Vestfirska fréttablaðið - 30.11.1994, Page 4
4
Miðvikudagur 30. nóvember 1994
VESTFIRSKA
\ frfttaBLAÐIÐ
iTnnrrnrnrifr i
Ógæftir hjá Patreksfjarðarbátum:
FRÉTTABLAÐIÐ 1
Vestfirska fréttablaðið er vikublað, óháð stjórnmálaflokkum.
Blaðið kemur út síðdegis á miðvikudögum og fæst bæði í lausasölu
og áskrift. Verð kr. 170 m/vsk.
Ritstjórn og auglýsingar: Austurvegi 2, ísafirði, sími (94)-4011,
fax (94)-5225. Ef enginn er við á skrifstofunni er reynandi að hringja
í síma (94)-3223 (ísprent) .
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hlynur Þór Magnússon.Túngötu 17,
ísafirði, hs. (94)-4446.
Útgefandi: Vestfirska útgáfufélagið hf., Austurvegi 2, ísafirði.
Prentvinnsla: (sprent hf., Aðalstræti 35, ísafirði, sími (94J-3223.
LEIÐARI
Kjósendur,
pólitík og lýð-
ræði
Áhugi almennings á stjórnmálum virðist fara heldur
vaxandi hérlendis, ef nokkuð er. Jóhanna Sigurðardóttir
sópar til sín fylginu. Söfnuður hennar er einhver breiðasta
fylking sem um getur í íslenskri pólitík. í húsi hennar eru
margar vistarverur. Þar sameinast í hinum nýja átrúnaði
hörðustu postular kvótakerfisins og rótgrónir andstæðingar
þess. Þar kyrja saman lofsðngva þeir sem vilja gera landið
að einu kjördæmi með jöfnum atkvæðisrétti allra og þeir
sem vilja standa vörð um sérstaka hagsmuni kjör-
dæmanna á landsbyggðinni. Þar takast í hendur þeir sem
vilja fara í norður og hinir sem ætla í suður og segja einum
rómi: Við eigum samleið!
Ef marka má skoðanakannanir virðast flestir íslendingar
hafa mjög ákveðnar skoðanir á ESB og EFTA og GATT og
öllu því. Undirritaður hefur gert það sér til gamans á liðnum
vikum og mánuðum að leita eftir afstöðu fólks til ESB og
fiska eftir því hvað menn vita yfirleitt um þessi mái. Niður-
staðan er sú, að sárafáir vita neitt um hvað þetta snýst.
Skoðanir fólks á efnahagsbandalögum og milliríkjasamn-
ingum eru í rauninni yfirleitt ekki neinar skoðanir, heldur
trúarbrögð. Þeir sem eru óákveðnir, þeir sem segjast ekki
hafa næga þekkingu til að taka afstöðu, þeir sem telja sig
ekki dómbæra, það eru yfirleitt þeir sem helst hafa ein-
hverja þekkingu. Það vefst ekkert fyrir fólki sem ruglar
saman ESB og EBS að vera með eða móti.
En svona eru kjósendur og þess vegna er pólitíkin eins
og hún er. Þess vegna eru til stjórnmálamenn. Þess vegna
eru til miklir leiðtogar. Þess vegna koma fram stórmenni
sögunnar. Þess vegna eru heimsstyrjaldir háðar.
Lifi lýðræðið!
Hlynur Þór Magnússon.
Húsnæði — leiguskipti
Óskum eftir 4ra herb. íbúð eða húsi á leigu á
ísafirði fyrir starfsmann okkar.
Leiguskipti á 3ja herb. íbúð í Reykjavík
koma til greina.
Upplýsingar hjá Póls-rafeindavörum hf.
í síma 4400.
Neyðarnúmer
slökkviliðs,
lögreglu
og sjúkraliðs
á Isafirði
Togarap horfuðu undan
óveðrinu um helgina
Stirð veðrátta hefur verið
undanfarna daga á Vestfjörð-
um og hafa Patreksfirðingar
ekki farið varhluta af því frekar
en aðrir.
Andey kom inn í gær með
tæp 6 tonn og Guðrún Hlín og
Núpur komu inn fyrir helgina
og voru með um 25 tonn hvor
um sig eftir þrjár Iagnir, en þeir
komuinn á laugardaginn í vit-
lausu suðvestan veðri. Stóð
veðrið upp á Patreksfjarðar-
höfn og það var vart meira en
svo að hægt væri að landa úr
bátunum.
Að sögn Guðmundar Sig-
urðssonar hafnarvarðar, þá
lágu einir sex togarar inni á
Patreksfirði vegna veðurs og
þar á meðal Sólbakur frá Ak-
ureyri. Létu skipverjar þar um
borð ekki vel af veðrinu og
sögðu að það hafi verið stórsjór
útifyrir.
Samkvæmt veðurkortaritara
á hafnarvoginni á Patreksfirði,
sem fær veðurspár um gervi-
hnött frá breskum veðurspá-
mönnum, þá er gert ráð fyrir
áframhaldandi umhleypingum.
Þrátt fyrir hvassviðrið á Pat-
reksfirði, þá voru ekki neinar
fréttir af skemmdum þar um
slóðir.
- hk.
Vestfirðingar ná í gegn 13 þúsund tonna aukningu á úthafsrækjukvóta
en fá minnst af því sjálfir:
Þetta kerfi er eins vitlaust
og það getur verið
- segir Halldór Jónsson hjá Rit hf. á ísafirði og telur enga þörf á kvóta í
úthafsrækjuveiðum hér frekar en í Noregi
Á undanförnum vikum hafa
forsvarsmenn rækjuverksmiðja
við Djúp barist fyrir því að út-
hafsrækjukvóti yrði aukinn svo
ekki þyrfti að koma til lokunar
verksmiðjanna. Ekki er búið að
veiða nema um 15 þúsund tonn
af þeim 50 þúsund tonna kvóta
sem úthlutað var í byrjun
kvótaársins, en samt hefur
gengið erfiðlega hjá verk-
smiðjunum að fá keyptan kvóta
sem útgerðir loðnu- og síldar-
báta í öðrum landshlutum hafa
yfir að ráða. Virðist svo sem
útgerðir þessara skipa vilji
geyma sér kvótann ef loðnu- og
síldveiðin skyldi bregðast.
Barátta Vestfirðinga hefur nú
borið þann árangur að fallist
hefur verið á 13 þúsund tonna
aukningu, þó vissulega hafi
sumir rækjuvinnslumenn viljað
sjá þennan hlut stærri. Það
nierkilega við þessa aukaút-
hlutun á rækjukvóta er það, að
þeir sem fyrir henni börðust,
bera minnst úr býtum. Síldar-
og loðnubátar fá þannig kvóta
upp á 4.600 tonn, sem er álíka
mikið og heildarkvóti Vest-
firðinga. Til gamans má geta
þess að sjö skip Samherja-
manna á Akureyri hafa nú yfir
að ráða 5.500 tonna rækju-
kvóta. Það hlýtur að teljast þó
nokkurs virði á tímum hækk-
andi rækjuverðs, ekki síst ef
menn geta selt hluta hans aftur
til hráefnissveltandi rækju-
verksmiðja.
Halldór Jónsson hjá rækju-
verksmiðjunni Rit hf. á Isafirði
segir það kapítula út af fyrir sig
að það þurfi að ýta við stjórn-
völdum með það að yfirfara
útreikninga varðandi heildar-
kvóta. „Þegar aðstæður breyt-
ast, þá eiga menn auðvitað að
endurreikna jafnóðum. Það á
ekki að þurfa sífellt að benda
mönnum á hvenær sé orðið til-
efni til að endurreikna. Annars
hefur maður margsinnis bent á
að það sé ekki þörf á heildar-
kvóta það á að duga að hafa
eftirlit og beita skyndilokunum
þegar það á við. Norðmenn
hafa engan slíkan kvóta og ég
hef aldrei fengið neinar skýr-
ingar á því af hverju fiskifræð-
ingar hér hafa aðrar skoðanir
en félagar þeirra í Noregi sem
hafa lært sömu fræði og jafnvel
í sömu skólum. Þetta sýnir bara
það að kerfið virkar ekki til að
vernda fiskistofnana. Heldur er
því eingöngu haldið við lýði til
að gæta hagsmuna þeirra sem
upphaflega fengu þessum
kvótum úthlutað. Þetta kerfi
gengur ekki upp til að vernda
stofnana, en það gengur ágæt-
lega upp til að skapa verðmæti
fyrir utanaðkomandi aðila. Það
Tæp 90 tonn at rækju úr
Djupinu í síðustu viku
Rækjuveiðar héldu áfram í
ísafjarðardjúpi í síðustu viku
og er nú búið að veiða samtals
68870 kíló síðan vertíð hófst f
haust. Því er eftir af fyrirfram
gefnum kvóta rúmlega fjórtán
hundruð tonn.
I síðustu viku komu 89 tonn
og 567 kíló á land af 29 bátum
við Djúp. Bakki í Hnífsdal fékk
rúm 19,4 tonn, Básafell á Isa-
firði fékk rúm 13,3 tonn, Frosti
í Súðavík fékk rúm 12, 6 tonn.
Ritur á ísafirði fékk tæp 28,2
tonn og Þuríður í Bolungarvík
fékk rúm 16 tonn.
Aflahæstur rækjubátanna
þessa viku var Aldan IS 47 sem
var með 6 tonn og 312 kíló.
- hk.
77/ sölu
Til sölu er verslunar- og
iðnaðarhúsnæði á 2. hæð að
Suðurgötu 9, ísafirði,
alls 570 m2.
L
Landsbanki íslands
ísafirði, sími 3022
er tómt bull að þetta virki til að
stjórna fiskveiðum og það sýnir
sig best þarna. Þetta kerfi er
eins vitlaust og það getur
verið.“ - hk.
■
I
Mál og menning hefur
sent frá sér skáldsöguna
Þorvaldur víðförli eftir
Árna Bergmann. Þorvald-
ur víðförli, sem uppi var fyrir
þúsund árum, slóst ungur í
lið með Friðriki trúboðs-
biskupi og lenti á íslandi í
mannvígum fyrir Hvítakrist.
Eftir það héldu honum eng-
in bönd. Hann leitaði guðs
síns í Noregi og Garðaríki,
fór með Væringjum um víð-
áttur Rússlands suður til
Miklagarðs, var í hernaði,
kom í konungshallir, gekk í
klaustur og gerðist einsetu-
maður. Guð reyndist heldur
óþjáll til samræðu, en Þor-
valdur fann að lokum ástina
og enn tók líf hans breyt-
ingum.
Þorvaldur víðförli er
söguleg skáldsaga um um-
brotatíma í sögu íslands og
Evrópu. Þetta er frásögn
sem spannar vítt svið
sögustaða og heimspeki-
hugmynda, svo iistilega
sögð að stundum veit les-
andinn ekki hvort hann
sjálfur er staddur í fortíðinni
eða Þorvaldur víðförli í nú-
tímanum.
Þorvaldur víðförli er
þriðja skáldsaga Árna
Bergmann, en áður hefur
hann skrifað sögurnar Geir-
fuglarnir (1982) og Með
kveðju frá Dublin (1984).