Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 03.01.1992, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 03.01.1992, Blaðsíða 3
Vestfirðingar auka notkun á endurunnum pappír — gæðin aukast stöðugt „Það er mikið spurt eftir endurunnum pappír,“ sagði Frosti Gunnarsson verslunar- stjóri hjá Kaupfélagi ísfirð- inga. „Þar hefur orðið mikil breyting á.“ Að sögn heildsala og versl- unarmanna sem Vestfirska hafði samband við eykst eftir- spurn eftir endurunnum og óbleiktum pappír stöðugt. Þó virðist sem notkunin takmark- ist að mestu við klósettpappír og eldhúsrúllur. Hafsteinn Vilhjálmsson heildsali sagðist hafa reynt að selja endurunn- inn pappír til frystihúsa og rækjuverksmiðja, en mönnum hefði ekki líkað hann, fundist hann þerra verr og koma mikið kusk úr honum. Þá sagði Hafsteinn að neytendur settu lit pappírsins nokkuð fyrir sig, einkanlega þegar um eldhúsrúllur væri að ræða. Frosti Gunnarsson sagði að mönnum þætti endurunni pappírinn ekki alltaf nógu mjúkur en margir keyptu hann engu að síður. Hafsteinn benti hins vegar á að gæði pappírs- ins hefðu stöðugt aukist. Þá er hann orðinn samkeppnisfær hvað verðið varðar. Bæði Sandfell og umboðs- verslun Hafsteins Vilhjálms- sonar hafa endurunninn papp- ír á boðstólum, en þó er sala á honum ekki nema lítið hlut- fall af pappírssölu. Hafsteinn efaðist um að salan næði 10% hjá sér. Þess má einnig geta að prentsmiðjurnar hafa á boð- stólum endurunninn pappír til skrifstofunota og að sögn Harðar Kristjánssonar hjá fs- prent hefur verið töluverð eftirspurn eftir honum, enda verðið sambærilegt við venju- legan pappír. Gjöf frá Sighvati Daginn fyrir gamlársdag af- henti Karvel Pálmason for- manni Félags hjartasjúklinga á Vestfjörðum gjafabréf fyrir hönd heilbrigðis- og trygging- amálaráðherra, Sighvatar Björgvinssonar. Um er að ræða 700 þúsund kr. sem nota skal til kaupa á hjartalínurits- tæki. Tilkoma þessa tækis munu auðvelda mjög álagsprófanir fyrir hjartasjúklinga, en að- stæður til þeirra eru sem stendur fremur frumbýlings- legar á Fjórðungssjúkrahús- inu. Jóhann Kárason. formaður Félags hjartasjúklinga, tók við gjafabréfinu og notaði tæki- færið til að færa Rauða kross- inum 30 þúsund kr. til að að- stoða við kaupin á nýja sjúkra- hílnum Johann Karason tekur við gjafabrefínu úr hendi Karvels. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI íbúð óskast Leitum að 3ja - 4ra herbergja íbúð til leigu fyrir starfsmann, á Eyrinni eða nágrenni. Óskum að ráða nú þegar eða eftir nánara samkomulagi: Læknaritara eða starfsmann með góða vélritunarkunnáttu Aðstoðarmatráðskonu Starfsfólk í eldhús 100% störf - vaktavinna Upplýsingar um starf læknaritara og leiguíbúð veitir framkvæmdastjóri en um starf aðstoðarmatráðskonu ogstörf í eldhúsi matreiðslumeistari alla virka daga í síma 4500. Bylgjan aflar sér verkfallsheimildar Félagsfundur var haldinn í Skipstjóra og stýrimannafé- laginu Bylgju á Þorláksmessu. Félagsmenn lýstu mjög ein- dregið þeirri skoðun að taka bæri til baka þá kjaraskerðingu sem varð með lagabreytingu um sjómannaafslátt. Fundur- inn samþykkti að veita stjórn og trúnaðarmannaráði heimild til verkfallsboðunar. ÓKEYPIS smá- auglýsingar TIL SÖLU Artic Cat Panther með raf- starti og hita í höldum, 66 hestöfl 440 cu. S. 3421. LEIKJATÖLVA Breytt Nintendo leikjatölva ásamt 2 stýripinnum, byssu, leikjum og milli- stykki til söiu. S. 3935, Jóhannes. TAPAST HEFUR bátur úr neglu, flaska af tappa, kirkja af krossi. Finn- andi hafi samband við Ekki auglýsingar, s. 0011. Sá á fund sem finnur. 50% lækkun á grunnverði auglýsinga í næstu viku ÍSPRENTHF. Bolungarvík: "V estfirska í vetrarfrí — ísprent hf. sér um þjónustu við auglýsendur Nú rétt fyrir jólin þökkuöu fulltrúar Sjúkrahússins í Bol- ungarvík Sjálfsbjargarfé- lögum á staðnum fyrir góðar gjafír þeirra undanfarið. Hér var um að ræða tæki til sjúkra- þjálfunar, togbekk, þrekhjól, handhjól, vaxbakstrapott, raf- örvunaræki, nuddtæki, lóð og bolta. Við þetta tækifæri kom fram að Sjálfsbjörg í Bolungarvík hefur gefið öll tæki til sjúkra- þjálfunar frá upphafi eða al- veg frá árinu 1983. Margvísleg fjáröflun er í gangi hjá félag- inu og þar liggur mikil vinna að baki. í fréttatilkynningu frá Sjúkrahúsi Bolungarvíkur er ítrekað hve mikilsvert er að eiga svona góða bakhjarla sem sinna þessu starfi af óeigin- girni og alhug. „An þeirra væri þessi þjónusta ekki fyrir hendi í Bolungarvík." Næstu vikur tekur Vest- firska fréttablaðið sér vetrar- frí. Er blaðið í dag því það síðasta að sinni. Ljóst þótti að ekki var hægt að leggja alla útgáfustarfsemi af þó Vest- firska tæki sér frí og því hefur verið ákveðið að Isprent hf. annist þjónustu við auglýsend- ur á helsta markaðssvæði blaðsins. fsprent hf. hóf reyndar á síðasta ári útgáfu á Forsíðunni sem ætlað var að sinna sér- stökum tímabundnum þörfum auglýsenda. Komu samtals út þrj ú tölublöð af þessu blaði og mun útgáfa Forsíðunnar nú aftur verða tekin upp til að sinna áðurnefndum þörfum. Bónusverð á auglýsingum Til að mæta enn frekar óskum auglýsenda á þessum samdráttartímum, þá verður grunnverð auglýsinga lækkað um helming. Forsendur þess eru að ýtrustu hagkvæmni verði gætt við útgáfuna og verður í þeim efnum fetað í fótspor þeirra aðila sem gefið hafa út svipuð rit vítt og breitt um landið og víðast nefnd ,,Dagskrá“. Þótt ótrúlegt megi virðast, þá hafa slík aug- lýsingablöð notið mikilla vinsælda og víða orðið helsti vettvangur fyrir auglýsingar þrátt fyrir annars líflega útgáfustarfsemi á þeim svæðum. Auglýsingasími Forsíðunn- ar er 3223, en einnig er mögu- legt að ná sambandi í síma Vestfirska 4011 og faxnúmer 4423. Stjórn Sjálfsbjargar í Bolungarvík ásamt yfírlækni, hjúkrunar- forstjóra og sjúkraþjálfara Sjúkrahússins. Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs árs og þökkum viðskiptin á nýliðnu ári. Blómabúð ísafjarðar S 3223

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.