Vestfirska fréttablaðið - 22.06.1994, Blaðsíða 5
VESTFIRSKA
FRÉTTABLAÐIÐ
Huliðs-
heimakort
- og göngutúr um álfabyggðir
ísafjarðar
Um Jónsmessuna verður gefið út „huliðsvættakorf
fyrir ísafjörð og nágrenni — þ.e. kort um huliðsheima
eða byggðir huliðsvætta. Erla Stefánsdóttir sjáandi
kemur síðan vestur ásamt Kolbrúnu Þóru Oddsdóttur
landslagsarkitekt í tengslum við útgáfu kortsins (og
jafnframt í tengslum við sýningu í Slunkaríki á mynd-
um úr huliðsheimum ísafjarðar). Erla mun halda fyr-
irlestur í matsal Framhaldsskóla Vestfjarða eftir rúma
viku, fimmtudagskvöldið 30. júní kl. 20.00. Aðgangs-
eyrir er kr. 1.000 en að fyrirlestri loknum verður farið
í gönguferð um álfabyggðir ísafjarðar. Tekið skal fram
að fyrirlesturinn átti að vera annað kvöld, 23. júní, en
hann frestast um rétta viku frá því sem áður var á-
formað.
Fyrir nokkrum dögum var viðtal við Erlu í fréttatíma
annarrar hvorrar sjónvarpsstöðvarinnar vegna fram-
kvæmda við Vesturlandsveg við Grafarhoit, þar sem
merkilegur álagasteinn stendur og varð mannsbani
síðast þegar hróflað við honum. Þess má ennfremur
geta, að Erla tekur að sér að skoða sig um í húsum
og á lóðum kringum hús. Flún finnur orkulínur (og þar
með hvar gott er að hugleiða og hvar gott er að rækta)
og teiknar upp hvar huldar vættir búa í garðinum og
hverjar þær eru. Við þetta nýtur hún aðstoðar Kol-
brúnar Þóru landslagsarkitekts.
Hótelhaldari á Spáni færir Listasafni ísafjarðar
málverk eftir föður sinn, ísfirska listmálarann
Kristján H. Magnússon:
Gefur portrett foreldra
sinna heim til ísafjarðar
Jón Sigurpálsson safnavöröur á ísafiröi veitir viötöku
myndunum tveimur eftir ísfirska listmálarann Kristján H.
Magnússon úr hendi Magnúsar sonar hans.
Á þjóðhátíðarsýningu Lista-
safns Isafjarðar í sal frfmúrara
í Hafnarhúsinu var tekið saman
úrval úr verkum fjögurra ísfir-
skra listamanna. Þar var annars
vegar um að ræða tvo löngu
látna karlmenn, þá Kristján H.
Magnússon og Jón Hróbjarts-
son, og hins vegar tvær konur
sem enn eru ungar og í fullu
fjöri, þær Söru Vilbergsdóttur
og Guðbjörgu Lind Jónsdóttur.
Hér verður Kristján gerður að
umtalsefni vegna tveggja
mynda sem sonur hans færði
Listasafni Isafjarðar að gjöf á
þjóðhátíðinni.
Kristján H. Magnússon
fæddist á Isafirði árið 1903 og
naut á unglingsárum tilsagnar í
teikningu og útskurði hjá Guð-
mundi frá Mosdal. Sautján ára
gamall hélt Kristján til Vestur-
heims og stundaði um árabil
myndlistarnám við Massachu-
setts School of Arts, þaðan sem
hann útskrifaðist árið 1926.
Á afmæli Isafjarðarkaup-
staðar fyrir átta árum hélt
Listasafn Isafjarðar sýningu á
39 verkum Kristjáns. Nú á
þjóðhátíðinni kom Magnús
sonur Kristjáns í heimsókn til
ísafjarðar og færði Listasafni
Isafjarðar að gjöf tvær myndir
eftir föður sinn, sjálfsmynd og
mynd af Klöru Helgadóttur,
eiginkonu hans og móður
Magnúsar. Þær eru málaðar á
árunum 1928 og 1929.
Magnús sonur Kristjáns H.
Magnússonar listmálara hefur
verið búsettur á Spáni um
margra áratugaskeið og rekið
þar hótel og hefur ekki verið
tíður gestur á Islandi um dag-
ana.
SMÁ
Vanur sjómaður óskar eftir
starfi á færabát annað hvort
sem háseti eða að vera með
bát. s. 6180
VILTU HRESSA
ÞIG VIÐ?
Andlitsbað
Handsnyrting
Fótsnyrting
Vax-meðferð
Förðun
o.fi
Snyrtistofan
Sóley
Sími4022
(Studio Dan)
f
SUMARVÖRUR!
Bensínsláttuvélar frá 17.900 stgr.
Rafmagnsloftpúðavél 16.131 stgr.
Handsláttuvél 9.801 stgr.
Rafmagnsorf 4.289 stgr.
ÓDÝR GARÐVERKFÆRI í ÚRVALI
GERIÐ VERÐSAMANBURÐ
Nýkomið timbur og stál - gott verð
Opið virka daga 9-12 og 13-18 og laugardaga 13-16
I
b|b|bÍhÍbíB
HHH
H|H|H|
7353
ODDDDDOD
nnnnnnnn
JFE Byggingaþjónustan hf.
Bolungavík
w
íþrótta- og
leikjanámskeið
BÍ fyrir 5-10
ára börn
Iþrótta og leikjanámskeið
BI verður haldið dagana 27.
júní til 8. júlí fyrir börn á aldr-
inum 5-10 ára. Dagskráin
verður fjölbreytt, m.a. verður
farið í íþróttahúsið á Torfnesi,
Studio Dan og Sundhöllina.
Markmið námskeiðsins
verður að kynna bömunum
sem flestar íþróttagreinar á
sem skemmtilegastan og ein-
faldastan hátt. Fjallað verður
um mikilvægi hollrar fæðu og
hreyfingar fyrir líkamann, auk
þess verður talað um helstu
vöðvahópa líkamans.
Fimm til sjö ára börn verða
tvo tíma á dag fyrir hádegið en
átta til tíu ára böm tvo tíma
eftir hádegi. Skráning og nán-
ari upplýsingar í Sporthlöð-
unni. Systkini fá afslátt. Leið-
beinendur eru Anna María
Malmquist íþróttakennari og
Ásdís Sigurðardóttir þolfimi-
kennari.
Úrvals kartöflur r
STORDANSLEIKUR
og rófur íg er nú enn einu sinni staddur á ísafirði með jarðarávöxt iir Þykkvabænum. Sérlega bragðgóðar kartöflur og rófur. Ég er með bílinn á planinu milli Hamraborgar og Elísu. Ef Vestfirðingar vilja Ijúffengar kartöflur ættu þeir nú að bregðast fljótt við. Sverrir Gíslason. MEÐ HLJÓMSVEITINNIMANNAKORN föstud. 24. júníki. 23-03 og laugard. 25. júníkl. 23-03 Hljómsveitlna skipa: Pálmi Gunnarsson og Magnús Eiríksson og úr Mezzoforte þeir Gunnlaugur Briem og Eyþór Gunnarsson. Þátttakendur og gestir á Búnaðarsambandsþingi og aðalfundi Sparisjóðs Bolungarvíkur eru boðnir sérstaklega velkomnir. £§ VÍKURBÆR Bolungarvík
5
VIDE0
AMBUSHIN
WAC0
Þeir trúuðu eru hermenn
hans. Konur þeírra eru í
kvennabúri hans. Sjálfur
telur hann sig Jesús,
endurborinn I þeim tilgangi
að telja hinum vantrúuðu
hughvarf með Biblíuna í
annarri hendinni og vél-
byssu í hinni. Nafn hans er
David Koresh. Hann sest
að með alvæpni í smábæ í
Texas ásamt 75 trúsyst-
kinum, þarámeðal19
eiginkonum sínum. Nafn
bæjarins varð brátt þekkt
um allan heim WACO,
TEXAS.
í fréttum sást hvað
gerðist utan múranna. Hér
er skýrt frá því sem gerðist
innan þeirra.
THE
KILLING B0X
Borgarastyrjöldin milli
Norður- og Suðurríkja
Bandaríkjanna var skelfi-
legt blóðbað og hér er
fjallað um hana á óvenju-
legan hátt. Strayn, ofursti í
her Suðurríkjanna (Corbin
Bernsen) og Harling,
höfuðsmaður ( Norðurríkja-
hernum (Adrian Psadar)
eru kvaddirtil að rannsaka
hroðalegan atburð, þar
sem mörg hundruð her-
menn úr báðum liðum voru
stráfelldir. Þeir komast
fljótlega á snoðir um að
óvinurinn, sem þeir leita
að, er skelfilegri en hægt er
að hugsa sér - hann er
ómennskur.
VIDEO
S. 4299