Feykir - 15.01.1982, Síða 4
FeykÍR
UTGEFANDI: FEYKIR H/F.
Rltstjóri og ábyrgðarmaður:
BALDUR HAFSTAÐ.
Auglýsingar:
BJÚRN MAGNÚS BJÚRGVINSSON,
Slml 95-5661.
Ritstjórn:
ARNI RAGNARSSÚN, HILMIR HÚHANNESSÚN,
HJALMAR JÚNSSON, JÚN ASBERGSSON, JÚN FR.
HJARTARSON.
Rltnetnd á Sigluflrðl:
BIRGIR STEINDÚRSSON, SVEINN BJÚRNSSON,
GUNNAR RAFN SIGURBJÚRNSSON, KRISTJAN
MÚLLER, PALMI VILHJALMSSÚN.
Rltnefnd á Hvammstanga:
HÚLMFRlÐUR BJARNADÚTTIR, EGILL GUNN-
LAUGSSON, HELGI ÚLAFSSON, ÞÚRVEIG HJART-
ARDÖTTIR, HAFSTEINN KARLSSON, MATTHlAS
HALLDÖRSSON.
Ritnefnd á Blðnduósi:
MAGNÚS ÓLAFSSON, SIGMAR JÚNSSON, BJÚRN
SIGURBJÚRNSSON, ELlN SIGURÐARDÓTTIR.
Ritnefnd á Skagaströnd:
ELlN NJALSDÓTTIR, SVEINN INGÓLFSSON, JÚN
INGIINGVARSSON, MAGNÚS B. JÚNSSON, ÓLAF-
UR BERNÚDUSSON.
Útllt: REYNIR HJARTARSON.
PRENTVERK ODDS BJÚRNSSONAR HF.
AKUREYRI 1981
Feykir er hálfsmánaðarblað.
Askrift 10 kr. á mánuði.
Lausasala 8 kr.
„Égferífríið“
Þegar þetta er skrifað eru liðnar
tæpar tvær vikur frá áramótum.
Þeir sem ekki lentu í verkfalli sjó-
manna eða atvinnuleysi í kjölfar
þess eru teknir til við fyrri störf sín
og líf komið í eðlilegt horf. Margir
munu hafa litið um öxl að loknu
umstangi jólanna og spurt sjálfa
sig: Hvernig var fríið? Gerði ég
það sem ég ætlaði að gera?
Skrifaði ég vininum í útlandinu
bréfið sem ég ætlaði að skrifa fyrir
ári? Hélt ég í við mig í mat og
drykk, neitaði ég mér um snafsinn
sem vekur timburmenn og slæma
samvisku? Las ég bækurnar sem
ég var búinn að ætla mér að lesa?
Hvað eyddi ég miklu fé í jólastand-
ið? Var heilsubótargangan
gengin? Gerðist ég þreyttur á að
vera í fríi undir lokin? Þetta geta
orðið áleitnar spurningar.
í mjög mörgum tilvikum er ein
manneskja á heimilinu sem
kannske þarf ekki að spyrja svona
spurninga. Hún vissi það fyrir að
fríið yrði ekkert frí. Hún vissi
hvað í hönd fór. Hún vissi að
ætlast var til þess að smákökur
yrðu bakaðar, að jólahreingern-
ingu mundi enginn annar gera,
steikina mundi enginn annar
steikja. ,,Fríið“ varð ekkert frí,
heldur þrældómur frá morgni til
kvölds.
Þessar manneskjur þurftu á fríi
að halda þegar allt brambolt var
afstaðið og síðustu sprengjur ný-
ársnætur sprungnar. Margar
þeirra hafa verið atvinnulausar
frá áramótum vegna þess að fisk-
ur hefur ekki borist á land. Þær
eru í kauplausu fríi rétt eins og í
ióia,,fríinu“. En skyldu þær ekki
hafa þurft á þessu seinna fríi að
halda. Skyldi þær ekki hafa
langað til að senda vini bréf frá í
hitteðfyrra, lesa jólabækur frá í
fyrra, stunda heitar laugar eða
hressandi göngur.
Eigum við að kaupa jólin
iafndýru verði næst og við gerð-
um í þetta sinn? Eigum við að
kveikja undir færri pottum, eta
minna konfekt, baka smærri kök-
ur, bora gat á góðu
staupin okkar?
Elías B. Halldórsson hefur búið á
Sauðárkróki í mörg ár. Hann hætti
í ágætri vinnu sem verkstjóri hjá
Sauðárkróksbæ árið 1974 og hefur
helgað sig listinni síðan. Fram að
þeim tíma hafði hann málað á
sunnudögum og síðkvöldum,
„henti 15 árum í ekki neitt", eins og
hann orðaði það. Hélt þó einar
þrjár sýningar á þeim tíma, m.a. í
Bogasal Þjóðminjasafnsins 1967.
Elías hefur haldið nokkrar sýningar
á síðari árum og hlotið lof gagn-
rýnenda. í vor hyggst hann sýna í
sal Norræna Hússins í Reykjavík
og vinnur nú ötullega að undir-
búningi þeirrar sýningar.
Elías er ætttaður úr Borgarfirði
eystra, fæddur í Snotrunesi, þar
sem foreldrar hans báðir voru
einnig fæddir, þau Halldór Ár-
mannsson og Gróa Björnsdóttir.
Um Snotrunes er getið í álfasögum.
Þarna bjuggu lengi Elín og Björn,
móðuramma Elíasar og afi, og var
hann skírður í höfuðið á, þeim
hjónum. Bjöm bóndi í Snotrunesi
þótti maður höfðingdjarfur og var í
konungsmóttöku þar eystra árið
1907. „Fyrst heilsaði ráðherrann,
svo biskupinn og svo ég“, sagði
Björn, og bætti við: „Síðan komu
Sunnlendingar, sjómenn og alls
konar drasl“. Björn þessi var ber-
serkur, maður ekki einhamur, og
neitaði að gefast upp, einnig eftir
að hann var orðinn blindur. Þegar
hann var í þann veginn að missa
sjónina tók hann sér ferð á hendur
til að sjá fyrstu sláttuvélina í
byggðarlaginu. Hann gleymdi sér
við að fylgjast með henni og það
varð að gæta hans svo hann stigi
ekki á ljáinn. Þegar blindan var
orðin alger villtist hanh eitt sinn á
leið til kirkju, gekk upp í fjall og
ætlaði að neita að snúa við, svo viss
var hann um að hann væri á réttri
leið. Hann söng söguljóð á nóttum í
æsku Elíasar. En í hinum enda
hússins söng Halldór faðir Elíasar
sálma upp úr svefni. Þegar Elías fór
fyrst að heiman fannst honum eitt-
hvað vanta, hann saknaði söngsins
og átti erfitt með svefn!
Þegar blaðamann bar að garði
hjá Eliasi einn illviðrisdag milli jóla
og nýárs voru þeir að störfum hann
og sonur hans Sigurlaugur, sem nú
stundar nám í Handíða- og mynd-
listaskólanum. Vinnustofan er í af-
hýsi við bústað Elíasar, ekki mikið
stærri en bílskúr, en með stórum
glugga á móti suðri. Þarna sátum
við innan um ófullgerðar og full-
gerðar myndir við kaffibolla og
súkkulaðimola. Fyrst var aðeins
vikið að skólagöngu Elíasar.
Hann var í Eiðaskóla hjá Þórarni
Þórarinssyni og fleiri góðum
kennurum. Hann teiknaði ekki í
barnaskóla, og ekki heldur á Eið-
um fyrst í stað. En það kom að því
að hann teiknaði uppstoppaðan
fálka. Þórarinn skólastjóri sem var
liðtækur málari sjálfur leit á
myndina og mælti þessi hughreyst-
andi orð sem Elias er honum
verknað listanna. Arkitektar læra
af myndlistarmönnum og þannig
fær myndlistin hagrænt gildi.
Þannig mætti lengi telja."
— OJbýður þér smekkleysi
manna?
„Mér ofbýður fátt. En ég vor-
kenni fólki oft, t.d. fólki sem á nóga
peninga og vill gera heimili sín fal-
leg. Það leitar að einhverju sem það
hefur séð annars staðar. Stundum
eru keyptir góðir hlutir, t.d. falleg
húsgögn. Svo eru hengdir upp lé-
legir hlutir og drasl innan um góðu
hlutina og útkoman er haliærisleg-
ur samtíningur. Fólkinu hefur ekki
verið sagt til. Það hefur ekki hlotið
þá menntun sem þroskar það, það
finnur oft ekki þessa kennd sem
felst í góðu listaverki. Einhvern
tíma heyrði ég haft eftir Laxness að
sveitastúlka kom í vist á „menn-
Myndlistarskólanum. Hann lang-
aði stundum til að hætta við alla
myndlist og komast eins Iangt frá
skólanum og mögulegt væri, nefni-
lega í Glettinganesvita, og í þá
kyrrð, sem þar hlaut að vera. En
hann hélt áfram námi og var hjá
góðum kennara, Sigurði Sigurðs-
syni (frá Sauðárkróki). „Sigurður
var góður við þá sem vildu læra,
hann kenndi okkur að bera virð-
ingu fyrir starfinu og berjast, en
reyna ekki að komast létt út úr list-
inni“. Leiðin lá svo til áframhald-
andi náms í Stuttgart, og árið eftir
til Kaupmannahafnar.
Svo hefjast brauðstritsárin.
Blaðamaður spyr hvort ekki hafi
verið bölvað að sleppa góðri vinnu
og hætta á ótrygga afkomu.
„Sjálfsagt þætti mörgum
afraksturinn ekki beysinn. Pening-
ar streyma ekki stöðugt inn. Ég hef
t.d. ekki selt nema eina smámynd
síðan í vor. En það er fleira verð-
mætt en peningar. Maður verður
leiður, umhverfist, verður smám
saman að umskiptingi, ef maður
fær ekki að sinna áhugamálum
sínum. Myndlistin lét mig aldrei í
friði. — Hitt er reyndar líka rétt að
það klýfur mann ef maður þarf að
taka mikið á og „krítisera" sjálfan
sig stöðugt. í listinni þarf alltaf að
verjast við hlutina. Annars hættir
maður að þroskast. Menn eiga að
geta þroskast fram á elliár ef þeir
eru á verði. Það sakar ekki að lesa
góðar bækur og skoða verk ann-
arra“.
— Mú maður vera of gagnrýninn
á sjálfan sig?
„Maður verður auðvitað að
finna jákvætt í því sem maður er að
gera. Margir hafa strandað á of
mikilli sjálfsgagnrýni. Lífsviðhorf-
ið mótast af innri birtu — eða
myrkri. Stundum gengur vel,
stundum illa. Ég geri mér ekkert of
háar hugmyndir um mig. Ég veit
hins vegar að ég má vel við una.
Þetta gengur mest út á vinnu. Ef
maður hefur neistann og lær-
dóminn, þá er það sem eftir er
vinna og jákvætt lífsviðhorf. Ed-
vard Munch, sá frægi norski mál-
ari, sagði að árangur í málaralist
byggðist 99% á vinnu, en í þessu
eina prósenti þyrftu að vísu að vera
hæfileikar“.
— Gera menn sér almennt grein
fyrir mikilvœgi listarinnar?
„Ætli það, enda kannski erfitt að
mæla slíkt. En það mætti hugsa sér
hvað heimurinn yrði fátækur án
lista. Húsin t.d. breytast fyrir til-
þakklátur fyrir:
ekki verður þú nú listamaður".
Elías hugsaði honum þegjandi
þörfina og varð næsthæstur í
teikningu um vorið.
Leiðin lá í Kennaraskólann, og
voru það mikil viðbrigði. „Mér
fannst þar allt svo vitlaust að ég
lagðist í fyllirí. Flestir kennararnir
voru ógurlegir þursar. Tveir stóðu
þó upp úr, þeir Ásmundur Guð-
mundsson biskup og dr. Broddi
Jóhannesson. I stærðfræðinni hjá
Brodda gengu öll dæmin upp í
rollum, svörtum og hvítum. — Það
var ekki fyrr en löngu seinna að
Elíasi datt í hug að fara í Myndlist-
arskólann. Þá var hann orðinn 25
ára og búinn að ala með sér skáld-
skapardrauma. Hann hafði kynnst
nokkrum málverka Kjarvals í æsku
heima í Borgarfirði, skoðaði þau að
vísu meira sem landslag en lista-
verk. Haft er eftir Kjarval að Borg-
arfjörður eystri væri staður til að
ala af sér listafólk, slík væri
náttúrufegurð þar. Kjarval gaf
Elíasi fyrsta túkallinn. Þeir voru
nokkrir strákar sem áttu að lyfta
blóðugri hnísu upp á klakk. Þeim
óaði eitthvað við þessu félögum
hans og lenti það því á Elíasi.
Kjarval þótti þetta vasklegt og gaf
drengnum túkall.
Elías fer ennþá austur í Borgar-
fjörð á hverju sumri, gengur þá um
fjörðinn og „Víkurnar", jafnvel alla
leið í Loðmundarfjörð, og „sækir
þangað stemmningar sem aldrei
gleymast" og koma fram í myndum
hans. Hann málar fremur lítið úti.
Það er búið að mála svo mikið
landslag. „Víkumar“ eru sambland
af íslandi og Færeyjum í gróðurfari
og landslagi. Þar er Glettinganes og
vitinn sem Elías dreymdi um að
gæta eftir að hann var byrjaður í
Listamenn taka á sig ýmis gervi.
Ellas með mexikanahalt um tvftugt.
ingarheimili" og sá þar sérkenni-
legt abstraktmálverk. Stúlkunni
fannst það ljótt og sagði að þessu
mætti nú henda. Seinna fannst
henni að það mætti kannski henda
öllu á því heimili nema þessari
mynd. — Ég hef oft vitað svipaða
sögu endurtaka sig.
Menn þurfa ekki nauðsynlega að
hafa neitt sérstakt vit á myndlistlil
að geta notið hennar. En fordóm-
arnir og bjánalegt viðhorf til lista-
fólks eru til baga. Menn eru svo
gjarnir að dæma það sem þeir
þekkja ekki. Ég held að það fólk
sem lærir að njóta lista verði á eftir
betra fólk og víðsýnna. Listamað-
urinn sjálfur er auðvitað ekkert
betri en aðrir, hann nýtur verksins
öðruvísi."
— Eru sýningar þínar hér á
Sauðárkróki vel sóttar?
„Það koma færri á sýningar
mínar nú en áður. En viss hópur
kemur alltaf og sýnir myndlist
mikinn áhuga.
Það er algengt að menn rugli
saman mynd og mótífi. Margir
halda að mynd sé best ef hún er
sem nákvæmust eftirmynd af
landslagi, en slíkt segir auðvitað
ekkert um myndina. Hér um árið
vildi bæjarstjórn Sauðárkróks fá
myndastyttu í bæinn og hún varð
endilega að vera af hrossi. Það var
þó nóg af hrossum í Skagafirði!
Það hefði óneitanlega verið
skemmtilegra að koma fyrir glæsi-
legu listaverki uppi á Nöfunum
sem bæri við himin og vekti eftir-
tekt, setti svið á bæinn.
Það er forsmán hvernig skólarnir
hafa brugðist listunum. Hvenær
hefur listdans verið kenndur í
skólum, leiklist eða framsögn? Ég
trúi þvi að þetta séu nauðsynlegir
hlutir. Sá sem ekki getur borið fram
getur ekki borið virðingu fyrir
móðurmálinu. Ég fyllist vorkunn
og leiðindum þegar ég heyri ein-
hvern fara með texta sem kann ekki
að bera fram. Það ætti ekki að vera
neitt ógurlegt stórt átak að fá leik-
ara á staðinn. Skólarnir og leikfé-
lagið ættu að geta notfært sér hann
í sameiningu.
Það þarf eitthvað að fara að ger-
ast í menningarmálum hér. Nú-
tíminn kallar á þetta. Það þurfa að
koma upp fleiri klúbbar en matar-
og drykkjuklúbbar. Það er komið
hingað fólk sem getur kennt allt
mögulegt og stuðlað á ýmsan hátt
að menningarlífi.
Þeirri hugmynd hefur verið sleg-
ið fram hér að bæjarfélagið festi
kaup á litlu húsi þar sem lista-
mönnum verður boðið að dvelja
nokkra mánuði hverjum. Þessir
listamenn gætu svo kynnt sína list
fyrir skólafólki og almenningi. Það
er margt listafólk sem þráir að
komast út úr skarkala borgarinnar
um tíma, skipta um umhverfi.
Staðurinn hér er að mörgu leyti
upplagður til að hýsa slíkt fólk. Én
það þarf að standa vel að þessu.
Það þarf að sýna fólki fram á að
þetta borgar sig. Menn ættu nú að
skilja gildi auglýsingarinnar. Svona
framtak vekti athygli víða. Og
kynni okkar af listafólkinu mundu
vekja áhuga okkar á hugðarefnum
þess.
Annars konar húsnæði í þágu
listanna væri mjög æskilegt. Það er
vinnustofa þar sem fólk gæti komið
þegar það vildi og málað eða
stundað aðra list. Leiðbeinandi
gæti svo komið einu sinni í viku eða
svo og sagt mönnum til, laumað inn
þekkingu sinni. Slíkt mundi smita
út frá sér. Áhugamenn hafa rætt
þetta sín á milli þótt ekki hafi orðið
af framkvæmdum, því miður.“
Talið barst að ýmsum efnum, og
aðeins fátt eitt var fest á blað. Það
var gaman að koma í vinnustofuna
til Elíasar þennan illviðrisdag. það
var dimmt yfir þótt um miðjan dag
væri. „Ef ég ætla að ljúka við
myndir er ég háður dagsbirtu. Ég
legg mikið upp úr að fá hreinan tón,
og hann sést ekki nema við dags-
ljós.“ Þegar blaðamaður kveður
hugsar hann um tónana og birtuna
i myndum Elíasar B. Halldórsson-
ar, og dansinn sem þar er stundum
stiginn. Það er líka eins og gamalli
þjóðsögu hafi brugðið fyrir, jafnvel
broti úr löngu gleymdu ljóði. Ljóð-
ið hefur löngum verið Elíasi hug-
leikið. Fyrir mörgum árum teikn-
aði hann myndir undir áhrifum
ljóðabálksins Tíminn og vatnið eftir
Stein Steinar. Maðursérþau kvæði
í nýju ljósi eftir að hafa skoðað
þessar myndir.
Álfgrímur í Brekkukoti fékk
tíeyring að gjöf frá séra Jóhanni
þegar hann steig sín fyrstu skref í
leitinni að hinum hreina tóni. Elías
í Snotrunesi fékk túkall hjá Kjarval
þegar hann lyfti hnísunni upp á
klakkinn. Það er eins og Kjarval
hafi séð eitthvað í þeim atgangi
sem listamaður þarf að vera búinn:
„karakter" lausan við yfirborðs-
mennsku, og góðan skammt af
þrjósku, stífni og þolgæði.
Við kveðjum Elíás með þökkum
og óskum honum alls hins besta.
Sparkað I vindinn.
4 . Feykir
Feykir .. 5