Morgunblaðið - 14.07.2015, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2015
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Göngugarparnir Kjartan Long og Martin Swift
fengu heldur betur óvænta heimsókn um síðustu
helgi eftir að þeir höfðu komið sér vel fyrir í Bol-
ungarvík. Á sama tíma og Martin hugðist gæða
sér á vænum bita af ítalskri salami-pylsu ákvað
tófa að vitja tjalds þeirra. Þrátt fyrir að vera
heldur tætingsleg í útliti tókst skepnunni að
heilla þá félaga upp úr skónum og fékk að laun-
um bita áður en hún hélt aftur til síns heima.
Vestfirskar tófur sækja í suðrænar pylsur
Ljósmynd/Kjartan Long
Tófa heilsaði upp á tvo göngugarpa á Ströndum og heimtaði bita af nesti þeirra
Ingvar Smári Birgisson
isb@mbl.is
„Þetta er hverfandi vandamál,“ segir
Atli Sigurður Kristjánsson, verkefna-
stjóri markaðsdeildar í Bláa lóninu,
spurður um sögusagnir þess efnis að
algengt sé að gestir stundi kynlíf í
náttúruperlunni frægu.
Atli segir að Bláa lónið hafi strang-
ar reglur um kynlíf gesta. Grannt sé
fylgst með gestum. Fjórir gæslu-
menn séu á vakt hverju sinni og
manni þeir öll horn lónsins og fylgist
vandlega með gestum.
„Það er hluti af þeirra vinnu að
fylgjast með aðförum og upplifun
gesta. Við erum að vernda upplifun
gestanna og á öllu svona er tekið
hart, þar sem þetta er í raun ekki í
boði.“ Hann segir þetta sérstaklega
hafa verið vandamál í gamla lóninu,
en sé ekki lengur.
Atli segir að ef til vill skýrist þessi
hegðan af því að vatnið sé gruggugt
og því sé ekki hægt að sjá hvað gerist
undir yfirborðinu.
Séu gestir gripnir við verknaðinn
er þeim skilyrðislaust vísað upp úr
Bláa lóninu, að sögn Atla. Þetta sé
brot á skilyrðum sem eru sett við
miðakaupin. „Þetta hefur ekki gerst í
mörg ár, en ef þetta gerist þá er vísað
upp úr.“
Spurður hvort slíkir gestir séu
settir á bannlista, segir Atli að þeir
fái allavega ekki að koma aftur á
sömu forsendum. „Það er tekið mjög
strangt á þessum málum,“ segir
hann.
Kynlíf í Bláa lóninu er
„hverfandi vandamál“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gæsla Gæslumenn eru við öll horn
lónsins og fylgjast með gestum.
Grannt fylgst
með gestum
Könnunarskurðir
sem fornleifa-
fræðingar gerðu
á dögunum á
Munkaþverá í
Eyjafirði leiddu í
ljós fornan graf-
reit. Grafreit-
urinn var í hól
sunnan við bæj-
arstæðið, þar
sem áður hafa
komið í ljós mannabein. Í hólnum
fundust nokkrar kistugrafir sem all-
ar snúa austur/vestur og með hjálp
gjóskulaga var hægt að aldursgreina
þær til 12. aldar og síðar.
Uppgröfturinn var liður í rann-
sókn Steinunnar Kristjánsdóttur
prófessors og samstarfsfólks hennar
á klaustrum á Íslandi á miðöldum.
Á Facebook-síðu rannsóknarinnar
segir að fundur þessa grafreits
bendi til kirkju og kirkjugarðs á
þessum stað, en um leið til þess að
tvö kirkjustæði hafi fyrrum verið á
Munkaþverá, eitt fyrir klaustrið og
annað fyrir heimafólk eða sóknina.
Nokkuð ljóst sé jafnframt að
klaustrið hafi staðið nærri núverandi
kirkju og hún því eflaust upphaflega
verið byggð sem hluti af klaust-
urbyggingunni.
Nokkrar grafanna á staðnum eru
frá því eftir Heklugosið 1104, en ein
frá því fyrir það því gjóskan lá yfir
henni. Nokkuð heillegar kistuleifar
voru í sumum grafanna, en beinaleif-
ar voru fáar.
Fundu
fornan
grafreit
Steinunn
Kristjánsdóttir
Líklega tvær
kirkjur á Munkaþverá
Ríflega 5 metra langt eldstæði sem
grafið var upp við fornleifauppgröft í
Lækjargötu á dögunum mun fá að
standa og verður fellt inn í nýtt hótel
Íslandshótela sem mun rísa á lóðinni
á næstu árum. Útfærslan á fram-
kvæmdinni verður unnin í samráði
við Minjastofnun. Óvíst er hvort
langeldurinn verði hækkaður upp
eða hægt verði að virða hann fyrir
sér í gegnum glergólf en Ólafur
Torfason, stjórnarformaður Íslands-
hótela, segir að eldstæðið eigi eftir
að setja skemmtilegan svip á hótelið
og að ýmsir möguleikar séu fyrir
hendi til að teikna upp skálann og
gera sögu staðarins skil.
Fornleifar
hluti hótels
SÓLAR
í sólarhring!
Hefst í dag
kl. 12
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Mikil óvissa er með sölu á makrílaf-
urðum á vertíðinni, sem er að komast
í fullan gang. Nýjast í þeim efnum er
að yfirvöld í Nígeríu hafa tilkynnt
bann á innflutningi á fiski og fjöl-
mörgum fleiri vöruflokkum. Til Níg-
eríu fóru yfir 20 þúsund tonn af fryst-
um makríl í fyrra og voru
Nígeríumenn, ásamt Rússum,
stærstu kaupendur makríls héðan.
Þessi staða bætist ofan á erfiða
stöðu á Rússlandsmarkaði, vegna
efnahagsástandsins í landinu, en að
auki hefur landið verið lokað nokkr-
um stórum útflytjendum héðan síð-
ustu mánuði vegna skilyrða sem
Rússar kynntu í fyrrahaust. Í þeim
hópi eru meðal annars Vinnslustöðin í
Vestmannaeyjum,
Skinney-Þinganes
á Höfn og Huginn
VE, sem frystir
aflann um borð.
Sigurgeir
Brynjar Krist-
geirsson, fram-
kvæmdastjóri
Vinnslustöðvar-
innar, segir að
staðan á mörkuð-
um sé grafalvarleg. Lokunin í Nígeríu
frá síðustu mánaðamótum sé enn eitt
áfallið, en markaðurinn þar hafi skipt
miklu og vaxandi máli síðustu ár.
Gjaldeyrisskortur í landinu
„Þetta er ástand sem við höfum
ekki séð áður og það tekur tíma að
byggja upp markaði,“ sagði Sigurgeir
Brynjar í gær. „Olíuverð hefur lækk-
að og auðvitað kemur það útgerðinni
til hagsbóta, en að sama skapi hefur
það þær afleiðingar að olíuútflutn-
ingsríkin eiga í erfiðleikum. Í Nígeríu
er gjaldeyrisskortur og ég sé ekki
mörg ráð til að þessu verði breytt á
næstunni.“
Sigurgeir Brynjar segist telja að
önnur lönd í Afríku taki ekki við því
magni sem farið hefur til Nígeríu.
Vissulega sé makríls neytt víða um
heim og til dæmis sé stór markaður í
Japan. Þar séu hins vegar yfirleitt
gerðar aðrar kröfur til makrílsins en
Íslendingar geti uppfyllt.
Hann nefnir að undanfarið hafi ver-
ið umræður hérlendis um fríverslun-
arsamning við Kína og að innflutning-
ur þaðan sé ekki nægur.
Vinnslustöðin hafi hins vegar unnið
að því síðustu vikur að flytja út gáma
með makríl til Kína. Það hafi þó ekki
verið hlaupið að því vegna skrif-
finnsku og mikils flækjustigs.
Lokað á makríl í Nígeríu
Mikil óvissa með sölu afurða á vertíðinni Enn erfiðleikar á Rússlandsmarkaði
Höfum ekki séð slíkt ástand áður, segir framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar
Vertíð Veiðar hafa gengið ágætlega
suður af landinu síðustu daga.
Sigurgeir Brynjar
Kristgeirsson