Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.01.1991, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 05.01.1991, Blaðsíða 5
—QEUmiD Friðsæl áramót á Reykhólum — bundið slitlag á götur og götuljósum fjölgað á liðnu ári Mannlíf í Reykhólahreppi var rólegt yfir hátíðarnar. Messað var í Reykhólakirkju og Garpsdalskirkju á jóladag og síðan í Gufudalskirkju á annan jóladag. Kirkjusókn var allgóð. Áramótin voru friðsæl og mikið um flugelda, sem svifu um loftið í öllum regnbogans litum. Á nýliðnu ári hafa Reykhól- ar breytt um svip. Bundið slit- lag var sett þar á götur og götu- Ijósum fjölgað að mun. Ekk- ert hefur borið á atvinnuleysi á Reykhólum í vetur. Skipstjóra- og stýrimannafélagið Bylgjan: Tiltekið svæði út af Vestfjörðum verði framvegis lokað allt árið fyrir togveiðum — þannig verði komist hjá árekstrum og fundin lausn á áralöngu deilumáli Aðalfundur Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Bylgj- unnar á Vestfjörðum var hald- inn daginn fyrir gamlársdag á Hótel ísafirði. Fundurinn samþykkti að leggja til við sjávarútvegsráðherra, að svæðið frá lóranlínu 46370 í 46420 út á 12 sjómílur frá grunnlínupunktum verði frið- að allt árið fyrir togveiðum. í greinargerð með þessari samþykkt segir, að þrátt fyrir að flestir togarasjómenn og línusjómenn hafi átt með sér gott samstarf á miðunum út af Vestfjörðum, þá hafi komið til árekstra. Þess vegna leggur Bylgjan til að þetta tiltekna svæði út af Vestfjörðum verði áfram lokað þcgar grunnslóð- arsvæðið er opnað að hausti. Tillaga þessi „er gerð í trausti þess að í henni sé að finna lausn á áralöngu deilumáli“. ÓKEYPIS smá- auglýsingar TIL SÖLU VÉLSLEÐI Kawasaki Drlfter 440, árg. ’82, gott eintak. Uppl. í s. 7808. SUNNUKÓRSFÉLAGAR Nú er það mjög áríðandi æfing á þriðjudaginn 8. jan. kl. 20.15 i Tónlistarskólan- um. Mætum öll. Og líka þið sem voruð í fríi fyrir áramót. Stjórnin. JEPPI TIL SÖLU Til sölu Datsun King cab árg. '83, yfirbyggður, 8 manna, með sparneytinni 4 cyl. bensínvéi. Skipti á ódýrari koma til greina. Uppl. gefur Rögnvaldur í vs. 3223 eða hs. 4554. VANTAR LITLA talstöð, CB-stöð. Uppl. gefur Ármann í s. 7548. HALLÓ Ég er 6 ára og vantar eitt- hvað til að sofa á og kommóðu (fyrir lítinn eða engan pening). Svo vantar mömmu og pabba eldhús- borð. Uppl. í S. 4674. KETTLINGAR fást gefins. Eru vani Uppl. e.kl. 19. ELDRI BORGARAR! Sunnudaginn 6. janúar kl. 15, á Hlíf annarri hæð, verða Kiwanisfélagar með þrett- ándagleði. Kaffiveitingarog dans. Allir eldri borgarar eru hjartanlega velkomnir. ÍBÚÐ ÓSKAST Óska eftir 3ja herb. íbúð á leigu, helst sem fyrst. Þarf að vera á Eyrinni. Uppl. í S. 4634 e.kl. 18. ☆ Föndurloftið auglysir: VESTFIRÐINGAR ATHUGIÐ! Mikil verðlækkun á ýmsum vörum, svo sem jólavörum peysum o.fl. Alltaf nóg úrval af efni til tómstundastarfa. Námskeið hefjast 15. janúar. Innritun hafin. Föndurloftið Mjallargötu 5, ísafirði, sími 3659 gjaldskrár- hækkun hjá OV Um áramótin hækkaði gjaldskrá Orkubús Vestfjarða um 5%, en það er sama hækk- un og hjá flestum öðrum orku- veitum landsins. OKEYPIS smá- auglýsingar ÍBÚÐ ÓSKAST Óska eftir að taka á leigu ca. 2ja herb. íbúð á ísafirði. (Þarf að vera á Eyrinni). Uppl. í s. 3223 eða 4554. ATVINNA Starfsfólk óskast til hótelstarfa. Upplýsingar veitir hótelstjóri. * Frá Ármanni Leifssyni: Vetraráætlun tekur gildi Farið úr Reykjavík seinnipart mánudaga og fimmtudaga. Frá ísafirðiþriðjudaga ogföstudaga. Farnar verða fleiri ferðir ef færð og ástæður leyfa. Vöruflutningar Ármanns Leifssonar

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.