Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.11.1991, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 28.11.1991, Blaðsíða 1
VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ 43. TBL. 17. ÁRG. 28. NÓVEMBER 1991 Jóla- bækurnar streyma að Nýkomnar eru eftirtaldar: ÆVISÖGUR Kristján Eldjám Gylfi Gröndal 3.980,- Erró Aðalsteinn Ingólfsson 3.980,- Lífsháski ÆvisagaJónasarJónass. 2.880,- Lifróður æviÁmaTryggvasonar 2.950,- Heiðar(snyrtir) ...einsoghanner 2.980,- Laddi Þráinn Bertelsson 2.890,- GagnnjósnariBreta IbÁrnason Riis segirfrá 2.480,- Nýjar íslenskar BARNABÆKUR Fjólubláirdagar Kristín Steinsdóttir 1.340,- Leyndarmál gamla hússins Heiður Baldursdóttir 1.340,- Grettir sterki Þorsteinn Stefánsson 980,- Kjarriogskemmubófamir JónDan 980,- Bestuvinir Andrés Indriðason 1.598,- Auk þess fjöldi annarra fallega myndskreyttra barna- og unglingabóka BÓKAVERSLUN JÓNASAR TÓMASSONAR Sími 3123, ísafirði og jafnframt jólafundur Sjálf- stæðiskvennafélags Isafjarðar verður haldinn á Hótel ísafirði föstudaginn 6. desember nk. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðatfundarstörf. 2. Önnurmál. 3. Skemmtidagskrá og veitingar. Sjálfstæðiskonur, mætið vel og stundvíslega. Stjómin. Rækjuveiðarnar: Enn lifa leifar verslunar- ánauðarinnar frá 1602 Einokunartíminn á lslandi 1602-1787 er svartasta skeiðið í sögu íslensku þjóðarinnar, tíminn þegar stjórnvöld og æðri máttarvöld lögðust á eitt gegn fólkinu sem hjarði á þessu volaða landi. Það var eitt einkenni hinnar illræmdu verslunareinokunar, að lands- menn á tilteknum svæðum voru skikkaðir til að skipta aðeins við einn tiltekinn kaupmann og var stranglega bannað að skipta við aðra. Ymis dæmi eru um stranga refsidóma, sem menn tóku út á eigin skrokki, fyrir þau glæpaverk að fá röngum kaup- manni nokkra fiska í skiptum fyrir mjöl eða snæri. Svipað kaupsvæðafyrir- komulag og einokun gildir þann dag í dag hvað snertir rækjusölu. Bílddælingum t. d. er bannað að leggja upp rækjuna, sem þeir veiða, hjá öðrum en aðeins einni tiltek- inni rækjuverksmiðju, þótt aðrir rækjukaupendur vildu glaðir skipta við þá og borga jafnvel viðunandi verð í staðinn. Þegar þetta blað fór í prent- un voru bílddælskir rækjusjó- menn farnir suður á konungs- fund ráðherrafund til þess að reyna að fá réttingu mála sinna, samskonar og aðrir ís- lenskir þegnar fengu fyrir meira en tvö hundruð árum. Símaofsóknir á hendur / Mogganum á Isafírði Undanfarið hafa verið nokkur brögð að því á ísafirði, að hringt hefur verið og sagt upp áskrift að Morgunblað- inu, án vitundar og vilja áskrif- endanna sjálfra. Einnig hefur verið hringt og kvartað yfir út- burði Morgunblaðsins og frammistöðu einstakra blað- bera, án þess að nein ástæða hafi verið til þeirra umkvart- ana. Hér er að verki unglingur, sem af einhverjum ástæðum virðist vera í nöp við Morgun- blaðið eða dreifingarfólk blaðsins á ísafirði. Enn hefur ekki verið gripið til ráðstafana í þessu máli, en það verður ef- laust gert ef þessu háttalagi linnir ekki, enda er vitað hver á hér í hlut. Líður að frumsýningu á frumsömdu ævintýraleikriti á Isaflrði: / Asthildur CesU og leikar- arnir sömdu verkið sjálf Litli leikklúbburinn og Félagsmiðstöðin á ísafirði eru nú í þann veginn að ljúka æf- ingum á nýju leikriti, sem Ást- hildur Cesil Þórðardóttir samdi í samvinnu við leikend- urna að loknu leiklistarnám- skeiði. Leikurinn fjallar um tvo nútímanáunga sem detta inn í Ævintýralandið og hitta þar Rauðhettu, Öskubusku, Stígvélaða köttinn og margar fleiri ævintýrapersónur. Leik- endur eru tólf talsins á aldrin- um 12 ára til fertugs. Frumsýnt verður í Grunn- skólanum á ísafirði eftir viku, fimmtudaginn 5. desember. * Tónleikar á Isaíirði á laugardag: Guðný Guðmundsdóttir leikur á íslenska birkifíðlu Á laugardaginn, þann 30. nóvember, munu þau Guðný Guðmundsdóttir fíðluleikari og Kristinn Örn Kristinsson píanóleikari halda afar for- vitnilega tónleika í sal Frímúra á ísafírði og hefjast þeir kl. 17. Á efnisskránni eru m. a. fíðlukonsert Elgars, sem Guðný ætlar að flytja með Sin- fóníuhljómsveit íslands síðar í vetur, en það var einmitt með flutningi á því verki sem Yehudi Menuhin varð heims- frægur á einni nóttu, þá aðeins fjórtán ára. Þá flytur Guðný nýtt verk eftir Hafliða Hall- grímsson. sem hlotið hefur frábærar undirtektir. Síðari hluti tónleikanna verður helgaður þekktum og vinsælum fíðlulögum - Síg- aunamúsík og Vínarvölsum - Guðný Guðmundsdóttir. eftir Kreisler, Sarasate o. fl., sannkallað eyrnakonfekt. Einnig verða þar vinsæl ís- lensk lög, jafnvel eftir ísfírska höfunda, og ætlar Guðný hreinlega að spila eins lengi og áheyrendur endast til að hlusta! Þá mun hún einnig taka upp úr farteskinu íslensk- ar fiðlur úr birki, nýsmíðaðar af Kristni Sigurgeirssyni á Sauðárkróki og leyfa okkur að heyra í þessum merkishljóð- færum. Hér eru á ferðinni einstak- lega spennandi tónleikar með frábærum listamönnum, og eru ísfirðingar og nærsveita- menn eindregið hvattir til að mæta. Aðgöngumiðar eru seldir við innganginn, en nemendur Tónlistarskólans 20 ára og yngri fá ókeypis aðgang eins og að öðrum tónleikum Tónl- istarfélagsins. (Frá Tónlistarfélagi ísafjarðar). FAMILY GAME leikjatölvan Fullkomin tölva með 2 stýripinnum og einum leik FRÁBÆRT VERÐ AÐEINS KR. 9.300, Mikið úrval af leikjum T.D. Rock Man 3 Super Mario 4 Robocop 1 og 2 Simpsons Verð frá kr. 1.790,- ATH: Hægt að nota leiki frá: Nintendo ——— Nasa ........ Redstone Einnig hægt að nota Family Game leikina í áður taldar vélar SALA & ÞJÓNUSTA ggj 3F92

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.