Feykir


Feykir - 15.01.1982, Page 2

Feykir - 15.01.1982, Page 2
--------+---------- Helgi Rafn Traustason Kaupfélagsstjóri Starfsdegi er lokið, sístarfandi hug- ur og hönd hrifin burt í miðju verki, dómurinn mikli fellur um hádegi lífsins. Leiðtogi og samferðamaður og ekki síst, traustur vinur, er burtu kallaður, og minningarnar koma upp í hugann, ein af annarri, kann- ske kemur minningin um hlýtt og karlmannlegt handtak við heimkomu fyrst upp í hugann. Islenskir samvinnumenn hafa átt því láni að fagna, að til forustu í samvinnufélögunum hafa einatt valist ósérhlífnir atorkumenn, sem hafa leitt samvinnustarfið til þess vegs, sem það nýtur í dag. í hinum búsæidarlegu héruðum landsins hafa kaupfélögin orðið sá burðar- ás, sem heill og afkoma byggðar- laganna hefur hvílt á, og þau hafa náð þessari stöðu með órofa samstöðu félaganna og traustri leiðsögn forustumannanna. Hug- sjón samvinnunnar er líka rík í ís- lendingseðlinu, þrátt fyrir eða kannske einmitt vegna hinnar ríku cinstaklingshyggju og réttlætis- kenndarokkar. Hér í Skagafirði hefur Kaupfélag Skagfirðinga jafnan átt forustu- menn, sem athygli hafa vakið um land allt, og verk þeirra borið hróður þeirra og samvinnustarfsins í héraðinu vítt um. En það gustar oft um þessa forustumenn og líf þeirra og starf er enginn dans á rós- um. Oft þarf að taka erfiðar ákvarðanir, og sennilega gerir allur almenningur sér ekki Ijósa grein fyrir því, hvað sumar þeirra, sem virðast sjálfsagðar eftir á, vegna þess, að þær voru vel grundaðar og undirbúnar, hafa kostað mikil heilabrot og hugarstríð, andvöku- nætur og baráttu. Slíkt erfiði og strit slítur mönnum oft meira en erfiðisvinna. Árið 1972 tók við starfi kaupfé- lagsstjóra hjá Kaupfélagi Skag- firðinga ungur og glæsilegur mað- ur, sem um árabil hafði gengt þar trúnaðarstarfi við góðan orðstír og traust alls þorra manna. Þegar Sveinn Guðmundsson lét af störf- um eftir 26 ára starf í þágu sam- vinnuhreyfingarinnar í Skagafirði var það nánast sjálfgefið, að við tæki fulltrúi hans, Helgi Rafn Traustason og það sýndi sig, að þessi ákvörðun var rétt, verkin sýna merkin. Sumir menn eru eins og fæddir leiðtogar. Fólki finnst það sjálfgefið að fylgja leiðsögn þeirra og forustu. Slíkur maður var Helgi Rafn. Og hann var meira, því þeir munu ófáir, sem hann hefur hjálpað á fætur í einni eða annarri mynd á lífsleiðinni, og þeir sakna nú vinarístað. Á þessum rúmum níu árum, sem Helgi Rafn gegndi starfi kaupfé- lagsstjóra í þessu stóra fyrirtæki, hafa stórvirki verið unnin og Grettistökum lyft. Nýtt sláturhús, sem er einn glæsilegasti vinnustað- ur landsins var fyrsta verkefnið og svo eitt af öðru. Endurnýjun tækja Mjólkursamlagsins og tankvæðing mjólkurframleiðslunnar, nýtt verslunarhús á Ketilási, vöruskáli á Sauðárkróki, stækkanir og endur- bætur á eldri húsum og síðast en ekki síst, hinn gamli draumur kaupfélagsfólks er að rætast, nýtt hús fyrir höfuðstöðvar kaupfélags- ins er að risa við Ártorg. Þótt hér sé ekki um tæmandi upptalningu að ræða, gefur þetta nokkra mynd af hinum fjölþættu verkefnum í uppbyggingarstarfinu, sem voru af hendi leyst á þessum skamma tíma. Og ævinlega dáðist maður jafn- mikið að þeirri fyrirhyggju og út- sjónarsemi sem einkenndi undir- búning og framkvæmd þessara stórverkefna. Réttir hlutir til á réttum stað og tíma, og fram- gangur verksins því eðlilegur og hnökralaus. En það segir sig sjálft, að slíkur maður hlýtur að hafa góðan bak- hjarl í lífinu og sú var einnig raunin með Helga Rafn. Lífsförunautur hans, Inga Valdís Tómasdóttir er áreiðanlega einstök kona. Sam- hent voru þau hjón svo af bar, og gestrisni þeirra og heimilishlýja mörgum manninum minnisstæð, og munu þeir enda ófáir, sem þess hafa notið. Og börnin þeirra fimm bera heimilisbragnum gott vitni, frjálsleg framkoma og hlýtt viðmót þeirra hafa aflað þeim vinsælda og vinafjölda eins og foreldrum þeirra. Við samvinnumenn höfum mikið misst, skarðið er vandfyllt. Við verðum þó að leggja metnað okkar í að halda uppi því merki, sem Helgi Rafn bar svo glæsilega, þótt það kunni að virðast erfitt í fyrstu, því með því heiðrum við best minningu okkar látna leið- toga. En missir ástvina verður þó ætíð sárastur og mestur, Söknuður eiginkonu og barna er sár, en skuggalausa minningu um góðan dreng getur enginn frá þeim tekið. Við biðjum þann, sem ræðurlífi og dauða að styrkja þau í sorginni, eins og hann styrkti Helga í lífi og starfi. Guðbr. Þ. Guðbrandsson. Af seríum og sjávardýrum Þegar þetta er skrifað er „hátíð ljóssins" senn á enda og það er engu líkara en Sauðkrækingar hafi oftúlkað þau orð um þessi jól. Kannske einhver hafi hvíslað að þeim: „Þú ert lampi fóta minna og ljós á mínum vegum“, a.m.k. hafa allir sem peru geta valdið látið ljós sitt skína um hátíðirnar. Þannig er mál með vexti að hér hefur nú geisað ný tegund seríu- faraldurs sem ekkert á skylt við Dallas-bakteríuna skæðu. — En eins og mönnum er kunnugt hafa landsmenn lengi þjáðst af þeim kvilla, hann slævir þá og letur til stórverka og gerir þá einræna með afbrigðum. Hafa kunningja- heimsóknir af þeim sökum víðast hvar lagst niður, því Dallas-fórnar- lömbin eru guði sínum trú, einkum og sér í lagi á síðkvöldum. Hin nýja seríubaktería, sem sýkt hefur hvern Sauðkræking á undra- skömmum tíma, er af allt öðru sauðahúsi því hér er um að ræða jólaseríufarsótt mikla. Megineinkenni plágunnar eru þau að fólk, sem eflaust álítur sjálft sig illa upplýst, hrúgar upp ljósa- seríum í glugga sína, að meðaltali 5 í hvem (að meðtöldum þeim ósköp- um sem speglast úr gluggum hinna). Auk allra þessara ljósu punkta í gluggunum (sem ég sé nú trén hlaðin seríuhraukum ógurleg- um. Þau myndu eflaust aldrei bera sitt barr eftir þetta ef þau væru ekki svo greinagóð sem raun ber vitni. Einnig hleður fólk seríum á hús- hliðar kassa sinna, vafalaust til þess að geta séð björtu hliðarnar á byggingarframkvæmdunum í bók- staflegum skilningi og varpa þannig nýju ljósi á tilveruna um skeið. Enn eru ótalin þau ósköp aðventuljósa sem lýsa upp alla glugga, þótt ekki nái bjarmi þeirra inn á minn sálarglugga. Sauðkrækingar hafa löngum verið frumlegir í hugsun og enn virðist eitthvað eima eftir af þeim frumleika. Þessi frumleiki kemur t.d. fram þegar upplýst sjávardýr, nánar tiltekið krossfiskar, eru hengd til skrauts í gluggana, á veg- legum stað fyrir miðju. — Já, ein- hvern tíman hefði þótt skrýtið að halda því fram að krossfiskar væru vel upplýst dýr! Enginn skyldi nú ætla að menn láti sér nægja að skreyta tré sín og kassa seríum: Á rúntinum er sam- keppnin óðum að aukast. Þeir sem ekki telja persónuleika sinn nógu litríkan, þykjast geta ráðið bót á því með því að hengja litríkar ljósa- perur í afturrúðu bifreiðar sinnar. Vegfarendur sem til þeirra sjá munu þá umsvifalaust álykta að Að þessum lestri loknum ætti mönnum að vera ljóst að „hátíð ljóssins" ber ekki að taka í bók- staflegum skilningi. Læt ég nú þessu spjalli lokið í von um að ein- hverjir kveiki á perunni. Sauðárkróki, 3. janúar 1982, Birta Logadóttir. Magnús Sigfússon form. björgunarsveitarinnar. Ungar stúlkur færðu björgunarsveitinni peningagjöf Það var fyrir nokkrum vikum að björgunarsveitinni á Sauðárkróki barst gjöf frá þremur ungum stúlk- um. Þær settu upp hlutaveltu eða tombólu í nýja leikskólahúsinu uppi í Hlíðarhverfi og létu allan ágóðann sem var kl. 1.395 renna til björgunarsveitarinnar. Blaðamað- ur náði að smella af þeim mynd þegar þær komu til að afhenda gjöfina. Þær sem að þessu lofsverða framtaki stóðu eru Anna María Ágústsdóttir, Aníta Hlíf Jónasdótt- ir og Regína Jóna Gunnarsdóttir. Björgunarsveitin á Sauðárkróki starfar á vegum hinnar svokölluðu Skagfirðingasveitar Slysavarna- félagsins, en formaður þeirrar deildar er Gunnar Pétursson. Magnús Sigfússon er formaður björgunarsveitarinnar. Hann tók við formennskunni í haust af Braga Skúlasyni sem var formaður sveit- arinnar í 11 ár við góðan orðstír. Við tókum Magnús Sigfússon tali sem snöggvast í hinu myndarlega húsi sem björgunarsveitin og slysa- vamarfélagið hafa nýlega byggt á Sauðárkróki. Björgunarsveitar- menn sem eru 22 hafa sjálfir unnið mikið við húsið í sjálfboðavinnu, og enn er ýmislegt ógert. Þeir hitt- ast einu sinni í viku og yfirleitt eru útiæfingar einu sinni í mánuði. Sveitin hefur þurft að sinna ýmsum hjálparstörfum að undan- förnu. Hún tók, eins og fjölmargar aðrar sveitir, þátt í leitinni að flug- vélinni sem fórst í fyrravetur á leið til Akureyrar og lengi var leitað. 1 óveðrinu í febrúar s.l. var sveitin á þönum heila nótt að bjarga mönn- um og verðmætum. I flóðinu mikla sem gerði á Sauðárkróki í fyrravet- ur voru einnig stöðug útköll langt fram eftir nóttu. Þá var þess farið á leit við björgunarsveitina að hún fylgdist með götulífi á Króknum á gamlárskvöld s.l., og allt fór vel fram. Það sannaðist s.l. vetur hve nauðsynleg svona félög eru. Sauð- árkróksbær veitti sveitinni 50.000 kr. styrk á árinu vegna húsbygg- ingarinnar. Frá ríki kom 10.000 kr. styrkur til rekstrar á snjóbíl. En þörfin er stöðug fyrir fé til starf- seminnar. Árið 1982erárfjarskipta hjá Slysavarnafélagi íslands. Af því tilefni hefur S.V.F.I. skrifað öllum sveitastjórnum á íslandi og beðið þær að styrkja björgunarsveitir sínar. Rípur hreppur hefur brugðist fljótt og vel við þeirri beiðni og sent björgunarsveitinni fimm þúsund krónur. Björgunarsveitin sjálf gerir sitt- hvað í fjáröflunarskyni. Hún hefur veg og vanda af skipulagningu sjómannadagsins, og er þar m.a. með kaffisölu. (Þess má geta að Útgerðarfélag skagfirðinga gaf alla verðlauna- bikara og viðurkenningar sem veittar voru á sjómannadaginn síð- asta). Jólin eru aðalfjáröflunartími sveitarinnar. Þessi grein átti að birtast fyrir jólin til að vekja athygli á jólasveinunum og flugeldasöl- unni, en því miður varð hún að bíða vegna plássleysis. Við þökkum Magnúsi Sigfús- syni fyrir þessar upplýsingar og óskum björgunarsveitinni alls hins besta. reyndar engan ljósan punkt í), eru þama séu litríkir náungar á ferð. f.v. Anna Marta Ágústsdóttir, Anfta Hlif Jónasdóttir og Regfna Jóna Gunnarsdóttir. 2 . Feyklr

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.