Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 30.11.1994, Síða 6

Vestfirska fréttablaðið - 30.11.1994, Síða 6
Miðvikudagur 30. nóvember 1994 VESTFIRSKA J FRÉTTABLAÐIÐ Gilsfjörður verður brúaður Pétur Bjarnason í ræðustól á fundinum í Dalabúð í fyrrakvöld. Við hliðina á púitinu sitja Jón Helgason, verkfræðingur hjá Vegagerð ríkisins, og Sigurður Þórólfsson, bóndi í Innri- Fagradal, sem var fundarstjóri. við orð sín Alþýðueiníng - Yfirlýsing starfshóps um vinstri einingu, betri áherslur og jafnrétti / hópnum Alþýðueiningu eru einstaklingar, Al- þýðubandalagsfólk, í mörgum byggðarlögum Vest- fjarða, svo sem Vesturbyggð, ísafirði, Flateyri, Suð- ureyri og á Ströndum. Nú virðast engin ljón leng- ur í vegi brúargerðar yfir Giisfjörð milii Kaldrana og Króksfjarðarness. Þar er um að ræða brú nieð 60 metra hafí og síðan miklar vegfyll- ingar báðum megin. Þing- menn Vestfjarða og Vestur- lands standa einhuga að baki þessu máli og fari allt sem ráðgert er munu menn geta ekið yfir hina nýju brú sum- arið eða haustið 1997, eftir liðlega tvö og hálft ár. Gilsfjarðarnefnd stóð fyrir fundi í Dalabúð í Búðardal í fyrrakvöld og var væntanleg brúargerð og þverun Gilsfjarð- ar til umræðu. Til fundarins var boðið Dalamönnum, Austur- Barðstrendingum og þing- mönnum beggja kjördæmanna sem hlut eiga að máli, Vestur- landskjördæmis og Vestfjarða- kjördæmis. Geysilegur baráttu- hugur ríkti á fundinum en hann sóttu um 220 manns og má það teljast ótrúlega mikil fundar- sókn á þessum stað og tíma. Af Vestfjarðaþingmönnum voru tveir mættir, þeir Einar K. Guðfinnsson og Pétur Bjarna- son, en fimm þingmenn úr Vesturlandskjördæmi, þau Sturla Böðvarsson, Guðjón Guðmundsson, Jóhann Arsæls- son, Ingibjörg Pálmadóttir og Gísli S. Einarsson. Kveðjur bárust á fundinn frá Matthíasi Bjarnasyni, Sighvati Björg- vinssyni og Kristni H. Gunn- arssyni. Sigurður Þórólfsson í Innri-Fagradal stjórnaði fund- inum af mikilli röggsemi. Mikill hluti framkvæmda- fjár þegar tryggður Allir þingmennirnir sem fundinn sóttu tóku til máls og kom það fram í máli þeirra, svo og í þeim kveðjum sem bárust frá fjarstöddum þingmönnum, að þingmenn kjördæmanna beggja eru einhuga um að standa fast við það að farið verði eftir vegaáætlun og mál- inu hrint í framkvæmd. Fjár- veitingar sem fyrir liggja skv. vegaáætlun eru fyrir árið 1985 kr. 98 milljónir úr Stórverk- efnasjóði, 33 milljónir af vega- fé Vesturlandskjördæmis og 7 milljónir frá Vestfjörðum. Fyrir árið 1996 eru upphæðirnar 241 milljónir úr Stórverkefnasjóði, 59 milljónir frá Vesturlandi og 74 milljónir frá Vestfjörðum. Þetta eru samtals 512 milljónir króna. Aætlað „útboðsgengi" framkvæmdanna er 600-650 milljónir, en í máli Jóns Helga- sonar verkfræðings á hönnun- ardeild Vegagerðar ríkisins kom fram, að kostnaðaráætlun á verðlagi ársins 1991 er 870 milljónir. Framreiknuð kostn- aðaráætlun nú er því um 900 milljónir, en það er meðalverð Vegagerðarinnar, sem aftur á móti getur þýtt að heildar- kostnaður verði um 700 millj- ónir. þegar reiknað er með sparnaði vegna útboða o.fl. Af heildarupphæðinni liggja nú þegar fyrir loforð um fjár- veitingar upp á 512 milljónir, eins og fyrr segir, eða um þrír fjórðu hlutar. Fundurinn í fyrrakvöld snerist fyrst og fremst um það, í fyrsta lagi hvort þessar fjárveitingar væru tryggar, og það fullyrtu þing- menn einum rómi, og í öðru lagi hvort framhaldið yrði tryggt á þeirri vegaáætlun sem samþykkt verður á Alþingi í vetur. Urskurður umhverfisráð- herra í málinu barst 3. nóvem- ber sl. og segir þar að úrskurður skipulagsstjóra ríkisins sé stað- festur, þar sem gögn sem lögð hafa verið fram teljist full- nægjandi og svari þeim at- hugasemdum sem gerðar hafa verið. Uggur um að málinu yrði frestað eða eytt Það kom fram í máli þeirra nefndarmanna sem töluðu á fundinum, að uggur hefur verið að undanförnu í bæði nefndar- mönnum og heimamönnum í héraði og kvittur verið á ferð- inni þess efnis að kominn væri bilbugur á einhverja þingmenn þessara kjördæma (sbr. minn- isblað 9. nóv. 1994: Staðfestar raddir urn seinkum fjárveitinga til Gilsfjarðar). Þetta var rætt á fundinum og kom það glöggt fram að slíkir huldumenn fyrir- finnist alls ekki, draugagangur sé ekki til í þessu máli og orðrómurinn eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Mönnum verður ekki liðið að standa ekki Sá kvittur sem hér var nefndur og sá uggur sem hann hefur leitt af sér mun vera helsta ástæða þess að til þessa fundar var boðað. Nánast hver einasti heimamaður sem tók til máls á fundinum sagði að ekki yrði liðið, hvorki þingmönnum eða öðrum ráðamönnum, að standa ekki við orð sín. Bjarni P. Magnússon hafði sérstakar áhyggjur af seinkun, einkum ef það drægist fram yfir kosningar að samþykkja nýja vegaáætlun og þessa röð framkvæmda. Hann sagðist hafa heyrt efa- semdaraddir um hug Vestfirð- inga í þessu máli, og spurði: A að skera niður, á að seinka framkvæmdum? Jafnframt minnti hann á nýlega ályktun Fjórðungssambands Vestfirð- inga, þar sem fullum stuðningi er lýst við þetta mál. Útboðsgögn geta verið tilbúin í júní Þeir tveir þingmenn Vest- firðinga sem fundinn sátu tóku síðan af öll tvímæli og fullyrtu að enginn væri að bila í málinu. Alla tíð hefur reyndar legið fyrir það loforð, að þegar Dýratjarðarbrúnni væri lokið yrði ráðist í Gilsfjarðarbrú. Það kom fram í máli Jóns Helga- sonar verkfræðings, að af hálfu Vegagerðarinnar væri í raun- inni fátt að vanbúnaði, en þó hefðu þau skilyrði sem henni voru sett í úrskurðinum, þ.e. að fylgjast með umhverfismati o.fl., valdið því að rétt hefði þótt að taka hönnunarforsendur til endurskoðunar. Jón sagði að hönnun mannvirkisins gæti lokið í mars í vetur og útboðs- gögn gætu verið tilbúin í sumar, væntanlega í júní. Friðjón Þórðarson fyrrv. al- þingismaður Sjálfstæðisflokks- ins á Vesturlandi var á fundin- um og sá sérstaka ástæðu til að hrósa Össuri Skarphéðinssyni umhverfisráðherra fyrir af- skipti af þessu máli: Síðan Össur kom að málinu hefur hvert orð staðið, sem sagt hefur verið. Slysasaga Gilsfjarðarvegar Einn fundarmanna rakti slysasögu Gilsfjarðarvegar á seinni árum og var þar af nógu að taka. Þess má geta að einum áratug hafa fjórir menn týnt lífinu í bílslysum í Gilsfirði. Jóhann Arsælsson alþingis- rnaður sagði að framhjá því yrði ekki gengið, að ríkis- stjórnin hefði krukkað í fram- kvæmdaröð í kjördæmunum tveimur og þar með tafið þetta verk. Hann kvaðst þó ekki gera það að ágreiningsmáli, svo framarlega sem verkið gengi eðlilega úr þessu. Guðrún Konný Pálmadóttir, oddviti Dalabyggðar, talaði um þetta mál og lagði mikla á- herslu á öryggismál og ekki síður á atvinnumálaþátt þessar- ar framkvæmdar. Á undanförnum dögum hafa birst í fjölmiðlum yfirlýsingar nokkura nafnkunnra Alþýðu- bandalagsmanna um breyttan starfsvettvang sinn í pólitík. Til er nefnd sérstaklega sú hreyf- ing sem gert hefur vart við sig í kringum brotthlaup Jóhönnu Sigurðardóttur úr Alþýðu- flokknum. Nokkrir félagar í Alþýðu- bandalaginu á Vestfjörðum hafa myndað með sér hóp sem vinnur að aukinni einingu inn- an flokksins, aukinni virkni al- mennra félagsmanna og betri tengslum við sterkustu jafn- réttisöfl, bæði innan flokks sem utan og bæði innan kjördæmis sem utan þess. Leiðin til árangurs í barátt- unni fyrir bættum kjörum al- þýðu er hvorki sú að þramrna til liðs við krataforingjann Jó- hönnu Sigurðardóttur né að rígbinda sig í viðjar flokkslegr- ar einangrunar í hverju kjör- dæmi fyrir sig. Hópurinn ætlar sér ekki að láta það vanþakkláta verkefni eftir þingmönnum og forystu Alþýðubandalagsins að skera úr um framtíð flokksins. Það er bjargföst sannfæring okkar, að forsendur sóknarfæra flokksins sé m.a. að finna í umróti stjórnmálanna á liðnum mánuðum og í brimi þeirra á næstu misserum. I slíkt umrót ber að sækja flokknum styrk. I þann leiðangur veljum við þá sem best er treystandi til að skila sósíalismanum auknu fylgi í komandi alþingiskosn- ingum. Endurreisn flokksfélagsins í Vestur-Barðastrandarsýslu og sameining félaga á Ströndum í eitt félag eru hvorttveggja teikn um afnám úreltra landamæra. Rætt er um sameiningu flokks- félaga á nokkrum stöðum á norðanverðum Vestfjörðum. Þessi félagshyggja er vel að merkja með áherslurnar á bætt flokksstarf í ljósi bjartsýni eftir ávinninga flokksins í síðustu sveitarstjórnarkosningum. I þessum félagsanda ber að stefna til samstarfs við stjóm- málaöfl með aðrar áherslur í sinni vinstri stefnu. Hópurinn mun á næstu misserum sýna fram á, að sá uppreisnarbragur, sem á liði Jóhönnu Sigurðar- dóttur er, nærist aðeins, hvað Alþýðubandalagið snertir, á takmarkaðri óánægju nokkurra einstaklinga. Alþýðubandalag- ið þekkir líf þessarar þjóðar og það er vissa okkar að innan Alþýðubandalagsins er réttasti og hentugasti vettvangurinn til þess að virkja uppreisnarþrótt þjóðarinnar til baráttu gegn ríkisstjórn ójafnréttis, óréttlæt- is og þröngra sérhagsmuna. Nú stendur yfir forval Al- þýðubandalagsfólks á Vest- fjörðum vegna uppstillingar á væntanlega framboðslista flokksins í næstu alþingis- kosningum. Alþýðueining hyggst standa fast að baki þeim félögum sem þar túlka ofan- greind sjónarmið og skorar á Vestfirðinga að leggja hlustir við, í stað þess að kasta á dreif samtakamættinum í flokksbrot úr ríkisstjórnarsamsteypu Dav- íðs Oddssonar. Slík sprengju- brot mega ekki fá að grafa um sig, grafa út frá sér og verða að þrálátri meinsemd á vinstri kanti stjórnmáiabaráttunnar. Gilsfjarðarnefndin Gilsfjarðarnefnd er fimm manna nefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa málið heima í héraði. í henni eiga sæti Sigurður Rúnar Friðjónsson mjólkurbússtjóri í Búðardal, Sigurður Þór- ólfsson varaþingmaður og bóndi í Innri-Fagradal, Sigurbjörn Sveinsson læknir, Bjarni P. Magn- ússon sveitarstjóri á Reykhólum og Stefán Magnússon á Reykhólum. Sigurbjörn Sveinsson var lengi héraðslæknir í Búðardal og þjónaði Reykhólum og átti ótaldar ferðirnar fyrir Gilsfjörð en er nú fluttur suður. Á fundinum kom fram mikið þakklæti í hans garð fyrir óþrjótandi dugnað og áhuga á hagsmunamálum byggðanna við innanverðan Breiðafjörð. Ummæli að fundi loknum Einar K. Guðfinnsson alþm. (D): „Mér fannst þetta mjög góður fundur. Hann var gríðarlega fjölmennur og mér finnst það und- irstrika mjög vel hvað fólk er staðráðið í að fylgja fast eftir þessu mikla hagsmunamáli, sem brú- argerð og þverun Gilsfjarðar er. Ég er þeirrar skoðunar, að þetta sé mjög mikið hagsmunamál, ekki bara fyrir Reykhólahrepp og Dali heldur einnig fyrir Vestfirði. Það var upplýst á fundinum að útboðsgögn gætu verið tilbúin á næsta sumri, og það er ásetningur stjórnvalda og þingmanna og annarra að í framhaldi af því verði verkið boðið út og framkvæmt. Hér er um að ræða gríðar- lega gott mál og mikilvægt fyrir Vestfirðinga og við verðum að standa að því af fullri festu.“ Pétur Bjarnason alþm. (B): „Þessi fundur var afskaplega skemmtilegur. Ég hef varla séð annan eins gneistandi baráttuvilja á svo stórum fundi og þarna var. Ég hafði eins og aðrir heyrt þennan orðróm um einhvern bilbug í málinu og ég er mjög ánægður að þessi fundur skuli hafa verið haldinn og öllum vafa eytt um framgang þessarar mikilvægu framkvæmdar.“ Ályktun fundaríns Almennur fundur íbúa Dala og Reykhólahrepps, haldinn í Búðardal 28. nóvember 1994, skorar á Alþingi að standa við fyrri ákvarðanir sínar um þverun Gilsfjarðar, eins og þær birtast fgildandi vega- áætlun. Fundurinn beinir því einnig til Alþingis að taka ákvörðun um verklok, til þess að bjóða megi verkið út á fyrri hluta næsta árs. Fundurinn minnir áað engir tæknilegir meinbugir eru lengur áþvíað verkið verði hafið, þar sem öll tilskilin leyfi liggja fyrir um vegargerðina. Fundurinn bendir á, að um- ferðarþungi í Gilsfirði hefur aukist seinni árin og lýsir áhyggjum sínum yfir því að mjög alvarlegum umferðarslysum hefur fjölgað þar. Fundurinn lýsir hér með þeirri skoðun sinni, að Dalamenn og íbúar Reykhólahrepps muni ekki una þingmönnum sínum neinnarseinkunarframkvæmda frá þvísem þegar hefur verið ákveðið. PROFKJOR IIIJ Prófkjör Framsóknarflokksins ót Vestfjörðum 1994 Kjörseðill Kjósandi skal velja FJORA frambjóðendur, hvorki fleiri né færri, og merkja með tölustöfum, 1, 2, 3 eða 4, við nöfn þeirra íþeirri röð sem kjósandi vill að frambjóðandi taki sæti á framboðslistanum. Anna Jensdóttir Anna Margrét Valgeirsdóttir Guðmundur Hagalínsson Gunnlaugur Sigmundsson Pétur Bjarnason Ragnar Guðmundsson Sigmar B. Hauksson Sigurður Kristjánsson Sveinn Bernódusson Kjörstaðir eru hjá Framsóknarfélög- unum í kjördæminu, nánar auglýst í götuauglýsingum. Yfirkjörstjórn.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.