Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 13.06.1991, Síða 2

Vestfirska fréttablaðið - 13.06.1991, Síða 2
Vestfirska fréttablaðið kemur út síðdegis á fimmtudögum. Ritstjórn og auglýsingar: Aðalstræti 35, ísafirði, sími (94-)4011. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hlynur Þór Magnús- son. Útgefandi: Grafíktaekni hf. Prentvinnsla: ísprent hf. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna á ísafirði heldur fund föstudag- inn 14. júní nk. kl. 20.30 að Hafnarstræti 12, 2. hæð. Dagskrá: Bæjarfulltrúar flokksins gera grein fyrir meirihlutasam- starfi við Framsóknarflokkinn og Alþýðubandalagið. Önnurmál. . St]ornm. Guðsþjónusta í ísafjarðarkapellu á sunnudag kl. 14. Allir hjartanlega velkomnir. Sóknarprestur. Konur á öllum aldri! á ísafirði og nágrenni Munið 19. júní-samkomuna áheimavistMÍ kl. 20.30. Fjölbreytt dagskrá. Kvenfélagið Ósk. Pétur Kr. Hafstein: Sanngirni í staö hleypidóma Hjá því verður ekki komizt að gera nokkrar athugasemdir vegna umfjöllunar í forsíðu- frétt Vestfirska fréttablaðsins í síðustu viku um þann atburð, er lögreglan á ísafirði veitti hinn 1. júní s.l. tilteknum öku- manni eftirför í Hnífsdal. Þótt blaðinu þyki við hæfi að taka það sérstaklega fram, að það sé ekki dómbært á neinn hátt, er frásögn þess mörkuð slíkum sleggjudómum, að ekki er samboðið svo ágætu blaði og virtum ritstjóra þess. Þarna er í hálfkveðnum vísum látið að því liggja, að lögreglan eigi með aðgerðum sínum, sem hún sæki fyrirmyndir í til of- beldiskvikmynda og ýktra spennuþátta í sjónvarpi, sök á slysförum manna og jafnvel dauða. Ekki var látið svo lítið að ræða við yfirmenn lögregl- unnar, áður en þessi boð- skapur var látinn ganga á þrykk. Það orkar vissulega allt tví- mælis, þágert er. Menn skyldu þó ekki gleyma því, að hin við- kvæmu og vandasömu störf lögreglumanna eru þess eðlis, að oftar en ekki þurfa þeir að meta aðstæður og taka ákvarðanir í skyndingu. Gagnrýnendur þeirra geta hins vegar metið málin eftirá og sjá þá hlutina oft í öðru Pétur Kr. Hafstein. ljósi. Það er engum ljósara en lögreglumönnunum sjálfum, að stundum hefði mátt gera eitt og annað með öðrum hætti, ekki sízt ef atburðarás- ina hefði mátt sjá fyrir. Ég tel mig þó geta fullyrt það með góðri samvizku, að lögreglu- menn á ísafirði leitast við að haga störfum sínum með þeim hætti, að öryggi og velferð al- mennings sé jafnan í fyrir- rúmi. Hitt er annað, að svo er því miður allt of oft, að þeir, sem mest fjargviðrast yfir að- gerðarleysi lögreglunnar, verða fyrstir til að kvarta yfir yfirgangi hennar og ofríki, ef aðgerðir beinast á einhvern hátt gegn þeim sjálfum. Þegar lögregla gefur öku- manni, sem ekur langt yfir leyfilegum . hraðamörkum, stöðvunarmerki og hann sinn- ir þeim í engu. blasir ekki ein- ungis við, að brotnar eru þær umgengnisreglur samfélags- ins, sem settar eru til verndar öryggi hins almenna borgara og lögreglunni er ætlað að halda uppi. Hitt er jafnljóst, að þessi ökumaður er bæði sjálfum sér og umhverfi sínu hættulegur, hvort heldur hann er drukkinn eða allsgáður. Það er starfsskylda lögregl- unnar að reyna að koma í veg fyrir, að illa fari. Hún þarf með öðrum orðum að gera sitt ítrasta til þess að koma í veg fyrir þau skaðaverk. er óheft framganga slíkra ökumanna gæti leitt til. Þaðgerir hún ekki með því að halda að sér höndum. Hún verður hins vegar að haga aðgerðum sín- um í fyllsta samræmi við að- stæður hverju sinni. Það ætti svo tæpast að þurfa að taka það fram, að aðvörunarmerki með hverfiljósum og sírenu gefa lögreglumenn ekki til þess að skemmta sjálfum sér, heldur til þess að vara fólk við og gera það svo ljóst, sem verða má, að hættuástand sé á ferðum. Það er óréttmætt að slá því föstu, að með því að veita þeim ökumönnum eftirför, sem aka með ofsafengnum hætti og sinna ekki stöðvun- armerkjum, sé lögreglan að „fæla þá upp" og stofna lífi barna og annarra vegfarenda í stórhættu. Menn verða að hugsa þá hugsun til enda, hvaða tjóni slíkir ökumenn geta valdið, ef lögreglan lætur þá afskiptalausa. Hverjaryrðu þá upphrópanirnar um ábyrgð lögreglunnar? Eru fréttamenn í færum til að fullyrða, að sú eftirför, sem lögreglan veitti ógæfusömum ökumanni í Hnífsdal laugardaginn 1. júní, hafi verið „ástæðulaus" og ná hefði mátt „fullum ár- angri" án hennar? Hvaða ár- angri? Lögreglan skorast að sjálf- sögðu ekki undan ábyrgð á verkum sínum. Hún hlýtur hins vegar að gera þá kröfu til þeirra, sem um verk hennar fjalla á opinberum vettvangi, að þeir viðhafi bæði sanngirni og réttsýni en láti ekki hleypi- dóma villa sér sýn. Undan þeirri ábyrgð mega fjölmiðlar ekki víkjast. Höfundur er bœjarfógeti á ísafirði og sýslumaður í ísafjarðarsýslum. UTBOÐ Hafnarstjórn Súðavíkur býður út og óskar eftir tilboðum í verkáfanga við hafnargerð í Súðavík. í verkinu er innifalið: 1. Brjóta upp þekju og fjarlægja alls 230 fm. 2. Leggja vatnslagnir. 3. Leggja frárennslislagnir. 4. Setja fyllingu í rétta hæð. 5. Leggja snjóbræðslulagnir. 6. Steypa nýja þekju á bakkann alls um 897 fm. Verktaki skal hafa lokið verkinu fyrir 22. ágúst 1991. Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu Súða- víkurhrepps Njarðarbraut 14, Súðavík gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað föstu- daginn 21. júní 1991 kl. 14.00. Súðavíkurhreppur Njarðarbraut 14, Súðavík sími 94-4912. ísfirðingar Vestfirðingar ferðamenn! Komið og hlustið á hina óviðjafnanlegu Anitu Pearce Kántrí söngkonuna víðfrægu sem syngur og talar á samkomum í Hvítasunnu- kirkjunni Salem dagana 18. og 19. júní nk. kl. 20.00. Hressilegur söngur og hrífandi ræðumennska. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartanlega velkomnir á meðan húsrúm leyfir. HVÍTASUNNUKRIKJAN SALEM Vilborg Davíðsdóttir: Kveðja til blaðamanns „á toppnumu Ég undirrituð legg það ekki í vana minn að skrifa lesenda- dálka, enda hef ég atvinnu af skrifum sem blaðamaður. En nú get ég þó ekki orða bundist lengur, eftir að hafa fylgst með bréfaskiptum þeirra Róberts Schmidt fyrrum blaðamanns Bæjarins besta og Sigurjóns J. Sigurðssonar ritstjóra BB. Tilefnið er fyrst og fremst klausa í grein Róberts í Vest- firska þann 30. maí sl. þar sem hann gefur í skyn að allir fyrri blaðamenn BB hafi hætt þar störfum vegna ósættis við rit- stjóra. Þar þykir mér ómak- lega vegið að Sigurjóni og öðrum fyrri samstarfs- mönnum í H-prent. Ég starfaði sem blaðamaður BB frá hausti 1988 til vors 1990 og tek það skýrt fram að sam- starf við Sigurjón var með ágætum og átti engan þátt í því að ég hætti þar störfum og flutti til Reykjavíkur. Og ég er alveg viss um að allir þeir blaðamenn sem hafa starfað við Vestfirska fréttablaðið hafa ekki heldur skipt um störf vegna ósættis við sinn rit- stjóra. Eftir að hafa unnið með rit- stjóra BB í þetta langan tíma þykist ég fullfær um að vitna um heiðarleika hans sem blaðamanns og get upplýst að þau vinnubrögð sem Róbert ásakar hann um, þ.e. „úr- klippublaðamennska" tíðkuð- ust ekki meðan ég var þar við störf. Róbert tók við starfi mínu nokkru síðar og ég get ekki ímyndað mér að við það eitt að hann hóf þar störf hafi fréttaöflun verið umbýlt í þá veru sem hann lýsir á svo dramatískan hátt. Það að blaðamenn fylgist Vilborg Davíðsdóttir. vel með því sem fram kemur í öðrum fjölmiðlum er þeim til lofs en ekki lasts og raunar nauðsynlegt í starfi. Það er hverjum hugsandi manni aug- ljóst að þó einn fjölmiðill birti frétt af sama atburði og annar er hann ekki að stela neinu; enginn á einkarétt á birtingu fréttar nema hann hafi keypt hann af málsaðilum og slíkt tíðkast ekki hér á landi. Aðdróttanir um að BB steli jafnvel upp úr svæðisútvarp- inu þykja mér bara fyndnar og ekki svara verðar. Hafi það gerst hefur eitthvað meira en lítið breyst frá minni tíð á BB. Þó ég sé flutt suður er ég að sjálfsögðu enn áhugasamur lesandi bæði BB og Vestfirska og satt að segja fæ ég ekki séð hvað það er sem ergir Róbert svo mjög. Hann virðist liggja í blaðinu í örvæntingarfullum tilraunum til að finna eitthvað sem hægt er að setja út á. Hjálpi mér hamingjan, er ekki hægt að finna sér skemmti- legra áhugamál? Róbert talar einnig um „minnimáttarþanka" S.J.S. í garð Vestfirska fréttablaðsins. Ég bið nú bara lesendur sjálfa að dæma um hvort blaðið flytur meira af fréttum, hvort þeirra er skrifað á faglegri máta og hvort þeirra leggur meiri vinnu í fallegt útlit og uppsetningu. Róbert, til þín beini ég þeirri ósk að þú látir af þessum blekaustri og snúir þér fremur aftúr að því sem þú gerir betur en margir aðrir; þ.e. að skrifa fréttir um gæsaskytterí, rjúpnaskytterí, tófuskytterí og silungsveiði. Bestu kveðjur, Vilborg Davíðsdóttir blaðamaður. Húsnæði óskast Vegna jarðgangagerðar óskar ístak hf. eftir því að taka á leigu einbýlishús eða raðhús á ísafirði. Upplýsingar gefur Sigurður Einarssoní síma (91) 622700. ÍSTAK ATVINNA Starfskraft vantar í sumarafleysingu. Upplýsingar veittar á staðnum. Kaupfélag ísfirðinga Einar & Kristján

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.