Vestfirska fréttablaðið - 30.11.1994, Blaðsíða 9
VESTFIRSKA
FRÉTTABLAÐIÐ
V
GRUNNSKÓLINN
Á ÍSAFIRÐI
Lausar eru til umsóknar
eftirtaldar stöður:
Staða gangavarðar/
ræstitæknis
Gangavörður sér um gæslu á göngum
skólans á skólatíma og ræstingu.
Staða matmóður
nemenda
Matmóðir nemenda útbýr snarl fyrir
nemendur í kaffifrímínútum og hádeg-
ishléi.
Störfin krefjast þolinmæði, samvisku-
semi og vandvirkni og að viðkomandi
hafi ánægju af að umgangast börn og
unglinga.
Umsóknir skulu sendar til skóla-
stjóra, sem einnig veitir nánari upp-
lýsingar. Umsóknarfrestur er til 15.
desember.
Bæjarstjórinn á ísafirði.
Hjálmar S. Björnsson
Vestfjarðameistari
í skvassi
Stebbi Dan óskar Hjálmari til hamingju meö sigurinn
og titilinn.
Að loknu
Vestfjarðamótinu
í skvassi.
Standandi f.v.:
Viðar
Konráðsson,
Kristinn
Arnarsson og
Hjálmar S.
Björnsson.
Krjúpandi: Rósa
Baldursdóttir og
Hrafnhildur
Hreinsdóttir.
Vestfjarðamótið í skvassi fór fram í Studio Dan á
ísafirði á laugardaginn. Sigurvegari varð Hjálmar S.
Björnsson, annar varð Kristinn Arnarsson og Viðar
Konráðsson þriðji.
Kristinn Arnarsson fékk einnig sérstök verðlaun fyrir
bestu frammistöðuna á árinu og Rósa Baldursdóttir
fékk verðlaun fyrir mestu framfarir á þessu ári. Gestur
mótsins var Hrafnhildur Hreinsdóttir, sem varð í öðru
sæti á síðasta íslandsmóti og spilar með íslenska
landsliðinu.
Þátttakendur voru tólf og kepptu í opnum flokki,
karlar og konur saman.
Miðvikudagur 30. nóvember 1994
9
Af síðustu málefnum
Patrekshnepps
- Úlfar B. Thoroddsen skrifar
Patreksfjarðarhöfn.
„Ólafur hafði fjármálalegt eftirlit með Birni
og Sigurði og þeir stjórnuðu honum. Sem sagt:
Gagnkvœmt traust, vinátta og kœrleikskeðja.
Einliver sagði: Kolkrabbi.“
Miðvikudag síðustu viku
bárust fréttir af umfjöllun árs-
reiknings Patrekshrepps 1993.
Sagt var að ferða- uppihalds-
kostnaður síðustu sveitar-
stjórnar Patrekshrepps væri 5,5
milljónir eða um kr. 6.200 á
hvern íbúa og því mjög vel fyrir
þeim þörfum séð, eftir fréttum
að dæma.
Bæjarstjóri Vesturbyggðar
sagði nefnda upphæð „óljósa“
en var svo óheppinn að blanda
skrifstofustjóra í málið. Það
ráðslag gerði allt tortryggilegt.
Það var þá í reynd sett sama-
sem-merki á milli fyrrum
sveitarstjóra Olafs Arnfjörðs
og ríflegs ferðakostnaðar. Og
lítur svo út eftir fréttum og
umræðum manna á meðal, að
hann hafi staðið einn í að bruðla
með almannafé í hótel og veit-
ingar.
Traust Björns og Sigurð-
ar á nefndum Ólafi...
Málið er ekki svo einfalt. O-
lafur var starfsmaður síðustu
sveitarstjórnar Patrekshrepps.
Var hann ráðinn á ábyrgð
Björns Gíslasonar, oddvita, og
Sigurðar Viggóssonar, vara-
oddvita, og annarra í meirihluta
þeirrar sveitarstjórnar. Slíkt
traust var á nefndum Ólafi af
hálfu þeirra Björns og Sigurðar,
að þeir settu hann til sjóðs-
vörslu Patrekshrepps. Þá var
Ólafur og settur í það fyrir at-
beina Bjöms og Sigurðar,
stjórnarmanna í Odda hf. á
Patreksfirði, að endurskoða
ársreikning þess og Utgerðar-
félags Patreksfjarðar hf. Ólafur
hafði fjármálalegt eftirlit með
Bimi og Sigurði og þeir stjórn-
uðu honum. Sem sagt: Gagn-
kvæmt traust, vinátta og kær-
leikskeðja. Einhver sagði:
Kolkrabbi.
Sveitarstjóri aðeins fram-
fylgt samþykktum
Það var hlutverk sveitar-
stjórnar Patrekshrepps að gera
fjárhagsáætlanir, marka út-
gjaldaliði og meta þörf þeirra
og innsigla þau verk með upp-
hæðum og í þessu tilviki um kr.
5,5 milljónum og bera á því
fulla ábyrgð. Það verður ekki
sett samasem-merki á milli
Ólafs sveitarstjóra og þeirrar
upphæðar. Það er samasem-
merki á milli Björns, Sigurðar,
Drafnar og Kristinar og kr. 5,5
milljóna. Sveitarstjórinn, sá
trausti sjóðshaldari síðasta
meirihluta í hreppsnefnd Pat-
rekshrepps, hefur aðeins fram-
fylgt samþykktum og reitt fram
greiðslur í hinar margvísleg-
ustu ferðir starfsmanna og
sveitarstjómarmanna, allt eftir
mjög vönduðum og mar-
gígrunduðum samþykktum.
Hafi sveitarstjóri hins vegar
farið á bak við sveitarstjóm og
ausið út fé í ferðalög umfram
heimildir, þá var hann í slæm-
um málum. Um slíkt hefur
ekkert heyrst og þess vegna
getur það ekki verið. Það þýðir
ekkert fyrir fyrrum meirihluta
að baknaga Ólaf á götuhornum
nú og kenna honum um allt, en
líkt væri það liðinu.
Hreppsreikningar fyrir
1993 enn óafgreiddir
og óbirtir
Enn eru þeir reikningar Pat-
rekshrepps 1993 óafgreiddir.
Ljósm.: Búi Bjarnason.
sem áttu að afgreiðast í maí, og
enn hafa þeir ekki komið fyrir
almenningssjónir. Þar ber nú-
verandi bæjarstjóri Vestur-
byggðar jafna ábyrgð til móts
við fráfarandi sveitarstjórn
Patrekshrepps. Sveitarstjóri
hafði lagalega stöðu til að
þrýsta á sveitarstjórn um af-
greiðslu ársreikningsins en lét
hjá líða.
Sorglegur endir
á merkri sögu
Það er sorglegt hvernig ann-
ars merkri 87 ára sveitarstjórn-
arsögu Patrekshrepps er að
ljúka fyrir atbeina þeirra sem
réðu ferðinni árin 1990-94.
Ulfar B. Thoroddsen,
Brunnum 23,
Patreksfirði.
Jóla-
Ég tek að mér tu) gera hreint fyrir jólin...
...alla íbúðina eðtt einstök herbergi —
loftin...
veggina...
teppin...
húsgögnin...
Massi
Suðurtanga 2
sími 5196
...og bílinn!