Vestfirska fréttablaðið - 22.06.1994, Page 8
VESTFIRSKA
8
Hörð aftan-
ákeyrsla í Bitru
Á þriðjudaginn í síðustu viku varð harður árekstur
tveggja bíla skammt innan víð bæinn Þambárvelli í
Bitru á Ströndum. Mjög slæmar holur og göt voru í
slitlaginu og hemlaði bíll skyndilega vegna þess.
Næsti bíll á eftir lenti aftan á bílnum og skemmdust
bílarnir báðir mikið. Ökumaður bílsins sem ók aftaná
leitaði læknis vegna eymsla í hálsi og baki. Vega-
gerðin mætti á staðinn um kvöldið og fyllti upp í
hvörfin á veginum. Lengi hafði verið kvartað yfir
þessum holum en því var ekki sinnt fyrr en eftir ó-
happið.
-GHj.
Auður Yngvadóttir
útskrifast sem öku-
kennari frá KHÍ
Á morgun, fimmtudag,
útskrifast 29 manna
hópur ökukennara frá
Kennaraháskóla íslands
27 karlar og tvær konur.
Er þetta í fyrsta sinn sem
skólinn útskrifar nem-
endur í ökukennslu. Einn
ísfirðingur er meðal
nemendanna og öðlast
hann full ökukennarrétt-
indi. Þetta er ökuleiknis-
kappinn, Auður Yngva-
dóttir, sem sex sinnum í
röð varð íslands- Auður Yngvadóttir.
meistari í ökuleikni á vegum BFÖ. Blaðið hitti Auði
í gær og spurði hana hvort hún hyggðist leggja fyrir
sig ökukennslu á ísafirði. „Já, það ætla ég að gera“,
sagði Auður. „Síðasta námskeið fyrir ökukennara var
haldið á vegum Bifreiðaeftirlits ríkisins 1986. Ég
ætlaði að fara á næsta námskeið en vegna þess að
ekkert námskeið var fórst það fyrir. Þetta voru ein-
ungis helgarnámskeið. Þetta er í fyrsta skipti síðan
1986 sem útskrifaðir hafa verið ökukennarar. Við
erum búin að vera í allan vetur í þessu námi sem tók
einungis eina helgi að læra áðurfyrr. Það er allstaðar
verið að auka kröfurnar og þar á meðal f þessari
grein.“
- Heldur þú að karlremburnar vii læra á bíl hjá
konu?
„Þeir geta þá lært hjá karlmanni og hinir hjá mér“,
sagði ökuleikniskappinn og verðandi ökukennari á
Isafirði í samtali við blaðið í gær.
-GHj.
Tilboð óskast í vinnuskúr sem stendur á
baklóð fyrirtækisins. Húsið er úr timbri,
ca. 15 ára gamalt, 33 m2, einangrað og
frágengið. Utan er standandi viðar-
klæðning, innan er klætt með ómáluðum
spónaplötum. Eitt rými.
Byggt er á bjálkum og upphaflega smíð-
að með tilliti til flutninga milli vinnu-
svæða. Hentugt sem sumarbústaður.
Upplýsingar gefur Óskar Eggertsson í
síma 3092.
PÓLLINN HF.
Miðvikudagur 22. júní 1994
---- \ FBFTTABLAÐIÐ
Nýr sprautuklefi í
Bílaverkstæði ísafjarðar
- Dúddi Halldórs og Jóhann Pétur búnir að starfa saman frá 1948
Dúddi Halldórs og Jóhann Pétur ásamt starfsmönnum sínum í hinum nýja sprautuklefa á
Bílaverkstæöi ísafjaröar.
Bílaverkstæði ísafjarðar,
sem sérhæfir sig í bílasprautun,
tók í notkun nýjan sprautuklefa
á dögunum. Klefinn er einn
fullkomnasti sprautuklefi
landsins og er af GARMANT
gerð og var keyptur nýr frá
framleiðanda í Belgíu. Að sögn
Halldórs Halldórssonar (Dúdda
Halldórs) annars eiganda verk-
stæðisins eru loftskipti í klef-
anum 20 þúsund sinnum á
klukkustund, en klefinn sem
var í notkun áður á Bílaverk-
stæði Isafjarðar endurnýjaði
loftið f sér fimm þúsund sinn-
um á klst.
„Það gerir það að verkurn að
nú er miklu betra fyrir heilsuna
að vinna í sprautuninni og loft-
ið er að öllu leyti miklu betra“,
sagði Dúddi. „Fyrir viðskipta-
vini okkar þýðir þessi nýi klefi
að verkið er miklu betur unnið.
Það tók tvo og hálfan tíma að
baka lakkið í gamla klefanum
en nú tekur það einungis 40
mínútur. Klefinn bakar við
miklu meiri hita núna, eða 65
gráður. Bæði stoppar bíllinn
styttra við hjá okkur vegna
þessa og svo eru gæðin á
sprautuninni meiri en áður. Við
getum núna sprautað
mörgum litum í einu án þess
að þeir hafi nokkur áhrif hver
á annan. Loftskiptin eru það ör.
T.d. getum við verið með fjórar
hurðir inni og haft fjórar
sprautukönnur með mismun-
andi litum og gengið á röðina
og sprautað."
- Nú eruð þið félagar, Jóhann
Pétur og þú, búnir að starfa æði
Iengi saman...
„Þetta verkstæði hérna á
Seljalandsveginum hefur starf-
að síðan 1964 sem sprautu-
verkstæði og við almennar við-
gerðir. Við hættum síðan með
almennar viðgerðir og fórum
alfarið í réttingar og bíla-
sprautun 1985. Við Jói erum
búnir að vera með verkstæði
saman frá 1957. Við byrjuðum
í Fjarðarstræti í húsnæði hjá Elí
Ingvarssyni. Við erum búnir að
vinna saman frá 1948.“
- Er alltaf nóg að gera?
„Já það hefur verið ágætt hjá
okkur“, sagði Dúddi Halldórs
á Bílaverkstæði Isafjarðar í
samtali við blaðið á mánudag-
inn.
-GHj.
Olíubíll með 30 þús.
lítra á hvolf í Bitru
- mikill viðbúnaður var með tilliti til eldhættu
og mengunar
Um kvöldmatarleytið á
þjóðhátíðardaginn, 17. júni,
valt olíubifreið með aftanívagn
með um 30 þúsund lítra af olíu
rétt utan Krossár, neðan við
bæinn Hvítarhlíð í Bitru á
Ströndum. Bílinn var á leið frá
Reykjavík til Hólmavíkur. Ó-
happið var með þeim hætti að
olíubifreiðin vék út í vegkant-
inn til þess að hleypa bíl fram
úr og lét kanturinn undan
þunganum. Valt bíllinn rólega
á hliðina og á hvolf utan vegar.
Hús bílsins skemmdist talsvert
en vagninn virðist vera heill.
Engin meiðsl urðu.
Slökkvilið frá Hólmavík og
Hið árlega J.Ó.D.-mót fór
fram á Golfvellinum í Tungu-
dal á sunnudaginn var. Leiknar
voru 18 holur m/án forgjafar.
Efstu menn:
Án forgjafar:
1. Pétur Þ. Grétarsson 77
2. Gylfi Sigurðsson 81
3. Bjarni Pétursson 85
Borðeyri kom á staðinn ásamt
lögreglunni á Hólmavík.
Gunnar Sæmundsson á
Broddadalsá var einnig fenginn
á staðinn með myndarlega
haugsugu til þess að sjúga upp
olíu sem lekið hafði úr bílnum,
því stöðugt lak olía úr fremsta
hólfinu í tank bílsins og einnig
úr kálfinum. Saug Gunnar upp
jafnótt og lak. Nokkuð magn af
olíu hafði lekið niður áður en
haugsugan kom á vettvang. Þrír
tankbílar komu á staðinn, einn
frá Hvammstanga og tveir frá
Hólmavík og var olíunni dælt
yfir á þá. Sent var eftir meng-
unarvarnargám til Hólmavíkur,
Með forgjöf:
1. Hreinn Pálsson 67
2. Pétur Þ. Grétarsson 68
3. Gylfi Sigurðsson 68
Þetta var annað mót sumars-
ins hjá Golfklúbbi ísafjarðar.
Pétur sigraði einnig á fyrsta
mótinu, sem var flaggakeppnin
en hann inniheldur m.a. flot-
girðingu til þess að einangra
olíu í sjó og vötnum. Var það
gert vegna þess hve stutt er frá
veginum niður að sjó. Stór
Payloader var fenginn og vöru-
bíll með krana til þess að rétta
olíubílinn og kálfinn við og
gekk það verk vel.
Ekki varð mikil megnun
vegna þessa óhapps og talið að
olían, sem var gasolía, muni
gufa upp úr jarðveginum fljót-
lega. I samráði við heilbrigðis-
fulltrúann á Vestfjörðum, sem
mætti á vettvang til skoðunar,
er ekki þörf á hreinsun.
-GHj.
um fyrri helgi. Holuverðlaunin
að þessu sinni hlaut Ernir
Ingason, formaður Golfklúbbs
Isafjarðar.
Julius Brand-mótið verður á
sunnudaginn kemur á Golf-
vellinum í Tungudal. Leiknar
verða 18 holur m/án forgjafar.
Mótið hefst kl. 10.00. Skráning
á staðnum.
Strandir:
Grá-
sleppan
er bara
búin
- segir
Brandur á
Broddanesi
„Það er engin grá-
sleppuveiði og ég er bú-
inn að fá níu tunnur síðan
um miðjan apriT, sagði
Guðbrandur Einarsson,
grásleppukarl á Brodda-
nesi á Ströndum. Hann
rær ásamt karli föður
sínum á Sigrúnu ST-66
sem eropinn Færeyingur.
„Við höfum aðallega
verið inn með Ennisland-
inu og í Bitrukjaftinum.
Einnig höfum við verið
með nokkur net úti á
Ingólfsgrunni. Gráleppan
hefur bara verið ofveidd
og er búin. Stærri bátimir
girða fyrir slembruna
fyrir utan og hirða hana
um leið og hún gengur
upp á grunnið. Það kemur
ekkert inn í Flóann. Svo
er líka allt of mikið af
netum í Flóanum. Þetta
hefur ekki verið nein
grásleppuvertíð í vor.
Annars er allt orðið grænt
hér og túnin líta vel út".
sagði Brandur á Brodda-
nesi í samtali við blaðið í
morgun.
-GHj.
Pétur Grétarsson sigraði á J.Ó.D.-mótinu
- Julius Brand-mótið næsta sunnudag