Feykir


Feykir - 15.01.1982, Blaðsíða 8

Feykir - 15.01.1982, Blaðsíða 8
Tuttugu hitti ég tylft og átta trylltar rottur þétt hjá pottum, þreyttar streittust, sitt til sátta settu upp smett og slettu skottum. (Sveinn skotti). Eitt sinn þeyttust út um nótt átta kettir hratt og þétt, tuttugu rottur títt og ótt tættu og reyttu á slettri stétt Dundið nú við að telja t-in, lescndur góðir. Ibúar og bjæjaryfirvöld Þurfa að moka flórinn segir Haukur Hafstað framkvæmdastjóri Landverndar Framkvæmdastjóri Landverndar, Haukur Hafstað, átti leið um Sauðárkrók nú um jólin og náðum við af honum tali sem snöggvast. Landvemd hefur m.a. mjög látið til sín taka umhverfi bæja og þorpa, og í fyrra var gefin út allyfirgrips- mikil skýrsla um ástand um- hverfismála á einum 20 þéttbýlis- svæðum á landinu. Sauðárkrókur var einn þessara staða. Ég spurði Hauk hverju hann vildi koma á framfæri um ástand umhverfis Króksins frá landvernd- arsjónarmiði. Haukur sagði bæjarstæðið á Sauðárkróki afar fallegt frá náttúr- unnar hendi. Aðkeyrslan væri óvenju skemmtileg og hlýleg þegar komið væri úr héraði, og gæti verið það líka norðan frá ef ekki væri búið að róta svo miklu um á Eyr- inni, en umgengni þar út frá væri ljót. Hann sagði að ýmislegt hefði verið gert sem stuðlaði að því að staðurinn yrði viðkunnanlegur og gat um íþróttasvæði, gatnagerð, vandaða nýbyggð og gróður við hús. Haukur taldi ástæðu til að nefna fáein atriði sem betur mættu fara til að gera staðinn aðlaðandi og um- hverfið þægilegra að búa í. Fyrst væri það verndun Nafanna og uppgræðsla þar. Hann sagði að of stórum hluta Nafanna hefði ekki verið nægur sómi sýndur og þær jafnvel orðið fyrir stórum spjöllum á svæðinu upp af húsi Útgerðarfé- lagsins. Mikið verk væri fyrir höndum að bæta þann skaða sem orðinn væri. „Á þeim stöðum þar sem eitthvað hefur verið gert sjáum við að hægt er að rækta Nafirnar alveg upp á brúnir með margs konar gróðri, bæði grösum og trjám.“ Haukur tiltók í þvi sam- bandi skika rafveitunnar, svæðið upp af gömlu gróðrarstöðinni við Skógargötu og brekkuna upp af íþróttavellinum. Annað atriði gerði Haukur að umtalsefni, nefnilega Sauðárgilið. „Með nýjum byggðum uppi í hlíð- inni hefurgildi Sauðárgilsins aukist sem kjörins útivistarsvæðis. Það er því áríðandi að bæjaryfirvöld komi því í verk að skipuleggja svæðið þannig að það geti þjónað sem úti- vistarsvæði fyrir vaxandi bæ. Fyrir mörgum árum var efri hluti gilsins valinn sem ákjósanlegur staður fyrir trjárækt og þannig myndaður vísir að útivistarsvæði bæjarbúa. Gilið veitir skjól bæði gróðri og fólki, og ómenguð Sauðáin rennur þar um. En það þarf að fylgjast vel með gróðri og umgengni svo þetta verði sannur sælureitur. Það er mjög mikilvægt að sá náttúrlegi gróður sem er í Sauðárgilinu og Skógarhlíðinni fái frið til að endurnýja sig. Þarna er bæði birki og berjalyng sem þarf tíma til að ná að veita landgæði og fegurra svipmót. Neðri hluti Sauðárgilsins, sem hefur um langan aldur verið not- aður til kartöfluræktar, hefur haft leiðinlegt yfirbragð hin síðari ár. Stór hluti þess svæðis hefur ekki verið notaður til matjurtaræktar og er í óhirðu. Ég held það megi minnka garðlendið um helming án þess að gengið sé á möguleika fólks til að rækta. Það þarf að sjá til þess að matjurtabeðin hljóti umhirðu en lendi ekki í órækt og illgresi." Kristnihald á Blönduósi? Á fundi hjá leikfélagi Blönduóss sem haldinn var 7. janúar s.l. kom fram mikill áhugi fyrir því að taka til sýningar leikritið Kristnihald undir jökli í tilefni 80 ára afmælis HalldórsK. Laxness. Formaður leikfélagsins er Sveinn Kjartansson fræðslustjóri N.-V. — Hvað hefur þú um smábúskap kaupstaðarbúa að sepja? „í könnun Landverndar sem minnst var á kom í ljós að tóm- stundabúskapur (smábúskapur með hross og sauðfé) var ákveðið vandamál í bæjum. Ennþá líðst það að búskapur þessi sé rekinn í kofa- ræksnum sem eru til stórlýta og mengunar. Það veitir varla mikla ánægju að eiga sitt tómstunda- “gaman“ við slíkar aðstæður. Þennan búskaparmáta má sannar- lega sjá á Sauðárrkóki, inni í bæn- um og í næsta nágrenni hans. Ef bæjaryfirvöld og íbúar vilja taka til í kringum sig, „moka flórinn“, þá hlýtur það að verða eitt af því fyrsta að fjarlægja kofana og koma bú- fénaðinum fyrir í byggingum sem eru skepnum og mönnum bjóð- andi. Þessi atriði sem ég hef drepið á, þ.e. uppgræðsla Nafanna, skipulag Sauðárgilsins og „hreinsun" kofa, þurfa ekki að kosta bæjarfélagið mikinn pening, aðeins framtak.“ Ýmislegt fleira bar á góma á hringsóli okkar Hauks um Sauðár- króksbæ, svo sem brotajárn, sorp- hauga, spillingu fjörunnar og um- gengni kringum vinnslustöðvar. Það allt mætti ræða betur síðar. Ég spurði Hauk Hafstað áður en hann fauk af stað hvort ekki væri erfitt að vera brottfluttur Skagfirð- ingur. „Ég er ekki beinlínis brottfluttur. Ég á hér alltaf athvarf á ferðum mínum vegna starfsins. Þegar ég á frí vil ég helst hvergi vera nema hér.“ Sjúkrahúsi Skagfirðinga færðar góðar gjafir Á árinu sem var að líða, hafa Sjúkrahúsi Skagfirðinga, Sauðár- króki, borist margar góðar gjafir. Á því ári voru liðin 20 ár frá því að flutt var í nýja sjúkrahúsið á Sauðárhæðum. í tilefni af þessu færði starfsfólk sjúkrahússins því að gjöf 3 blóðþrýstingsmæla. Styrktarsjóður Guðrúnar Þ. Sveinsdóttur frá Bjarnastaðahlíð, gaf sjúkrahúsinu hjartaafritara (monitor). Sigurbjörg Hólm, Freyjugötu 32, Sauðárkróki, gaf sjúkrahúsinu mjög vandað rann- sóknarmælitæki. í tilefni árs fatlaðra, hafa sjúkrahúsinu borist margar góðar gjafir. Kvenfélagið Framför í Skarðshreppi, Kvenfélag Rípurhrepps, Kvenfélag Sauðár- króks, færðu sjúkrahúsinu veg- legar peningagjafir. Verkafólk Fiskiðju Sauðárkróks mun á næstunni afhenda sjúkrahúsinu vandaðan rannsóknar- og með- ferðarbekk, ásamtfylgihlutum. Sjúkrahúsið færir öllum hug- heilar þakkir fyrir þessar gjafir og metur mikils áhuga fólks fyrir bættri aðstöðu og þjónustu við endurhæfingu og þjálfun sjúks fólks. (Fréttatilkynning). Ur skólalífi Húnavatnssýslu Einn þáttur í starfsemi Grunnskól- ans á Blönduósi er að nemendur 4„ 5. og 6. bekkjar (10-12 ára) vinna saman að afmörkuðum verkefnum. Starfið hefst með gagnasöfnun t.d. bókum, blöðum o.fl., síðan er nokkrum kennslustundum eytt í að vinna úr gögnum og þá oftast í 3-4 hópum. Hóparnir skipta með sér verkefnum t.d. 1. Sögustaðir, 2. Kirkjur og kirkjustaðir, 3. Vega- kerfið 4. Atvinnuvegir. Þegar vinnslu úr gögnum er lokið er farið í 1 dags ferðalag og skoð- aðir þeir staðir sem um hefur verið fjallað. Nemendur 4. bekkjar fara til Skagastrandar og skoða þar t.d. togara, frystihús og rækjuvinnslu. Tilgangur: kynnast sjósókn og vinnslu sjávarafurða. Nemendur 5. og 6. bekkjar fara til skiptis í Skagafjörð og um Aust- ur- og Vesturhúnavatnssýslur. Til- gangur: kynnast nánasta umhverfi, sögu og staðháttum. í haust var farið að Hólum í Hjaltadal og til Sauðárkróks. Mikil vinna bæði hjá kennurum og nem- endum liggur á bak við slíkar ferðir og afrakstur vinnunnar er kynntur á foreldrakvöldi en þar eru sýndar teikningar og lesið upp ýmislegt tengt verkefninu. Iþróttir eru snar þáttur í félagslífi nemenda skólans. I haust kom hópur nemenda úr Varmahlíðarskóla og var keppt í knattspyrnu og körfubolta. Fyrir- hugað er að Blönduósingar fari til Varmahlíðar síðar í vetur. Keppni í USAH milli Grunn- skóla í A.-Hún.hefur staðið yfir, Blönduósingar unnu alla sína leiki og eru því sigurvegarar 1981-82. Stefnt er áframhaldi á skólakeppn- inni eftir áramót og keppt þá í blaki og frjálsum iþróttum innanhúss. „Opin hús“ fara fram hálfsmán- aðarlega hjá nemendum 5.-9. bekkjar, þar er dansað, spilað og farið í leiki. Bekkjakennarar yngri nemenda hafa verið með svokölluð bekkjarkvöld þar sem ýmislegt er sér til dundurs gert dansað og leikið sér. I lok nóvember voru danskenn- arar frá Heiðari Ástvaldssyni með danskennslu og höfðu aðstöðu í Grunnskólanum til kennslunnar. B.S. Skólabörn á Hvammstanga undirbúa litlujólin. Hér ríkir ekki jafnrétti til náms Mér hefur lengi verið ljóst að hér á landi ríkir ekki jafnrétti til náms. En þó gerði ég mér ekki grein fyrir hversu ástandið er alvarlegt, fyrr en ég flutti úr höfuðborginni sem ég átti heima í frá fimm ára aldri, og settist að á Hvammstanga. Þeir skólar sem ég hef gengið í um ævina hafa allir verið vel búnir og húsrými þeirra nægilegt. Fyrir tveimur árum kenndi ég ’ við grunnskóla í Kópavogi. í þeim í skóla er allt til alls: góðar kennslu- stofur, fullkomnar sérgreinastofur, stórt og gott bókasafn, salir, vinnu- herbergi fyrir kennara, íþrótta- hús, rúmgott afdrep fyrir nemend- ur í frímínútum og utan skólatíma, stórar forstofur og fatahengi, og svo má lengi telja áfram en ekki hirði ég um það. Það sem við mér blasti er ég skoðaði skólahúsnæðið hér á Hvammstanga var allólíkt þessu. Það var eins og að koma úr glæsivillu olíukóngs í hreysi fátækl- ings. Skólahúsnæðið er alltof lítið fyrir þá 100 nemendur sem hér eru, forstofan er agnarlítil, engar sér- greinastofur nema smáherbergi í félagsheimilinu sem notað er sem eðlisfræðistofa, ekkert íþróttahús, engir salir, engin vinnuherbergi fyrir kennara, ekki einu sinni skrif- stofa fyrir skólastjóra, skólalóðin forarvilpa, bókasafnið saman- stendur af um það bil. 200 skrudd- um og loks má geta þess að skóla- húsnæðið er allt sundursprungið og nánast að hruni komið. Ég er ekki mjög kunnugur skólum á landsbyggðinni en reikna fastlega með á ástandið hér á Hvamms- tanga sé ekkert einsdæmi. Léleg vinnuaðstaða og slæmur aðbúnað- ur þarf þó ekki að koma í veg fyrir góða kennslu eins og góð vinnuað- staða og góður aðbúnaður er ekki trygging gegn slæmri kennslu. En eigi jafnrétti að ríkja, eigi að leggja sama próf fyrir alla 9. bekki á landinu, þá verður aðstaðan að vera svipuð. Það er hún svo sannar- iega ekki. Hér á Hvammstanga er ekki einu sinni 9. bekkur. 15 ára gömul þurfa börnin hér að yfirgefa heimili sín ætli þau sér að taka níunda bekk. Þau fara á annan skóla, þar eru kennarar sem þau þekkja ekki, nemendur sem þau þekkja ekki, umhverfi sem þau þekkja ekki og svo framvegis. Eftir fjóra mánuði er samræmda prófið og börnin rétt farin að átta sig á breytingunni. Og hvernig er út- koman úr prófunum hjá þeim? Or- ugglega verri en hún yrði ef börnin sætu við sama borð og t.d. börn í Reykjavík. Þetta er hróplegt órétt- læti. Ég ætla ekki að fara nánar út í þetta að sinni en gaman væri að heyra hvað fólki finnst um þetta. Nemendur, eruð þið sáttir við þessa meðferð? Foreldrar, stendur ykkur á sama um framtíð barna ykkar? Kennarar, hvað finnst ykk- ur? Hafsteinn Karlsson, Hvammstanga.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.