Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 13.06.1991, Síða 5

Vestfirska fréttablaðið - 13.06.1991, Síða 5
 ísafj arðarhátíð í júnílok Nú fer brátt að líða að einni Ísafjarðarhátíðinni enn, hún verður dagana 28.-30. júní nk. Sú fyrsta var haldin 1982, og síðan hafa þær verið á þriggja ára fresti. Þessi verður því sú fjórða í röðinni. Grunnurinn hefur verið keppnisgreinar báta og er hraðbátarallið um ísafjarðar- djúp einskonar burðarás. A fyrri hátíðum hefur sjóstanga- veiðimót jafnan verið á dag- skránni, en vegna vaxandi um- fangs var ákveðið að taka það út og verður það haldið næstu helgi á eftir, föstudag og laug- ardag. Sjóstangaveiðimótin sem hófust hér með hátíðinni 1982 hafa verið haldin hvert ár síðan og hafa verið hluti af Is- landsmeistaramóti frá því slík mót hófust. Helstu keppnisgreinar í ár eru: Hraðbátarall Reykjavík- ísafjörður (þó er óvissa um það vegna lítillar þátttöku); Djúprallið, hraðbátarall frá ísafirði um ísafjarðardjúp, viðkomustaðir Súðavík, Vigur, Reykjanes, Æðey, Bolungarvík og endað á Isa- firði; Spyrnukeppni hraðbáta á Pollinum; Keppni gúmíbáta björgunarsveita á Pollinum; Furðufleyjakeppni (heima- smíðaðar unglingafleytur) og róðrabátakeppni barna. Þá verður námskeið og sýn- ing seglbrettamanna, almenn- ingi verður boðið á sjóstanga- veiði, og siglt verður með börn og unglinga á hraðbátum á Pollinum. Gert er ráð fyrir hópsiglingu Snarfaramanna úr Reykjavík vestur, og verður farið til móts við þá á bátaflota Isfirðinga. Á Silfurtorgi verður götu- markaður síðdegis á föstudag- inn, með sölubásum, stór- hljómsveitum af ýmsu tagi og öðrum skemmtiatriðum. Og ef þannig stendur á að hér verði þá starfandi bæjarstjóri, mun hann setja hátíðina með ræðu kl. 18.00. Útvarp verður starfrækt yfir hátíðina. Mikið verður um allskonar verðlaunagripi. sem allir eru gefnir af Hrönn hf., útgerð aflaskipsins Guðbjargar. Sportbátafélagið Sæfari er lykilaðilinn að mótinu, en með í spilinu eru bæjarsjóður, ferðamálasamtök, björgunar- sveitir, seglbrettafélag, Sjó- stangaveiðifélagið, Smábáta- félagið Huginn, auk fjölda einstaklinga. Mótsmerkið er teiknað af Pétri Guðmundssyni og er stílfærð mynd af Skutulsfjarð- areyri. Nú það þarf svo ekki að segja frá því að það er alltaf óskaplegt fjör á þessum hátíð- Aftur kvennahlaup Á síðastliðnu ári var haldið kvennahlaup í tengslum við íþróttahátíð f.S.Í. á ísafirði og víðar um land. Alls tóku tvö þúsund konur þátt í hlaupinu, og þótti það takast svo vel að íþróttasamband íslands hefur samþykkt að hlaupið fari aftur fram laugardaginn 22. júní kl. 14.00. Safnast verður saman á grasflötinni á Austurvelli, og hitað upp með léttum æf- ingum. Vegalengdin verður tveir og hálfur kílómetri og mega þátttakendur hlaupa hana, skokka eða ganga. Markmiðið er að allar konur, yngri og eldri verði með í hollri hreyfingu og úti- veru. - Byrjaðu að æfa strax, og fáðu vinkonur og ættingja með. flyndás S. 4561 LOKAÐ VEGNA SUMARLEYFA 18.-20. júní Skólaspjöldin eru tilbúin J||f Stúdenta hópmyndin tilbúin Hjónabandið á að vera Þess vegna býður Óðinn bakari 25% AFSLÁTT af brúðkaupstertum í sumar. Opið laugardaga 9-4 og sunnudaga 10-4 OÐINN BAKARI Hafnarstræti 4, s. 4707 og Silfurgötu 11 s. 4770. Við kynnum utanhússmálningu föstudag frá kl. 13 til 18 og laugardag frá kl. 10 til 16 MALUN A STEINI, TRÉ OG JÁRNI UTANHÚSS Sölumenn frá Málningu hf. á staðnum. Fagleg ráðgjöf, aðstoð við efnis- og litaval 15% KYNNINGARAFSLÁ TTUR Nú mála allir fyrir 17. júní ATH. Litakort frá Málningu hf. fylgir með Vestfirska fréttablaðinu

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.