Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 1
MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1992 9. TBL. 18. ÁRG. SIMI94-4011 Léleg steiiibítsvertíð Litlanesið hætt Skólanefnd Framhalds- skóla Yestfjarða Á starfsmannafundi hins nýja Framhaldsskóla Vest- fjarða á mánudaginn sl. kusu starfsmenn skólans fuiltrúa sína í skólanefnd skólans. Kosnir voru tveir fulltrúar, Guðný ísleifsdóttir og Guð- mundur Einarsson en þau voru bæði fulltrúar skólans í skólanefnd MÍ. Til vara voru kosin Helga Friðriksdóttir og Tryggvi Sigtryggsson. Starfs- menn Framhaldskóla Vest- fjarða eru 42 talsins. I skólanefndinni sitja alls sjö manns. Frjá þeirra tilnefn- ir stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga, starfsmenn skól- ans tvo, nemendur einn og menntamálaráðherra einn. Fulltrúar sveitarfélaganna eru Pctur Bjarnason á ísafirði, Stefán Gíslason á Hólmavík og Ólafur Arnfjörð Guð- mundsson á Patreksfirði. Eftir er að ganga frá fulltrúum nemenda og ráðherra. -GHj. Litlanes ÍS 608 hætti á línu- vertíðinni sl. föstudag vegna lélegs afla að undanförnu. Arnar Kristjánsson, skipstjóri og eigandi bátsins, sagði í við- tali við Vestfirska að aflinn hefði verið mjög lélegur og hefði enginn verulegur neisti komið í steinbítsveiðarnar. „Við fórum síðasta róður- inn á föstdaginn og þá var afl- inn tæplega 3 tonn af steinbít og smávegis var af þorski með. Við vorum grunnt út af Straumnesinu. Við hættum vegna þess að mér fannst fiski- ríið of lítið. Steinbíturinn hef- ur látið bíða eftir sér en það hefur orðið eitthvað vart við hann suður á Röst (Látraröst). Það er of langt fyrir okkur að sækja þangað. Þó menn komnist upp í 100 kg á bala er það of lítið þegar verðið er svona lágt á steinbítnum. Það hefur enginn kraftur verið í Litlancsið reri með 48 bala og sagði Arnar þá hafa beitt eingöngu loðnu fyrir steinbít- inn og síld og smokk fyrir þorskinn. Fjórar lóðir eru í hverjum bala og á hvcrri lóð eru lOOkrókar. Í48bölumeru því 19.200 krókar. Línan sem Litlanesið reri með er 26.4 knt að lengd, eða um 14 sjómílur. Þetta er sagt hér til þess að upplýsa fólk um að það er ekkert smáræðis kraðak af línu í sjónum umhverfis Vest- firði þegar allir eru á sjó. Sagt er að reyndustu beitninga- menn sem beita 4 bala á dag alla vikuna yfir veturinn, heila mannsævi, hafi komist upp í að beita línu sem nái alla leið til Japan og heim aftur. -GHj. litlanes Arnar Kristjánsson skipstjóri um borð í fleyi sínu. Árshátíð Grunn- skóla Bolungarvíkur Laugardaginn 4. apríl var árshátíð Grunnskólans í Bol- ungarvík haldin í Félagsheimili Bolungarvíkur. Árshátíðin heppnaðist mjög vel í alla staði og var afar fjölsótt. í tilefni „árs söngsins" var meginþema árshátíðarinnar söng- atriði. Enn fremur var leikrit, kennaragrín og margtfleira. Ágóðinn af sýningunum rennur í ferðasjóð nemenda 9. og 10. bekkjar Grunnskólans. Á myndinni eru nemendur 8. bekkjar að flytja atriði úr „FSocky Horror Pitcure Show“. -GHj. þessu. Það hefur komið dagur og dagur sem einn og einn bát- ur hefur fengið sæmilegan afla, en það er ekki neitt. Maður heyrir á hinum að það er kominn leiði í menn og þeim farið að leiðast að bíða eftir að sladdinn korni og vilja þeir meina að hann komi ekki neitt. Venjulega er hætt 11. maí en einstaka bátar hafa haldið áfram ef eitthvað kropp hefur verið. Ég kann engar skýringar á þessu. Það hefur verið tckið svipað heildar- magn og áður, cn það cru bara fleiri um það. Togskipin eru komin í þetta líka og það eru stórir og smáir línubátar alveg hér frá Djúpi og suður fyrir Bjarg. Það eru margir um þetta. Ef þú ert ekki nógu tímanlega í að koma þér á staðinn sem þú ætlar að veiða á, þá endar þú langt suður með Vestfjörðum vegna þess að ekki er pláss.“ GLEÐILEGA PÁSKA! Hrafn heimsækir rækjubátana — á miðunum við Ögurhólma Krummi situr á bómuni í Gissuri. Ljósm. Tryggvi G. Rækju landað úr Gissuri hvíta. Tryggvi skipstjóri til hægri. Sá einstæði atburður hefur átt sér stað að hrafn nokkur hefur komið fljúgandi um borð í rækjubáta, sem verið hafa á veiðum við Ögurhólma í vetur. Hefur krummi gjarnan sest á masturstoppa, bómur eða hádekk bátanna og garg- að á skipverja þar til þeir hafa fært honum síld, loðnu eða annan aukaafla úr ræjuaflanum. Þegar krummi hefur svo étið sig saddan hefur hann borið mat i land úr bátunum. „Þetta er alveg einstakt og merkilegt. Fuglinn hef ur kom- ið frá Hólmunum, sest á bátinn hjá okkur, og gargað ógur- lega en ekki krunkað. Hann gargar þar til við gefum honum og þá spekist hann. Hann flýgur á milli báta en virðist kunna best við bátinn hjá mér. Ég gruna að þetta sé fugl sem gaf sig að mér í ísafjarðarhöfn í haust og hegðaði sér svipað og nú sé hann fiuttur inn í Djúp. Hann er greinilega mannvanur þessi fugl. Það má segja að hann komi daglega i heimsókn um borð og það er gaman að sjá hve iðinn hann er við að bera síld og loðnu í land“, sagði Tryggvi Guðmundsson, skipstjóri á Gissuri hvíta, í samtali við blaðið. -GHj. Höfum til sölu úrvals kartöfluútsæði frá viðurkenndum framleiðendum. Kartöfíusalan Svalbarðseyri hf. Sími 96-25800 og 96-25801 Rafþjónusta Raftækjasala Rafeindaþjónusta Siglingatæki Kælitæki SALA & ÞJÓNUSTA © PÓLLINN HF. Verslun 3092

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.