Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 13.06.1991, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 13.06.1991, Blaðsíða 7
 Föndurloftið auglýsir Ódýru íslensku sumarbolirnir komnir aftur, barna-og fullorðinsstærðir Mikið úrval af minjagripum nýkomið. Einnig bómuHar- og ullarvörur s.s. peysur, jakkar og værðarvoðir. Allskonar hannyrða- og gjafavara. Kynnið ykkur urvalið. VERIÐ VELKOMIN Opið laugardaga og sunnudaga kl. 10-16 Föndurloftið — verslun og sumargisting Mjallargötu 5, sími 3659 í safj arðarkaupstaður Sundhöll ísafjarðar s. 3200 Verðuropinfrá 10. júnítil 18. ágústþannig: Mánudaga-föstudaga kl. 7.00-11.30, 14.00-18.00, 20.00-21.30 Laugardaga kl. 10.00-16.00. Sunnudaga kl. 10.00-12.00. Saunabað Mánud.-þriðjud.-miðvikud. kl. 20.00-21.30 konur. Fimmtud.-föstud. kl. 20.00-21.30 karlar. Laugard. kl. 13.00-16.00 karlar. Ekki selt inn 30 mín fyrir lokun. Sundhöll ísafjarðar. Lesendur: Ekkert er nýtt undir sólinni “Bílamaöur" skrifar: Vegna fréttar í síðasta „Skutli" um daginn um „nýja“ bílaþjónustu hér á (safirði hjá Ómari Matthíassyni, þá vil ég benda á að þar er ekkert „nýtt“ á ferðinni. Þess má geta í því sambandi, að Veturliði Veturliðason bifvélavirkjameistari rak um tveggja ára skeið samskonar þjónustu í húsnæði Kofra hf. Auk þess hafa verkstæði hér í bæ verið með og eru með bón og þvott á bílum, að ógleymdum félagsmönnum Sunddeildar Vestra, sem hafa stundað þetta um nokkurt skeið til fjáröflunar fyrir starf sitt. Varðandi reiðhjólaþjónustuna, þá er samskonar þjónusta rekin í Þór hf. og hafa krakkar og unglingar fengið lánuð þar verkfæri og einnig fengið ráðleggingar endurgjalds- laust. Bílamaður. AÐALFUNDUR Aðalfundur Vélbátaábyrgðarfélags ísfirðinga verður haldinn laugardaginn 22. júní nk. kl. 16.00 á Hótel ísafirði. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. m SJALLINN - ★ ★ Fimmtudagskvöld kl. 20-1 pöbbinn opinn Föstudagskvöld kl. 22-03 og laugardagskvöld kl. 23-03 HÖRKUDANSLEIKIR m/ hljómsveitinni GAL I LEO «* mmm^ 11 18 ár ATH: á föstudagskvöld er hálft gjald frá 10 til 12 Sunnudagskvöld kl. 20-03 pöbbinn opinn Munið nafnskírteinin. r* Skrifstofu- og ritaraskólinn á ísafirði: Fyrstu skólaslit Skrifstofu- og ritaraskólan- um á ísafirði var slitið á laug- ardaginn var, eftir sitt fyrsta starfsár hér. Það voru tuttugu nemendur sem byrjuðu í skólanum í haust, allt konur. Aðeins ein hætti námi, svo nítján skiluðu sér til vors og teljast það góðar heimtur. Þar er Stjórnunarfélag fs- lands sem býður upp á þetta nám sem tekur tvö ár. Miklar kröfur eru gerðar til nemenda, t.a.m. er lágmarkseinkunn sjö í hverri grein. Stjórnandi skólans. Sigrún C. Halldórsdóttir lét vel af starfinu í vetur, var lukkuleg með bæði kennara og nem- endur og sagði einstaka sam- heldni hafa ríkt í hópnum, enda væri meiningin að skella sér í skólaferðalag. Sigrún afhenti rós með hverju skírteini. Leikarinn beitir (hæfileikum!) Róbert Schmidt, Bíldudal: Það hefur víst ekki farið fram hjá neinum Vestfirðingi að leikarinn góðkunni, Þröstur Leó Gunnarsson frá Bíldudal, hefur starfað við beitningu og sjómennsku frá því hann kom til Bíldudals frá Iðnó. Þröstur er nú á grásleppu- veiðum á Ými BA, og er fisk- verðið þokkalegt það sem af er. f ágúst pakkar Þröstur niður og heldur suður á bóginn með fjölskyldu sinni. Leiklistarlífið bíður hans í Reykjavík og að sögn Þrastar er af nógu að taka í þeim efnum. Slorið eða sviðið, það breytir ekki persónunni Þresti Leó. Ef hann vill fara á sjóinn, Þröstur Leó í beitninguhni. þá fer hann á sjóinn og vilji hann fara að leika, þá fer hann að leika, mál. svo einfalt er það Ísafjarðarbíó | SÆRINGA- MAÐURINN The Exorcist III EX@ÍCIST Allir muna eftir hinum frægu Exorcist myndum, sem sýndar vom fyrir nokkrum árum við miklar vinsældir hjá þeim sem vildu láta hár rísa á höfði og verða í einu orði sagt „lafhræddir". Hér er framhaldið komið og það gefur „Exorcist" eitt ekkert eftii. TAKIÐ EFTIR: Þessi er ekki fyrir alla, bara fyrir þá, sem hafa sterkar taugar. Sýnd föstud. kl. 11. BARNA- LEIKUR 2 CHILDS PLAY 2 BARNALEIKUR 2 Skemmtilegri en sú fyrri - áhrifameiri - þú öskrar - þú hlærð. Hin þekkta dúkka með djöfullega glottið hefur vaknað til lífsins. Sýnd fimmtud. og föstud. kl. 9. A BLAÞRÆÐI Þau eru hér komin á lullri ferð, þau Gene Hackman og Anne Archer, í þessari stórkostlegu toppmynd, „Narrow Margin”, sem er ein sú langbesta sinnar tegundar í langan tima. Það er hinn frábæri leik- stjóri, Peter Hyams, sem gert hefur margar frægar myndir, er leikstýrir þessari toppmynd. „Narrow Margin“ toppmynd í sérflokki. Sýnd sunnud. ogmánud. kl. 9. Ísafjarðarbíó

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.