. Ýmsir sterkir skák- menn syðra væru tilbúnir að skjótast einhverntíma norður í fjöltefli eða annað. Bragi gat þess einnig að ætlunin væri að halda á næstunni helgarskák- mót á Blönduósi með svipuðu fyrirkomulagi og gert var á Sauðárkróki s.l. vor. Eiga ekki Húnvetningar góða skákmenn? „Jón Torfason á Torfalæk var mjög framarlega meðan hann bjó í Reykjavík. Við Jón vorum saman í Háskólanum og tefld- um þá oft mikið. Einu sinni tefldum við samfleytt í heilan sólarhring." Nú eru læplega jafningjar þínir í skákinni hér í Skagafirði. Er ekki leiðigjarnt að tefla mik- ið við þá sem veita litla keppni? Bragi hló við og sagði: „Þá er bara að koma þeim til nokkurs þroskal". Kennimenn ganga frá kirkju. Hólahátíðin fjölmenn Hin árlega Hólahátíð varhaldin 16. ágúst síðast liðinn, en hún er að jafnaði haldin í 17. viku sumars. Hátíðin var fjölmenn og greinilegt, að fjöldi gesta fer vaxandi með hverju ári. Svo sem venja er hófst hátíðin með guðsþjónustu í dóm- kirkjunni. Prestar úr Hólastipti þjónuðu fyrir altari, Kirkjukór Sauðárkróks söng undir stjórn Jóns Björnssonar. Biskupinn yfir ís- landi, herra Sigurbjörn Einarsson, predikaði. Hann vitnaði til sögu og helgi Hólastaðar. Kirkjan hefði unnið mörg stórvirki fyrr á öldum, þegar mikið hefði legið við. f því sambandi væri ástæða til að nefna nafn Hóla. Þá sagði hann, að I nútíð væri að mörgu að hyggja. Með sér- stökum hætti væru næstu kristni- boðsár. Hann lagði áherslu á ábyrgð kristinna manna gagnvart Guði sínum og samtíðinni. Verk þyrfti að vinna, orð skyldi flytja, — Guðs orð. Framundan væri hátíð 1000 ára kristni þjóðarinnar. Hann hvatti menn til þess að starfa að því, sem öllu framar horfir til heilla í samfélagi manna, útbreiðslu Guðs orðs. Síðar um daginn var önnur hátíðarsamkoma í dómkirkjunni. Þar flutti sr. Árni Sigurðsson ávarp, Jóhann Már Jóhannsson söng einsöng og ræðu flutti Jónas Þóris- son, kristniboði. Óskar Magnússon, Tungunesi flutti frumort ljóð. Kirkjukór Sauðárkróks söng nokk- ur lög. Samkomunni lauk með ávarpi sr. Péturs Sigurgeirssonar vígslubiskups. Hj. J.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.