Vestfirska fréttablaðið - 30.11.1994, Page 2
2
Miðvikudagur^0^ióvembeHi99^^^^^^^^^^^^^^J
VESTFIRSKA
FRÉTTABLAÐIÐ
Hrannargötu 2
ísafirði
Innocent
Moves
Allar ferðir hefjast með einu
skrefi. Hér er á ferðinni sérlega
Ijúf og skemmtileg saga sem
höfðar svo sannarlega til allrar
fjölskyldunnar. Hún erbyggðá
sönnum atburðum og segir frá
hinum sjö ára gamla Josh
Waitzkin sem er góður skák-
maður sem keyrður er áfram af
hörku með kröfu um árangur.
Krákan
SPENNUMYND
Nákvæmlega einu áriu eftir
morðin, snýr Krákan aftur til að
hefna sín á fólkinu sem tók líf
hans og hamingju. Þetta er
dökk saga sem gerist í skugga-
legri veröld ofbeldis og glæpa.
RedSa*pion
í Bandaríkjunum hefur
hópur hryðjuverkamanna undir
stjórn hins geðveika Kendrick,
náð að festa rætur. Kendrick
hefur ákveðið að losna við alla
„óæskilega kynþætti.
TOPP TIU
1. Cool Runnings
2. NakedGun 331/3
3. The Chase
4. The Pelican Brief
5. Serial Mom
6. Greedy
7. Mrs. Doubtfire
8. Crumpy Old Men
9. Sugarhill
10. Aladdin
-- J
Þörungaverksmiðjan á Reykhólum:
Aukin eftirspurn eftin
panamjöli á heimsmankaði
- Afurðaverð verksmiðjunnar virðist heldur á uppleið
og frumathuganir í gangi um sæeyraeldi á Reykhólum
Úr þörungaverksmiðjunni á Reykhólum.
Þaravinnsla er í fullum gangi
í Þörungaverksmiðjunni á
Reykhólum þessa dagana. Að
sögn Bjama Óskars Halldórs-
sonar framkvæmdarstjóra, þá
liggur þangskurður og vinnsla
niðri yfir vetrarmánuðina en
aftur á móti er reynt að halda
vinnslunni gangandi með
verkun á þara. Þarinn er sóttur
á dýpri mið en þangið og tekinn
með plóg og hafá menn verið
að síðan hætt var í þangvinnslu
26. október. Aðspurður um
fréttir af sæeyraeldi sagði
Bjarni að það væri vart tíma-
bært að ræða það á þessu stigi.
Athugun á slíku eldi væri á al-
gjöru frumstigi. Sagði hann
menn vera að skoða ýmsa hluti
út um allt land og að til þeirra
hafi komið menn til að ræða
þessi mál, en það væri lítið
meira af því að segja. Sæeyra
er að sögn Bjarna skeldýr af
sniglaætt og lifir á þara. Til-
raunaeldi hefur verið í gangi á
sæeyrum hjá Hafrannsókna-
stofnun og tilfellið er sagði
Bjarni, að þarna er um rándýra
afurð að ræða. Sagði hann að
það væri vissulega spennandi
að skoða þennan möguleika, en
þarna væri um hugmynd að
ræða sem væri búin að vera
lengi við lýði. Helsti markaður
fyrir sæeyra er í Japan og á
vesturströnd Bandaríkjanna.
Að sögn Bjarna starfa nú um
17 manns í verksmiðjunni og
verður unnið í vetur við þara-
vinnslu. Agætt verð er fyrir
þara, en hann er seinunnari en
þangið. Gert ráð fyrir mán-
aðarstoppi eða svo til að fara í
viðhald á búnaði verksmiðjun-
nar seinna í vetur.
Afurðaverð virðist vera
heldur á uppleið þessa dagana
og fer töluverður hluti fram-
leiðslunnar á Skotlandsmark-
að. Sagði Bjarni að eftirspurn
væri að aukast á hráefni til
Alginatvinnslu. Alginat er
notað sem hleypiefni, meðal
annars í vörur fyrir prentiðnað
og textíliðnað og má þannig
segja að Þörungaverksmiðjan
á Reykhólum eigi nokkurn þátt
í framleiðsluferli Vestfirska
fréttablaðsins. Þá er aukin
eftirspurn eftir þara- og þör-
ungaafurðum til fóðurgjafar og
sem lífræns áburðar.
Um framtíð verksmiðjunnar
sagði Bjarni að þetta ætti að
geta staðið undir sér, en skuldir
verksmiðjunnar gerðu þeim
vissulega erfitt fyrir. Annars
væru fjölmargir þættir sem
spiluðu inn í þetta eins og raf-
orkuverð og fleira.
- hk.
Rettlæti í husnæðismalum
- Sigmar B. Hauksson skrifar
Að koma sér þaki yfir höf-
uðið, eins og það heitir, er ein
viðamesta og nauðsynlegasta
fjárfesting hverrar fjölskyldu.
Við búum hér á mörkum hins
byggilega heims, byggingar-
kostnaður er því mun meiri
hérlendis en víðast hvar annars
staðar í heiminum.
Lánin eru hætt
að brenna upp
Hér á landi hefur sú stefna
verið ríkjandi, að landsmenn
eigi að eiga það húsnæði sem
þeir búa í. Hið svo kallaða „fé-
lagslega“ kerfi hefur ekki verið
þróað á sama hátt og víðast
hvar í nagrannalöndum okkar,
t.d. í Bretlandi og Svfþjóð.
Þegar verðbólga geisaði hér á
landi var það frábær fjárfesting
að byggja sér hús, lánin hrein-
lega brunnu upp. Nú er öldin
önnur. Það er dýrt að taka lán,
allt of dýrt. Skuldir heimilanna
hafa aukist um nær milljarð á
mánuði það sem af er þessu ári
og húsbréfakerfið er um það bil
að hrynja.
Eigið húsnæði er keppi-
kefli hverrar fjölskyldu
Þrátt fyrir þetta er það
keppikefli hverrar fjölskyldu
að eignast eigið húsnæði. Hér
á Islandi er það nefnilega svo,
að íbúðarhúsnæði er ekki ein-
göngu heímili, heldur einnig
fjárfesting eða trygging. Ef
fjölskyldan verður fyrir
skakkaföllum er hægt að selja,
og þurfi að taka lán, þá er í
flestum tilvikum hægt að fá
það í bankakerfinu, ef við-
komandi á húseign. Þegar
börnin eru flogin úr hreiðrinu
og fólk komið á eftirlaunaald-
Sigmar B. Hauksson.
„Hér á íslandi er það
nefnilega svo, að íbúðar-
húsnæði er ekki eingöngu
heimili, heldur einnig
fjárfesting eða trygging.
Ef fjölskyldan verður fyr-
ir skakkaföllum er hægt
að selja, og þurfi að taka
lán, þá er í flestuni tilvik-
um hægt að fá það í
bankakerfinu, ef viðkom-
andi á húseign.“
ur, minnka margir við sig eins
og það heitir, kaupa minna og
hentugra húsnæði. Við þessi
fasteignaskipti fá eldri borgar-
arnir oft nokkurt fé sem milli-
gjöf, fé sem hægt er að nota
sem lífeyri. í stuttu máli má því
segja, að fólki séu nær allar
bjargir bannaðar eigi það ekki
eigið húsnæði.
Er þetta kerfi ekki ágætt þrátt
fyrir ýmsa vankanta? Jú, mikil
ósköp. Það er ágætt fyrir þá
sem eru vel efnum búnir, eða
búa á Stór-Reykjavíkursvæð-
inu.
Á landsbyggðinni er
kostnaðurinn við húsnæð-
ið hærri en markaðsverð-
ið lægra
Víða á landsbyggðinni, t.d.
hér á Vestfjörðum, er bygging-
arkostnaður mun meiri en á
suðvesturhorninu. Húshitunar-
kostnaðurinn er töluvert hærri.
Alvarlegast er þó, að markaðs-
verð fasteigna úti á lands-
byggðinni er mun lægra en á
Stór-Reykjavíkursvæðinu. Eg
hef komið í sjávarpláss hérfyrir
vestan, þar sem hið svo kallaða
markaðsverð nýrra og glæsi-
legra húsa dugar ekki einu sinni
fyrir lánum sem tekin hafa ver-
ið, þó svo að nokkuð hafi verið
greitt af þeim.
Húseignir víða um land eru
því ekki fjárfesting í sama mæli
og á Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Sem dæmi mætti nefna, að
glæsilegar og skuldlausar hús-
eignir á landsbyggðinni hafa af
bönkum og fjárfestingarsjóðum
ekki þótt veðhæfar. Hér er um
ótrúlegt óréttlæti að ræða sem
verður að leiðrétta.
Hver er ábyrgð
lánastofnana?
í þessu sambandi vakna
ýmsar spurningar, t.d. um á-
byrgð Húsnæðisstofnunar rík-
isins, lífeyrissjóða og bank-
anna. Er eitthvert vit í að vera
að lána fólki háar fjárhæðir til
húsbygginga, er sýnilegt þykir
að húsið verði orðið verðlaust
eftir nokkur ár?
Fjárfesting í fasteign
verðitryggð
Auðvitað þurfa allir þak yfir
höfuðið. Þess vegna þarf að
byggja fleiri félagslegar íbúðir
úti á landsbyggðinni. Þær
stofnanir sem lána fé til hús-
bygginga þurfa að taka aukna
ábyrgð, m.a. með því að
tryggja það að fólk sem býr á
svæðum þar sem hætta er á að
markaðsverð á fasteignum geti
á vissum tímum Iækkað óeðli-
lega í verði, m.a. vegna
minnkandi fiskigengdar eða
stjórnvaldsaðgerða, fái fé sitt
sem það hefur lagt í fasteignina
óskert eða lítt skert til baka,
neyðist það til að flytja í burtu
vegna atvinnuástands eða fé-
lagslegra aðstæðna. Sérstakur
sjóður eða fyrirtæki innan
Húsnæðisstofnunar ríkisins
keypti þessi hús og ætti. Hús-
eignum þessum mætti svo
breyta í félagslegar íbúðir eða
nota sem embættismannabú-
staði, eða leigja á frjálsum
ntarkaði, eða þá selja síðar
þegar staðan í atvinnumálum
sveitarfélagsins batnar. Ef ó-
venju margar fasteignir yrðu í
eigu þessa sjóðs í einhverju
sveitarfélagi, yrði ekki lánað
þangað fé til húsbygginga fyrr
en búið væri að selja einhvern
hluta þeirra.
Eins og staðan er nú verður
fólk að selja eignir sínar fyrir
smáar upphæðir langt undir
kostnaðarverði eða það verður
hreint og beint gjaldþrota.
Húsnæði þetta nýtist oft illa og
ósjaldan drabbast það niður.
Öryggi í húsnæðismálum
telst til sjálfsagðra mann-
réttinda
í stuttu máli er núverandi
kerfi þjóðhagslega óhagkvæmt
og dýrt, en helsti galli þess er
þó sá, að fjölskyldur og ein-
staklingar verða fyrir veruleg-
um fjárhagslegum skakkaföll-
um. Ekki er síður mikilvægt að
efla enn frekar félagslega í-
búðakerfið úti á landsbyggð-
inni. Athuga þarf hvort ekki sé
hægt að gera kerfið hag-
kvæmara og skilvirkara, hvort
t.d. sé hægt að lækka bygging-
arkostnað.
Að búa við öryggi í húsnæð-
ismálum eru sjálfsögð mann-
réttindi. Það óréttlæti sem fólk
úti á landsbyggðinni hefur orð-
ið að búa við verður að leið-
rétta.
Höfundur tekur þátt í próf-
kjöri Framsóknarflokksins um
nœstu helgi.
Vöruflutningar
Ármanns Leifssonar
Bolungarvík
Símar 94-7548 • 7538
Ferðir alla daga til og frá
Reykjavík - Norður/Vestur-
ísafjarðarsýslur
isaTjaro
y//^/rtWsW////ZZ///