Morgunblaðið - 14.07.2015, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 14.07.2015, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2015 Franska freigátan Le Primauguet kom til hafnar í Reykjavík á sunnu- dagskvöld og verður við Skarfa- bakka þar til á laugardag. Um venjubundna heimsókn franska sjó- hersins er að ræða, sem siglir reglulega freigátum sínum um N- Atlantshaf. Um borð eru á annað hundrað sjóliðar, flestir ungir að árum, jafnt karlar sem konur. Frakkar halda upp á þjóðhátíð- ardag sinn í dag, Bastilludaginn, og er freigátan opin almenningi til sýnis frá kl. 14 til 17 í dag, sem og miðvikudag, fimmtudag og föstu- dag. Hins vegar er nauðsynlegt að skrá sig og tilkynna komu fyrir- fram með því að senda póst, bæði með dagsetningu og tíma, á net- fangið escale.islande@gmail.com. Primauguet er sérstaklega út- búin til þess að hafa eftirlit með kafbátum. Skipið var tekið í notkun árið 1984, er nærri 140 langt og 4.500 tonn að stærð. Það er vel búið vopnum og hefur yfir tveimur þyrl- um að ráða. Frönsk freigáta til sýnis við Skarfabakka Morgunblaðið/Björn Jóhann Freigáta L Primauguet fylgt til hafnar við Skarfabakka af hafnsögubátunum Magna og Jötni. Neytendasamtökin fagna hug- myndum Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að leggja af tolla á fjölmörgum vörum, svo sem á fatnaði. Samtökin harma hins vegar að ekki séu um leið afnumdir tollar á öllum matvörum. Ef bæta eigi stöðu heimilanna með afnámi tolla sé það best gert með afnámi tolla á matvörum. „Neytendasamtökin ítreka því að löngu er tímabært að allir tollar verði lagðir af á heimilisvörum. Að fenginni reynslu er mikilvægt að stjórnvöld tryggi að eftirlit verði varðandi afnám tolla svo tryggt sé að aðgerðin skili sér til neytenda,“ segir í tilkynningu samtakanna. Neytendasamtökin vilja einnig afnám tolla á matvöru Matur Margir vilja afnema þar tolla. Á fundi skipulagsnefndar Akur- eyrarbæjar var nýverið samþykkt tillaga um að göngugötunni í mið- bænum verði lokað fyrir bílaum- ferð frá kl. 11–16 á föstudögum og laugardögum til loka ágúst. Í framhaldinu verða unnar verk- lagsreglur um lokun götunnar í samráði við hagsmunaaðila á svæð- inu. Athygli er vakin á því að fötl- uðum vegfarendum er heimilt að aka um Brekkugötu og Ráðhústorg að bílastæði fatlaðra við skrifstofu sýslumanns í norðanverðu Hafn- arstræti. Einnig hefur verið sam- þykkt ósk frá Listasafninu á Akur- eyri um að Grófargili (Listagili) verði lokað fyrir bílaumferð frá kl. 14–17 á laugardögum þegar sýn- ingar eru opnaðar á vegum safns- ins. Þeir dagar sem um ræðir eru 25. júlí og 1., 15., 22. og 29. ágúst. Göngugatan á Ak- ureyri lokuð bílum Ljósmynd/Auðunn Níelsson Hafnarstræti Mannlíf í miðbæ Akureyrar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.