Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 2
VESTFIRSKA 2 VESTFIRSKA ÍFRÉTTABLAÐIÐ | Vestfirska fréttablaðið kemur út síðdegis á fimmtudögum. Blað- inu er dreift án endurgjalds. Ritstjórn og auglýsingar: Aðalstræti 35, ísafirði, sími (94)-4011, fax (94J-4423 Útgefandi, ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hlynur Þór Magnússon, Túngötu 17, ísafirði, heimasími (94)-4446. Blaðamaður: Gísli Hjartarson, Fjarðarstræti 2, isafirði, heimasími (94)-3948. Prentvinnsla: ísprent hf. Aðal- stræti 35, ísafirði, 94-3223. LEIÐARI „Geðleysi Vestfirðinga“ í leiöara Morgunblaösins á sunnudag erfjallaö um vanda Bíldudals og ástæöur hans. Meðal ann- ars segir þar: „Að því er Bíldudal og Vestfirði varðar er augljóst að kvótakerfið hefur tekið frá Vestfirðingum það forskot sem þeir höfðu öldum saman vegna nálægðar við fengsæl fiskimið. Það geðleysi Vestfirðinga að rísa ekki upp sem einn maður gegn þessu kerfi, sem ásamt öðru er að leggja sjávarútveg þeirra í rúst, er óskiljanlegt." Kunnur vestfirskur framkvæmdastjóri komst svo aö orði í tilefni af þessum orðum Morgun- blaðsins: „Það er helvíti hart aö heyra Sunnlend- inga væna Vestfirðinga um geðleysi, en ennþá verra að það skuli vera satt.“ Nú er þess að gæta, að Vestfirðingar eru innan við fjögur prósent íslendinga. Og þó að Vestfirð- ingar séu háværir og þingmenn þeirra öflugri en í öðrum kjördæmum, þá hafa þeir ekki getað stað- ið gegn þeim ólögum og þjófnaði sem kvótakerfið er. Seint verður Matthías vændur um geðleysi. Hitt er annað mál, að Vestfirðingar ættu að gefa gaum að orðum Morgunblaðsins að þessu sinni. -h. Héraðsmót í frjálsum íþróttum á Bíldudal um helgina, og sitt- hvað til skemmtunar að auki: Hrikaleg átök, trukkadráttur og e.t.v. banka- stjórakast - keppni og sýning fjórtán aflraunamanna Um helgina (18. og 19. júní) verður haldið á Bíldudal hér- aðsmót í frjálsum íþróttum. Sú nýjung hefur verið tekin upp á þeim mótum að fá sýn- ingaratriði til að skemmta fólki. A siðasta móti sýndi (Bflddælingurinn) Árni Kóps- son torfærutrylling á Heima- sætunni, en nú gerast menn stórtækari og ætla að fá til liðs við sig 13 gesti til að sýna afl- raunir og takast hrikalega á, auk eins heimamanns í viðbót sem tekur á með þeim. Það er Arnarfjarðartröllið Otri Sig- urðsson, sem varð í 7. sæti á Aflraunamóti íslands 1992. Fararstjóri þrettán- menninganna er Njáll Torfa- son (Vestfjarðaskelfir), sem hefur sex sinnum keppt á helstu kraftamannamótum íslands. Hann hefur dregið fjóra Skóda í einu á löngutöng einni saman og gengur á gler- brotum eins og heima hjá sér. Með Njáli í för eru Guðni Sigurjónsson (heimsmeistari ’91 í kraftlyftingum), Andrés Guðmundsson, Kjartan Guð- brandsson, Baldvin Skúlason, Kári Elísson, Auðunn Jónsson, Snæbjörn Aðils, Guðmundur Sigurðsson, Friðrik Jósefsson, Ármann Sigurðsson, Unnar Garðars- son og Stefán Hallgrímsson (gamli tugþrautarkappi). Þetta mun fara þannig fram, að fyrst verður haldið bekk- pressumót, í fyrsta skipti á Vestfjörðum, og ef veður leyf- ir verður það haldið úti. Síðan sýnir Guðmundur Sigurðsson ólympískar lyftingar og svo er keppt í fimm aflraunagrein- Fimmtudagur 16. júlí 1992 J FRIITABI.AOH) |- Hlutur Yestflrðinga fyrir borð borinn með ýmsum hætti: Hrun blasir viö á VestQörðum - einkum vegna fískveiðistefnunnar og annarra stjórnvaldsákvarðana Ályktun fundar stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga með fulltrúum sveitarstjórna á Vestfjörðum, sem haldinn var á Bíldudal á mánudag Fundur stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga með fulltrúum vestfirskra sveitarstjórna, haldinn á Bíldudal 13. júlt 1992, ályktar eftirfarandi um atvinn- umál: 1. Hámarksafli þorsks á næsta fiskveiðiári verði ekki minni en 250 þúsund lestir. 2. Tekið verði tillit til sérstöðu Vestfirðinga við úthlutun aflaheimilda, m.a. með úthlutun úr Hagræðingarsjóði sjávarútvegsins. 3. Ekki verði afnumin heimild til tvöföldunar á aflaheimild- um línubáta, né „krókaleyfi“ afnumin. 4. Með oþinberum aðgerðum verði lækkaðar skuldir sjá- varútvegsfyrirtækja. 5. Veitt verði fé til hagræðingar í sjávarútvegi og aðgerð- um fylgt eftir á markvissan hátt. 6. Hvalveiðar og hrefnuveiðar verði heimilaðar strax. Greinargerð: Á undanförnum árum hafa fiskvinnsla og fiskveiðar ver- ið reknar með halla, með þeim afleiðingum, að flest fyrir- tæki í atvinnugreininni eru nú svo skuldsett að þau riða til falls. Ef fram fer sem horfir blasir við hrun heilla landshluta, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir þjóðina. Meðal annars mun það hafa í för með sér upplausn og meiri búferlaflutninga en áður eru dæmi um, jafnvel til annarra landa. Ástandið er sérlega uggvænlegt á Vestfjörðum. Ástæður þessarar stöðu eru einkum eftirfarandi: 1. Fiskveiðistefnan. Forsenda byggðar á Vestfjörðum er og hefur verið ná- lægð við auðug fiskimið. Þessari forsendu er kippt burt með núverandi fiskveiðistefnu, þar sem ákveðnum kvóta er úthlutað á skip og nálægð við fiskimiðin ekki lengur látin skipta höfuðmáli, þrátt fyrir þjóðhagslega hagkvæmni þess. Vestfirðingar eru háðari þorskafta en aðrír landsmenn. Skerðing þorskveiðiheimilda hefur því komið afar hart niður á fyrirtækjum og byggðum þar. Þá hefur hlutur Vest- firðinga verið fyrir borð borinn við úthlutun grálúðu- og rækjukvóta. 2. Gengisskráning. Gengisskráning hefur verið útflutningsgreinum afar óhagstæð, þannig að þau hafa safnað skuldum. 3. Vextir og fjármagnskostnaður. Háir raunvextir og fjármagnskostnaður hafa stóraukið rekstrar-og skuldavandann. um. Þær eru hjólböruakstur með bíl (sett á hann handföng og honum síðan ekið eins og hjólbörum, í fyrsta skipti hér á landi), bóndaganga eins langt og hver kemst, bíll dreginn á höndum á tíma, út- kastarakeppni, þrjú köst á mann (sextíu kílóa gervi- manni hent út um dyr með frjálsri aðferð og vegalengdin mæld), og loks trukkadráttur (dreginn vörubíll með jeppa á pallinum). Varðandi útkastarakeppn- ina skal tekiðfram, að hugsan- lega verður efnt til svokallaðr- ar bankastjórakastkeppni, sem er nýjung á Bíldudal. Um það var þetta ort: Þetta verður svaka streð og brýnt að hafa með sér heppnina. Hver er bestur? Eigum við að taka með, og nota i útkastarakeppnina, landsbankastjóra vestur? Það væri soldið gaman einu sinni að notast við alvörumann, böggla honum saman. Hann gœti að vísu rotast, aumingja hann. Síðan koma eftirréttir dags- ins sem eru sýningaratriði: Dompellspressa, bílabekk- pressa, villt sjó með Vest- fjarðaskelfinum og Baldvini Skúlasyni sleggjustjóra o.fl. Víkingarnir fara með rútu frá BSÍ í Stykkishólm, en það- an með skipi að Brjánslæk að hætti víkinga og síðan í rútu til Bíldudals. Samskip hafa farið aukaferð með mat í bæði Edinborg og Vegamót á Bíldudal. Mætið sem flest á svæðið og sjáið hrikaleg átök. Lilja Þórarinsdóttir á Grund sjötug: Fyrsti heiðursborgari Reykhólahrepps Lilja Þórarinsdóttir (Kristín Lilja) húsfreyja á Grund í Reykhólasveit varð sjötug sunnudaginn 12. júlí. Hún tók á móti gestum í Félagsheimilínu á Reykhólum, og munu um tvö hundruð manns : hafa komið í fagnaðinn. Á þess- um heiðursdegi Lilju not- aði hreppsnefnd tækifærið og gerði hana að fyrsta heiðursborgara Reykhóla- hrepps. Veislustjóri var Hjörtur Þórarinsson á Selfossi, bróðir Lilju. Kirkjukórinn Söng við undirleik Ragnars Jónssonar organista. Á meðal þeirra sem ávörpuðu afmælisbarnið i veislunni voru séra Bragi Benedikts- son á Reykhólum og Bjarni P. Magnússon sveitar- stjóri. Margt barna og unglinga var í afmælisveislunni. Þeir sem þekkja Lilju vita, að henni hefur auðnast að varðveita vel barnið i sér á langri ævi og heimsækir hún jafnan fjölda barna þegar þau eiga afmæli og færir þeim gjafir. Lilja á Grund hefur tekið mikinn þátt í félagslffi sveitar sinnar og komið þar við sögu í flestum félögum. Hún er meðhjálpari í Rcykhólakirkju. Eigin- Lilja Þórarinsdóttir á Grund. maður Lilju er Ólafur Sveinsson og eiga þau tvo syni, þá Guðmund og Unn- stein Hjálmar. Athugasemd vegna verðkönnunar — frá Birni Garðarssyni í Björnsbúð Vegna verðkönnunar Neytendafélags ísafjarðar á grillvörum og grillmat, sem greint var frá hér í blaðinu í síðustu viku, kom Björn Garðarsson kaup- maður í Björnsbúð að máli við okkur. Fram kom í könnuninni, að verð á kryddlegnum lambarifjum væri langhæst hjá honum, nokkur hundruð prósent- um hærra en lægsta verð. Rétt er hins vegar, að verð- ið í Björnsbúð er kr. 338 og þar með á eðlilegum nótum. Skýringin er sú, að tekinn var í misgripum kryddleginn lambabógur, sem er miklu dýrari vara. Björn vildi taka fram, að hér væri ekki um mistök þeirra að ræða, sem gerðu verðkönnunina, heldur búðarinnar.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.