Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 22.06.1994, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 22.06.1994, Blaðsíða 2
Miðvikudagur 22. júní 1994 VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ Siglt með Blika ÍS 879 í Æðey í ísafjarðardjúpi: Skemmtilegur ferðamöguleiki jafnt fyrir löggilta land- krabba sem veðurbarðar sjohetjur - undir öruggri stjórn Hafsteins og Kiddýar Ferðaþjónusta er sívaxandi atvinnugrein hér á landi. Vest- firðingar eru smátt og smátt að vakna til vitundar um að þjón- usta við ferðamenn sé annað og meira en föndur eða fúsk ein- hverra sérviskupúka. Einstak- lingar eru sífellt að færa sig upp á skaftið í þeim efnum og nú bjóða fjölmargir aðilar á Isa- firði og í nágrenni upp á hina ijölbreyttustu ferðamöguleika. Síðastliðinn laugardag kynntu þau Hafsteinn Ingólfs- son og Guðrún Kristjana Kristjánsdóttir (Kiddý) nýjan ferðamöguleika um Isafjarðar- djúp. Ætla þau hjón að bjóða fólki upp á í sumar þriggja og hálfs til fjögurra klukkustunda siglingu frá Isafirði inn í Æðey með bát sínum Blika. Gert er ráð fyrir skoðunarferð um eyj- una undir leiðsögn og býður heimilisfólk í Æðey upp á hressingu áður en lagt er af stað með Blika aftur til Isafjarðar. Blaðamaður Vestfirska slóst í för með þeim hjónum á laug- ardaginn ásamt fleiri gestum. Lagt var af stað frá Sundahöfn og haldið sem leið liggur aust- uryfir Djúp, inn með Snæ- fjallaströnd og alla leið inn í Æðey. Ekki var veðrið upp á það besta þennan dag og að sögn þeirra hjóna var það á mörkum þess að boðlegt væri ferða- mönnum. Töiuðu þau um brælu og samkvæmt vind- mælum í Æðey lá hann f sjö til átta vindstigum og sló jafnvel upp undir tíu í hviðum. Þrátt fyrir all nokkurn sjó- gang lét báturinn vel að stjórn og fyrir löggiltan landkrabba var þessi sjóferð hin mesta skemmtun sem er vel þess virði að endurtaka. Eins og áður sagði liggur leiðin yfir Djúp og inn með Snæfjallaströnd. Svæði þetta er um margt merkilegt og hver skyIdi trúaþví í dag að fyrir svo sem einni öld hafi búið þarna um þrjú hundruð manns og þar hafi verið stunduð mikil útgerð árabáta. Æðey er ekki síður merkileg frá sögulegum sjónarhóli. Þar var m.a. vettvangur Spánar- víga, þegar skipreika sjómenn sem strandað höfðu skipi sínu á Ströndum, voru hundeltir og drepnir af bændum við Djúp. I Æðey er landslag mun fjölbreyttara en maður gæti ímyndað sér og landsþekkt er það mikla æðarvarp sem þar er. I einni eru li'ka merkilegar rústir og byggingar frá liðnum öldunt. Jónas Helgason bóndi í Æðey lóðsaði ferðalanga um eyjuna og heilsaði upp á æðar- kollur í leiðinni sem víða lágu á eggjum. Ekki var ónýtt að afloknu rölti um eyjuna að setjast niður í stofunni hjá Æðeyjarhjónum og þiggja veitingar. I íbúðarhúsinu er h'ka margt forvitnilegt að sjá. Tæki og tól til veðurathugana eru eins sjálfsögð bækurnar í hill- unum. Þar gat líka að líta mik- inn tækjakost japanskra vís- indamanna sem hafa fengið heimilisfólkið í Æðey til að fylgjast með síritandi mæli- tækjum sem skrá niður allar hreyfingar og orkuflæði norð- urljósanna. Hægt væri í löngu máli að segja frá því sem fyrir augu ferðamannsins kann að bera í stuttri heimsókn í Æðey, hins- vegar látuin við væntanlegum ferðalöngum það eftir að geta í þær eyður, því sjón er sögu ríkari. Sigling með Blika ÍS 879 um Isafjarðardjúp er nokkuð sem sannarlega er hægt að mæla með. Og ef fólk vill skoða fleiri staði við Djúp eða inni í Jökul- fjörðum, þá eru þau heiðurs- hjón Hafsteinn og Kiddý til- búin til að sigla nánast hvert sem er, enda er báturinn mjög vel tækjum búinn til slíkra ferðalaga. -hk. Æðarkolla á eggjum. Dagsgamlir æðarungar eins og dúnhnoðrar í hreiðri. Jónas bóndi í Æðey mættur á Færeying sínum að hlið Blika til að ferja mannskapinn í land. Hafsteinn og Kiddý við stýrið á Blika. Þau hafa nú opnað ferðamönnum enn einn möguleikann til að njóta vestfirskrar náttúru. Sómabáturinn Bliki ásamt Færeying Jónasar bónda við legufæri í skemmtilegri höfn í Æðey sem tilbúin er frá náttúrunnar hendi. Byggðin í Æðey. Fyrir framan íbúðarhúsið er ráðgert að koma fyrir flotbryggju svo ferðalangar af Blika geti stigið beint á land. Landslag í eyjunni er mun fjölbreyttara en hægt er að ímynda sér úr fjarlægð. Færeyingur Jónasar ferjaði mannskapinn til og frá borði í Blika. Þarna er ráðgert að setja upp flotbryggju í sumar.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.