Vestfirska fréttablaðið - 22.06.1994, Page 10
10
Sjáand-
inn Erla
Stefáns-
dóttir
sýnir í
Slunka-
ríki
- myndir sem
lýsa huldum
verum á
ísafirði
Á Jónsmessunni,
föstudaginn 24. júní,
verður opnuð sýning í
Slunkaríki á Isafirði á
myndum eftir Erlu Stef-
ánsdóttur. Erla býr yfir
sérstæðum hæfileikum
og næmi, hún sér og
skynjar margt sem öðr-
um er hulið.
Á sýningunni verða
24 vatnslitamyndir, sem
lýsa verum sem Erla
fann þegar hún fór um
Isafjörð með Kolbrúnu
Leifsdóttur landslags-
arkitekt til að vinna að
huliðsvættakorti fyrir
þetta svæði.
Erla segist sjálf túlka
innra líf á barnslegan og
einfaldan hátt með
myndum sínum, annars
hafi hún það starf að
kenna börnum á píanó og
fullorðnum á lífið. Hún
ber djúpa virðingu fyrir
náttúrunni. „Við mynd-
um lifa í betri samhljómi
við okkur sjálf og jörðina
sem við byggjum", segir
hún, „ef við gerðum
okkur almennt grein fyr-
ir lífsmagni náttúrunnar
og þeim verum sem
byggja landið með okk-
ur. Markmiðið með
starfi mínu er að sýna
fólki heiminn frá nýjum
sjónarhóli, reyna að fá
fólk til að líta ekki bara
á ytra borð manneskj-
unnar, heldur skilja að
við erum öll neistar frá
sömu sól og innri þættir
okkar eru svo óendan-
lega miklu fjölbreyttari
en fólk gerir sér almennt
grein fyrir.“
Sýningin í Slunkaríki
er opin fimmtud.-
sunnud. kl. 16-18 og
henni lýkur sunnudaginn
17. júlf.
VESTFIRSKA
I FRÉTTABLAÐIÐ |
VESTFIRSKA
FRÉTTAB LAÐIÐ
Fasteignaviðskipti
ÍSAFJÖRÐUR
Hlíðarvegur 20 Einbýlishús, kjallari, hæð og ris,
samtals um 250 m2 ásamt bílskúr.
Fagraholt 5 140 m2 einbýlishús ásamt 40 m2 bílskúr.
Aðalstræti 20 4ra herb. íbúð á 2. hæð, u.þ.b. 130 m2.
Laus eftir samkomulagi.
Aðalstræti 20 3ja herb. íbúð á 2. hæð, u.þ.b. 95 m2.
Aðalstræti 32 3ja herb. íbúð á 1. hæð.
Silfurgata 11 3ja herb. íbúð á 1. hæð. Laus fljótlega.
Strandgata 7 Nýuppgert, tvílyft einbýlishús úr timbri.
Hjallavegur 1 Einbýlishús, íbúðarhæðin er 120 m2
Bílskúr og geymsla eru um 60 m2-
Pólgata 4 5 herb. íbúð á 3. hæð.
Aðalstræti 22b 3ja-4ra herb. íbúðir á 2. og 3. hæð.
Fitjateigur 4 U.þ.b. 151 m2 einbýlishús á einni hæð
ásamt bílskúr.
Súðavík
Aðalgata 60 Lítið einbýlishús.
Bolungarvík
Ljósaland 5 118 m2 einbýlishús.
Ljósaland 6 2x126 m2 einbýlishús. Hagstæð lán.
Hólastígur 5 Rúmlega fokhelt raðhús. Selst á góðum
kjörum.
Hlíðarstræti 21 Gamalt einbýlishús.
Traðarland 24 Tvílyft einbýlishús, u.þ.b. 200 m2 með
bílskúr.
Stigahlíð 4 3ja herb. íbúð á 1. hæð. íbúðin er laus.
Hlíðarstræti 20 Einbýlishús, ca. 150 m2. Húsið er
laust.
Suðureyri
Eyrargata 3 Tvílyft einbýlishús úrtimbri, 134 m2
Sætún 9 Einbýlishús á góðum kjörum.
Flateyri
Ólafstún 9 Einbýlishús. Góð kjör. Húsið er laust.
Amar G. Hinriksson
Silfurtorgi 2, sími 4144
87
Nýjar vestfirskar þjóðsögur
Meira af Jóni kút í Gjögri
Jón kútur f Gjögri í Árneshreppi á
Ströndum vann eitt sinn um tíma í síldar-
verksmiðjunni í Djúpuvík. Ráðskonan sem
sá um matseldina fyrir verksmiðjufólkið
var svarkur mikill og stríðin með afbrigð-
um. Kom þeim afar illa saman, Jóni og
ráðskonunni. Eitt sinn hótaði hún Jóni að
höggva af honum hausinn með eldhús-
saxinu ef hann gerði ekki eitthvað viðvik
fyrir hana. Jón brást hinn versti við og
klagaði ráðskonuna fyrir verkstjóranum
sem hét Steinólfur og bætti svo við: „Ef
kerlingin lætur verða af þessu er ég far-
inn!“
Jón kútur sagði af sér margar frægðar-
sögur um dagana. Ein er svona: „Ég fór á
sjó og fékk risastóran fisk á færið, svo
stóran að ég hef aldrei séð annað eins um
ævina. Þegar ég ætlaði að innbyrða
skepnuna losnaði öngullinn úr henni og ég
missti hana við borðstokkinn. Þá lagði ég
út árar til þess að róa eftir fiskinum sem
flaut burt frá bátnum. Ég var rétt að ná í
sporðinn á þessum stórfiski þegar svart-
bakshelvítið demdi sér niður og gleypti
hann.“
-GHj.
Vonast til þess að ferju-
bryggjur við Djúp verði
tilbúnar næsta vor
- segir Jón Leví Hilmarsson hjá Hafnamálastofnun
Bílaferjan Fagranes. Loksins hillir undir að byggðar verði ferjubryggjur handa því.
Nú virðist vera kominn
skriður á undirbúning að smíði
ferjubryggja fyrir bílaferjuna
Fagranes, bæði í ísafjarðar-
djúpi og á ísafirði. I vor sam-
þykkti samgöngunefnd Al-
þingis að farið yrði út í smíði
ferjubryggjanna og lagði til að
Vegagerð ríkisins og Hafnar-
málastofnun skipuðu í nefnd til
þess að vinna að málinu. Blaðið
hafði samband við Jón Leví
Hilmarsson, forstöðumann
tæknideildar Hafnarmálastofn-
unar, og spurði hann hvað væri
að frétta af bryggjumálunum.
„Eins og þið vitið hefur þetta
mál lengi verið að flækjast um
kerfið", sagði Jón Leví. „Það
hefur enginn viljað taka á sig að
bera ábyrgð á þessu máli.
Vegagerðin á samkvæmt lög-
um að sjá um ferjumál í landinu
og þið þekkið sjálfsagt aðstæð-
ur heimafyrir og kannski eru
þær að hluta til skýringin á því
að lítið gerist. En nú er búið að
mynda þessa nefnd. I henni eru
tveir menn frá Vegagerðinni,
Gísli Eiríksson og Eymundur
Runólfsson, og tveir menn frá
okkur, ég og Gísli Viggósson.
Okkur hefur verið falið af
samgöngunefnd Alþingis að
undirbúa og koma í gang fram-
kvæmdum við þessar ferju-
bryggjur. Það hefur loksins
verið samþykkt að fara í þetta.
Við erum búnir að halda einn
fund í nefndinni. Ut úr honum
kom það að við erum að undir-
búa undirbúningframkvæmdir.
Það þarf að skoða aðstæður við
eyrina utan við bryggjuna á
Arngerðareyri og athuga hvort
þar sé hægt að koma bryggju
fyrir á nægjanlegu dýpi. Þarna
þarf að dýpka og við verðum að
vera vissir um að við náum því
dýpi sem þarf. Við þurfum að
bora holu til að kanna jarð-
vegsaðstæður.
Á Isafirði eru menn ekki
endanlega búnir að ákveða
staðsetningu ferjubryggju. Við
settum upp plan þar sem við
vonumst til að hægt væri að
bjóða bryggusmíðina út í byrj-
un ágúst. Framkvæmdir ættu
að geta hafist í haust og ljúka
á tveimur árum. Við vorum að
vonast til þess að komast svo
langt í haust að hægt væri að
ljúka þessu fyrir ferðamanna-
tímann á næsta ári. Við stefn-
um að því að reyna þetta“,
sagði Jón Leví Hilmarsson í
samtali við blaðið í gær.
-GHj.