Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 03.01.1992, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 03.01.1992, Blaðsíða 2
3— Vestfirska frettabladið kemur út síðdegis á fimmtudögum. Blaðið er ókeypis og sent áskrifendum hvar sem er á landinu og erlendis og þá einungis gegn greiðslu á sendingarkostnaði. Ritstjórn og auglýs- ingar: Aðalstræti 35, isafirði, sími 94-4011. Póstfaxsími: 94-4423. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hlynur Þór Magnússon. Blaðamaður: Rúnar Helgi Vignisson. Útgefandi: Grafíktækni hf. Prentvinnsla: Isprent hf. Aðalstræti 35, Isafirði, 94-3223. Vestfirska fréttablaðið er í Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Vestfirska fréttablaðið er aðili að upplagseftirliti Verslunarráðs fslands. Viö íslendingar erum síst minni hræsnarar en aörar þjóöir. Við auglýsum landiö okkar sem ómengað og ósnortiö, en höfum uppi litla sem enga tilburði til mengunarvarna. Við erum annálaöir sóöar, fleygjum öllu sem nöfnum tjáir að nefna út um allar þorpagrundir eins og það sé náttúrulögmál. Við ökum um á blýsúpandi tryllitækjum og skiljum þau eftir í lausagangi tímunum saman. Við ökum á jeppum um vegleysur og eyðum gróðri. Við hendum öllu sem hugsastgetur í hafið;tönnlumst á því að lengi taki sjórinn við. Og ekki er ástandið alltaf skárra um dal og hól; sum býli eru vistskæðir sorphaugar. Svo sendum við glansandi póstkort og auglýs- ingabæklinga út um heiminn með myndum af hreina landinu okkar. ísland er að vísu enn tiltölulega hreint, en það er alis ekki okkur að þakka. Það er fólksfæðinni að þakka og engu öðru. Ljóst er að við afkomend- um okkar blasir heldur en ekki fögurframtíðarsýn ef við vöknum ekki af þyrnirósarsvefni, ef við látum ekki af leti og eigingirni og öxlum ábyrgð: Þykkt mengunarmistur, mengað vatn, dauður sjór, svo fátt eitt sé nefnt. Þessi framtíðarsýn er nú þegar blákaldur veru- leiki víða í þriðja heiminum og jafnvel sums staðar á vesturlöndum. Það er blákaldur veruleiki að börn skaðast af blýeitrun, að nota þarf súrefnis- grímur, að ekki sér í heiðan himin, að sjóða þarf vatn og sía til neyslu. Meira að segja á (safirði sést mengunarmistur á góðviðrisdögum. Við megum ekki láta tilfinningasemi vestur- landabúa í hvalamálum blinda okkur fyrir kjarna málsins og alvöru: umhverfisvernd er mál mál- anna hér og nú, hún er það eina sem skiptir okkur verulegu máli hér á jöþðu. Við höfum lagt líf barn- anna okkar að veði og nú þýðir ekki lengur að yppta öxlum og taka í nefið. Víst erum við fá og smá, en fæðin leysir okkur ekki undan ábyrgðinni; sem vesturlandabúar erum við samsek. Vert er því að velta fyrir sér sambandi þess smáa og þess stóra, mætti margra handa. Krefjið til dæmis kaupmanninn um visthollan varning, afþakkið plastpokana og fyrir alla muni látið ekki góma ykkur með nýhoggið tré í rassinum, þá elnar náttúrunni gyllinæðin. fíúnar Helgi Vignisson. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma SALBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR ljósmóðir frá Lyngholti, Hlíf ísafirði, sem andaðist 28. desember verður jarðsungin frá Unaðsdalskirkju laugardaginn 4. janúar kl. 11. Fagranesiðferfráísafirðikl. 8.30 ogtilbakakl. 17. Engilbert Ingavaisson Krístín Daníelsdóttii Jóhanna Ingvarsdóttii Sveinn Fríðbjömsson Ámý Kolbeinsdóttii, barnaböin og bamabamaböm. Lífróður Áma Tryggva seldist best — bóksala svipuð og 1990 „Það er ekki ástæða til að vera óánægður,“ sagði Gunn- laugur Jónasson í Bókhlöð- unni um jólabókasöluna. Taldi hann söluna sambæri- lega við jólin 1990 þegar hún var þó óvenjumikil sökum niðurfellingar virðisauka- skatts á bókum. Lífróður Arna Tryggvason- ar var söluhæsta bókin á ísa- firði. Af öðruni söluháum bókum má nefna Fyrirgefn- ingu syndanna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson, Á slóð kol- krabbans eftir Örnólf Árna- son, Mitt er þitt eftir Þorgrím Þráinsson, Kristján Eldjárn eftir Gylfa Gröndal og Betri helminginn, en þar er að finna viðtal við Sigríði Brynjólfs- dóttur sem skráð var af Ingu Dan. Einnig má nefna bókina Guðirnir eru geggjaðir eftir Stefán Jón Hafstein og Hann er sagður bóndi eftir Vilhjálm Hjálmarsson Af íslenskum skáldsögum fyrir utan Fyrirgefningu synd- anna seldust íslenski draum- urinn eftir Guðmund Andra Thorsson og Svanurinn eftir Guðberg Bergsson best. Miklar framkvæmdir í Reykhólahreppi á árinu — mikil kirkjusókn um jólin — Þörungaverksmiðjan lokuð í vetur Um jólin var kirkjusókn mjög góð í Reykhólasveit. Til dæmis var Reykhólakirkja þéttsetin og þó nokkrir stóðu. Kirkjukórar Reykhólakirkju og Garpsdalskirkju sungu undir stjórn Ragnars Jónsson- ar organista. Reykhölahreppur hefur staðið í miklum framkvæmd- um á árinu. Sundlaugin og sundlaugarhúsið voru gerð upp og notkun laugarinnar hefur aukist að miklum mun. Mikið hefur verið unnið við endurbætur á hitakerfi hita- veitunnar á Reykhólum. Reykhólahreppur hefur lokið við tvær íbúðir í dvalar- heimilinu Barmahlíð og er þá ein íbúð ókláruð á neðri hæð hússins. Forstöðukona dvalar- heimilisins er Sólrún Ósk Gestsdóttir. Skógræktarfélagið Björk hefur starfað vel á árinu. Skógræktargirðing var stækk- uð og nú prýða Reykhóla fjögur útitré úr girðingunni á Barmahlíð. Reykhólahreppur keypti Tilraunastöðina á Reykhólum og hefur flutt alla starfsemi sína þangað. Búið er að gera við skrifstofuhúsnæði að innan og er þar komin góð vinnu- aðstaða. Stofnuð var ný verslun á Reykhólum á árinu og ber hún nafnið Arnhóll. Hún er enn sem komið er fyrst og fremst ferðaþjónustuverslun, en all- taf er þó að fjölga vörutegund- um í henni. Kaupfélag Króksfjarðar hefur lokið við að endurnýja sláturhúsið og cr þar nú all- góður aðbúnaður til þess að skila góðum afurðum. Reykhólahreppur keypti nýjan skólabíl á árinu, en heimavist Reykhólaskóla hef- ur verið lögð niður. Nýr skóla- stjóri er kominn í Reykhóla- skóla og er það Skarphéðinn Ólafsson, en fráfarandi skóla- stjóri, Jón Ólafsson, flutti suður með fjölskyldu sína. Tónlistarskóli var stofnaður á árinu og er skólastjóri hans Ragnar Jónsson, en hann kom frá Bíldudal. Þrátt fyrir að íbúum hafi fjölgað, en mann- talsskýrslur eru ekki komnar þegar þetta er skrifað, fækkar í grunnskólanum. Þörungaverksmiðjan hefur staðið í járnum og í vetur er verksmiðjan lokuð, en nokkr- ir viðgerðarmenn eru þar að störfum. Hins vegar mun vera ætlunin að hún starfi með full- um afköstum á sumri kom- anda. Gróðrarstöðin Garðar á Reykhólum hefur verið seld og kaupandi er Kristinn Berg- sveinsson fyrrverandi bóndi í Gufudal. Kirkjugarðurinn á Reyk- hólum var sléttaður og lag- færður s.l. sumar af Jóni Kr. Ólafssyni og mönnum hans. Póstur og sími óskar að ráða 50% starf fulltrúa á skrifstofu Pósts og síma á ísafirði. PÓSTUR OG SÍMI ISAFIRÐI VERSLUNIN HNÍFSDAL OPIÐ ALLA DAGA Daglegar ferðir Reykjavík - ísafjörður Vöruflutningar Ármanns Leifssonar S 94-7548 og 91-10440 Allarbyggingarvörur Pensillinn Mjallargötu 1, sími 3221 bílaþjónusta DAÐA FJARÐARSTRÆTI20, 400 ÍSAFJÖRÐUR SÍMI 94-3499 k Smuistöð k k Hjólbaiðaviðgerðii k Bifreiðaviðgerðir - bílasala ORKUBÚ VESTFJARÐA OPNUNARTÍMI SKRIFSTOFU kl. 9.00-12.00 og 13.00-16.00 S 3211 BILANATILKYNNINGAR Rafmagn: ® 3099 Hitaveita: S 3201 Framtalsaðstoð Bókhaldsþjónusta Viðskiptamannabókhald Launaútreikningur Tölvuvinnsla. FYLKIR ÁGÚSTSSON bókhaldsþjónusta Fjarðarstræti 15-400 ísafirði Sími 3745. ÓÐINN B AKARI BAKARÍ ® 4770 VERSLUN S 4707 Allt til pípulagna ÁIBAI. / Fjarðarstræti 22,400 (safjörður, sími 94-4644. AL-ANON Ef þú berð umhyggju fyrir einhverjum sem á við áfengisvandamál að stríða getur AL-ANON leiðin hjálpað þér. Fundir eru á mánudögum kl. 21 í Aðalstræti 42 húsið opnað kl. 20.30. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI S 4500 Samband frá skiptiborði við allar deildir virka daga kl. 8-17. Eftir lokun skiptiborðs svarar legudeild í síma 4500. Annars sjá símaskrá. Heimsóknartimar aila daga kl. 15-15.45 og 19-19.30. Seinni heimsóknartíminn til sængurkvenna aðeins fyrir feður, eða einn nákominn ættingja eða vin. Slysadeild opin allan sólarhringinn. Likamsrækt fyrir almenning á endurhæfingardeild opin á mánudögum og fimmtudögum kl. 17-20. Sími eftir kl. 17 er 4503. HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á ÍSAFIRÐI ® 4500 Opin virka dagakl. 8-17. Tímapantanir á sama tíma. Upplýsingar um vaklhafandi bæjarlækni eftir lokun skiptiborðs í símsvara 3811. Blómabúðin Elísa Hafnarstræti 11, sími 4722 Föndurloftið Mjallargötu 5, sími 3659 LÆGRA VERÐ $ ÍSPRENTHF. PRENTSMIÐJA S 94-3223 Ferjan Baldur — vegurinn suður og heim aftur 093-81120 og94-2020 Öll herbergi með baði, síma, sjónvarpi, og míníbar! ® 91-18650

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.