Feykir


Feykir - 15.01.1982, Síða 3

Feykir - 15.01.1982, Síða 3
Umsjón: Kristján Þ. Blöndal. BRIDGE F. v.: Sveinn Friðvinsson, Helgi Rafn Traustason, Sigmundur Ámundason, Aðalsteinn Hermannsson, Snorri Björn Sigurðsson. 70 milljón stafir Bridgefélag Blönduóss Aðalfundur Bridgefélags Blöndu- óss var haldinn 15. október. Stjórn skipa nú: Vilhelm Lúðvíksson for- maður, Jón Sigurðsson gjaldkeri. Guðmundur Theodórsson ritari. Firmakeppni var fyrsta málið. I efstu sætum urðu: stig 1. Trésmiðjan Stígandi hf. 851 Hallbjörn Kr. -- Ari Einarsson 2. Mjólkursamlag S.A.H. 850 Jón Arason — Þorsteinn Sigurðsson 3. Tryggingarmiðstöðin 848 Jón Ingi Ingvason — Kristinn Jóhannes 4. Sýslusjóður 840 Eðvarð Hallgrímsson — Guðmundur Haukur 6. des. fór fram bæjarkeppni — Blönduós-Hvammstangi. í fyrri umferð voru úrslit þessi: Blönduós 69 stig Hvammstangi 31 stig Spiluð er tvöföld umferð og verður sú seinni í vor. Hið árlega Þorsteinsmót (sveitarkeppni eftir pattonkerfi) var 3. janúar. 11 sveitir tókiu þátt í mótinu. Voru þær frá Blönduósi, Skagaströnd og Hvammstanga. í fimm efstu sætum urðu: Sveit stig 1. Hallbjörns Kristjánss. Bl. 102 2. Eðvarðs Hallgrímss. Sk. 100 3. Kristínar Jóhanesd. Bl. 99 4. Jóns Inga Ingvarss. Sk. 95 5. Örn Guðjónsson Hvst. 82 Sveitarkeppni hefst í janúar. Bridgefélag Siglufjarðar Mánudaginn 14. des. var til lykta leidd þriggja kvölda hraðsveita- keppni, sem í tóku þátt 7 sveitir. Sveit Ara Más Þorkelssonar tók forustu eftir fy rstu umferð af þrem- ur og hélt henni allt til loka þrátt fyrir góðan vilja sveitar Boga Sig- urbjörnssonar. Auk Ara eru í sveitinni þeir Asgrímur Sigur- björnsson, Jón Sigurbjörnsson og Þorsteinn Jóhannsson. Röð sveita varð annars þessi: stig 1. Ari Már Þorkelsson 1414 2. Bogi Sigurbjörnsson 1400 3. Níels Friðbjarnarson 1320 4. Björn Þórðarson 1311 5. Valtýr Jónasson 1233 Félagsstarfið á nýja árinu hófst svo á aðalsveitakeppni og byrjaði hún mánudaginn 4. jan. Bridgefélag Sauðárkróks Miðvikudaginn 13. jan. hefst aðal- sveitakeppni félagsins og er útlit fyrir að um metþátttöku verði að ræða hjá félaginu. Þegar þetta er skrifað hafa 9 sveitir skráð sig til leiks og gerum við okkur von um þá 10. í vetur stendur til að heimsækja Siglufjörð og einnig er hugur í mönnum hér á norðurlandi vestra að halda stórmót og bjóða pörum víðsvegar að. Að lokum vill umsjónarmaður þáttarins biðja menn að vera duglega við að skrifa þættinum bridgefréttir. Þessi grein átti að birtast i jólablaði Feykis en varð að víkja vegna þrengsla. örfáum dögum eftir að greinin var skrifuð lést Helgi Rafn Traustason kaupfélagsstjóri. Aðstandendur Feykis minnast Helga Rafns með þakklæti. Á dögunum var fulltrúum Sauðár- uróksbæjar og fleirum boðið til kynningar á nýjum tölvubúnaði Kaupfélags Skagfirðinga. Þar skýrði Helgi Rafn Trausta- son, kaupfélagsstjóri þróun tölvu- vinnslu fyrir kaupfélagið. Tölvu- vinnslan hófst á því, að fyrst var eingöngu úrvinnsla sláturafurða framkvæmd í tölvu Sambandsins í Reykjavík, en síðar voru bókhalds- færslur einnig sendar suður og tölvuunnar þar. Síðar fékk kaup- félagið tæki til að skrá upplýsing- amar hér heima, símsenda þær suður til úrvinnslu og móttaka þær símleiðis, til útskriftar á litlum prentara hér heima. Hinn 15. maí í sumar fékk kaupfélagið síðan sína eigin tölvusamstæðu, til að geta unnið úr öllum gögnum heima fyr- ir. Aðalsteinn Hermannsson deild- arstjóri nýju tölvudeildarinnar fræddi gesti síðan um uppbyggingu tölvunnar, þau verkefni, sem unnin eru í tölvunni í dag og'notkunar- möguleika hennar. Síðar náði blaðamaður Feykis tali af Aðalsteini og að sjálfsögðu var tölvan notuð til að koma sam- talinu á pappír. A öalsteinn, þú ert aökomumaður í Skagafjörðinn. Viltu segja okkur frá fyrri dögum þinum? Já, við erum aðkomuhlutir hér bæði, ég og tölvan. Hún er rökvís- ari, en ég er vonandi mannlegri. Ég hef búið á Reykjavíkursvæð- inu frá unga aldri en er reyndar ættaður úr Strandasýslu og fæddur á Drangsnesi. Að loknu Samvinnuskólanámi hóf ég störf hjá Olíufélaginu h.f. í Reykjavík starfaði þar í rúm 15 ár, eða þar til í ársbyrjun að ég flutti hingað norður. Tölvubúnaöurinn, sem þið hafið hér, hvað viltu segja okkur um hann? Þessi tölva er frá IBM og gengur undir nafninu System/34. Hún kom fyrst á markað árið 1977, að mig minnir, og hér á landi eru nokkrir tugir af þessari tölvu í notkun og fer fjölgandi. Enda er hún ein vinsælasta tölvan á heims- markaði í dag. Tölvan samanstendur af mjög öflugri stjómstöð, sem inniheldur minni tölvunnar, en það getur verið frá 32k (þ.e. 32.768 stafir) og upp í 256k. Þar er einnig ytra minni Tölvunnar, seguldiskar, sem geyma frá 8,6 til 257 milljónir stafa. Þess- um stærðum má breyta eftir þörf- um notandans. (I dag er minnis- stærðin hjá okkur 64K og segul- diskarnir rúma 70 milljón stafi.) í stjórnstöðinni er einnig diskettu- lesari til að lesa inn nýjar upplýs- ingar inn í tölvuna og frá henni til varðveislu. Þá er við tölvuna stjónskermir með lyklaborði til að stjóma að- gerðum eða fá fram upplýsingar. Prentarar geta verið litlir eða stórir, skrifað frá 80 stöfum á sek- úntu og upp í 650 línur í mínútu. Hægt er að tengja við tölvuna allt að 64 jarðartæki, þ.e. skerma eða prentana, sem geta verið staðsett nálægt eða órafjarri tölvunni og öll þessi tæki geta verið að störfum á sama tíma. Jahá. Það er auðheyrt að þetta er mjög öflugt tœki. Hvaða verkefni eru unnin með tölvunni i dag og hverjar eru nýtingarhorfurnar í framtiðinni? í dag er allt bókhald kaupfélags- ins unnið hér, en það skiptist í megin dráttum í viðskiptamanna- bókhald, fjárhagsbókhald, afurða- bókhald, launabókhald og innlánsdeild. Þá er í smíðum verk- efni fyrir kjötvinnsluna og lager- kerfi og ýmis smærri verkefni inn- an seilingar. Fyrir fiskiðjuna er framkvæmdur útreikningur á bón- us og fjárhagsbókhald uppfært fyr- ir steypustöðina og Ræktunarsam- band Skagafjarðar og hitaveitu- reikningar gerðir fyrir hitaveituna. Fyrir þessa tölvutegund hafa verið hönnuð og eru víðsvegar í notkun kerfi fyrir hin fjölbreyttustu notkunarsvið. T.d. gjaldendabók- hald fyrir bæjar- og sveitarfélög, lífeyrissjóðakerfi, rafveitukerfi, aflabókhald, skipverjauppgjör o.fl. o. fl. Eins og fram hefur komið er þetta mjög afkastamikið tæki og gæti án nokkurs vafa leyst alla tölvuinnsluþörf héraðsins í náinni framtíð, enda stendur slík þjónusta til boða frá okkar hendi. Ég vil sérstaklega benda launa- greiðendum með margt starfsfólk á þægindi og sparnað við tölvuunnið launabókhald og framtalsgögn. Nú er bókhald og launagreiðslur fyrirtækja oft viðkvæmt mál. Ertu ekki hrœddur um að menn veigri sér við að láta aðra hnýsast íþau? Jú, þetta er vissulega rétt, en tölvuvinnsla er i öllum tilfellum trúnaðarmál og auk þess hefði maður ekki undan við að skoða allt það pappírsflóð, sem tölvan fram- leiðir. Þá má geta þess, að þó svo að mörg tæki séu tengd við móður- tölvuna þá getur hver um sig ein- göngu fengið upplýsingar um það, sem honum kemurvið. Aðalsteinn nú hefur þú starfað lengi við tölvur. Hvaða menntun þarf til þessarra starfa? Já, ég hef unnið við tölvur sam- fleytt í um 11 ár og reyndar i tvö ár til viðbótar, en það apparat telst varla tölva í dag. Besti skólinn hér á landi í dag er að komast í vinnu þar sem maður verður að komast inn í hugsana- gang tölvunnar, ef svo má segja. Annars er farið að kenna undir- stöðuatriði tölvuvinnslu í flestum grunnskólum í dag, einkum á verslunarbrautum. T.d. kenndi ég sjálfur 3 vetur í stúdentadeild Samvinnuskólans. En góð ensku- kunnátta, bókhalds- og rekstrar- og stærðfræðiþekking er æskilegur forskóli. Á norðurlöndunum eru í dag mjög góðir tölvuskólar, sem útskrifa kerfisfræðinga og forritara, en hér á landi eigum við enga skóla í líkingu við þá. Flestir þeir, sem stjóma tölvum hér í dag hafa þróað menntun sína með því að glíma við tölvuna sjálfa og sækja fjölda námskeiða, bæði hérlendis og erlendis, og ég er einn af þeim skóla. Guðm. Theodórsson, ritari. Frá Innheimtu Sauðárkróksbæjar Gjalddagar fasteignagjalda eru: 15. janúar, 15. febr. og 15. mars. Vinsamlegast greiðið á gjalddaga. INNHEIMTA SAUÐÁRKRÓKSBÆJAR. íþróttafólk og trimmarar Vetrarsportvörur fást í Kaupfélaginu. Snjóþotur, skautar og skíði skíðaskór, lúffur og hanskareru íbyggingavörudeildinni. Trimmgallar, skíðafatnaður, snjógallar, kuldafatn- aður og norsku ullarnærfötin fást í vefnaðarvöru- deildinni. SAUÐÁRKRÓKI - HOFSÓSI - VARMAHUÐ - FLJÓTUM AEG-heimilistæki Eldavélar, þvottavélar, kæliskápar, frystikistur, uppþvottavélar, ryksugur, grillofnar, brauðristar, hraðgrill-vöfflujárn, straujárn. Milliliðalausinnflutningurfrá Vestur-Þýskalandi. Gæðavara á góðu verði. Kaupfélag Skagfirðinga Byggingavörudeild, sími 95-5200. n&msskgjfsSEgpffijm SAUÐÁRKRÓKI - HOFSÓSI - VARMAHUÐ - FUÓTUM Aðalsteinn Hermannsson við tölvuna. Feykir . 3

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.