Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 13.08.1992, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 13.08.1992, Blaðsíða 2
2 VESTFIRSKA | FRÉTTABLAÐIÐ | Vestfirska fréttablaðið er vikublað, óháð stjórnmálaflokkum, og kemur að jafnaði út síðdegis á fimmtudögum. Blaðinu er dreift án endurgjalds á Vestfjörðum, en fastir áskrifendur greiða áskriftargjald, kr. 1.500 fyrir hálft ár. Ritstjórn og auglýsingar: Aðalstræti 35, ísafirði, sími (94)- 4011, fax (94)-4423. Útgefandi, ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hlynur Þór Magnús- son. Blaðamenn: Hlynur Þór Magnússon, Túngötu 17, Isafirði, heimasími (94)^4446, og Gísli Hjartarson, Fjarðarstræti 2, ísafirði, heimasími (94)- 3948. Prentvinnsla: ísprent hf., Aðalstræti 35, ísafirði, sími (94)- 3223. TIL SÖLU Upplýsingar í síma 4197 Þakkir Til ykkar sem styrktuð hana Sonju litlu og fjölskyldu hennar í erfiðum veikindum: Við viljum færa ykkur innilegustu þakk- ir fyrir. Þann 17. maí sl. var liðið eitt ár frá mergskiptum og sýndi rannsókn þá að mergur hennar væri hreinn og að hún væri á batavegi. Ólafur V. Ingimundarson, I. Andrea Magnúsdóttir. Ritvéla- viðgerðir Viðgerðarmaður frá Nýherja hf. verður staddur hjá okkur í næstu viku. Þeir sem þurfa að láta gera við ritvélar sínar, hafi samband. BÓKAVERZLUN JÓNASAR TÓMASSONAR Sími 3123, ísafirði Fimmtudagur 13. ágúst 1992 VESTFIRSKA J FRÉTTABLAÐIÐ |- BI fékk 30 S ANY 0-töskur - og hefur ekki tapað síðan! Á minni myndinni er Jói Torfa formaður BI (hægra megin) að veita viðtöku einni af þrjátíu Sanvo-töskum, sem Póllinn hf. og Gunnar Ásgeirsson hf. færðu félaginu að gjöf. Það er Hermann Óskarsson í Pólnum sem afhendir töskurnar. Á stærri myndinni er meistaraflokkur karla (og Hermann) á blíðum sumardegi með töskur og bolta. Þess má geta, að frá því að BÍ fékk töskurnar (fyrir heilum þremur vikum), þá hefur liðið ekki tapað leik í annarri deildinni! Mikill uppvaxtar- fískur lofar góðu — segir Axel á Gjögri Þriðjungur rauð- magans selbitinn Axel á Gjögri. Þegar Axel á Gjögri var spurður um fiskirí á Ströndum eftir krókabannið sem lauk um helgina sagði hann: „Er ekki allur þorskur að verða búinn? Það hefur verið lélegt eftir bannið. Þetta er skrýtið. það er kannski afli einn daginn og ekkert hinn. í dag er ekki neitt, í gær ekki neitt, í fyrra- dag var það sæmilegt. Það var einn bátur sem lenti í fiski seint í gær, tveir menn á, úti við Selskerið. Gildir það ekki einu hvort einn maður eða tveir eru á? Er ekki ein tölvu- rúlla á við einn mann? Það er ógurlegur fjöldi hér af smátrillunum. Það ætti að koma til góðs eftir nokkur ár, ekki mörg ár náttúrlega, að það er alveg óhemja af upp- vaxtarfiskinum. Það er sama hvar er rennt færi, það er allstaðar orðnir fullir krókar af honum. Hann er svona 15 sentimetrar að lengd og ekki hirðandi, kannski 20 senti- metrar.“ -GHj Rauðmagaveiðin í Arnar- firði hefur verið með eindæm- um léleg í sumar. Óskar Magnússon rauðmagakarl dró upp öll sín net fyrir nokkru vegna lélegrar veiði. Óskar segir að þriðjungur rauðmagaaflans hafi verið sel- bitinn, en hann hefur verið með net í Langabotni. Selur- inn tekur sinn toll, því hann bítur rauðmagann á kviðinn til þess að ná lifrinni. Á síðasta ári veiddi Óskar 500 rauðmaga, sem er mesti afli sem hann hefur fengið. Nú segist hann ekki nenna að sigla inn í Langabotn fyrir nokkra rauðmagatitti, því sigl- ingin tekur klukkustund hvora leið. Róbert Schmidt. Óskar Magnússon. Fyrir tveimur árum var byrj- að að slá golfkúlur í landi Litlu-Eyringa á Bíldudal. Voru þar á ferð nýgræðingar í íþróttinni, sem ekki var þekkt meðal Bílddælinga þá. í dag iðka þar í kringum 20 manns golf. Fastur kjarni er 12 manns. Landeigendur Litlu-Eyrar gáfu leyfi til að nota tún sín undir golfiðkun og hefur áhug- inn heldur betur aukist. Golfvöllurinn er í dag aðeins þrjár holur eða sex brautir sem hægt er að spila á. Nú hefur hreppsnefndin á Bíldudal samþykkt að leyfa golfáhugamönnum að nýta svokallað Hólstún undir sína íþrótt. Ágúst Sörlason golfari segir að framtíðarmarkmiðið sé að sé að hafa þar völl með níu holum. Að öllum líkind- um verður byrjað næsta sumar að girða völlinn og gera hann kláran fyrir nýjar brautir. Golfarar á Bíldudal héldu hið árlega golfmót fyrr í sumar og varð Hlynur Björnsson grá- sleppuskipstjóri sigurvegari. Róbert Schmidt. Tveir golfarar að spila á vellinum á Bfldudal, þeir Þórarinn Hannesson og Ólafur Sigurdórsson.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.