Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 13.08.1992, Síða 4

Vestfirska fréttablaðið - 13.08.1992, Síða 4
4 Fimmtudagur 13. ágúst 1992 Listakonan á Sellátrum Á Sellátrum í Tálknafirði býr Guðrún Einarsdóttir. Hún býr ein í litlu húsi að norðanverðu við fjörðinn. Þangað eru 12 kílómetrar frá kauptún- inu. Guðrún er landsþekkt listakona á sínu sviði. Húsið hennar er orðið að listasafni. Innandyra má sjá margvísleg listaverki eftir þessa hagleiks- konu, sem orðin er 75 ára gömul. Þar er að finna málverk, vefnað, leirmuni þurrkuð blóm í plastplöttum, listaverk úr skeljum og öðru sjófangi, íslensku grjóti og fleira. Vestfirska fréttablaðið heimsótti Guð- rúnu til að forvitnast um hennar hagi. JR VIDEO SPLIT SECOND Myndin gerist áriö 2008 í Lund- únum. Gróðurhúsaáhrifanna er farið að gæta um allan heim með hækkandi hitastigi og auk- inni úrkomu á norðurhveli jarðar. Því hefur yfirborð Thames-fljótsins hækkað veru- lega og mengun aukist í borg- inni. Stone lögreglumaður (Rutger Hauer) er orðlagt hörku- tól sem nærist á kaffi og kvíða. Hann var leystur frá störfum um stundarsakir eftir að Foster, fé- lagi hans, var myrtur á óskiljan- legan hátt. Fleiri morð eru fram- in og Stone finnur fyrir nærveru morðingjans en á erfitt með að gera sér grein fyrir hvort hann sé mannleg vera eða ekki. Ým- islegt bendir til hins gagnstæða. ANOTHER YOU Þeir Richard Pryor og Gene Wilder fara á kostum í þessari frábæru gamanmynd. Smá- glæpamaðurinn Eddie (Pryor) og lygalaupurinn óforbetranlegi, George (Wilder, geta ekki með nokkru móti vanið sig af þessum hvimleiðu ósiðum. Þúsundir titla í gífurlega rúmgóðu húsnæði JR VÍDEÓ Mánagötu 6 S 4299 Guðrún Einarsdóttir er fædd 5. janúar 1917. Hún hef- ur alla tíð búið á Sellátrum. Börn hennar eru átta, en Guðrún var tvígift. Síðan 1981 hefur þessi listakona búið ein í litla húsinu sínu undir háu Sellátursfjalli. Frá bæjardyr- unum blasir hafið við, Tálkn- inn er beint á móti handan fjarðarins og Blakknesið líka. Kópanes er yst norðanmegin við mynni Tálknafjarðar og þar stendur skipbrotsmanna- skýli í Kópavík, sem Guðrún á Sellátrum á heiðurinn af. Annað slíkt skýli er að finna í Krossadal. Bæði þessi skýli eru þarna í dag fyrir tilstuðlan Guðrúnar. Hún hefur marg- sinnis horft á báta og skip berj- ast við hafið með lífsneistann hangandi á bláþræði. Stund- um kom það fyrir að menn fór- ust og bátar hurfu í svart hyl- dýpið, og þess vegna lét Guð- rún ekki staðar numið fyrr en búið var að reisa tvö skipbrots- mannaskýli á svæðinu. Það er margt gott sem Guðrún hefur áorkað á sinni lífsleið. Hún átti stóran þátt í því að koma á fót tónlistar- kennslu við Grunnskólann, einnig að efla áhuga fólks á skógrækt. Fleira væri hægt að tína til, en við ætlum hér og nú að forvitnast nánar um list- sköpun hennar á þessum af- skekkta stað. EINVERAN í SKAMMDEGINU Fyrsta spurningin til Guð- rúnar er: - Hvernig er að búa svona ein í svartasta skamm- deginu? „Ég finn ekki svo ýkja mikið fyrir einmanaleikanum hér. Það hefur alltaf verið góður andi í þessu húsi. Ég var hér ein síðustu jól og eldaði mat fyrir 10 manns þrátt fyrir það. Mér hefur liðið ágætlega á þessum stað. Myrkfælni finn ég ekki fyrir núna, en ég var alltaf hálfhrædd þegar Davíð var hérna. Því þegar bankað var á dyrnar á kvöldin, þá þorði ég aldrei til dyra. Núna er þetta alveg horfið." - Leiðist þér aldrei? „Það er enginn tími til að láta sér leiðast. Ég skapa mér alltaf einhverja vitleysu og má því ekkert vera mikið á ferðinni ef ég á að geta sinnt því sem ég hef fyrir stafni." - Lestu blöð og fylgistu með fréttum? „Já, ég fylgist vel með frétt- um bæði í útvarpi og sjón- varpi. En blöð kaupi ég ekki. Hann Davíð heitinn var áskrifandi að Þjóðviljanum á sinni tíð, og þeir héldu alltaf áfram að senda blaðið hingað, þannig að hér hefur verið nóg af Þjóðviljum", segir Guðrún og hlær við. VEFSTÓLLINN í FJÁRHÚSUNUM Þegar komið er upp á efri hæð hússins blasir við risastór vefstóll í svefnherbergi Guð- rúnar. Fyrir utan vefstólinn er hjónarúmið og lítið annað, enda um að ræða tvær stórar mublur. Sagan á bak við vef- stólinn stóra er þannig, að þegar Guðrún var í hús- mæðraskólanum á Staðarfelli, var hún mikið að vefa og gekk vel. Forstöðukonan. lét smíða vefstól fyrir skólann hjá Völundi. Þegar sú kona hætti sínu starfi á Staðarfelli hringdi hún í Guðrúnu og bauð henni vefstól, sem væri alveg eins og sá sem hún lét smíða. „Ég fékk stólinn haustið 1939 og hann hefur ýmist verið hér eða í fjárhúsunum. Áður en börnin komu til mín í sveitina þá þurfti að koma stólnum fyrir á hentugum stað. Það var mikið verk að drösla ferlíkinu út. Stundum varhann ífjárhúsun- um eða í hlöðunni. í gamla bænum, þeim sem brann, var stóllinn niðri og það var rétt hægt að skríða bak við hann til að komast í rúmið. Nú, stóllinn hefur verið hér í þessu herbergi síðan 1973. Ég hef lítið átt við hann eftir að ég byrjaði með blómaplattana." SÍMASKRÁR í STÆÐUM Það vekur forvitni að sjá heilu stæðurnar af síma- skránni á efri ganginum. „Ég hef sankað þessum skrám að mér til þess að pressa og geyma blóm og plöntur. Þær koma sér ágætlega til þess brúks. Samt er mjög óað- gengilegt að finna ákveðnar plöntur sem til þarf hverju sinni.“ - Er engin regla á þessu hjá þér? „Nei, það er ekkert vit í þessu. Þaðfer mikill tími í leit, en ég hef ekki tök á að hafa þetta aðgengilegra. Það er engin regla á neinu hérna, ég verð að leita að öllu“, segir Guðrún með vonleysislegum tón, en virðist vera löngu búin að sætta sig við það. - Hér er símaskrá frá 1969. „Já, ég hlýt að hafa stolið henni einhvers staðar“, segir listakonan og brosir. „Ég hef reynt að koma reglu á þetta en alltaf skal það ruglast aftur og aftur.“ í bókahillum má sjá fræði- bækurafýmsumgerðum, m.a. hundabækur, fugla- og steina- bækur, og auðvitað ótal bækur um blóm og jurtir. Þar er einnig að finna ígulker og kór- alla. „Sjómenn á staðnum hafa gefið mér ígulkerin.“ Guðrún dregur fram stórar litskrúðugar myndir af blómum. Myndirnar málaði hún sjálf með tauþrykklitum. Hún segist vera lengi að mála hverja mynd, margar vikur jafnvel. PLASTPLATTARNIR Aðalviðfangsefni Guðrúnar er plattagerð úr plexigleri. „Ég fæ plastið í fljótandi formi í 25 lítra tunnum einu sinni á ári og það tekur mig 3-4 mán- uði að vinna úr því.“ Guðrún fær tvær 25 lítra tunnur á ári sem kosta samtals 80 þúsund krónur. Plexiglerið kemur frá þýsku fyrirtæki sem heitir Akron. Plexigler er mikið not- að í gróðurhús og stofuskála. Lyktin af plastinu er yfirþyrm- andi sterk. Hún er svo sterk að fyrir þann sem andar henni að sér í fyrsta sinn er hún nærri óbærileg. Maður grípur and- ann á lofti og á erfitt með að tala eðlilega í þó nokkurn tíma. „Ég fæ aldrei hausverk af þessu efni. Þeir segja að skaðleg efni séu ekki ( því, aðeins trjákvoða. Ég var með annars konar plast hér áður og ég náði aldrei að venjast óþefnum af því.“ Til að lesendur átti sig á því hvað um er verið að ræða, þá er þessu plexigleri hellt í mót. Aðeins er hellt botnfylli í mót- ið og það látið harðna undir flúrperum, eða samskonar perum og notaðar eru í ljósa- bekki. Næst er blómunum rað- VESTFIRSKA | FRÉTfABLADlI) |- Guðrún Einarsdóttir. Ljósm. Róbert Schmidt. að á botninn og litlu magni hellt umhverfis þau uns þau hafa fest við botninn. Þá er plastinu bætt út í af og til og látið harðna á milli. Þegar mótið er orðið fullt er plattinn settur í brennsluofn og hann hitaður. í stærstu plattana fara nokkrir lítrar og eru þeir síðan - Hvað hefurðu selt marga platta? „Ég hef enga hugmynd um það. Þeir eru orðnir margir. Það fer mest út af litlu plött- unum. Þetta er svo dýrt í sölu." - Hvað ertu lengi að full- klára einn meðalstóran platta? Guðrún málar töluvert með tauþrykklitum og þá helst blóma- myndir. Ljósm. Róbert Schmidt. seldir eftir vigt. Hvert kíló kostar 6.000 krónur. „Ég hef alltaf getað selt upp í kostnað og hef því getað haldið þessu áfram. En ég þéna ekkert á þessu.“ FLUGURNAR TIL VANDRÆÐA „Ég hef reynt að stilla á vetrartímann til að losna við flugurnar. Byrja sem sagt á haustin og er að fram á vetur- inn.“ - Þú ert ekkert í þessu á sumrin? „Nei. Flugurnar eru alltaf að festast í plastinu og svo má ekki skína á þetta sól, annars snöggharðnar plastið eða það sýður í því.“ „Það fer eftir magni plastsins. Það getur tekið 2-3 vikur. En það er eitt sem ég vil nefna í sambandi við platt- ana. Það kemur stundum fyrir að loftbólur myndast í þeim. Hægt er að losna við þær með því að hita plastið í 80. Það leysir upp loftbólurnar.“ - Færðu aldrei leiða á því sem þú ert að fást við? „Nei, það er alltaf eitthvað nýtt sem tekur við af öðru. Þetta er mjög gefandi og ég held að það sé sama hvar ég væri upp á það að gera. Ég þarf bara næði við margt af þessu sem ég er að fást við.“ ÚTLENDINGAR í HEIMSÓKN Yfir sumartímann leggja

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.