Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 30.11.1994, Qupperneq 10

Vestfirska fréttablaðið - 30.11.1994, Qupperneq 10
10 Niðurstöður hlustunar- könnunar: Mjög lítið hlustað á Svæðisút- varp Vest- fjarða Vestfirðingar hlusta mjög lítið á Svæðisútvarp Vestfjarða. Hlustun á svæðisstöðvar Ríkisút- varpsins á Austurlandi og Norðurlandi er mun meiri en á Vestfjörðum, en get- ur þó alls ekki talist mik- il. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Rfkisút- varpið lét gera dagana 21 .-26. október sl. Stofnunin hefur ekki séð ástæðu til þess að birta niðurstöður þessarar könnunar opinberlega. Það er raunar mjög skilj- anlegt enda er ekki líklegt að menn þar á bæ hafi á- huga á því að þessi útreið komist í hámæli. Samkvæmt könnuninni hlustuðu 63% Austfirð- inga einhvern tíma á því tímabili þegar könnunin var gerð á útsendingu svæðisútvarpsins á Aust- urlandi og meðalhlustun var 37%. A sarna tíma hlustuðu 55% Norðlend- inga einhvern tfmann á útsendingu svæðisút- varpsins á Norðurlandi og meðalhlustun var 28%. Einungis innan við 40% Vestfirðinga hlustuðu einhvern tímann á þessu tímabili á útsendingu Svæðisútvarps Vestfjarða og meðalhlustun var að- eins 23% samkvæmt könnuninni. Lista- verka- almanak Þroska hjálpar Listaverkaalmanak Þroskahjálpar fyrir árið 1995 er kornið út. Það er með svipuðu sniði og áður og prýtt glæsileg- um grafíkverkum eftir íslenska listamenn. Almanakið er jafnframt happdrættismiði. Vinn- ingarnir eru 49 graf- íkverk eftir íslenska listamenn og þar á með- al eru verk eftir Erró. Dregið er í hverjum mánuði um þrjá til fimm vinninga. Alman- akið er gefið út í aðeins 18 þúsund eintökum og rennur andvirðið óskipt til starfsemi Þroska- hjálpar. Miðvikudagu^30^ió\^mber^l99^^^^^^^^^^^^^^J VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ Fasteignaviðskípti ISAFJORÐUR Aðalstræti 20 4ra herb. íbúð á 2. hæð, u.þ.b. 130 m2. Laus eftir samkomulagi. Aðalstræti 32 3ja herb. íbúð á 1. hæð. Silfurgata 11 3ja herb. íbúð á 1. hæð. Laus fljótlega. Smiðjugata 11a Húsið er tvær hæðir, kjallari og ris (háaloft). Hvor hæð er rúmir 50 m2. Niðri er eldhús, stofa og bað, uppi eru 4 svefnherbergi og salerni. Strandgata 7 Nýuppgert, tvílyft einbýlishús úr timbri. Pólgata 4 5 herb. íbúð á 3. hæð. Aðalstræti 22b 3ja-4ra herb. íbúðir á 2. og 3. hæð. Fitjateigur 4 U.þ.b. 151 m2 einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr. Bolungarvík Ljósaland 5 118 m2 einbýlishús. Ljósaland 6 2x126 m2 einbýlishús. Hagstæð lán. Hlíðarstræti 21 Gamalt einbýlishús. Traðarland 24 Tvílyft einbýlishús, u.þ.b. 200 m2 með bílskúr. Stigahlíð 2 3ja herb. íbúð á jarðhæð. Laus. Stigahlíð 4 3ja herb. íbúð á 1. hæð. íbúðin er laus. Völusteinsstræti 4 2x126 m2 einbýlishús. Á neðri hæð er bílskúr og fokhelt húsnæði. Á efri hæð eru m.a. 4 svefnherbergi. Verð ca. kr. 9 milljónir, mest áhvílandi húsnæðisstofnunarlán. Skipti á minni eign í Bolungar- vík koma vel til greina. Arnar G. Hinriksson Silfurtorgi 1, sími4144 108 Nýjar vestfirskar þjóðsögur Olræt, sloppinn maður! Gísli Hjaitason í Bolungarvík var mágur Einars heitins Guðfinnssonar. Hann var lengi hafnarvörður og vigtarstjóri við höfnina. Einhverju sinni hafði Gísli tekið plöturn- ar ofan af hafnarvoginni þannig að gryfjan stóð opin. Hann var sjálfur ofan í damm- inum með yfirborð jarðar í brjósthæð og var eitthvað að bjástra. Þá vildi svo til að Gamli-Gráni, merkur vörubíll sem Einar Guðfinnsson átti og stóð löngum í brekkunni fyrir ofan hafnar- vogina, tók upp á því upp úr þurru að renna af stað. Gísla verður litið upp og sér hvar Gráni kemur á sívaxandi siglingu og enginn undir stýri og stefnir beint á vogina, líkast tii af gömlum vana þótt enginn væri farmurinn til að vigta að þessu sinni. Gamli maðurinn átti ekki annarra kosta völ en að láta sig hverfa niður í gryfjuna og vona hið besta. En svo merkilega og heppilega vildi til að Gráni hitti með hjól- unum nákvæmlega á langböndin í vog- inni, fetaði sig klakklaust eftir henni endi- langri og hélt síðan áfram ferð sinni hinum megin. Um leið og trukkurinn var sloppinn yfir rétti Gísli sig upp og mælti: Olræt, slopp- inn maður! I sömu andrá steyptist Gamli sorrí Gráni niður í fjöruna fyrir aftan hann. En orð Gísla Hjalta við þetta tækifæri urðu fleyg og fylgdu honum æ síðan. Uppskrift í Vestfirska frá Sigurvin Hreiöarssyni á Tálknafirði Eftirréttur 4 perur ca 1 dl sykur smjör smásletta af koníaki smávegis vanillusykur rjómi Perurnar hreinsaðar og skornar í 4-8 báta hver pera. Sykurinn brúnaður á pönnu og farið eins að með perurnar og þegar kartöflur eru brúnaðar (með smjörinu). Síðan er rjóminn settur út í, einnig koníakið og vanillusykurinn. Gott með öllum ís. I næstu viku verða hér fleiri uppskriftir frá Sigurvin Hreiðarssyni, bæði steiktur fiskur penslaður með barbecue- sósu og einnig „sósa sem ég datt niður á“ eins og hann orðar það. Kjósum Pétur Bjarnason ífyrsta sœti íprófkjöri framsóknarmanna 3. desember. Stuðningsmenn. Kjósum Vestfirðing í 1. sietið Kaffi og bók Bókakynning verður á Hótel ísafirði nk. sunnudag milli kl. 3 og 5. Lesið verður úr nýjum athyglisverðum bókum og ýmsar bækur munu liggja frammi fyrir gesti til að glugga í. Glæsilegt kökuhlaðborð, kaffi og heitt súkkulaði auk léttra jólalaga. Stund fyrir alla fjölskylduna. VERIÐ VELKOMIN - AÐGANGUR ÓKEYPIS SÍMI4111 t BOKAVERSLUN JÓNASAR TÓMASSONAR ísafirði, sími 3123

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.