Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 7
iVESTFIRSKA' Miðvikudagur 15. apríl 1992 7 „Er verið að eyðileggja botn Tungudals?“ Haugurinn í botni Tungudals. Tryggur iesandi Vest- firska fréttablaðsins hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: „hegar ég sit við glugg- ann og allur Tungudalurinn blasir við mér fer smám- saman að síga í mig við að sjá menn vera að eyði- leggja dalbotninn. Þetta er fallegur dalbotn og ég get ómögulega sætt mig við að að það sé verið að eyði- leggja hann með því að hrúga útgreftri úr jarð- göngunum þar yfir stórt svæði. Hann er þar allur í einunt víðáttumiklum haug án þess að maður geti gert sér grein fyrir ástæðu þess, að öðru leyti en því að ver- ið sé að spara kostnað við jarðgangavinnuna. Eg vil ekki láta það átölulaust að dalbotninn sé eyðilagður." -GHj. „Við verðum að búa við þetta“ Vestfirska sneri sér til Björns Harðarsonar, verk- fræðings og umsjónar- manns jarðgangagerðar- innar fyrir hönd Vegagerð- arinnar. og spurði Itann um hauginn við gangamunn- ann. Björn sagði að verk- takanum hefði verið út- hlutað ákveðnu svæði við gangamunnann fyrir út- gröftinn úr göngunum og væri haugurinn innan þess svæðis. Reyndarværi svæð- ið mikið stærra. sem verk- takinn hefði til ráðstöfun- ar. „Haugurinn verður varla mikið stærri vegna þess að sumarið er að koma. Þeir eru að reyna að hækka hann þannig að hann þekji ekki meira svæði. Síðatt verður keyrt úr honum í sumar og þá minnkar hann aftur og stækkar svo aftur Björn Harðarson. næsta vetur. í lokin verður gengið frá landinu á mjög sómasamlegan hátt og sáð í svæðið. Þetta cr vissulega sár í landið eins og er og Ijótt að sjá þetta. Því miður verðum við að búa við þetta ástand meðan á fram- kvæmdunum stendur. Haugurinn er ekki kominn til að vera og við vcrðum að sætta okkur við þetta," sagði Björn. -GHj. Drasl í Djúpinu —togarar henda vírum fyrir borð Rækjukarlar höfðu samband við Vestfirska fréttablaðið og báðu það að koma því á framfæri við togaramenn að þeir hentu ekki gömlum togvírum fyrir borð, heldur tækju þá með sér i land „Þetta eru orðin vandræði fyrir okkur þegar við erum að rækjuveiðum í Djúpinu allt inn undir Skutulsfjörð. Ef við festum trollin í vírunum eru vandræði að ná því upp, því vírarnir eru níðþungir. Þar að auki rifnar trollið í hengla. Minni bátarnir hafa lent í þvílíkum vandræðum við að ná veiðarfærunum upp, að þeir hafa þurft aðstoð stærri báta. Einn netabátur úr Bolungarvík lenti í miklum vandræðum með netin í síðustu viku þegar hann festi í gömlum togara- vírum hér í Djúpinu. Togaramenn þurfa að skipta um togvíra tvisvar á ári og henda þeim bara í sjóinn. Þeir verða að hætta þessu annars verður hvergi hægt að leggja net eðatoga í Út-Djúpinu,“ sagði rækjukarl í Bolungarvík í samtali við blaðið. -GHj. -------- ísfirðingar - nágrannar - skíðavikugestir Gerið ykkur dagamun á Hótel Isafírði um páskana Skírdagskvöld: Fjölbreyttur matseðill og ostahlaðborð. Villi Valli leikur fyrir matargesti og hinn landsþekkti trúbadúr Siggi Björns skemmtir - missið ekki af góðri kvöldskemmtun. Laugardagskvöld: Lítið eitt úr Víkinni - Uppselt Páskadagur: Fjölskylduhlaðborð frá kl. 18.00. Úrval hátíðarrétta fyrir alla fjölskylduna. Verð: Fullorðnir kr. 1.500,- Börn kr. 700,- Munið að panta borð tímanlega. Verið velkomin * 'ítyáteC 'JdafpförðíU'i sw^n Föndurloftið auglýsir Skemmtilegt efni í páskaföndur fyrir alla fjölskylduna Páskadúkar, eggjahlífar o.fl. til ámálunar. NÝKOMIÐ ÓTRÚLEGT ÚRVAL AF SKRE YTINGA REFNI fyrir ferminguna og önnur hátíðleg tækifæri. Tek að mér að útbúa skreytingar í hár og á hátíðarborðið. Pantanir þurfa að berast tímanlega. Tilvaldar tækifærisgjafir fyrir ferminguna, svo sem ísl. værðarvoðir og peysur og jakka er hægt að panta, einnig áritaðir plattar. Minnum á ódýra en notalega gistingu á Föndurloftinu, sem opin er allt árið. Ennþá er eitthvað laust fyrir páska. Opið laugardag kl. 10-16 GLEÐILEGA PÁSKA! Föndurloftið Mjallargötu 5, sími 3659 og 3539 Mjög gott úrval af gardínuefnum Verð frá kr. 450,- MUNIÐ SAUMAÞJÓNUSTUNA Vattefni í rúmteppi Gardínuefni og sængurverasett, allt í sama mynstri KAUPFELAG ISFIRÐINGA Vefnaðarvörudeild v/Silfurtorg © 3246 ÓKEYPIS smá- auglýsingar TIL SÖLU Ford Econoline Club Wagon árg. 1985, 6,9 L dísel, háþekja, nýsprautað- ur. Toppeintak. S. 4271 á kvöldin. HÚS TIL SÖLU Húseiginin Móholt 5, ísa- firði, sem er einbýlishús ásamt tvöföldum bílskúr er til sölu. Nánari upplýsingar i s. 3381. TÖLVA-286 Til sölu Victor 286 töl va með 60 mb disk. Uppl. gefur Fylkir í s. 3745. ÓDÝR BÍLL Til sölu Citroen árg. 1981 i fínasta lagi. Fæst á afar sanngjörnu verði. S. 3223 eöa 4554. HVOLPAR undan tíkinni Hófi fást gefins. S. 3436. TIL SÖLU Til sölu sófaborð m/flísum unglingarúm og hjónarúm með áföstum náttborðum, hillum og lesljósum. S. 3105. TIL SÖLU tveggja ára Murry reiðhjól 24“ tólf gíra. Verð 8.000. Nýleg Fischer skíði 100 cm á lengd og Trappeur skíða- skór nr. 361/2. Verð kr. 4.000. Dynafit skíðaskór nr. 8V2 kr. 1.000. S. S. 4230. TIL SÖLU Honda Accord árg. ’84, ek. 94 þús. km., 5 gíra, rafm. í rúðum og central. S. 4457. VÉL ÚR BMW Til sölu vél úr BMW 318i árg. '82 ásamt 5 gira kassa. S. 1409. TIL SÖLU Mazda 929 árg. ’82. Verð kr. 200 þús. Bíllinn er á Þing- eyri. S. 91-16258. TIL SÖLU Nisan Sunny 1300 sedan árg. ’87, ek. 42 þús. km. Verð kr. 410 stgr. S. 4959 e.kl. 18.00. SKÍÐI OG SKÓR TIL SÖLU Til sölu Dachstein skíða- skór nr. 32 og 37. Alpina skíðaskór nr. 36 og Blizzard skíð með bindingum 110 cm.. S. 4554. ÓKEYPIS smá- auglýsingar S 4011

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.