Vestfirska fréttablaðið - 13.06.1991, Qupperneq 8
FYRIR NUTIMA SKRIFSTOFUR:
Hljóðdeyfar fyrir prentara ■ Prentarastandar
Tölvuskápar ■ Pappírstætarar
BÓKAVERSLUN
JÓNASARTÓMASSONAR
SIMI 3123, ISAFIRÐI
Anders Larsson.
Harmonikutónleikar
í sal frímúrara:
Sænskir snillingar
á ferð
Þriðjudaginn 18. júní kl.2t.00 gengst Harmonikufélag
Vestfjarða fyrir tónleikum fjögurra sænskra harmoniku-
snillinga sem hér eru í heimsókn. Það eru þau Anders
Larsson, Annika Andersson, Conny Backström og Sigrid
Öjfelt.
Þetta er ungt fólk, tvö þeirra eru innan við tvítugt og
aðeins einn hefur náðfertugsaldri. Engu að síður er þarna
á ferðinni mikið hæfileikafólk, t.d. segir í kynningu þeirra
að Anders, sem er aðeins átján ára, hafi svokallað fullkom-
ið tóneyra og spili allt frá vögguvísum til Sundquist og
Gallarini eftir eyranu, enda spilaði hann inn á fyrstu snæld-
una tíu ára gamall.
Umsagnir um aðra eru mjög í svipuðum dúr, og því er
greinilega tilvalið að létta sér upp á þriðjudagskvöldið.
Fermingar-
afmæli í Ögri
Á síðustu árum hefur það mjög færst í vöxt að ferm-
ingarárgangar hittist og geri sér glaðan dag þegar hæfi-
lega langur tími er liðinn frá sjálfri fermingunni.
Fermingarbörnin úr Ögurhreppi árið 1966 (þ.e. árg.“52)
hyggjast halda upp á tuttugu og fimm ára fermingarafmæli
sitt þann 22. júní nk. Verður þessi hátíð með nokkuð
öðrum hætti en almennt gerist í kaupstöðum landsins.
Hópurinn mun standa fyrir sveitaballi að fornum sið í
Ungmennafélagshúsinu í Ögri, en það hefur nýlega verið
stækkað og endurbætt.
Dansleikurinn hefst kl. 22.00, og munu „Gömlu brýin“
(þ.e. Dúddi, Ásthildur og Silli) sjá um fjörið sem væntan-
lega verður ekki af skornum skammti fremur en endranær.
Gerist menn svangir er líður á nóttu munu verða á boðstól-
um ýmsar veitingar, m.a. rabbarbaragrautur og rjómi, svo
sem forðum tíðkaðist á dansiböllum til sveita.
Til gleðinnar er boðið öllum Djúpmönnum, búandi og
brottfluttum, ásamt mökum og afkomendum, svo og öllum
samstarfsmönnum, vinum og velunnurum fermingarbarn-
anna.
Aðgangseyri á skemmtunina verður stillt I hóf og mun
allur ágóði af henni renna óskiptur til endurbóta á Ung-
mennafélagshúsinu í Ögri.
Það er eindregin ósk og von fermingarbarnanna að sem
flestir framantaldra sjái sér fært að heiðra og gleðja þau
með nærveru sinni á þessum tímamótum.
Fermingarbörn í Ögurkirkju 26. maí 1966 voru sem hér
segir (í stafrófsröð):
Björg Baldursdóttir frá Vigur.
Þóra Karlsdóttir frá Birnustöðum.
Kirkjuvígsla á ísafirði:
Níutíu prósent vinnunnar gefins
Kirkjuleysi ísfirðinga er
orðið nokkuð umtalað þegar
fjögur ár eru liðin frá því ísa-
fjarðarkirkja varð ónothæf í
bruna og enn er engin bót ráð-
in á húsnæðisvanda safnaðar-
ins. Á þessum sama tíma hefur
þó kirkja nokkur verið endur-
byggð á ísafirði af miklum
myndarbrag af hinum tiltölu-
lega fámenna söfnuði Hvíta-
sunnumanna.
Þótt úti fyrir væri slyddu-
hraglandi var enginn hrollur í
fólki á samkomusal Salem.
enda salurinn troðinn af fólki,
sunnudaginn níunda júní þeg-
ar Hvítasunnumenn vígðu
kirkju sína til guðsþjónustu-
halds að nýju eftir svo viða-
miklar endurbætur að tæpast
er hægt að tala um sama hús.
Byggt hefur verið við báða
enda, allir gluggar endur-
nýjaðir, húsið var klætt að
utan, og innan stokks var allt
endurnýjað, jafnvel gólfin
voru losuð úr og ýmist hækkuð
eða lækkuð eftir þörfum.
Utlagður kostnaður er um
níu milljónir króna á þessum
fjórum árum, og þyrfti upp-
hæðin því að framreiknast til
að gefa rétta mynd af núvirði.
Hins vegar hefur sáralítil
vinna verið keypt til verksins,
um níutíu prósent hennar hafa
verið gefin. Bak við þetta átak
stendur söfnuður sem aðeins
telur um tuttugu virka með-
limi og hefur engan styrk hlot-
ið af opinberu fé.
Húsið er komið til ára sinna,
byggt 1904 af Sigurði Guð-
mundssyni. Þá voru í því íbúð-
ir. auk þess sem gisting var
rekin uppi í risi og verslun í
kjallaranum. Ýmis starfsemi
og ólík hefur farið fram í hús-
inu. Nokkrir af eldri ísfirðing-
um lærðu þar að lesa, en sonur
húsbyggjandans, Sigurður
Sigurðsson kallaður Súddi,
var kennari við Barnaskólann
og annaðist jafnframt stöf-
unardeild heima hjá sér. Um
tíma var rekin áfengisverslun
í þessu húsi. og síðar hús-
mæðraskóli. Árið 1945 var
Salem söfnuðurinn stofnaður
á Isafirði og keypti hann húsið
það ár af fröken Sigríði Jóns-
dóttur í Eyrardal. Um það
leyti hafði reyndar komið til
tals að kaupa það undir sjó-
mannaskóla. en af því varð
ekki og sá skóli komst aldrei á
laggirnar.
Við vígsluna voru gestir
víða að. jafnvel erlendis frá.
og gjafir og heillaóskir
streymdu að. Um þriðjungur
af Fíladelfíukórnum í Reykja-
vík var mættur og söng við at-
höfnina. Einnig sungu gestir
frá Vestmannaeyjum tvísöng
við gítarundirleik, og að sjálf-
sögðu er það svo hjá Hvíta-
sunnumönnum að það er ekki
aðeins sérmerkt söngfólk sem
syngur, heldur salurinn allur.
Nýtt píanó sem söfnuðurinn
fékk að gjöf var tekið í notkun
við vígsluna og sá Carolyn
Kristjánsson um undirleikinn.
Að lokinni athöfn var gcst-
um boðið að skoða húsakynn-
in, og til veglegrar kaffiveislu
í borðstofu á efri hæð
hússins.
Séra Karl kveður
söfnuð sinn á ísafirði
Séra Karl V. Matthíasson
sóknarprestur í ísafjarðar-
prestakalli er nú að láta af
starfi og kveður söfnuð sinn
við guðsþjónustu í ísafjarðar-
kapellu á sunnudaginn kl. 14.
Að messunni lokinni verða
kaffiveitingar.
Eins og kunnugt er hefur sr.
Karl fengið veitingu fyrir
Tálknafj arðarprestakalli.
Hann er nú á förum suður á
prestastefnu og síðan í sumar-
leyfi. Fjölskyldan mun síðan
koma aftur vestur um miðjan
júlí og flytja búslóðina til
Tálknafjarðar og séra Karl
taka þar til við ræktunarstörf
á nýjum akri.
Séra Karl V. Matthíasson.
Ahersla er ekki síður lögð á tilfinninguna en formið. Athöfninni
lauk með því að sungið var „Halelúja".
Mikil gróska í skógrækt:
Norskir
lýðháskóla-
nemar
gróðursetja
tré á ísafirði
Þessi mynd var tekin í síð-
ustu viku í brekkunni ofan við
Urðarveginn á ísafirði, innst.
Þar var skógræktarfólk að
verki eins og svo víða hér um
slóðir um þessar mundir (ekki
virðist öllu minni gróska í
skógræktarfólkinu sjálfu og
starfi þess en plöntunum sem
það er að sýsla með). Hér voru
á ferð fimm norskir lýðhá-
skólanemar sem dvöldust
vikutíma á Isafirði, unnu að
gróðursetningu á téðum stað
°8 bjuggu til gróðurreit inni í
Tungudal. Með þeim er á
myndinni Sigríður Steinunn
Axelsdóttir og ungir ísfirðing-
ar sem við kunnum ekki að
nafngreina.
Alls komu í einni ferð til ís-
lands yfir fimmtíu norrænir
lýðháskólanemar, flestir
norskir, og tóku þátt í skóg-
ræktarátaki víðs vegar um
landið. Þar á meðal voru fimm
á Tálknafirði.
Við leynum á okkur þó lítil séum
VERSLUNIN
n4"a<,°9 taðnum-
upp'ýsin9ar
HNÍFSDAL
MIKIÐ URVAL AF REIÐHJÓLUM
Garðyrkjuverkfæri í úrvali
Jón Friðgeir Einarsson
Byggingavöruverslun, Bolungavík, sími 7353
— ALLT TIL B YGGINGA Á EINUM STAЗ
I
l
l