Feykir


Feykir - 30.07.1982, Side 3

Feykir - 30.07.1982, Side 3
NYTT HRESSINGARHUS VIÐ HOFNINA A SAUÐARKROK: Matast í suðrænna blómaangan Baldur Úlfarsson veitingamaður hefur opnað nýjan matsölustað á Sauðárkróki. Hann er til húsa í fallegu gömlu húsi við Aðalgötu þar sem áður var sparisjóður. í björtum og vistlegum húsakynn- um er nú starfrækt Sælkerahúsið og matur framreiddur frá kl. 9 árdegis til kl. 23.00. Við suður- gafl er verið að leggja síðustu hönd á glerbyggingu þar sem gestir geta setið að krásum í suðrænu laufskrúði. Feykismenn fóru til þess að Veltið boltanum afstað Hjalti Jónsson, Víðiholti, er beðinn velvirðingar á því að vísurnar sem áttu að fylgja grein hans í síðasta Feyki um Sjúkrahús og Heilsu- Þakkir til lækna og starfsfólks sjúkrahússins á Sauðárkróki. Oft eg það með angri finn: eyðist hugsun lipur og kominn er á kollinn minn kauðalegur svipur. Innra tómur, ytra ber, æskublóma rúinn, hrat og gróm tómt eftir er, allur rjómi búihn. Árangur frá andans glóð - eftir tilraun gerða - hortittað og hnökrað Ijóð hlýtur því að verða. Hér þó sit og sem mín stef sem eru rytjur tómar og af viti ekkert hef af sem gliti Ijómar. Þannig förlast fjör og þor, fyrir situr vandinn,m lítt á örlar afreksspor, allt í ritað sandinn. Læknar, þetta þakka ber: - það skal virt og metið - þið hafið gert þann greiða mér að get eg aftur étið. Vanlíðanin Ijóst og leynt lífsgleðinni fargar, því er margt og mikið reynt manninum til bjargar. Hingað kom eg fölur, fár fyrir nokkrum dögum, hér nú hefi yngst um ár er skal greint í bögum. Vel hefir nú mýkst það mein minn er skrokkinn þjáði, árdagsgeisli aftur skein og til hugans náði. Minn var þrotinn þrótturinn, þrautum hlaðinn maður hingað kom eg hrakinn inn heill burt fer og glaður. gæslustöð Skagfirðinga urðu á einhvern hátt við- skila við greinina og birtast því fyrst nú. Héðan því eg frískurfer, (feigur kom í hlaðið) það er margt sem þakka ber þegar upp er staðið. Var í hafti hugurinn, hans var kraftur enginn, viljinn aftur virtist minn vera úr skafti genginn. Verð nú fær í flestan sjó, fjör í æðum brennur er mér færir frið og ró frá sem kvæðið rennur. Ekkert tefur, leið er löng lífsábreiðumvegi, margur hefur svanasöng sungið heiðum degi. Ykkur því ég þakkir flyt þegar geðið hlýnar sýna með því lítinn lit um lyndishvatir mínar. Deyfir bæði sorg og sút sólskinsgeislinn hlýi, viskar drunga allan út, eyðirdimmu skýi. Eins er kvenna góðlátt geð gleðiveginn sanna yndi fær og unað léð eðli flesta manna. Sóknin mín á Sónarhaf - sýna þessi Ijóðin - fáa stóra fiska gaf, fengsælli á kóðin. Illa fæ eg afstýrt því að á sæ þeim strandi, botninn slæ samt braginn í, bátnum ræ að landi. Ykkur samt minn Sónarfeng sendi á þessu blaði, ereg mína götu geng giaður burt úr hlaði. Við bröttför 19. júní 1982. Með kærri kveðju. ... H.J.V. Hættir eftir 95 ár Um næstu mánaðamót hættir Bókaverslun Kr. Blöndal þjón- ustu sinni við Skagfirðinga, sem hún hefur veitt síðan 1889. Við tekur þá ný bókabúð, Bóka- og gjafabúðin. Þetta nýja fyrirtæki hefur keypt húsnæði og lager for- vera síns og að sögn eiganda hins nýja fyrirtækis, Brynjars Páls- sonar, eru ekki fyrirhugaðar stór- vægilegar breytingar á starfrækslu bókabúðarinnar. Aðaláhersla verður lögð á bækur og þjónustu við skólana en líka verða á boð- stólum margs konar gjafavörur. ár- líta á nývirkið og fundu Baldur á bak við hús: Þarna ertu þá. Já ég var að slá. Varstu að slá lán? Nei ég er hættur því, nú slæ ég bara garðinn. Hvernig datt þér í hug að hefía rekstur sem þennan? Ég er uppalinn á Sauðárkróki og mér hefur lengi verið ljós þörfin á stað sem þessum. Ég fór suður í Hótel- og veitingaskóla íslands til að læra matreiðslu og vann syðra að iðn minni en allan tímann blundaði með mér áform um að koma veitingahúsi á lagg- irnar heima á Krók. Hingað flutti ég í júní í fy.ra og opnaði Sælkerahúsið réttu ári seinna. Hvernig hefur svo gengið? Þaö hefur gengið afar vel og bæjarbúar greinilega kunnað að meta þessa tilbreytingu í bæjar- Iífinu. Húsið er bjart og útsýn góð yfir aðalgötu bæjarins og þó að flestir komi til þess að njóta matar, sitja líka margir yfir kaffibolla og virða fyrir sérgötu- lífið. Hvað erá boðstólum? Frá kl. 9 að morgni er m.a. boðið upp á heit rúnstykki með skinku og osti sem er sælkera- fæða að morgni dags. í hádeginu er framreiddur réttur dagsins, venjulegur heimilismatur, þá er hægt að fá afgreitt af fjölbreytt- um sérréttarseðli á meðan opið er. Við bjóðum einnig upp á kaffi, kökur og smurt brauð. Um helgar höfum við enn auk- inn sérréttarseðil t.d. stórsteikur og kryddað kjöt af ýmsu tagi. Hvað það verður nákvæmlega fer einfaldlega eftir árstíma og því hvaða hráefni mér tekst að fá best hverju sinni. Er von á að hér verði vínveit- ingar? Um þetta hafa margir spurt mig og látið í ljósi óskir um að svo mætti verða. Ég tel æskilegt að geta boðið fólki upp á létt vín með mat, ég sé ekki betur en reynslan fyrir sunnan gefi tilefni tii að ætla að áfengismenning batni þegar fólki gefst kostur á að neyta léttra vína með mat. Ég geri mér vonir um að geta boðið upp á létt vín þegar fram í sækir. Hyggstu rækta eigin þrúgur hér í glerbyggingunni? Því ekki það. Ég hef lengi gengið með það í maganum að gaman gæti verið að skapa eitt- hvað í líkingu við suðrænan úti- veitingastað þess vegna er ég sem óðast að koma upp garðhúsi úr gleri. Þar eru hitalagnir í gólfi og hlýr loftstraumur sem gefur möguleika á suðrænum gróðri. Annars er staðurinn eiginlega þrískiptur, matsalurá jarðhæð, í öðru lagi sælkeraloftið þar sem boðið verður upp á kalt borð fyrir u.þ.b. 30 manns um helgar auk þess sem hópar geta haldið veisiur eftir samkomulagi. I þriðja lagi er það garðhúsið þar sem boðið er upp á sömu veit- ingar og á jarðhæð hússins í „suðrænna blóma angan“. Baldur lauk þessu spjalli við okkur með því að vekja athygli á því að börn eru velkomin í Sæl- kerahúsið og að þar er reiknað með allri fjölskyldunni ef svo ber undir. Sérstakt leikhorn er í húsinu og matur við hæfi barna. EIN LITIL FERÐASAGA Sunnudaginn 18. júlí bauð Kvenfélag Sauðárkróks öldr- uðum þar í bæ í sína árlegu skemmtiferð og urðu þátttak- endur um 60 manns. Fararstjórar voru Hólmfríður Pálsdóttir, Helga Sigurbjörns- dóttir og Lovísa Símonardóttir. Að þessu sinni var förinni heitið um Fljót með viðkomu að Ketil- ási, hinu vistlega félagsheimili Fljótamanna. Lagt var af stað frá Faxatorgi kl. 13.30 í sól og blíðskaparveðri og var rútubíll auk margra smærri fólksbfla í förinni. Var fólkinu raðað í bílana en undir- rituð kaus sér sæti í rútunni eink- um vegna þess að þar huggði hún á meira fjör en í hinum smærri, enda kom á daginn að svo varð. Þar var sungið eins og hver einn hafði róminn til, að- eins vantaði öruggan söngstjóra, því Jón Björnsson varð að þjóna guði og kirkju sinni þennan dag og hvorugt Sölvabarna, Kristín eða Sveinn, voru meðal farþega. Ekið var sem leið liggur yfir Hegranes, út Óslandshlíð, fram hjá Hofsósi, út Sléttuhlíð, fram Flókadal og að Barði. Þar var áð stundarbil, kirkjan skoðuð af þeim er nenntu, teknar myndir og gengið um garða. Síðan var ekið um austur-Fljót og lagður krókur á leiðina fram að Skeiðs- fossvirkjun, sem sagt litið yfir þá gömlu og grösugu sveit Stífluna, sem löngu er búin að sætta sig við umskiptin sem þar hafa orð- ið a þessari öld. Til gamans læt ég hér með vísu eina forna um Stífluna án þess að vita deili á höfundinum en án efa hefur hann verið norðlenskur, ef til vill uppalinn í Fljótum, og nam ég hana af gamalli konu sem kvað fast að orðum með b í miðrím: Spretta fíblar Fróni á fæst þar ríblegt heyið. Ó hve líblegt er að sjá ofan í Stíblugreyið. Þetta mun hafa verið kveðið í gamla daga þegar hey var meiri munaður en raforka, ljós og hiti. Margt af ferðafólkinu hafði komið þarna áður, meira að segja eytt þar sínum manndóms- árum og nutu þeir góðs af sem minna þekktu til. Geta má einn- ig að einn fararstjórinn, Lovísa Símonardóttir, var þarna þaul- kunnug og kom upp úr dúrnum að bóndi hennar er fæddur og uppalinn í Fljótum. - Að Ketil- ási komum við um kl. 4 og fannst okkur sem sífellt erum í kaffi- könnunni heima, sannarlega vera komið að kaffitíma, enda stóð ekki á þeim munaði, því þangað var þegar kominn álit- legur hópur eigulegra manna og kvenna úr Fljótum sem tók ferðamönnum tveim höndum og bauð til notalegra húsakynna, þar borð svignuðu undan alls- konar bakkelsi. Var ekki ör- grannt um að fólkið renndi hýr- um augum að borðum þessum og munu bæði Kvenfélag Sauð- árkróks og Fljótakvenna hafa lagt sinn skerf til munngátsins. Var síðan sest að drykkju og neytt hóflaust þeirra krása sem í boði voru, en blessuðum konun- um fannst þó ekki nóg að gert með því að hressa upp á líkam- ann, ef sálin yrði útundan, og um þann þátt önnuðust konur úr Fljótum ásamt bændum sínum með söng, upplestri og dillandi harmonikumúsik. Undir skemmtiatriðum þeirra. mun mörgum gestinum hafa komið til hugar, að Fljótamenn ættu sína lisamenn, engu síður en Krókur- inn. Að endingu var stiginn dans af miklu fjóri. Ekki má skilja svo við þennan þátt, að ei sé minnst á einn af ferðafélögunum frá Króknum, þvf hann bjargaði óneitanlega heiðri ferðafólksins og byggðar þess, en maðurinn sem átt er hér við var Matthías Jónsson, hinn ágæti kvæðamaður og vísnaunn- andi, og án alls efa býsna góður hagyrðingur sjálfur. ÖUum að óvörum brá drengur sér upp á sviðið og lét gamminn geysa um víðlendur stökunnar, ýmist í framsögn eða töfratónum. Var honum ótæpt klappað lof í lófa að lokum. Að síðustu þakkaði Jónanna Jónsdóttir kvenfélögunum allan veittan beina og óskaði þeim vel velfarnaðar í nútíð og framtíð. Og að loknum kveðjum ásamt árnaðaróskum hélt hópurinn heimleiðis eftir vel heppnaða för á sólríkum degi og gerðu bless- aðir bílstjórarnir það ekki enda- sleppt við okkur gamlingana og létu sig lítið muna um að skila hverjum og einum til síns heima kl. 8.30 að kveldi. Ég vil svo að síðustu tjá Kven- félagi Sauðárkróks kærar þakkir allra, sem nutu ferðarinnar, Fljótakonum ásamt bændum ágætar móttökur og síðast en ekki síst fararstjórum og bíl- stjórum fyrir frábæra umönnun og leiðsögn. Sauðárkróki 22.7.1982. Fyrir hönd allra ferðafélaga, Hólmfríður Jónasdóttir. Feykir • 3

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.