Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 22.06.1994, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 22.06.1994, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur22Júnn994^^^^^^^^^^^^^^^^J VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ iTnnrrmnniT' i Við sjávarsiðuna Œ ■ ~ » —• T » V. T — ŒTTABLAÐIÐ | Vestfirska fréttablaðið er víkublað, óháð stjórnmálaflokkum. Blaðið kemur út síðdegisá miðvikudögum og fæst bæði í lausasölu og áskrift. Verð kr. 170 m/vsk. Ritstjórn og auglýsingar: Austurvegi 2, Isafirði; sími (94)-4011, fax (94)-4423. Ef enginn er við á skrifstofunni er reynandi að hringja í síma (94)-3223 (ísprent) eða farsíma 985-39748. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hlynur Þór Magnússon.Túngötu 17, ísafirði, hs. 4446. Blaðamaður: Gísli Hjartarson, hs. (94)-3948, farsími 985-39748. Útgefandi: Vestfirska útgáfufélagið hf., Austurvegi 2, ísafirði. Prentvinnsla: ísprent hf., Aðalstræti 35, ísafirði, Simi (94)-3223. Leiðari Ferðaþjónust- an er vaxtar- broddurinn í atvinnulífi á Vestfjörðum Sumarið er komið á Vestfjörðum, á því ieikur enginn vafi. Með hverju árinu færist meiri kraftur í hverskonar sumariðju, ferðamannaþjónustu, útivist og uppákomur. Óshlíðarhlaupið verður þreytt í annað sinn um næstu helgi, skíðamenn ganga miðnæturgöngu um sumarsólstöður, golfmót eru haldin um hverja helgi víða um Vestfirði, sjóstangaveiðimót eru á döfinni. Hér er fátt eitt talið. Þegar fiskurinn bregst, þegar kvótinn fer minnkandi, þá verður að róa á önnur mið. Ferðaþjónusta er atvinnugrein sem á mikla vaxtarmöguleika á Vestfjörðum. í henni liggja miklir peningar, miklu meiri en fólk virðist al- mennt gera sér grein fyrir. í þeirri grein er ekki kvóti, enn sem komið er, og þess vegna geta Vestfirðingar krækt sér þar í stærri skerf en hægt er á þeim sviðum þar sem allt framtak og frumkvæði er hneppt í fjötra meðalmennsku, forræðishyggju og annarrar sunnlensku. Þetta eiga Vestfirðingar að geta, bæði vegna eigin dugnaðar og ekki síður vegna alls þess sem Vestfirðir hafa upp á að bjóða frá náttúrunnar hendi. Að þessu leyti eru Vestfirðir því sem næst ó- numið land. Megináherslu verður að leggja á uppbygg- ingu ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Erlendum gestum á íslandi fjölgar ár frá ári og Vestfirð- ingar verða að ná til sín góðum hluta af þeim hópi. Jafnframt má ætla að ferðalög íslendinga sjálfra innanlands færist í vöxt á komandi árum, og þann garð verða Vestfirðingar einnig að rækta vel. í þessu liggja framtíðarmöguleikarnir á Vest- fjörðum. Þetta er vaxtarbroddurinn, þótt furðu margir sveitarstjórnarmenn og aðrir virðist ekki átta sig á því. Hlynur Þór Magnússon. Skutull á Flæmska hattinn Rækjuskipið Skutull kom til Isafjarðar á 17. júni eftir að hafa verið nokkra daga í slipp á Ak- ureyri. Var um venjulegt við- hald að ræða og lagfæringar á stýrisbúnaði. Skutull fór á sunnudaginn til Reykjavíkur að sækja sér togvíra og hélt þaðan á Flæmska hattinn við Ný- fundnaland til að veiða utan- kvótarækju. Orri meó 10 tonn Rækjuskipið Orri kom inn til Súðavíkur á fimnitudaginn og landaði 10 tonnum af úthafs- rækju eftir viku veiðiferð norð- ur af Húnaflóa. Rækjan fór öll til vinnslu hjá Frosta ht'. í Súðavík. Skipstjóri á Orra er Sveinn Pálsson Vestmannaey- ingur. Framnes landaði 36 tonnum Framnesið kom inn til Isa- fjarðar 16. júní sl. með 36 tonn af úthafsrækju sem skipið fékk út af Húnaflóa í viku veiðiferð. Rækjan fór til vinnslu hjá Bakka hf. í Hnífsdal nema 3,5 tonn sem voru fryst á Japans- markað. Skipstjóri á Framnesi er Valdimar Elíasson frá Sveinseyri. Stefnir fékk 140 tonn Togarinn Gyllir kom inn til Isafjarðar á mánudag og land- aði 140 tonnuni, aðallega karfa og ufsa, sem skipið fékk vítt og breitt út af Vesturlandi í fimm daga veiðiferð. Skipstjóri á Stefni er Grétar Kristjánsson frá Litlabæ í Súðavík. Aflinn í Víkinni Tuttugu og átta færabátar lönduðu 54 tonnum í 90 sjó- ferðum í Bolungarvík í síðustu viku. Hæst var Asdís með 5,8 tonn í þremur róðrum. Hafrún II sem er á dragnót fékk 1.800 kg í þremur sjó- ferðum og Máni sem einnig er á dragnót fékk 1.400 kg í Hálfmaraþon, 10 km hlaup og skemmtiskokk: Óshlíðarhlaup og markaðs- dagur á ísafirði á laugardag - kvöldverður í Skíðaskálanum að loknu hlaupi, pasta fyrir alla kvöldið áður, Edinborgarferð í verðlaun Óshlíðarhlaupið verður haldið öðru sinni á laugardaginn kemur, 25. júní. Þátttakendur geta valið um þrjár vegalengdir: Hálfmaraþon sem er 21,1 km, 10 km hlaup og 4 km skemmtiskokk. Allir koma í mark á Silfurtorgi. Hlaupið hefst kl. 14.00 og verður ræst samtímis á öllum vegalengdum. Rásmark fyrir hálfmaraþonið er í Bolungarvík. Hlaupið er um Óshlíð, gegnum Hnífsdal, um Eyrarhlíð, inn Skutulsfjarðar- braut og inn í fjörð og síðan til baka og inn á Silfurtorg. Þeir sem hlaupa 10 km leggja af stað í Hnífsdal og fara síðan sömu leið og þeir sem hlaupa hálfmaraþonið. Skemmtiskokkið hefst á Silfurtorgi. Hlaupið er inn að Grænagarði og aftur til baka. Flokkaskipting í hálfmaraþoni og 10 km hlaupi er þessi: 50 ára og eldri, 40-49 ára og 16-39 ára, og auk þess 15 ára og yngri í 10 km hlaupi. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú fyrstu sætin í hverjum flokki. Allir sem Ijúka hlaupinu fá verðlaunapening. Keppendur skulu greiða þátttökugjald við móttöku keppnis- gagna, en þau verða afhent á föstudag kl. 8-21 í Upplýsinga- miðstöð ferðamála, Hafnarstræti 8 á ísafirði. Gjaldið er kr. 1.500 fyrir hálfmaraþon (innifalin rútuferð frá ísafirði til Bol- ungarvíkur), kr. 1.000 fyrir 10 km hlaup (rútuferð í Hnífsdal) og kr. 500 fyrir 4 km hlaup. Allir keppendur í hálfmaraþoni og 10 km hlaupi fá frítt í sund eftir hlaupið í Sundhöll ísafjarðar. Verðlaunaafhending verður á Silfurtorgi að loknu hlaupinu. Aðalverðlaunin eru ferð til Edinborgar með ferðaskrifstofunni Úrval-Útsýn. Hér er að sjálfsögðu ekki átt við þá Edinborg sem stendur við Aðalstræti 7 á isafirði. Þess má geta, að á föstudagskvöldið (kvöldið fyrir hlaupið) bjóða allir veitingastaðir á ísafirði upp á pastarétti á matseðl- inum, en slíkt ku heppilegt fyrir hlaupagikki. Á laugardagskvöldið að loknu hlaupinu verður haldið til hæða og verður kvöldverður snæddur í Skíðaskálanum á Seljalandsdal. Þar verður sungið og trallað og mikil gleði fyrir- huguð. Sætaferðir neðan úr bæ. A laugardaginn meðan Óshlíðarhlaupið fer fram verður götumarkaður við Silfurtorg eins og í fyrra, þar sem ýmislegt verður á boðstólum. Skráning og allar nánari upplýsingar í Upplýsingamiðstöð ferðamála á ísafirði, Hafnarstræti 8, sími 5121. tveimur róðrum. Rakel María sem er á línu fór í einn róður í vikunni og fékk 1.700 kg. Gunnbjörn landaði einu sinni í vikunni og var með 4,8 tonn. Hann er á botntrolli. Kofri með 33 tonn Rækjuskipið Kofri frá Súð- vík kom inn til Súðavíkur á mánudag með 33 tonn af út- hafsrækju eftir viku veiðiferð á rækjumiðunum út af Húnaflóa. Rækjan fór til vinnslu í rækjuverksmiðju Frosta hf. í Súðavík. Skipstjóri á Kofra er Jónas Hrólfsson. Haffari landaði 35 tonnum Rækjuskipið Haffari frá Súðavík landaði 35 tonnum af úthafsrækju í Súðavík í gær. Var hann úti í viku og var á sömu slóðum og Kofri, eða úti af Húnaflóa. Rækjan fór til vinnslu í frosta hf. Skipstjóri á Haffara er Jónatan Asgeirsson. 140 tonn á land á Tálknafirði Að sögn Steindórs Ög- mundssonar á Tálknafirði komu þar á land í síðustu viku. Þar af áttu 43 skaktrillur 97 tonn og afgangurinn var af tveimur dragnótarbátum og einum netabát. Obbinn af afl- anum er unninn á Tálknafirði, meiri hlutinn hjá Þórsbergi hf. en afgangurinn hjá Hraðfrysti- húsi Tálknafjarðar. Rúðubrot á ísafirði Á miðvikudagskvöldið var brotin rúða við útihurð í ís- prenti á ísafirði. Ekki er vitað hver var þarna að verki en þetta skemmdarverk var unnið um níuleytið um kvöldið. Steinninn sem kastað var í rúðuna lá inni á gólfi i anddyrinu. -GHj. Isfirðingar þjóðleg- ir á þjóðhátíðardag ísfirðingar hafa alltaf haft orð á sér fyrir að vera þjóðlegir. Þegar Vestfirska átti leið um flugstöðina á ísafjarðarflugvelli á 17. júní sl. tók blm. eftir því að Fjóla Hannibalsdóttir, sem rekur Flugbarinn á flugvellinum fyrir Bílaieiguna Ernir, var við afgreiðslustörf í íslenskum þjóðbúning. Blm. gat ekki stillt sig um að smella af henni mynd. -GHj. Aðalstræti 20 ísafirði. Tveggja herbergja íbúð á fjórðu hæð. Toppíbúð á toppstað. Getur losnað fljótlega. Arnar G. Hinriksson Silfurtorgi 1, sími 4144

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.