Vestfirska fréttablaðið - 22.06.1994, Síða 12
GRUNNVÍKINGABÓK
BÓKAVERSLUN
JÓNASAR TÓMASSONAR Sími 3123, ísafirði
8 FRÉTTABLAÐIÐ ]
RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR:
SÍMI94-4011 • FAX 94-4423
Læti eftir ball á
Suðureyri
Fimmtudagskvöldið 16. júní var unglingadansleikur á
Suðureyri og flykktust þangað unglingar af öllum norðan-
verðum Vestfjörðum í rútum og einkabílum. Þetta ball er
árviss atburður. Að sögn lögreglu fór sjálft ballið mjög vel
fram.
Eftir ballið upphófust mikil læti á götum plássins enda var
mikil ölvun. Reynt var að komast í sundlaugina, brotnar voru
rúður, líkamsárásir gerðar, innbrot framin og sitthvað fleira.
Hálft lögregluliðið frá Isafirði var upptekið vegna þessara láta
fram undir morgun. Vildi lögreglan taka það skýrt fram að
mikill meirihluti unglinganna hafi verið til sóma og ekki verið
þátttakendur í þessum látum. Hafi þeir einungis verið á góðu
balli og skemmt sér vel.
En lítill hluti unglinganna virtist vera haldinn þessari
óseðjandi þrá að fara um bæinn og skemma fyrir bæjarbú-
um. Þetta er eins og þeir sem koma óorði á brennivínið,
hinum til bölvunar sem kunna með það að fara.
-GHj.
Enn af garðarollum
Starfsmönnum ísafjarðarkaupstaðar virðist ganga illa að
reka garðarollurnar úr bæjarlandinu. Að sögn lögreglunnar
á ísafirði berast stanslausar kvartanir um rollur í görðum,
aðallega í Holtahverfi. Lögreglan getur ekkert annað að-
hafst en láta starfsmenn kaupstaðarins vita.
Gemlingar í trjánum
Kona í Holtahverfi hringdi til Vestfirska og bað um meiri
umfjöllun um garðarollurnar, því nú væru gemlingar komnir
f trén hjá henni. Sagði hún að umsáturástand væri í Holta-
hverfinu vegna garðafjárins og ætti bærinn að sjá sóma sinn
í því að gera bæjarlandið rolluhelt. Rollurnar kæmu arkandi
eftir þjóðveginum yfir Hauganesið og kæmust þannig inn í
Holtahverfið. Þar ætti Vegagerðin að setja upp ristarhlið ef
vel væri.
Hverjir eiga rollurnar?
Vestfirska vill biðja íbúa að gefa blaðinu upp mörkin á
rollunum sem háma í sig lystigróður þeirra og heitir að fletta
upp í markaskrá og birta nöfn eigendanna í blaðinu.
Engar garðarollur á ísafirði???
(vikulegum upplestri Ríkisútvarpsins (Rásar tvö) úr hér-
aðsfréttablöðum sl. mánudagskvöld greip fréttamaðurinn á
ísafirði niður í frétt Vestfirska fréttablaðsins t síðustu viku af
garðarollum á ísafirði. Hún lagði út af fréttinni eftir sínu höfði
eins og venjulega, umsneri henni, breytti og túlkaði að eigin
geðþótta. Var á henni að heyra að engar rollur væri að sjá
á (safirði og helst að skilja að umræddar garðarollur á ísa-
firði væru ekkert annað en hugarfóstur og tilbúningur
blaðsins.
-GHj/HÞM.
Orlofsíbúö á Akureyri
Lausar vikur í júlí og ágúst.
Upplýsingar gefur Ingvar í
síma 93-47783 og 93-47890
Verkalýðs- og sjómannafélagið
Grettir, Reykhólum.
Neyðarnúmer
slökkviliðs,
lögreglu
og sjúkraliðs
á Isafirði
Fæðingarbær Jóns Sigurðssonar á
Hrafnseyri verður endurbyggður
Á virðulegri og skemmti-
legri þjóðhátíð á Hrafnseyri við
Amarfjörð var lagður hom-
steinn að endurbyggingu fæð-
ingarbæjar Jóns Sigurðssonar.
Jón fæddist á Hrafnseyri 17.
júní árið 1811. Nú stendur
ekkert eftir af gamla bænum
þar sem hann fæddist nema
hluti af eldhúsvegg, en meira en
níutíu ár eru nú liðin frá því að
þar var flutt út f síðasta sinn.
Nú verður bærinn endur-
byggður eftir því sem fjárráð
leyfa og mun sú framkvæmd
auka enn á vegsemd Hrafns-
eyrarstaðar, sem er einn af
helgidómum landsins.
Frá þjóðhátíðinni á Hrafnseyri. Þar var fjölskylduskemmtun og fór í alla staði hið besta fram.
Foreldrafélög í sýslunni lögðu þar sitt af mörkum. Ljósm: Hörður Kristjánsson.
Hnífsdcalur
Er bærinn skaðabótaskyldur?
- tvö slys á börnum í sama fótboltamarkinu
Á þriðjudaginn í síðustu viku
var barn að Ieik aftan við fót-
boltamark á leikvellinum við
barnaskólann f Hnífsdal.
Markið var laust og féll á barn-
ið, lenti á hendi þess og hand-
arbraut barnið. Annað slys átti
sér stað í sama markinu á
mánudagskvöld þegar sláin féll
úr því ofan á andlit barns og
braut í því tennur og slasaði
barnið talsvert.
Þetta mark er á ábyrgð Isa-
fjarðarkaupstaðar. Eftir laus-
lega athugun blaðsins eru rnörk
á sparkvöllum bæjarins ekki
fest niður og skapar það ntikla
hættu fyrir börn og unglinga
sem eru að leik á þessum völl-
um. Mikil umfjöllun var um
hliðstæð mál í Reykjavík á síð-
asta ári í fjölmiðlum, þegar
stórslys urðu. Má gera ráð fyrir
því að í tilvikum sem þessum
séu bæjaryfirvöld skaðabóta-
skyld.
Vestfirska mun fylgjast með
viðbrögðum bæjaryfirvalda
við þessum slysum. Nú er að
sjá hvort gerðar verði skjótar
úrbætur og öll mörk á vegum
bæjarins fest niður og gengið
frá þeim þannig að þau liðist
ekki í sundur og detti á leik-
menn.
-GHj.
Sprautur eftir
fíkla á víða-
vangi
Augnlæknir á
HSÍ
Einar Stefánsson augn-
læknir verður með móttöku
á Heilsugæslustöðinni á fsa-
firði dagana 11.-15. júlí fyrir
norðanverða Vestfirði, þ.e.
Þingeyri, Flateyri, ísafjörð
og Bolungarvík. Tímapönt-
un í síma 4500 kl. 8-12 og
13-16.
(Fréttatilkynning frá yfir-
lækni HSÍ).
Þolfimi (aerobic)
fyrir 11-15 ára í
Studio Dan
Það verður brjálað fjör hjá
11-15 ára strákum og stelp-
um í þolfimi (eróbikk) hjá
Studio Dan á næstunni, að
sögn Önnu Maríu
Malmquist fþróttakennara,
en hún byrjar með tíma fyrir
þennan aldurshóp á mánu-
daginn. Tímarnir verða milli
hálfsex og hálfsjö þrjá daga
í viku og fást nánari upplýs-
ingar hjá Studio Dan í síma
4022.
Að sögn lögreglunnar á ísa-
firði hefur það borið við nokk-
uð oft undanfarið, bæði á ísa-
firði og í nágrannabyggðum, að
börn og unglingar hafi fundið
sprautur með sprautunálum
þegar þau hafa verið að snyrta
umhverfið. Einkum hefur þetta
fundist bak við hús og á opnum
svæðum, s.s. bak við ísafjarð-
arapótek, við Grænagarð og við
Pollgötu á Isafirði, og einnig á
Að sögn Steindórs Ög-
mundssonar á Táknafirði er nú
byrjað á fullu við að undirbúa
veginn yfir Hálfdán undir
Þingeyri. Sagði lögreglan að
þetta væru greinilega sprautur
frá sprautufíklum.
Vildi lögreglan brýna það
fyrir fólki að vera ekki að fikta
með þessar sprautur því mikil
smithætta og alls konar óþverri
fylgir þeim. Er fólki bent á að
skila slíkum fundi til lögregl-
unnar því hún hefur útbúnað til
þess að eyða þessum óþverra.
-GHj.
bundið slitlag. Er eftir að leggja
slitlag á 8 km á heiðinni og
verður verkinu lokið í sumar.
-GHj.
Vestfirska
hefur heyrt...
...að nú sé Ástþór Á-
gústsson í Múla, oddviti
Nauteyrarhrepps, orðinn
einræðisherra í hreppnum
að tilskipun Jóhönnu Sig-
urðardóttur fyrrverandi fé-
lagsmálaráðherra á meðan
kærur vegna sveitarstjórn-
arkosninganna í hinum nýja
Hólmavíkurhreppi eru til
lykta leiddar. Þar sem nóg
er um hross í hreppnum,
samanber fréttir um lausa-
göngu hrossa í Nauteyrar-
hreppi undanfarin ár, er
sagt að oddvitinn sé að
stofna riddaralið til þess að
gera atlögu norður í fyrrum
Snæfjallahrepp til þess að
frelsa hann undan oki Is-
firðinga. Væntanlega
hyggst einræðisherrann
koma Strendinunum undir
Hólmvíkinga...
17. júní á
Tálknafirði
Mikið var um að vera á
Tálknafirði 17. júní, að sögn
Steindórs Ögmundssonar,
og voru hátíðahöldin með
hefðbundnu sniði. Þar var
skrúðganga, ræðuhöld,
fjallkona, skemmtun fyrir
börnin, útigrill og sitthvað
fleira. Fjölmennt var á há-
tíðahöldunum og sást ekki
vín á nokkrum manni.
-GHj.
Bundið slitlag
yfir Hálfdán