Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 22.06.1994, Síða 7

Vestfirska fréttablaðið - 22.06.1994, Síða 7
VESTFIRSKA \ FKFTTABLAOm [ ------ Fagranesiö byrjaö í Hornstranda- feröunum Djúpferjan Fagranes fór í fyrstu ferð sumarsins á Hornstrandir á mánudaginn. Einungis var farið í Að- alvík og að sögn skipverja var slæðingur af fólki um borð. Heldur kalt hefur verið undanfarna daga og hefur það sennilega latt fólk til þess að fara norður. „í sumar verða farnar tvær ferðir í viku norður á Horn- strandir og þá alla leið til Hornvíkur með viðkomu í Aðalvík og víðar ef þarf, á mánudögum og miðviku- dögum, og brottfarartími frá ísafirði er klukkan átta að morgni", sagði Jóhann Magnús Elíasson, fram- kvæmdastjóri Hf. Djúpbátsins, í samtali við blaðið í gær. „Á Hesteyri, í Grunnavík og Aðalvík verður farið einu sinni í viku, á föstudögum klukkan tvö. Til Reykjafjarðar og Furufjarðar verður farið 15. júlí, 18. júlí, 25. júlí og 2. ágúst, eða fjórar ferðir. Seinasta ferð á Hornstrandir verður 10. ágúst.“ - Þið voruð að auglýsa eftir matsveini á Fagranesið. Eru einhverjar breytingar á döfinni? „Við erum að fá okkur réttindamann um borð og er það nauðsynlegt. Þetta var gert í fullu samráði við kokkinn, Þráin Arthúrsson. Hann fer á dekkið, enda er hann mjög góður starfsmaður. Einnig ætlum við að ráða manneskju f kaffiteríuna um borð. Þar verður boðið upp á léttar veitingar, s.s. kaffi, gos, sælgæti, samlokur, rétt dagsins og margt fleira góðgæti. Það þarf enginn að fara svangur frá okkur. Reyndar verður flest í boði í teríunni nema áfengi. Við vonumst bara til að fólk verði duglegt að ferðast á Hornstrandir í sumar eins og áður.“ - Eitthvað að frétta af ferjubryggjum? „Það er allt komið á fulla ferð í þeim málum. Nefndin sem Vegagerðin kom á fót er farin að vinna svo allt er á beinu brautinni núna“, sagði Jóhann. -GHj. HF. DJÚPBÁTURINN Atvinna Matsveinn — starfsstúlka Matsveinn með full réttindi og starfs- stúlka í kaffiteríu óskast um borð í m/s Fagranes nú þegar. Allar upplýsingar eru gefnar í síma 94-3155 milli kl. 14.00 og 17.00 alla virka daga, eða á kvöldin hjá Reyni í síma 94- 3016. Þakkir Ég sendi hjartanlegar þakkir til allra þeirra sem glöddu mig með símskeytum, blómum, gjöfum og heimsóknum á 70 ára afmœli mínu 14. júní sl. Sérstakar þakkir sendi égformanni Sjómannafé- lags ísfirðinga fyrir rausnarlega gjöf. Einnigþakka ég eigendum og starfsfólki veitingastaðarins Frá- bœjar á Isafirði sérstaklega fyrir einstaka hugulsemi og greiðasemi. Jens Markússon. Miðvikudagur 22. júní 1994 7 Lesendabréf: Upplýsingamiðstöð ferðamanna sendir frá sér upplýsingar um snióalög norðan Djúps - alger óþarfi að geta fannalaga í fjöllum þar sem hjarn er allt árið Upplýsingamiðstöð ferða- mála á Isafirði hefur sent frá sér upplýsingar um snjó á Horn- ströndum 19. júní sl. Sagðurer mikill snjór víða f Jökulfjörð- um, á Látrum í Aðalvík, og í Fljótavík. Þetta er nýlunda á sviði ferðamála hér vestra að gefa upplýsingar um snjóalög á slóðum ferðamanna og að margra dómi algerlega óþarft. Vitað er að snjólög eru breyti- leg milli ára eftir veðurfari undangenginna vetra, hvort fennt hafi í hinni áttinni eða þessari. I Jökulfjörðum og á Hornströndum eru hjarnskaflar víða í tjöllum sem aldrei leysir og á sumum stöðum niður undir sjó. Einnig er svo á Snæfjalla- strönd. Mismunandi er á milli ára hvar slíkar fannir eru. Að sögn heimamanna frá Hornströndum, sem farið hafa norður í vor og í surnar, eru Gísli Hjartarson. snjólög nú í meðallagi en bera þó þess merki að hafa sett niður í vestanáttum. Rétt þykireinnig að benda á að oftast er betra að ganga á snjó á fjöllum og í skörðum Hornstranda heldur en á beru grjótinu því snjórinn er yfirleitt góður yfirferðar og sléttir yfir lautir og holt, á Vestfjarðafjöllum sem annars staðar. Upplýsingar um snjóa- lög eru einungis til þess fallin að fæla ferðamenn frá þessu svæði og sérstaklega þá sem lítið vita um landshætti. Hitt er það að það kemur engum á ó- vart að snjór skuli vera á svæð- inu norðan Djúps. Það eru ekki ný sannindi. Kannski verður það næst tilkynnt að mikill snjór sé á leiðinni upp á Hroll- leifsborg á Drangajökli en það þarf að ganga á jökli til þess að komast þangað. Drangajökull er stærsta hjarnbreiðan á þess- um slóðum. Upplýsingamið- stöðin ætti heldur að benda ferðamönnum á heppilegan viðlegubúnað. val á nesti og hvernig megi komast á um- ræddar slóðir og f skipulagðar óbyggðaferðir á Vestfjörðum frekar en að senda frá sér til- kynningar um snjóalög. Slíkt væri frekar við hæfi á veturna vegna þeirra ferða- manna sem hyggjast sækja Vestfjarðakjálkann heim til þess að ganga og renna sér á skíðum. Hvers vegna skyldu annars Jökulfirðir nefnast Jök- ulfirðir og Snæfjallaströnd nefnast Snæfjallaströnd? Einnig má benda á örnefni svo sem Fannalág, Jökladalir, Fannadalur, Skjaldfönn og Kaldalón og mörg fleiri slík norðan Isafjarðardjúps. Gísli Hjartarson. Höfundur er farastjóri til áratuga í óbyggðum Vest- fjarðakjálkans. Kærumál vegna kosninga og sameiningar Nauteyrarhrepps og Hólmavíkur: Nauteyrarhreppur og Hólmavík nán- ast stjórnlaus - segja Stefán Gíslason, sveitarstjóri á Hólmavík, og Ástþór í Múla, oddviti Nauteyrarhrepps í síðasta blaði var fjallað um kærur vegna sameiningar Hólmavfkurhrepps á Ströndum og Nauteyrarhrepps í Djúpi. Var talið líklegt að kjósa þyrfti sveitarstjórnir í báðum sveitar- félögunum upp á nýtt og síðan að sameina þau aftur og kjósa síðan aftur eina sameiginlega hreppsnefnd. Hjálmar Hall- dórsson, íbúi á Hólmavík, kærði kosningarnar og samein- inguna. Blaðið hafði samband á mánudaginn við Sesselju Arnadóttur, lögfræðing félags- málaráðuneytisins, og spurði hana um þessi mál. „Þetta mál er núna í úrskurðarnefnd sem sýslumaðurinn á Hólmavík skipaði. Eg hef ekki fengið neina tilkynningu um hverjir eru í nefndinni og þú verður að tala við sýslumanninn á Hólmavík. Sýslumaður skipar þessa úrskurðarnefnd og það er hægt að kæra úrskurð hennar til ráðuneytisins þannig að við fáum þetta ekki strax. Við tjá- um okkur ekkert um þetta mál vegna þess að við erum kæru- stig í því.“ Ríkarður Másson, sýslu- maður Strandamanna, sagði málið vera statt hjá úrskurðar- nefndinni sem hann hefði skip- að samkvæmt 37. grein sveit- arstjórnarlaga. I nefndinni eiga sæti þeir Magnús Hannesson, lektor við Háskóla Islands, Tryggvi Bjarnason lögfræðing- ur og Skúli Bjarnason lögfræð- ingur. „Eg hef verið að vonast eftir að fá úrskurðinn sem fyrst og hélt satt að segja að alveg væri kominn tfmi til þess“, sagði Ríkarður. „A meðan mál standa svona hefur líf gömlu hreppsnefndanna á Hólmavík og í Nauteyrarhreppi verið framlengt. Það er ekkert að frétta af þessu máli annað en það er í höndum nefndarinnar ennþá.“ Stefán Gíslason, sveitarstjóri á Hólmavík, sagði í samtali við blaðið að afar óþægileg staða væri komin upp í sveitarfélag- inu og væri það nánast stjórn- laust. „Nefndir geta ekki starf- að og og hreppsnefndin ekki fús til að starfa áfram vegna þess að hún er umboðslaus frá kjósendum", sagði Stefán. „Sama er með nefndirnar sem starfa undir umboðslausri sveitarstjórn. Kæran er í með- ferð þriggja manna úrskurðar- nefndarinnar. Mér skilst að það sé ekki von á úrskurði nefndar- innar fyrr en eftir um það bil viku. Ég tel líklegast að ef úr- skurður nefndarinnar verður á þann veg að kosningamar verði ógildar, þá verði kosið í tvennu lagi. Urskurði nefndarinnar má skjóta til félagsmálaráðuneyt- isins. Ég geri svo ráð fyrir því að hægt sé að höfða mál til þess að fá úrskurði ráðuneytisins hnekkt ef menn vilja. Fyrir dómstólununi getur málið tekið vikur og mánuði eða jafnvel upp í tvö ár. Þegar komið er út í svona mál er útilokað fyrir leikmann að spá í hugsanlegar niðurstöður“, sagði Stefán Gíslason. Astþór Ágústsson í Múla, oddviti Nauteyrarhrepps, sagði í samtali við blaðið að sveit- arstjónin í Nauteyrarhrepp sæti alveg óvirk og léti hverjum degi nægja st'na þjáningu. „Hreppurinn er nánast stjórn- laus“, sagði Ástþór. „Ég fékk þau skilaboð frá félagsmála- ráðuneytinu að ég ætti að halda hlutunum gangandi frá degi til dags. Það á ekki að halda fundi í hreppsnefndinni og ekki halda hreppsnefndarfundi. Gamla hreppsnefndin situr nánast ein- göngu í þeim tilgangi að undir- búa nýjar kosningar ef af þeim verður. Það má færa það til sanns vegar að ég sé einvaldur í hreppnum. Það hefur fáum dottið í hug, og allra síst mér, að sameiningin myndi leiða til þess að ég fengi allsherjarráð í sveitinni eftir að búið væri að leggja það niður. Það virðist vera að ég hafi alræðisvald og það er bara spurningin hvernig þegnunum líkar við það.“ - Hvernig heldur þú að þetta kærumál endi? „Ég þori ekki að segja neitt um það fyrir fullt og fast. En mér sýnist staðan vera þannig að það geti allt eins farið svo að kosningarnar verði dæmdar ó- gildar. Ég held að ekki sé inni í myndinni að sameiningin verði ógilt. Ég held að hún sé gild. Ég held að spurningin sé einungis um að gera upp kosn- ingarnar í nýju sveitarfélagi. Sameiningin hlýtur að standa", sagði oddviti Nauteyrarhrepps. -GHj.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.